Morgunblaðið - 21.02.1973, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 21.02.1973, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐÍÐ, iVUDVlKUDAGUK 21. KKHtUIAH 1973 r« i - HAFNARHRIP Frainhald af bls. 17 Einar Bencdiktsson einnig á sinum tíma og það gerði Johs. V. Jensen óhikað. Eggert sagðist vera eins og bíll sem vœri á fullri ferð, þegar hundur ksemi geltandi að honum, en bíllinn héldi auðvitað áfram með full um hraða og sæi ekki einu sinni hundinn drattast heim með lafandi skottið. Hundurinn voru gagnrýnendur Morgunblaðsins. Og Emil kallaði hann altmúligmann. Þannig eiga listamenn að vera. Og ekki öðruvlsi. En þannig eiga gagn- rýnendur ekki að vera. Það er eins og öðlingar geti breytzt 1 gadda- svipu um leið og þeir verða „hátt- virtir gagnrýnendur". Komast „til valda“. En það má fyrirgefa Morg- unblaðinu, því það hefur alltaf kapp kostað að láta góða listamenn fjalla um listaverk. Greinar þeirra koma þá einhverjum við. Atlagan að Egg- ert Stefánssyni er einungis rifjuð upp hér vegna árásanna á Johs. V. Jensen og einnig vegna þess, að svo merkir listamenn áttu í hlut sem gagnrýnendur Morgunblaðsins. En Eggert gat aidrei alveg fyrirgefið Morg-unblaðinu. Og skrifaði al'ltaf í Vísi. Svona hafa nú tímarnir breytzt. En síðar, löngu siðar, sá Morgun- blaðið að sér og smám saman sætti Eggert Stefánsson sig við útkomu þess. Þannig breyttist hljóðið líka í Politiken, blaði Brandesar-sinna, þessarar, í aðra röndina óskap- lega leiðinlegu klíku, og Johs. V. Jensen sættist við blaðið, átti við það samtal, skrifaði jafnvel í það. En hann fór aldrei varhluta af andúð erfiðrar samtíðar. Jafnvel gamall kennari, Paul V. Rusow, prófessor, notaði heilt hátíðarit háskólans i Höfn til að níða þýðingar hans á Hamlet, kallar hann jafnvel „dr. Jensen". Það þarf stundum sterk bein til að vera skáid. XXX Eiginlega er allt sem Johannes V. Jensen skrifaði „mýtur“, þ.e. hann reynir að ná eilífðinnl og hraðfleygri stund, hinu úniversala og hinu for- gengilega í eina andrá, hefur verið sagt: stöðva tímann. Það er goðsag- an: að berjast við tímann, reyna að sigra hann. Eins og Jónatan mávur sem fyrr er nefndur. Eins og raunar allt sem vel er gert. Himmerlands sögurnar eru eins konar „saman sett- ar“ smásögur frá æskustöðvum skáldsins og fjalla um fólk og um- hverfi sem hann þekkti. Eins konar endurminningar, eins og þegar mál- ari vinnur landslag eftir minni. Slík vinnubrögð eru í ætt við höfuðrit Borges, smásögurnar hans, en þær standa íslendinga sögum nær að stil og aðferð en frumsamin verk Johs. V. Jensens. Samt kom Johs. V. Jen- sen islenzkum fornbókmenntum að við öll möguleg og ómöguleg tæki- færi. Hann skrifar um norrænan anda, sagnakonuna, tekur sérstöku ástfóstri við Oehlenschlæger, sem hann kal'lar í ritgerð, mesta skáld- ið á danska tungu á síðustu öld, rit- ar rækilega og mjög merki- legar greinar um Thorvaldsen og kemur íslenzkum uppruna hans enda laust að: hvað á þetta þras við Dani út af Thorvaldsen eiginlega að þýða? Hvað aðrir Danir segja, skiptir engu máli, en það skiptir nú öllu hvað Johs. V. Jensen segir: „Maður get- ur sér til að munnsvipinn hafi Thor- valdsen fengið frá móður sinni; ljós