Morgunblaðið - 28.02.1973, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 28.02.1973, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. FEBRÚAR 1973 Híingl eflii midncelti M.G.EBERHART sæi ekki Cal eða þau hin, og gekk út. Dodson elti hann. Fremhurðinni var skellt með dynk og bill Arts fór i gang og ók niður eftir stignum. Loksins sagði Pétur: — Þessi ungi mað- usr skal verða að leita sér að atvinnu á morgun. Ég vil ekki láta hann vinna hjá mér fram- vegis. — Hann vinnur hjá Art, sagði Cal. — Og ég býst ekki við, að hann fari að reka hann. — Þú trúir þá ekki á þessa fjarverusönnun, sem Dodson var að gefa hor.um, hvæsti Pét- ur. Cai yppti öxlum. — Dodson sér um sig. Hann kemur sér vel við Art og þá hefur hann at- vinnu eins lengi og hann vill. En mér gæti kannski skjátlazt. — Þér skjátiast að minnsta kosti, ef þú heldur, að Art Fur- by hafi skotið Fioru, sagði frú Brown og var hás. Ég veit ekki hvemig Blanche fór að því, en hún hefur áreiðanlega skotið Fi oru. Ég þekki hana. Hún læt- ur aldrei neinar hindranir standa i vegi fyrir sér. Þarna vildi hún losna við Fioru tU bess að geta gifzt þér, Pétur Hún var allt i einu orðin náföl. — Blanche myrti hana, segi ég! — Ég er búimn að segja þér, að það gæti hún ekki hafa gert, æpti Pétur. — Cal sá hana. Jenny sá hana. Hún gæti alls ekki hafa gert það. Frú Brown velti vöngum, og krullumar hristust. — Og á með an á öllu þessu stóð, þá vildir þú fá Jenny aftur. — Já. . . já, auðvitað vildi ég fá Jenny aftur. Ég hef alRaf eliskað hana. . . hef ég ekki gert það, Jenny? Þú skilur, Jenny. . . — Jú, sagði Jenny. Þessi nýja opir.berun var ekki eins grimmdarleg og búast hefði mátt við, af þvi að hún var i raún- inni engin opinberun, en nú fyrst áttaði hún sig til fulls á henni. — Vist skil ég þetta. Þú elskar mig ekki Pétur, heldur varstu bara viss um, að ég elsk- að; þig og þú þurftir mín með. — En ég bað þig að giftast mér aftur, gerði ég það ekki? Nú strax. Ég bað þig. . . — Já, og ég hefði átt að vita, að til þess lá sérstök ástæða. Þú þurftir að hafa dálítið gagn af mér. Fjarvistarsönnun. — Jenny! Pétur greip eftir hönd hennar, en hún veik sér undan. — Nei, Pétur. Ef þú hefðir elskað mig, hefðirðu beðið. Þú hefðir ekki farið að tala um gift ingu nokkrum klukkustundum eftir morðið. Nei, þú varst hræddur um, að ég mundi hefna min á þér. Þú varst eitthvað að tala um hefnd. . . en ég hlustaði bara ekki á það. Nei, þú vildir bara vera viss um, að ég gæfi þér fjarverusönnun. Og það hefði ég gert, án nokkurra lof- orða af þinni hendi. Mig lengaði til að hjálpa þér. — Og þú hjálpaðir mér líka. Þú komst þegar ég bað þig að koma. Önnur bliekkingin til hvarf nú eins og dögg fyrir sólu. — Já, ég kom, sagði Jenny, — en hvers vegna baðstu mig um að korr.a, Pétur? Nú, auðvitað af því að ég þarfnaðist þin, af þvi. . . — Komdu með sannleikann Pétur! Pétur leit upp ögrandi og horfði í augu henni. — Gott og vel, það var dálitið, sem þú átt ir að gera fyrir mig. Ég var þá orðinn viss um, að Fiora hefði gert sjálfsmorðstilraun, annað hvort i alvöru eða af uppgerð. Ég vildi hindra endurtekningu á slíku. Hún hafði komizt að þvi að ég hafði verið að hringja til þín, hún sakaði mig um það og við rifumst. En þá datt mér í hug, að ef ég fengi þig til að koma, þá mundi Fiora spyrja þig umbúðalaust, hvort ég hefði hitt þig, og þá mundír þú vitan- lega neita þvi. Ó, Pétur hugsaði hún. Og Fi- ora spurði mig um þetta, og ég sagði henni eins og satt var. Pétur sagði: — Þú hefur aHt- af verið skiin'ngsgóð, Jenny. Reyndu n.