Morgunblaðið - 28.02.1973, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 28.02.1973, Blaðsíða 17
-----------------------------------<-------- MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. FEBRUAR 1973 17 Helgi P. Briem: Landgrunnið og fiskveiðilandhelgin Svo sem menn vita hafa mörg lönd helgað sér landgrunn sitt og t.d. hef- ir Bretland helgað sér landgrunn sitt, þar til það mætir landgrunns- réttindum Danmerkur og Noregs, og mun það ná um 220 milur (360 km) frá Skotlandi í átt til Noregs. Á þessu svæði telur það sér eitt heimilt að notfæra sér oliu undir sjávarbotni og allt á honum, sem fast er og ekki getur hreyfzt. Hins veg- ar telja þeir sér og öðrum heimilt að veiða fisk yfir sjávarbotni og þau dýr sem geta hreyft sig og flutt úr stað. Þetta er auðvitað fáránleg regla, eins og mörg fjarstæð rök, sem not- uð eru til að beita aðra órétti und- ir yfirskini réttar. Hafa margir þjóð réttarfræðingar bent á þetta, enda mundu aðeins stórveldi komast upp með slika rökfölsun. Sem dæmi um hve erfið þessi regla er í framkvæmd, má nefna deilu Frakka við Brasilíumenn, er þeir sóttu í að stunda þar humarveiðar. Humar- inn lifir á botni og getur ekki synt. Hins vegar getur hann tekið undir sig allmikil stökk. Frakkar vildu skjóta málinu um humarinn til Al- þjóðadómstólsins i Haag, en Brasiliu menn neituðu þvi. Þegar sá góði dóm stóll hefir ekki skýr lagafyrirmæli að dæma eftir, dæmir hann eftir venju, en það eru stórveldin sem hafa skapað venjurnar. Ég ætla ekki að ræða þessa kenn- ingu. Hins vegar vil ég benda á það að hún hefir tvær hliðar, eins og svo margt annað í heiminum. Hún veitir íslendingum einnig rétt. Sam- kvæmt henni eiga Islendingar einn- ig landgrunn sitt, eins og aðrar þjóð ir. Með lögum nr. 44 1948 um vis- indalega verndun landgrunnsins skulu allar veiðar háðar íslenzkum reglum og eftirliti, og i lögum nr. 17 1969 um yfirráðarétt yfir land- grunni Islands er það endurtekið að íslenzka rikið á fullan og óskorað- an rétt á landgrunninu og öllum auð lindum þess. Ekki veit ég til að þessum lög- um hafi verið mótmælt, enda mundi það naumast hægt, sizt fyrir þá sem tekið hafa drjúga sneið af land- grunni sinu. Samkvæmt þessum lögum hefir ís- land því fullan rétt til að hindra veiðiskip annarra þjóða í að not- færa sér það sem finnst á botni land grunnsins, hvort sem það eru kórali- ar, skeljar, skeljasandur, stein- ar, þang og hvað annað, sem þar finnst. Hafa íslenzk yfirvöld því full an rétt til að hindra veiðiskip í því að spilla slíkum gögnum og gæðum, eða taka það um borð í skip sín. Þetta þýðir það, að þau hafa fullan rétt til að hindra það, að skip skafi botn landgrunnsins, og noti nokkur þau tæki, sem liggja á botni eða eru dregin eftir botni þess, og þó sérstaklega svo stórfelld tæki sem botnvörpu og dragnót. íslendingar þola illa tilhugsunina um það, að þessi botngróður verði eyðilagður, undir því yfirskini að verið sé að veiða fisk. Eins og al- kunnugt er hafa Islendingar miklar mætur á kóröllum og ýmsum skelj- um. Hefi ég komið á mörg heimili þar sem falleg kóralgrein er til sýn- is á heiðursstað og einnig fallegir steinar og skeljar með aUs konar kalkflúri, gert af dýrum. Hafa slík- ir gripir oft verið seldir háu verði. Auk þess vitum við ekki hvað kann að finnast af dýrum steinum og málm um á landgrunninu. Talað er um að magnesíum sé hér viða, en allt slikt er friðað. Ef athugaðir eru samningarnir um lausn fiskveiðideilunnar við Breta frá 11. marz 1961 og viðurkenningu á 12 mílna fiskveiðilögsögu við ís- land, sem gerður var við Þjóðverja 19. júlí 1961, sem eru nr. 194 og 315 i Samningum íslands við erlend ríki, (Reykjavík 1963), hafa Bretar og Þjóðverjar rétt til að stunda fisk- veiðar utan 12 mílna grunnlínu, en þeir veita engan rétt til að nota botn vörpu á landgrunninu. Hins vegar hafa þessi ríki rétt sam kvæmt samningnum til að stunda veiðar með reknetum eða flot vörpu, og öðrum