Morgunblaðið - 21.02.1973, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 21.02.1973, Blaðsíða 15
MORGUNBLA£>IÐ, MIÐVIKUDAGUR 21; 1 3BRÚAR 1973 15 EFTIR ELÍNU PÁLMADÓTTUR 1 ÁRAMÓTABOÐSKAP sínum talaði forseti Islands um að vér íslendingar hiytum að leggja stund á að vera „heimsins góðir borgarar" og vitn- aði þar i orð Bjöm í Sauðlauksdal, þegar hann var að rækta fyrstu kart öfliumar hér. Um þetta geta víst all ir landsmenn verið sammála. Skömmu seinna sagði forsetimn í ræðu sinni; „Margir, og ekki sizt umg ir menn, eru tortryggnir á hin gamal grónu forustulönd og forréttindalönd, bæði austan hafs og vestan. Áhugi þeirra og samúð beinist fast að bar- áttu og þróun hinna fátæku og fjöl- memwu þjóða, sem byggja önnur jarð arhvel. Þetta er eðlilegt og í fuliu samræmi við vaxandi tiifinningu fyrir því, á öld hraða og fjarskipta og geimsiglinga, að jörðin sé ein og mannkynið eitt. Enn má vitna í gömlu visuna: Þeir sem útskaga áður byggðu, vanræktir og rændir, skulu nú fá sinn rétt . . Þegar hér var komið, var ég orðin svo alheimss'nnuð og upptendruð af hugsjónum, að framhaldið á ræðunni hvarf fyrir mín/um eigin huigrenning um, enda skildu vist leiðir. Áramóta- hvatning, sem á við allan heiminn og öU flátæku bömin, er svo göfug, þeg- ar brjóstið svellur af góðum áform- um fyrir nýtt ár. Sérréttindin okkar héma norður frá — þessi sem við eigum auðvitað réttláta kröfu til, þó það nú væri! — voru gleymd svolitla stund. Rétt um það leyti, sem ræðan birt ist í blöðum með hinni ágætu hvatn- ingu, tóku að birtast fréttir um að loðnan væri að koma og brátt hægt að fara að moka henni upp og græða mikla peninga. Sum blöðin spáðu því jafnvel að við mundum geta veitt um 370 þúsund tonn af loðnu eða 100 þús und tonnum meira en í fyrra og fá úr því 60 þúsund tonn af irijöli. Hvern- ig sem sú spá var nú til komin. Em hvað úm það, þó að loðnan léti standa svolítið á sér, kom hún blessuð, og menn gátu haldið áfram að reikna. Ekki sízt þar sem verð á mjöli og iýsi hafðl hækkað. Og eins og allir vita, sem lesið hafa blöð, á hún að hljálpa okkur til að lifa í vellysting- um praktuglega næsta ár. Fara þá ekki að læðast að manmi falleg orð úr hátiðaræðu — „að vera he'msins góðir borgarar". Það voru víst svona ótímabærar og syndugar hugsanir, sem í gamla daga voru kenndar við satans fláræði. Og nú var syndin sú, að fara að velta þvi fyrir sér, hvað skyldi nú vera m.kið af hinu dýrmæta eggjahvítuefni, sem vamnærðar þjóðir þurfa svo mikið 4 að halda, í svo mikilli hrúgu af loðnu. Talið er að nú þegar séu a.m.k. 300 milljónir bama í þróunarlöndunum, sem hafa varanlega skerta heilsu, andlega og llíkamlega, vegna skorts á eggjahvítuefnum fyrsta hluta ævinn- ar. Og að um 2 þúsund milljómir manna á jörðunn: fái aðeins 50—70% af nauðsynlegu eggjahvítuefni til að viðhalda heilsu sinrni, samkvæmt töl- um frá Sameinuðu þjóðunum. Og ástandið á eftir að versma. í skýrslu frá sænska fyrirtækinu Alva Laval, sem útbjó véiarnar i fyrstu verksmiðj una í Bua í Sviþjóð, sem framleiðir eggjahvítuefni úr fiski, segir að af 3 milljörðum íbúa jarðarinnar fái að- eins 500 milljónir nægilega.n skammt af eggjahvítuefnum, að dómi sérfræð inga. Og að árið 2000 mumi um einn millljarður bama innan við 15 ára líða af sjúkdómuim, sem eru afleiðing af þessum skorti. I skýrslu frá Matvæla- og landbún. ib .; i.i Sameinuðu þjóðanna má ?nn r i. r iesa, að not uð beint ti rnannrl .ir rr.undi núver- andi fiskin.jöL .