ú að skilja. Ég gat ekki þoiað neitt hneyksíi. Eng- inn maður, sem ber ábyrgð gagnvart hluthöfum sínum, get ur afborið hneyksli. Ég verð að varðveita traust þeirra á mér. Þú hlýtur að sikilja, hvilík ábyrgð hvilir á mér. — Jú, ég skil það fulikom lega, sagði Jenny. — Já, þú hefur alttaf skilið al'tt, Jenny og nú verðurðu að trúa mér. — Það geri ég ldka, sagði Jenny. — Og ég skal standa við þessa fjarverusönnun þína, vegna þess að hún er sannleik- ur. Þú þarft engar áhyggjur að hafa af þvi. En ég vil bara hvorki sjá þig né heyra framar. Hún gekk tii dyra, einbeitt á svip, eins og hún vissi vel, hvað hún ætlaði nú að gera, en þegar hún kom að dyrunum, vi'ssi hún það samt ekki. En þótt undar- legt væri, fannst henni hún vera fullkomlegá fær um að gera hvað sem hana langaði til — hún var orðin eitthvað svo sterk og frjáls og laus við ein- hverja byrði. Ekkert er jafn- dautt og dauð ást, hugsaði hún, og tók að velta því fyrir sér, hver væri höfundur þess spak mælis. Hún l'agði höndina á dyrastafinn. Hvað hú? Átti hún að fara upp í gestaherbergið i þessu húsi, sem hún hafði einu sinni elskað svo heitt. Ætti hún að biðja Cal um að flytja sig aft ur til borgarinnar? Eða ná i leigufeíl og reyna að komast í einhverja lest? Það gilti einu, þvi að nú fannst henni hún geta gert hvað sem hún vildi. Frú Brown stóð upp. Hún stóð þama með skrítnu krullurnar og skjannalega sloppinn, glas í hendi og hátignarleg á svipinn. — Pétur, þú ert einn þeirra manna, sem vilja bæða eiga kök una sína og éta hana. Þú giftist Fioru, en vildir ekki sleppa Jenny. Þú hangir fast við þennan Art Furby, af því að hann er htuti af jámbrautinni. Þú hangir við þetta hús, af þvi að þú átt það. Hefðirðu fengið skilnað frá Fioru til þess að gift ast Bianche, þá hefðirðu samt haldið i Fioru. Þú vilt ekki sleppa neinu, Pétur. Guð fyrir- gefi mér að segja það, en þú ert með bfóðugar hendur. Þótt þú hafir kannski ekki myrt Fi- oru sjálfUr, þá er morðið samt þér að kenna. Blanche var ákveðin í að giftast þér, hún trúði hverju orði, sem þú sagðir og hún myrti Fioru. Cal gekk tii frú Brown og sagði rólega. — Við skulum heldur tala við Blanche, frú Brown. — Þið ættuð heldur að katta á lögregluna, sagði hún og sett- ist niður. Tvö tár hrundu nið- ur kinnar hemnar. — Þar fóru peningarair, sagði hún vesældar í þýðingu Páls Skúlasonar. lega. — Þar fóru peningarnir, sem Pétur ættaði að l'áta mig fá. Nú gerir hann það alds ekki. — Ég sagði, að ég ætliaði að gera það! æpti Pétur. Cal sagði: — En hvað getum við sagt lögregl'unni, frú Brown? Frú Brown þerraði af sér tár- in og hugsaði sig um. Þér seg- ið, að hún gæti ekki hafa skot- ið Fioru. Þér segizt hafa séð hana hérna í forstofunni, og ég skil það, að hefði hún verið í herbergi Fioru, hlyti hún að hafa mætt yður eða farið fram hjá yður áður en hún hefði kom izt niður í forstofuna. Hún leit á Jenny. — Þér segið, að hún hafi al’M i einu failið saman. Þér sáuð hana. Hún hugsaði sig bet- ur um og leit á Cal. — Ég veft ekkert, sem ég get sagt lögregf- unni. En ég veit bara, að Blanche gerði það. — En þú sérð sjálf, að þú get ur ekki sannað það, sem þú ert að segja, sagði Pétur. Cal sagði: — Ég ætla að hringja til Blanche og sjá, hvort hún er komin heim. Þau hiustuðu meðan hann van að hringja. Pétur starði niður í teppið og Jenny hefði ekki get- að imyndað sér hvað hann var að hugsa. Cal sagði? — Hún er ekki við. Frú Brown sagði þvermóðsku lega: — Hún vildi endilega sjá þessi bréf. Hún var hrædd um, að þau kæmu upp um hana, — upp um hana og Pébur. Hún var hrædd um, að Fioru væri farið að gruna margt. Ég segi ykkur, íbúð Fullorðin reykvísk hjón óska eftir 3—4 herbergja leiguíbúð. Aðeins tvö I heimili og reglusemi þolanleg. Tilboð sendist afgr. Mbl. næstu daga merkt: ,,50 ára — 9070“. Bifreiðaeigendur athugið Ryðið er ykkar versti óvinur. Verið á verði og gleymið ekki endurryðvörninni. Pantið tíma. BÍLARYÐVÖRN HF., Skeifunni 17, símar 81390 og 81397. velvakandi Veivakandi svarar í síma 10100 frá mánudegi ti! föstudags kl. 14—15. 0 Útbúnaður í björgunarbátum Isfirðingur skrifar: „Kæri Velvakandi! Vegna umræðma í „Sjónauk anum“ 23. febrúar sl„ vildi ég leyfa mér að koma með fáein- ar spumingar og tillögur. 