skörp augun e.t.v. aftur á móti frá föðurnum. Beint frá honum sem var myndskeri, erfir hann snilldina og handbragðið. Hann var ljós yfirlit- um, sennilega úr báðum ættum. Fylgi maður upplaginu frá föðurnum það- an sem liann kom lendir maður i hring sem á uppruna langt aftur í öldum og spannar vitt svið, en er ávallt norrænt." Og Johs. V. Jensen leggur áherzlu á að myndskurð hafi Thorvaldsen lært af sínum íslenzka föður: „Myndskurðurinn, sem prýddi dönsk orlogsskip enn á átjándu öld, var leifar þessarar gotikur sem á rætur í norrænni for- tið: gallíonsfigúrurnar sem faðir Thorvaldsens, Islendingurinn skar út i skipasmiðastöð í Kaup- mannahöfn og sem sonurinn fyrst æfði hönd sína á, átti rætur í forn- norrænum stil. Thorvaldsen vann hann inn í klassikina og gerði hann að heimslist." En skáldið gleymir ekki að geta þess í forbífarten að Thorvaldsen hafi verið klassíkker og heimsborgari: civis romanus. En vinsældir hans heyra til öllum stétt- um og öllum tímum, bætir Johs. V. Jensen við. XXX Þurfum við á meiru að halda í þessari „krossferð"? Og nú ætlar Erling Blöndal Bengtson að halda sérstaka tónleika í Charlottenborg til styrktar Vestmannaeyingum. Hann hefur sérstaklega beðið fréttastofn- anir um að segja: hinn dansk- islenzki listamaður o. s. frv. XXX Og Oehlenschlæger enn. Hann var næstum því íslenzkur, þótt ekki hafi hann haft í sér íslenzkan blóðdropa. Undarlegt að hann skyldi vera þessi snillingur. Við verðum að leita að blóði hans sunnar í álfunni. Johs. V. Jensen gat hans í Nóbelsræðu sinni 10. des. 1945. Hann segist líta á sig sem lærisvein hans og unnanda ljóða hans. í grein löngu áður ber hann þá saman Björnson og Oehlen- schlæger og segir að Björnson hafi verið „norrænni“. Um hinn fyrr- nefnda segir hann: hann jós af Sög- unum. Um þann siðamefnda: hann var Sögumar. Island er engin homreka lengur. Johs. V. Jensen segir að Oehlen- sch'læger standi dýpri rótum en Björnson í heimsmenningu, hafi átt hærri sjónarhód. Hann kallar Oehlen schlæger séni, en getur þess ekki um Björnson af augljósri nærgætni við Ibsen, þótt hann væri löngu dauður, þegar greinin var skrifuð. En eitt áttu þeir sam- eiginlegt, Björnson og Oehlenschlæg- er: að börn þeirra voru hædd í skól- unum af öðrum börnum „af þvi þau áttu svo hræðilega foreldra". „Hjarta hans var haf af tilfinn- ingum,“ segir Johs. V. Jensen um Oehlenschlæger. Þetta hafði hann aðeins sagt um einn mann annan, Kolumbus, eða eitthvað svip- að: Kastið mér í hafið, sagði Leonardo da Vinci. M. Sinfónían: „Sköpun“ Haydns flutt á morgun undir stjórn Róberts A. Ottóssonar SKÖPUNIN eftir Haydn verður flutt á tíundu tónleikum Sin- fóníuhljómsveitarinnar á morg- im í Háskólabíói en tónleikarnir verða svo endurteknir á laugar- dag kl. 2. Róbert A. Ottósson stjórnar hljómsveit og söng- sveitinni Fílharmóniu, en ein- söngvarar em finnska sópran- söngkonan Tani Valjakka, brezki tenórsöngvarinn Neil Jenkins og Guðmundur Jónsson. Sköpuniin var fyrsf flutt í Vín- eirlboTig 1798, en verkið hafði Haydn verið að semja tvö árin á undan. Textiinn er á þýzku en hamn er að miiklu leyti byggður á Paradísarmissi Miltons. Hér- lemtdis var Sköpunin fyrst flufct 140 árum síðar, þegar