í.rr. I u/a heimsims geta gef ð 500 rni' jón manns dýr- mæta viðbót aí eggjahvítueínum, sem jafngilda 15 g á dag til neyzlu sem eggjahvítukjammeti. Hún er vissulega stór hrúgan af loðnu, sem við erum nú að færa á iand. Og hvað ætlum við að gera við hana? Nú er vitað að svollitið brot, um 10 þúsund tonn, fara til manneldis í Japan, þar sem að vísu er ekki eggjahvítuskortur. En allt hitt? Það fer væmtanlega i dýrafóður og sápu gerð eða smjörlíki hjá efnaþjóðum. í grein eít r dr. Sigurð Pétursson gerlafræðing sé ég, að þegar fiski- mjöl er notað sem skepnufóður, fæst aðe ns tiltöluíega lítill hluti af eggja hvitunni aftur í kjöti, mjólk og egigj um og Öðrum afurðum — í mjólk og kjöti 20—30%, og hafði það komið fram á sýningu um þetta efni, sem FAO efndi 11 i Noregi. í þessu efnl verðum við víst ekki talin til heimsi.ns góðu borgara. Það á ekki við þarna. Eggjahvitan okkar fer í sápu og dýrafóður. Heimurinn þarf að þvo sér. Engimn hefur á móti því. Og kanmski kemur svolítið brot af eggjahvítuefnum úr loðnunni fram í kjöti, kjúklingum og mjólk á borði auðugu þjóðanna, sem geta borgað vel fyrir. Fyrir það fáum við peninga og getum keypt okkur eitt- hvað fallegt — og nauðsynlegt. Mik- il ósköp! Ekki höfum við of mikið af penimigunum, eins og al'lir vita, sem lesa blöðin. Auðvitað höfam við engin efnl á að vera að hugsa um aðrar þjóðir og vannærð börn. En við skömmumst okkar kannski pínu- lítið — sum okkar — þó að okkur finn ist við hafa rétt til að ausa upp eggjahvítuforða heimsins og bruðla með hann. En rétt svona til að friða sam- vizkuna, gætum við kannski varið svo l' tlu fé í rannsóknir á því hvort möguleikar eru á því að koma loðn.u, síld og fiskúrgangi i slíkt form að hægt sé að selja það til manmeldis — að sjálifsögðu fyrir góðan pening. Ög til markaðskönnunar og markaðsleit- ar fyrir slikar afurðir, ef aðferðir finnast. Ýmsir einstaklimgar hafa sýnt þessu áhuga, hugm-yndin er vist 40 ára gömul. Guðmundur Jónsson, tækn íræðingur byggði þá verk- smiðju. Og ég man eftir því þegar Sveinn Einarsson og fleiri voru í Örfiriseyjarverksmiðjunni gömlu að gera tilraunir með rétti úr sildar- mjöli, sem m:g minnir að brögðuðust bara vel. Og öllum er kunnugt um áhuga og t lraunir Magnúsar Andrés- sonar við að koma svipuðum hug- miyndum á framfæri. Og fleir: hafa sýnt slíku áhuga á undanförnum ára- tugum, en ekki haft bolma.gn eða að- stöðu til að gera verulegt átak. En í Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins eru engar slíkar tilraunir skv. upp- lýsingum er ég fékk þar, og mér er kunnugt um að þar hafa menn van- trú á slíku bauki. En ef okkur skyldi nú einn góðan veðurdag