1 sambandi við útbúnað gúm björgunarbáta, og á ég þar við talstöðvamar, vildi ég fyrst spyrja, hvorc ekki væri heppi- legt að hafa tvöfalt keríi, það er að segja, að nota sísendi, sem komið væri fyrir í bátn- uan og sendi út sífelldan cón um leið og báturinn færi í sjó- inn. Einnig ætti að halda áfram að nota þær stöðvar, sem þeg- ar eru í notkun, en þá vil ég einnig spyrja, hvort eigi sé unmt að koma fyrir varaloft- neti, ef hitt brygðist, eins og oft vill verða. Hér á ég við, að hægt væri að skipta um stöng m»eð í mes'ta lagi einu til tveim ur handtökum. 0 Ónóg kynning á námskeiði reykinga- fólks 1 sambandi við námskeið fyr ir reykingafólk, sem haldið hef ur verið í Reykjavík nú ný- lega, vil ég spyrja: Hvemig í ósköpunum stendur á því, að þessar aðferðir sem þar voru kenndar eru ekki miklu meira kynmtar en nú er, til dæmis í út varpi og/eða b.ööum, þannig að þetta mætti verða öllum til góðs á sem ódýrastan hátt, eða eir það ekki ætlunin? lsfirðingur.“ 'hanh %m Hvfm vm Eia ád títfrA adsievkja' 0 Um ættleiðingu o. fl. Didda skrifar: „Heiðraði Velvakandi! Mig langar til að senda þér fáeinar línur, og varð umræðu- þátturinn í sjónvarpinu þriðju daginn 16. janúar til þess. Þar kom fram, að það væri bann- að með lögum í nokkrum lönd- um, að menn ssm giftast kon- um, sem eiga böm áður ætt- leiði ekki börnin. Hér er það aftur siður, að stjúpfeður ætt- leiða ekki börn, sem þeir taka að sér. En veit nokkur ástæð- una? Ég þekki nokkuð margar konur. sem hafa átt börn áður en bær giftust. Séu þær spurð- ar af hverju þær láti ekki manninn sinn ættleiða bamið, svara þær: „Þá fæ ég ekki með lagið, það er sko ekki of mikið þótt hann borgi,“ og svo fram vegis. Þær virðasit vera að hefna sín á bamsföður sínum, en athuga ekki, að hefndin kernur niður á bamimu. Sé síð- an spurt: „Læturðu þá ekki meðlagið renna til bamisins “ „Nei, það eru sko mímir pen- imgar. Maðurinm minn sér fyr- ir barninu." Eins og fram kom hjá sál- fræðingnum í umræddum þætti, veit enginn hvaða sálar- stríði böm eiga í, undir þess- um kringumstæðum. Þau eiga sinn stjúpföður, sem þau kalla pabba, en skrifa sig svo nafni manns, sem þau kannast kannski ekkert við. Eg hef horft upp á sálarst.ríð, sem bam átti i eimmitt út af þessu, og ég vildi ekki horfa upp á það hjá mínu eigin barni. 0 Réttindaleysi föðurins En svo við snúum okkur að sjálfum föðumum, auðvitað er sjálfsagt að hann borgi rmeð baminu á meðan móðirin er ógift, en hvað er hamn eiftir að móðirin giítir sig? Þá fær stjúpfaðirinn umráðaréttinn yf ir bamimu, og meira að segja, ef móðirin deyr, þá hefur stjúp faðirinn umráðairéttinn. Er hann ekki raunverul'ega að selja barnsmóður sinni nafnið sitt? Lamgi föðurinn til að sjá barnið sitt eða fá það til sín, verður hann að spyrja stjúpföð urinn um leyfi. Svo er veirið að óskapast yfir því að menn borgi ekki meðlögin. Það dett- ur sjáifsagt eingum í hug, að þessir menn, sem borga með- lög eigi fjölskyldu. Þeir eiga konu og sín böm. Þeir þuría kammski að sjá fyrir stóru heim il'i, og svo er þeim gert að borga tugi þúsnnda á ári mieð bami, S'em í sumum tilvikum a.m.k. þeir fá ekki að sjá. 0 Þarf að setja ný lög? Er ekki kominn tími til að breyta þessum lögum eitthvað? Mér dettur t.d. í hug, að menn legðn vissa upphæð á ári inn í bankabók, sem þeiir hefðu sjáli ir með höndum, og létu bamið sitt svo hafa þegar það yrði fjárráða, þá vita þeir a.m.k., að það er bamið sem nýtur góðs af. En eims og lögin eru nú, er sjálfur faðirinn ekki annað en sálarlaus aumingi, í augum fleistra, sem er nógu góður tii að borga, en borga fyrir hvað? Og niú vil ég spyrja þá, sem með þessi lög hatfa að gera, hvaða réttlæti þeir sjái 1 þesisu? Virðin garfyUst, Diddarf Árshátíð Félags matreiðslumanna verður haldin í Átthagasal Hótel Sögu þriðjudaginn 6. marz kl. 19. Aðgöngumiðar seldir í skrifstofu félags ns fimmtu- dag 1. og 2. marz frá kl. 14—17. Nefndin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.