dr. PáH Isólfsson stjórnaiði flutningi verksiins í biiasikála Steindórs O'g þóitbi þá mikiii tóiniisitarviðiburð- ur, enda hafði ekki áður verið ráðizrt: í slíkt stórvirki. Enn eru fimm hljóðfæraleikamar, sem stóðu að þessuim 'flutnmgi, með í Smfóoniiuhljómsveitinni og einn félagi FUharmóniuinnar nú, Jó- ‘hannes Arason, söng í kómum 1939. LEIÐRÉTTING EORMAÐUR Rauðakrossdeildar Akraness er Njláifl Guðimundsson, skólastjóri á Akranesi, en ekM Ingóllfur Jónsson eins og stóð í frótt í MongunbTaðmiu í gær. Hlutaðeigendur eru beðnir viel- virðingar á þessu mishermi. Þá síkal tekið fram að sta-rfsmenn Sementsverksmi ðjiu nna.r gáifu 175 þúsiund krónur í Vestimannaeyja- söfniunina. Japanir lána Tokyo, 20. febr. AP. JAPANSBANKI átovað i dag að lána Alþjöðaibantoanum 135.000 milljón jen, eða rúm- lega 500 milljónir Bandarílkja- dollara. Dr. Páll Isólfsson og dr. Róbert A. Ottósson við orgelið — dr. Páll stjórnaði hinum sögufræga flutningi á Sköpuninni 1939 í bílahúsi Steindórs, en dr. Róbert stjórnar því verki nú í Há- skólabíói annað kvöld og á latigardag. Sönigsveitiin Fiiliharmoniia var stofnuð 1959 og hefur siðusfcu 14 árin fluifct mörg veigamikil tónverk með Siníóniuhljómsveit- inmá undir stjóm dr. Róberts, og má þar nefna Messias Hand- elis, Requiiem ef-tir Moaant, Sákna simifóníu Stravinsky’s, Níundu sinfóniu Beethovens og nú síð- ast Te deum eftdr Dvorak. Það er kanrnski táknrænit, að fyrsta hljómsveitarverkið, sem dr. Röbert stjórnaði effcir að hann kom tifl ÍS'liands, var Ársitíðirnar eftir Haydn, fyrir rúmum 30 áx- um, ern þá var Guðmundur Jóns- son einimitt meðal einsöngvana. „Þetita var upphaf ið að löngu og góðu saimstarfi okikar,” sagði dr. Róbent á fundi með blaðaimönn- um í gasr, „og eniginn má gleyma því hversu góðan söngvaina við aigum þar sem Guðmundur er.“ Erlendu einsönigvaramiir eru báðir vel kunnir hérlendiis. Taru Valjakka er tal'in eán fremsta sópransöngkona Finna, er fast- ráðin við óperumia í Helsiniki en kom hingaö til lands í fyrrasum- ar og söng á ljóðakvöldi i Norr- æna húsinu á Lt&tahátíðinni. Neil Jenkins vai' hér siðast á ferð um jólaleyti'ð og söng þá einsöng í Jólaónatoriunnd ásamit konu sinn-i Söndru Wilkes. Raun- ar höfðu þau hjóniin koimáð hinig- að einu sánni áður, og sungu þá í útvarp og sjónvarp, auk hljóm- leika, er þau héidu. Hann var nýlegia sæmdur Grand Prixverð- lauinum fyrir hljómplötu síma ,,The Cries of Ixwidon”. Stjórnandi ásamt einsöngvurnn um Jónsson. — f. v. Jenkins, dr. Róbert, Taru Valjakka og Guomundur (Ljósim. Mbl.: Valdís). Tvær íbúðir í Smúíbúðohverii Til sölu mjög góð um 90 fm 4ra herbergja íbúð á 1. hæð. íbúðin eru samliggjandi stofur, eldhús, 2 svefn- herbergi og bað i kjallara eru geymsla og þvotta- hús. Einnig einstaklingsíbúð. Stofa, svefnherbergi, eld- unarkrókur og snyrting. Báðar íbúðirnar eru í mjög góðu standi. Teppalagt, tvöfalt gler, sérhiti og allt hitakerfið er nýtt. FASTEIGNAMIÐSTÖÐIN, Hafnarstræti 11. Símar 20424 og 14120. 77/ sölu glæsileg 4ra herbergja íbúð i Breiðholti I., þvotta- hús á hæðinni, geymsla í kjallara. Upplýsingar í síma 25403 eftir kl. 17.00 í dag og næstu daga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.