veiðitækjum sem ekki snerta botninn, því hann er frið- aður samkv. öðrum lögum. Þó að báð ar þjóðirnar vissu um friðun okkar á landgrunninu, og héldu sjálf fram friðun á sínu landgrunni, virðist hvorug þeirra hafa farið fram á að nota landgrunnið eða óskað eftir að fá leyfi til að nota botnvörpur. Helgi P. Briem. Nú ■ hefir Alþjóðadómstóllinn í Haag úrskurðað að samningarnir frá 1961 séu í gildi og að hann hafi lögsögu um þá. Virðist þvi sem hann muni úrskurða að Bretar og Þjóðverjar hafi rétt til að veiða ut- an 12 mílnanna, sbr. það sem ég gat um áðan, að ef ekki eru skýr laga- fyrirmæli, dæmir hann eftir venju. Hins vegar get ég ekki séð að Al- þjóðadómstóllinn geti dæmt land grunnslög okkar ógild, og neitað okk ur um rétt til að hindra veiðitæki í að skafa botninn. Með því mundi hann ónýta allan rétt strandríkja til landgrunnsins. Er það líklega það sem Bretar mundu sízt kæra sig um þegar þeir dag hvern pumpa mikl- um auðæfum úr landgrunninu, þar sem er jarðgas þeirra og olia. Réttur Islendinga til að reka botn vörpunga af landgrunninu byggist því alls ekki á samningum, heldur á þeim rétti, sem allar þjóðir hafa viðurkennt yfir landgrunni sínu. 14. febrúar 1973. Helgi Hálfdanarson: Meira magn Sagt er, að nafnorða-sýki herji um þessar mundir á ýmsar grann- tungur vorar. Og svo er að heyra, sem íslenzkt mál eigi ekki að fara varhluta af þeim faraldri. Það er raunar engin ný bóla, að menn teygi á setningu að þarflausu, t.d. með sögn og nafnorði i stað sagn arinnar einnar, eins og merkingu hljóti að vera betur borgið í nafn- orði en í öðrum orðflokkum. Menn draga ályktun, fremur en álykta, menn framkvæma knnnnn eða jafn vel annast framkvænid könnunar í stað þess að kanna, o.s.frv. En lengi getur vont^ versnað. Eitt hvert hlálegasta fyrirbærið af þess- um toga er sú ofnotkun á orðinu magn, sem nú hefur gosið upp í út- varpi og blöðum. Þetta herjans magn er eitt hið leiðasta óþurftar- grey, sem sloppið hefur inn i daglegt mál í háa tíð. Ekki svo að skilja, að það sé alltaf þarflaust alls staðar; en hinn rétti vettvangur þess er afar naumur, og notkun þess í fréttamáli er að jafnaði ótæk. Þar virðist hins af báðu vegar ekki framar hægt að tala um mikíð eða litið af neinu; af öllum sköpuðum hlutum þarf að vera mik- ið magn eða litið magn, meira magn og minna magn. Fréttamenn þrástag ast á miklu magni af sprengiefni, kartöflum, dollurum, hverju sem er; þeir finna mikið magn af olíu, smygla miklu magni af hassi, veiða mikið magn af loðnu, selja inikið magn af vopnum, eða vopn i miklu magni, sem er enn verra, og þannig áfram endalaust. Jafnvel tókst þeim að hafa upp á kvenfólki i miklu magni á góðum stað. Að sjálfsögðu er magn verra en óþarft í öllum þess um dæmum; það er til mikilla óþrifa. En hvernig stendur þá á þess- ari kyndugu áráttu? Því er fljótsvar að. Þetta er bara tilgerð. Menn halda að þeir verði eitthvað hrepp- stjóralegri á svipinn, ef þeir segja mikið magn af síld, en ekki bara mikil síld. Það er eins og að láta mynda sig með síma. Eða skyldi það ekki vera notalegra, að sama skapi sem það er ábúðarmeira, að fram- leiða mikið magn af túngresi en að heyja vel af töðu. Líkast til er það í samræmi við nafnorða-delluna, að farið er að stórauka notkun fleirtölu, jafnvel á orðum sem að réttu lagi eru eintölu- orð. Hlaupatími þriggja spretthlaup ara er kynntur í útvarpi með formál anum: „Hérna koma tímarnir þeirra." Þess er að gæta, að fleirtöluorðið tímar merkir annað en eintöluorðið tími, sem hér er allt í einu komið í fleirtölu. Þetta er að sönnu „tímanna tákn“, því fleirtala af þessu tagi hef- ur á fáum árum þotið upp eins og arfi á haug. Enda voru „tímar“ hlauparanna kallaðir góðir árangr- ar. Af svona fleirtölu er oftast ær- inn erlendur keimur. Það skyldi þó aldrei vera, að hér segi til sín raungreinakennslan í skólunum; en þar þykir bezt á þvi fara, að rúm- málin vaxi með hitunum og þ.vngd- irnar með