Morgunblaðið - 06.03.1973, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 06.03.1973, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, I»RIÐJUDAGUR 6. MARZ 1973 STAKSTEINAR 22-0*22' RAUÐARARSTIG 31 BÍLALEIGA CAR RENTAL 21190 21188 14444S25555 mim BÍLALEIGA - HVEFISGOTU 103 14444 0S 25555 FERÐABlLAR HF. Bílaieiga — sími 81260. Tveggja manna Citroen Mehan. Fimm manna Citrœn G.S. 8—22 manna Mercedes Benz hópfer3abí!ar (m. bíistjórum). HOPFERÐIR Til leigu í lengri og skemmri ferðir 8—34 farþega bitar. Kjartan Ingimarsson, símar 86155 og 32716. Volkswagen varahlutir tryggja Volkswagen gæði: Örugtj og sérkæíð viðgerðaþjönusla Ártíð Stalíns Það vakti sérstaka athygli í fréttum útvarpsins í gær, að meiri tími fór til þess að skýra frá 20 ára ártíð Stalíns en að lýsa úrsiitum kosning- anna i C’hile. Hafa þó örlög Allendes mun meiri áhrif á þróun mála en hinztu örlög Grúsíuböðulsins fyrir 20 ár- um. Hið eina fréttnæma við atburðinn er það, að stjórn- vöid í Sovétríkjunum sáu enga ástæðu til þess að minn- ast Stalíns. Ekki skal getum að því leitt, hvort Jósef Stalín er starfsmönnum fréttastofu út- varpsins jafn hugleikinn og löng frétt útvarpsins bar vitni um. Skiptir það heldur engu máli, þótt þar séu einhverjir þeir, sem einlægt gráta dauða þessa manns. Illvirki hans eru öllum löngu ljós og þeir orðnir fáir, sem opinberlega þora að lofa Stalin. En sú var tíð, að Þjóðvilj- inn dýrkaði þennan mann meira en aðra menn lífs og liðna. Sérhver athöfn hans var iofsungin i þessu islenzka biaði, og þegar Mbl. skýrði frá réttarhöldunum í Moskvu og þeim sýndarleik, er þar fór fram, ærðist Þjóðviljinn og kallaði þær frásagnir Morgun blaðslýgi, — einhverja verstu tegund ósannsögli. Sagan hef ur löngu dæmt, að Morgun- blaðið fór með rétt mál, — að Þjóðviljinn fagnaði lífláti saklausra manna. Þjóðviljinn hins vegar heiðraði minn- ingu Stalíns þar til stjórn- völd í Sovétrikjunum gáfu út fyrirskipun um að nafns Stal- íns skyldi að engu getið. Síð- an hylur þögnin þennan mann á siðum Þjóðviljans. Lærisveinarnir En þótt Þjöðviljinn þegi nán ast eins þunnii hljóði um Jós- ef Stalín og ráðamennirnir í Kreml, er síður en svo að þeir hafi gleymt aðferðimi hans. Sú fyrirlitning á lögum og rétti, sem einkenndi þennan mann, hefur sett mark sitt á hina islenzku lærisveina. Magnús Kjartanson og aðrir þeir sem grétu i Austurbæj- arbíó forðum daga yfir dauða „mesta velgjörðamanns sög- unnar“ vinna enn í svipuð- um anda. Og vafalaust hefði það glatt gamla manninn, ef hann hefði getað heyrt í Magnúsi Kjartanssyni á Alþingi íslend inga, þegar ráðherrann lýsti þvi yfir úr ræðustóli, að hann væri ekki kominn á þing til þess að svara spurningum þingmanna. Slík fyrirlitning á þingræði hefði yljað Jósef heitnum vel um hjartarætur. Atlantshafs- bandalagið Atlantshafshandalagið var á sinum tíma stofnað tU að stemma stigu við útþenslu- stefnu Stalins. Siðan hefur ekki þumlungur lands fallið í greipar kommúnistum i Evrópu. Tilvera bandalagsins hefur tryggt frið í Evrópu, — Öryggismálaráðstefna Evr- ópu er rökrétt framhald af starfi bandalagsins. En þótt vonir manna um frið hafi aukizt með minnkandi áhrif- um manna af sauðahúsi Jós- efs Stalíns, er þó engin ástæða tU þess að síaka á árvekninni. Jafn einlægt og menn óska friðar eiga menn að vera staðráðnir í því, að gefa ekkl andstæðingunum undir fót- inn með það, að viijinn til að vernda frelsi Vestur-Evrópu sé horfinn. spurt og svarað Hringið í síma 10100 kl. 10—11 frá mántidegi til föstudags og biðjið um Lesendaþjónustu Morg- unblaðsins. Lesendaþjónusta MORGUNBLAÐSINS KVEIKT A GÖTULJÖSUM Sigríður Magmísdóttir, Kársnesbraut 22, Kópa- vogi, spyr: „Hvers vegna logar alltaf ijós á ljósastaurunum hér í nágrenninu, jafnvel eftir að orðið er glansbjart úti?“ Haukur Pálmason, yfir- verkfræðingur Rafmagns- veitu Reykjavikur, svarar: „Á götuljósum er kveikt og slökkt með sjálfvirkum bún- aði eftir þvi sem birta segir til um. Þegar bjart er af degi, á því ekki að loga á götuljósum. Eftirlit með götu ljósakerfi Reykjavíkur og ná grennis fer fram að degi til og er þá kveikt á ljósum í einstökum hverfum af ásettu ráði, þótt bjart sé, þannig að sjá megi hvort kerfið sé í lagi. Farnar eru vikulegar eftirlitsferðir um Kópavog og á þeim tíma, er fyrirspurn in var borin fram, tók tvo daga að skoða og lag- færa kerfið þar eftir undan- gengið illviðri. Var því á þessum tíma lengur kveikt á götuljósunum við Kársnes braut og víðar að degi til en ella.