detta i hug — þó að áramót in séu liðin — að vllja vera „heimsins góðir borgarar", og kannski jafnvel vera ofurlítið stórhuga, gætum við þá ekki hugsað ofurlítið til hungruðu barnanna og vannærða fólksins og gert tilraunir til að nýta tll manneldis þetta dýrmæta eggjahvituefni úr fiskum hafsins. Eða kannski okkur nægi að segja bara eins og hann Piet Hein í litlu vísunni sinni á ensku: We perceive that we must do ou bit, on the Score Framhald á bls. 20. Nýtt meistaraverk eftir Slawomir Mrozek Á bak við Stokkhólmsbréf frá Hrafni Gunnlaugssyni skellandi hlátra „Og við hlæjum bæði tvö. Og við hlæjum að því að við hlæjum, og einnig að því . . . o.s.frv. . . . En hvað býr undir síðasta hlátrinum — á botninum?“ (Úr frásögninni I kvörninni, í kvörninni, herra minn! — eftir Slawomir Morzek). SLAWOMIR Mrozek er tvímælalaust í hópi athyglisverðustu leikskálda okkar daga. Mrozek er fæddur i Pól- landi árið 1930, og bjó þar annað veif ið fram til 1968. En eftir að Mrozek fordæmdi innrás Rússa í Tékkóslóv- akiu vorið 1968 hefur hann verið land flótta og er nú búsettur í París. íslendingar kynntust fyrst verkum Mrozek er Le'kfélag Reykjavikur sýndi eftir hann leikritið Tangó fyr- ir nokkrum árum. Tangó var fyrsta heilkvölds verk Mrozeks en nú er ver ið að frumsýna nýjasta verk hans Ánægjulegur atburður (á sænsku: En lycklig tildragelse) víða um álf- una við mikla hrifningu. Þetta leikrit er í senn eitt skemmtilegasta og frum legasta leikrit sem ég man eftir að hafa séð. Slowomir Mrozek byggir leikritun sina á gamalli pólskri hefð sem á rætur sínar að rekja allt til aldamót- anna. Leiðin liggur frá h nu furðulega skáldi Stanislaw Ignacy Witkiewicz (oftast kallaður Witkacy) sem lifði frá 1885—1939, til Witoid Gombrowicz sem lézt fyrir þrem árum. Það er öðru fremur á verkum þessara tveggja meistara sem Mrozek bygg- ir leikrit sín. Við skulum líta örlítið nánar á þá. Þó liðin séu rúm þrjátíu ár frá dauða Ignacy Witkacy er það fyrst á siðustu árum sem hann hefur öðlazt verðskuldaða frægð í Vestur-Evrópu. Það voru Þjóðverjar sem byrjuðu fyrstir að þýða Witkacy, en síðan hef ur áhugi manna aukizt gífurlega á þessu furðulega skáldi, og á síðasta vetri frumsýndi Dramaten í Stokk- hóimi í fyrsta sinn verk eftir Witkacy, en það hét Móðirin. Móðirin er furðu legur heimur þar sem martröð og tryllingslegur húmor mætast í brennipunkti. Persónurnar eru úr- kynjaðar blóðsugur sem lifa í gam- alli höll. Timinn er ekki til. Fyrsti þáttur gæti eins gerzt á eftir öðrum þætti. En grunnhugmyndin er eins konar nútíma Hamlet: afstaða sonar- ins til móðurinnar og tilraunir hans til að endurvekja siðferði heimilisins. Le'kritum Witkacy er oft líkt við skáldverk Kafka og ekki að ástæðu- lausu. Það er sama nagandi angistin og gálgahúmorinn sem býr í þeim báðum. Witkacy á einnig sameiginlegt með Kafka, að það er fyrst núna löngu eftir dauða hans sem menn eru að átta sig á því, hvilikt skáld heíur iegið í gleymsku. Gombrow.cz þarf síður að kynna en Witkacy. Það eru aðeins örfá ár frá því að Leikfélag Rvíkur sýndi