Morgunblaðið - 06.03.1973, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 06.03.1973, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. MARZ 1973 Útgefandi Framkvasmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjðri Ritstjóri og afgreiðsla Auglýsingar Áskriftargjald 300,00 kr. hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson. Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, sími 10-100. Aðalstræti 6, sími 22-4-80. á mánuði innanlands. í lausasölu 18,00 kr. eintakið. í gærkvöldi hófust á Alþingi umræður um vantraust á ríkisstjórnina og verður þeim væntanléga haldið áfram í dag. Vantrauststillagan var borin fram í desembermánuði sl. er ríkisstjórnin felldi gengi íslenzku krónunnar um 10,7% en var ekki tekin til umræðu þá, enda fáir dagar til stefnu og miklu ólokið af nauðsyn- legum þingstörfum. Vegna eldgossins í Vestmannaeyj- um, sem upp kom skömmu áður en alþingismenn komu úr jólaleyfi hafa umræður um vantrauststillöguna enn dregizt þar til nú en segja má með sanni, að ekki hefur ríkisstjórnin bætt um fyrir sér á þeim tíma, sem liðinn er, nema síður sé. Hvers vegna ber Alþingi nú að samþykkja vantraust á ríkisstjórn Ólafs Jóhannes- sonar? Til þess liggja aug- ljósar ástæður. Hin fyrsta er sú, að ríkisstjórnin hefur ger- samlega misst tökin á stjórn efnahagsmála. í kosningabar- áttunni fyrir þingkosningarn- ar vorið 1971 héldu þáver- andi stjórnarandstæðingar því fram, að ástand efnahags- desember 1971 má segja, að stjórnin hafi lagt línurnar í þeim efnum og nánast gefið fyrirmæli um hverjar kjara- bætur launþegar skyldu fá. Næstu 6 mánuði á eftir hófst hér hin blómlegasta verðbólga, verðlag og kaup- gjald hækkaði til skiptis og sumarið 1972 greip ríkis- stjórnin til þess ráðs að koma á verðstöðvun en slíka aðgerð hafði hún jafnan áður kallað „blekkingu“. í tengslum við verðstöðvunina ákvað hún að fresta greiðslu á nokkrum vísitölustigum til launþega en áður fyrr hét slíkt á máli nú- verandi ráðherra „vísitölu- rán“. Þegar komið var fram á haustið hafði undirstöðu- atvinnuvegum þjóðarinnar verið íþyngt svo mjög með kominn. Einn vildi hækka söluskatt, annar vildi hækka innflutningsgjald og hinn þriðji fella gengið. Eftir há- værar deilur innan ríkis- stjórnarinnar í eina viku í desember sl., þegar ríkis- stjórnin riðaði á barmi falls, var loks ákveðið að lækka gengi íslenzku krónunnar. Þeirri gengislækkun lýsti Lúðvík Jósepsson, sem „hrein ræktaðri íslenzkri gengisfell- ingu“ og lýsti því jafnframt yfir, að hefðu þær upplýsing- ar um fiskverð erlendis sem lágu fyrir í febrúarbyrjun, verið kunnar í desember, hefði gengislækkunin verið nauðsynjalaus en samdægurs var gengið fellt á ný um 10%. Þegar eldgosið í Vest- mannaeyjum hófst reyndi VANTRAUST mála væri „hrollvekjandi“. Þegar stjórnin var mynduð staðfesti hún með fyrstu að- gerðum sínum, að svo var ekki, heldur settist vinstri stjórnin í blómlegasta bú, sem nokkur ríkisstjórn hefur komið að. Fyrstu vikur og mánuði deildi ríkisstjórnin óspart út fé á báða bóga úr Viðreisnarsjóðunum, sem safnað hafði verið í og þeg- ar kom að kjarasamningum í margvíslegum útgjaldaauka að taka varð upp styrkja- kerfi á ný fyrir fiskvinnslu- stöðvar og útgerðina, til þess að forða stöðvun þessara at- vinnugreina. Öllum var þó ljóst, að hér var