“ UM Avísanakaup BANKA Soffía Johnson, Fálkagötu 21, spyr: „Ég vil beina þessari spurn ingu til Búnaðarbankans: Hvernig stendur á því, að Búnaðarbanki Islands kaup ir ekki ávísanir af viðskipta vinum, nema viðkomandi séu að gera viðskipti við bank- ann? Ég er viðskiptavinur bankans og var með 3.000 kr. ávísun frá manni mínum, stíl aða á Landsbankann. En ég fékk synjun, á þeim forsend um, að ekki væri tekið við ávisnjjTium, nema ég sikipti við bankann. Hvenær ætlar Bún aðarbankinn að senda við- skiptavinum sínum mánaðar- legt reikningsyfirlit ?“ Svar Búnaðarbankans: „í nóvember 1968 voru sam þykktar eftirfarandi reglur fyrir alla banka og spari- sjóði á landinu 1. að við tékkasölu ber að hafa á reiðum höndum per- sónuskilríki til framvísunar fyrir gjaldkera. 2. að bankar og sparisjóð- ir kaupa almennt ekki tékka á aðra peningastofnun fyrir reiðufé, og er það ábending til allra að beina sölu slíkra tékka til þeirrar stofnunar, sem tékkinn er gefinn út á. Viðskiptavinir Búnaðar- bankans fá þó að jafnaði betri fyrirgreiðslu en reglurn ar mæla fyrir um og er þvi sennilegt að í þessu tilviki hafi skort á nánari upplýs- ingar eða þær misskilizt milli aðila. Svar við siðari spurningu: Aðah'eglan er sú að senda yfirlit yfir hverjar 25 færsl- ur eða mánaðarlega, sé um það samið. Auk þess hafa við skiptamenn fengið yfirlit hvenær sem þeir hafa óskað. Búnaðarbanki íslands, Aðalféhirðir." SVIKIN VARA HIT AVEITUNN AR ? Guðjón Eggertsson, Bugðu læk 17, spyr: „Hvernig stendur á þvi, að ekki er hægt að ná upp lágmarkshita i íbúðum, á tíma þilinu frá kl. 10 fyrir hádegi til kl. 10 á kvöldin? 2. Ef ekki er hægt að halda lágmarkshita á ibúð, eru notendtrr þá ekki að greiða fyrir svikna vöru?“ Jóliannes Zoéga, hitaveitu- stjóri, svarar: 1. Orsakirnar gætu verið þessar: a) Stífla i inntaki, siu, loka éða mæli. b) Bilun í dælustöð eða dreifikerfi, sem að visu er mjög sjaldgæft. c) Slæmt ástand hitakerí- is í húsinu t.d. mikil upp- blöndun bakrennslisvatns, mishitun ofna eða ofnafletir litlir. 2. Ef uim er að ræða orsök a eða b ber Hitaveitunni að bæta úr því. Ef orsökin er sú, sem greind er i lið c, ber húseiganda að lagfæra það sem ábótavant kann að vern, og er þá bezt að liei'ba til fagmanna, verkfræðinga eða tæknifræðinga, sem fást við hitalagnir. Húseigandi getur einnig leitað til Hitaveitunnar, sem liætiur ókeypis í té aittiugun á hitakerfi hússins og álitsgerð um nauðsynlegar úrbætur á þeim göllum, sem kunna að koma í ljós.“ Til að byrja með skulum við líta á nokkrar athyglis- verðar stórar plötur, sem komnar eru á markað erlend is (og jafnvel hér á landi) eða koma á næstunni. — o — „Yessonigs" heiitir þriggja plötu pakki frá Yes, sem vænitasileguir er á mairkalð í apríl. Þarna er um að ræða mörg þekktustu lög hljóm- sveitarinnar, hljóðrituð á hljómleikum í Bretlandi og Bandaríkjunum i fyrra. Fyrir þá, sem hafa ekki fengið sér neina Yes-plötu hingað til, er um gullið tækifæri að ræða, og reyndar fyrir alla hina líka, þvi að plötumar þeirra hljóta að vera farnar að slitna! — Um leið og þessi skammtur frá Yes kemur á markað í Bretlandi, verða hafnar sýningar á 75 mínútna langri kvikmynd, sem var tekin á hljómleikum hljóm- sveitarinnar i London í des- ember sl. Plötumar þrjár fá- um við áreiðanlega fljótlega til íslands, en kvikmyndina várla nokkurn tíma, því mið- ur. — o — Og i framhaldi af Yes er rétt að geta um plötuna, sem Rick Wakeman, orgelleikari hljómsveitarinnar, hefur sent frá sér. Hún heitir „The six wifes of Henry VIII“ eða „Sex eiginkonur Hinriks átt- unda“ og á henni eru sex sjálfstæð verk, eitt í nafni hverrar eiginkonu. Rick las sér til um þær fínu frúr i fjöl mörgum sögubókum og í fram haldi af þvi eru verkin eins konar persónulýsingar í tón- um, lýsingar á þeim persón- um, sem hann skynjaði í lestr inum um frúrnar. Hinrik sjálfur fær takmarkað rúm á plötunni. Rick notar í tónlist sinni alls konar hljóðfæri af ongelr og píainóættnum, að ógleymdu töfratækinu „Moog Synthesiser" — sem réttara er að kalla bara „Synthesis- er“ framvegis, þar sem Moog er bara heiti á framleiðandan um, rétt eins og Gefjun, Ið- unn og allt það. Rick Wakeman — sagnfræði- leg tónlist.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.