Yvonne Búrgundarprinsessu (ef ég man nafnið rétt) eftir Gombrowicz, sem er eitt af sérstæðustu verkum hans. Yvonne gerist e:ns og Móðirin í tímalausu umhverfi á meðal úrkynj- aðs aðalsfólks. Sama anda finnum við einn'g i leikritum Mrozek, og þá sér- staklega í Ánægjulegum atburði, en þó kemur þessi andi allt öðru visi fram hjá Mrozek en hjá Witkacy og Gombrowicz. í upphafi leikrits'ns Ánægjuleg'Ur atburður kynnumst við venjulegum skrifstofumanni sem er að reyna að leiigja út herbergi. Ungur maður kem ur og ætlar að lita á herberg'ð, en þá kemur í ijós að það er ekkert auka- herbergi i húsinu. Ungi maðurinn ætl ar að rjúka í burt í fússi, en skrif- stofumaðurinn fær hann til að hinkra við og hlusta á sig. Hann trúir síðan unga manninum fyrir lifsvandamáli sinu, sem er að hans sögu þetta: Ég og konan mín höfum verið gift árum saman, en eigum ekki barn. Ekki vegna þess að við getum ekki eign- azt barn, heldur vegna þess að pabbi bannar okkur það. Hann heldur nefni lega að ef barnið fæðist muni hann deyja. Þess vegna skilur hann okkur aldrei eftir en vakir yfir hverju fótspori okkar. Á nóttunni liggur hann á milli okkar í hjónarúminu og blæs í trompet — hann sofnar aldrei. Hann þarf ekki að sofa — er eilífur! Hann er af göfugri aðalisætt og barð- ist bæði vð Austgota, Vestgota og Napoleon. Hann neitar að fara úr her foringjabúniinignum. Við höfum reynt að gefa honum svefijmeðöl, eri þá biður hann bara um meira. Einu sinni gáfum við honum blásýru í staðinn fyrir saft út á grautinn og þá varð hann svo hress, að við neyddumst til að sp'la við hann Olsen-Olsen í fjóra sólahringa. Skrifstofumaðurinn fær siðain unga manninn til að undirbúa samsæri með sér þ.e.a.s. að plata gamla mann inn í burtu í nægilegan langan tíma, til þess að hann ná að geta konu sinni barn. Þetta er sém sagt upphaf fyrstu senu Ánægjulegs atburðar. Hljómar eflaust furðulega, en fljótlega kem- ur í ljós að allar þessar persónur eru pólitisk táikn. Gamli maðurinn er tákn gamíia aðalsveldisins i Póllandi, ungi maðurinn er fulltrúi anarkista og skrifstofumaðurinn er málpípa undirokaðra smáborgara. Borgarinn og anarkistinn sameinast um að velta aðlinum úr sessi. Barnið sem þýðir dauða gamla mannsins er bylt'.ngin. Því eins og skrifstofumaðurinn segir: Þegar barn fæðist breytist allt; þá þarf að hreimsa og taka til. Við fáum rafmagn í húsið og vatn. Já og sápu til að þvo bleiur. Leikritið fjallar síðan um baráttu skrifstofuman.ns'ns og anárkistans við gamla manninn. Ég verð að játa, að ég hef sjaldan skemmt mér jafm konunglega í leikhúsi og á sýningiu Stadteaterns í Stokkhólmi á Ánægju legum atburði. En leikrit Mrozeks er ekki bara sprenghlægilegur farsi, það býr yfir djúpum pólitiskum boð skap. Löngu eftir að maður sá þaö, skýtur því aftur og aftur upp í hug- anum og alit í einu áttar maður siig á því, að maður var að hlæja að sjálf um sér allan tímann. Ánægjulegur at burður er einhver safarikasti ávöxtur nútima leikritunar sem komið hefur fram í áratug.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.