um bráðabirgðaaðgerðir einar að ræða og ráðherrun- um líka. Þeir gáfu út mis- munandi yfirlýsingar um, hvernig ráða skyldi bót á þeim vanda, sem upp var ríkisstjórnin að nota tækifær- ið og blanda saman fjáröfl- unarráðstöfunum vegna þess áfalls og almennum efnahags- aðgerðum. Sú fyrirætlan var stöðvuð með samstilltu átaki áhrifamanna í stjórnarflokk- unum og stjórnarandstöð- unnar. Næst gerðist það, að ríkis- stjórnin lagði fram frumvarp á Alþingi um að taka hækk- un áfengis og tóbaks út úr vísitölunni og gekk þar með algerlega í berhögg við yfir- lýsta stefnu sína og ákvæði málefnasamnings. Frumvarp þetta var lagt fram án sam- ráðs við þingflokka stjórnar- flokkanna. Nú hafa þrír þing- menn stjórnarflokkanna lýst andstöðu við það og mið- stjórn ASÍ einróma skorað á Alþingi að fella frumvarpið. Um mánaðamót hækkaði allt kaupgjald í landinu um 12—13% og samdægurs hækkaði mjólkin um nær 44%. Framundan er hrikaleg óðaverðbólga. Þegar þetta stjórnleysi í efnahagsmálum, sem hér hefur verið lýst, er skoðað, er Ijóst, að af þeirri ástæðu einni verður ríkis- stjórnin að fara frá og Al- þingi ber að samþykkja van- traust á hana. En fleira kem- ur einnig til. Hörmuleg mis- tök hafa orðið í meðferð landhelgismálsins, sem eru svo alvarleg, að ekki verður við það unað, að þannig verði haldið áfram á málum. Öll stjórn utanríkismála hef- ur verið með endemum og rýrt mjög álit íslenzku þjóð- arinnar á erlendum vett- vangi. í öllum meginmálum hefur ríkisstjórnin brugðizt. Hún nýtur ekki lengur trausts meirihluta kjósenda. Þess vegna ber henni að víkja. Fólkið á að fá að kveða upp sinn dóm við kjör- borðið — nú. Jóhann Hafstein í vantraustsumræðum: Ríkisstj órnin hefur sig trausti fólksins Almenningur á rétt á að dæma við kjörhorðið Þegar núverandi ríkisstjórn ha.f5i setið á valdastólá um þrjú misseri, eða hálft annað ár, var almannarómur all ótvíræður um það, hvernig þessari vinstri stjórn hafði farraazt og sitað- reyndir töluðu sama máli: VANTRAUSTIÐ TÍMAISÆRT • Ríkisstjórnin er sjálfri sér sundurþykk og ráðlaus. • Hún hefir látið reka á reið- anum. • Eftir eins árs valdaferil hlaut stjómarstefnan þann dóm ráða- manna eins stærsta kaupfélags landsins, að „Hrunadans kostn- aðarverðbólgunnar" stefndi at- vinnulífinu í voða. • Á haustmánuðum í fyrra hófst nýtt uppbótarkerfi, svo að sj ávarú tvegiinn ræki ekki í strand, þrátt fyrir meira afla- magn og hærri útflutningsverð en nokkru sinni fyrr. • Iðnaðurinn horfði fram á taprekstur eftir mestu upp- gangstíma í sögu þessarar at- vinnugreinar á árunum 1969— 1971.. • Fyrir jólin hespaði ríkis- stjórnin af afgreiðslu annarra fjárlaga sinna með þeim afrek- um, að útgjöld rikisins höfðu þá tvöfaldazt frá því sem var á fjárlögum ársins 1970. • Viðskiptahallinn við útlönd stefndi að nærri 15 þúsund millj. króna halla á þrem árum 1971—1973. • Erlendar skuldir höfðu vaxið óðfluga, úr 11,5 milljörð- um um áramótin 1970 - 1971 í um það bii 17 milljarða króna í árslok 1972. • Fjárfestingarlánasjóðir voru fjárvana. • Sérfræðingar höfðu verið tiikaliaðir að veita ráðvilltri rikiisstjórn visbendingajr. • Þegar þær lágu fyrir voru uppi þrjár stefnur í ríkisstjórn- inni um það, til hvaða úrræða skyldi grípa. Reyndar hafði for sætisráðherra áður „persónu- lega“ boðað fjórðu stefnuna. Vorru þvi