mössunum. Naumast verð ur þó kennurum kennt um vaxandi magn af þjófnuðum og hjónaskilnuð- um. Og undarlega kemur það á óvart að heyra jafnvel bændur tala um köl í túnum sínum. Nú mætti ætla, að svona vinsæl fleirtala væri friðuð í bak og fyrir. En viti menn! Á íslandi eru jafnvel (iauðadæmdir hundar öruggari um sinn hag en fleirtala nafnorða. Rík- isútvarpið auglýsir i þaula fjögurra og tveggja dyra bíla, rétt eins og bilar geti haft sína dyrina hvorum megin. Tvenn jarðgöng eru sögð vera tvö, eins og til sé eitt jarð- gang. Englendingar og Frakkar eru ekki hvorirtveggju í Nató, heldur báðir, hvernig sem það yrði skilið. Slík notkun orðsins báðir veður uppi. Þó ber við, að hún valdi einhverri sálarkveisu; en i stað þess að segja þá bara hvorirtveggju er sagt báðir aðilar; þar eru nefnilega tvær flug- ur slegnar í einu höggi, komizt hjá að fórna lausnarorðinu báðir, og þarflausu nafnorði komið á kreik, góðu fólki til yndisauka. Líklega keyrir þó um þverbak, þegar blað birtir forustugrein, sem ber fyrir- sögnina Það bezta af báðu. Fróðlegt væri að sjá önnur föll þess „orðs“, sem þar stendur í þágufalli. Víst eru góð ráð dýr og á margt að líta. Flestir stafa þó kvíðarnir af þeim ólánum, að því fleiri sem kölin verða í túnunum, því lakaði verða töðurnar hjá bændum, og þeim mun færri mjólkirnar úr kúnum; nema fleiri tilbúnir áburðir geri framleið- endum iandbúnaðarafurða kleift að annast framkvæmdir í framleiðslu aukins magns af kjöti og mjólk með svo góðum högnuðum af báðu, að tök reynist á að afla kaupakvenna í nægilega miklu magni. Hönd er útrétt UNDIR fyrirsögninni „Sam- starf landa • Norður-Atlants- hafs“ birtist leiðaragrein í grænlenzka blaðinu „Kuja- tim:o“ sl. laugardag, eftir Hen rik Lund, þar sem hann fagn- ar ritstjórnargrein Morgun- blaðsins fyrir skömmu, en þar var borin fram sú hugmynd, að fari svo, að fiskveiðiland- helgi Islendinga og Græn- lendinga tengist saman á sama hátt og landhelgi Fær- eyja og íslands, væri sjálfsagt að huga að þvi að veita Græn- lendingum fiskveiðiréttindi í okkar landhelgi ef þeir kærðu sig um, alveg á sama hátt og Færeyingum. Þessar þjár þjóðir eiga að vinna saman. í leiðara grænlenzka blaðsins segir: „Þessi hugmynd er kærkom in. Það verður að líta á hana sem útrétta hönd frá stærstu þjóðinni í Norður-Atlantshafi. Það þýðir þó ekki það sama og að faiiast strax á íslienzku hugmyndlna, en við fögnum henni. Hugmyndin hefur nefni lega að geyma viðtæk sjónar- mið og þess vegna verður að gaumgæfa hana rækilega, áð- ur en hún er endanlega sam- þykkt. Við efumst ekki um góðan vilja fslendinga. En sökum þess að við erum vanþróað- asta landið af þessum þrem- ur, þá verðum við að þekkja okkar vitjunartíma, þegar haf réttarmálin eru tekin til með- mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmtjummmmmmmmmmmmm ferðar. íslenzka tillagan er framsýn og ber merki þeirr- ar framsýni, sem einkennir íslendinga. Það er viturlegt að gera sér framsýnar áætlan ir, því að'það leikur enginn vafi á því, að fiskveiðar verða einnig í framtíðinni mikilvæg- asti atvinnuvegurinn á Norð- ur-Atlantshafi. Á sama tíma og mengun og ofveiði ógna jafnvel okkar af skekktu höfum, getur það borgað sig að hugsa öðru vísi en á hefðbundinn hátt. Við teljum eins og Morgunblaðið, að samvinna langt út fyrir tak mörk landa okkar sé nauðsyn leg. Ef við kormim ekki á slíku samstarfi nú, þá mun þróunin i heiminum fy.rr eða síðar þv nga okkur til þess. Þess vegha er íslenzka sam- starfshugmynd:n skref fram á við i sarmskiptum á Norður- Atlantshafi. Og þrátt fyrir það að við tökum hana ekki upp alla í einu, þá getur hún orðið upphafið að viðræðum milli Grænlendinga, íslend- inga og Færeyinga. Þessar v ðræður verða að fara fram með gagnkvæmri virðingu. Við verðum að gera okkur það ljóst, að vinir okk- ar á Norður-Atlantshafi eru miklu lengra á veg komnir í Framhald á bls. 23

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.