fjórar kvislar fall- vatna stjórnarherranna að feigðarósi. • Sætzt var að lokum iiranam ríkisstjórnarinnar á gengis- lækkun krónunnar fremur en að klofna. Þó var gengið á snið við samhliða ráðstafanir, sem sérfræðingarnir höfðu ráðlagt, svo að Seðlabankinn taldi óviss una enn helzta einkenni efna- hagslífsins, þegar hann til- kynnti gengislækkunina hinn 17. desember s.l. „með samþykki ríkisst j órnarinnar. “ Þegar svo var komið, sem nú hefir verið stuttlega á drepið í einum tólf liðum, þótti þing- flokki Sjálfstæðismanna timi til kaminin aið bem fram ti®ögu tál þingsályktunar um vantraust á hæsitvirta rtkiisistjóim oig kröfu, um þingrof og kosningar. 1 afgreiðsluönnum fjárlaga fyrir jól varð samkomulag um það að fresta umræðum um van traustið fram yfir þinghlé, og önnur atvik leiddu til frekari dráttar. En hafi verið ástæða til van- trausts fyrir jólin, þá er sú ástæða eranþá auðsærri nú. Nú er það altalað í herbúð- um sjálfra stuðningsmanna rík- isstjórnarinnar, að engu sé lík- ara en stjómin hafi hreinlega lagt upp laupana, — um hreina uppgjöf sé að ræða. ST.IÓRNARSTEFNAN ÓBREYTT „Stefna stjórnarinnar er óbreytt." Með þessum orðum hóf hæst- virtur forsætisráðherra svokall aða stefnuræðu sína, er hann flutti í upphafi þessa þings. Hvers kyns ávarpsorð tii þjóð- arinnar skyldi forsætisráðherra nú hugkvæmast? Ég er hrædd- ur um, að æði margt þurfi að vera með öðru sniði nú hjá for- sætisráðherra. Þá hélt hann, að fólkið í landinu sæi einhvern dýrðarljóma kringum ríkis- stjórnina. „Það gildir nær einu, hveirt latiið er,“ — siaigði oddviiti rikisstjórnarinmar í október: „Alls staðar blasa við framfar- ir, endurbætur í löggjöf og breytingar af ýmsu tagi, sem fólkið í landinu er vitni að.“ Svo mörg voru þau orð. Það má vera, að ráðherram- ir hafi geð í sér til þess að reyna að draga upp einhverjar glansmyndir af afrekum ríkis- stjómiariininiair í þesisium umiræð- um. En ég heid, að þeir ættu að fara að með gát. ÞR.IÁR GENGISFEIXINGAR Til hverra úrræða hefir hún gripið, vinstri stjórnin góða, sem lofaði I Ólafskveri að leiða hrjáða þjóð úr eyðimörkinni inn í fyrirheitna landið? Þrjár gengisfellingar hefir hún framkvæmt á liðlega þrett- án mánaða tímabili. Tvær að vísu í tertgslum við gengisfall dollarans, en í bæði skiptin meiri en efni stóðu til af þeim firrt sökum, þar sem aðeins liðlega 60% af gjaldeyrisöflun er í doll uruim og 74% iininifliufctrair vöru og þjónustu greiðist í öðrum gjaldeyri en dollurum. En gengisfellingin í desember um 10,7% er skilgetið afkvæmi vinstri stjórnarinnar sjálfrar, og engum öðrum verður kennd- ur króinn. Stjórnin sjálf var frumkvöðull þess að skapa efna hagsvandann, sem úr þurfti að bæta. Hvaða gengisfelíing er verri en sú, sem þannig er að staðið, að hún megnar með engu móti að eyða óvissu og sk.tpa jafnvægi á peningamarkaði, en stefnir beint út í bullandi verð- bólgu og er visast forboði frek ari gengisfellingar? Slíkt var einkenni gengisfellingarinnar fyrir jólin. Enda þurfti strax að grípa til nýrra aðgerða fyrir áramót til aðstoðar útgerðinni, sem átti þó að hafa einna helzt an hag af gengislækkuninni. Var þá lofað að létta launa- skatti af útgerð og greiða jafn framt úr ríkissjóði í sjóði út- vegsins. Þetta var smágreiði sjáv-arútvegsráðherrans sem lofað var, að því er sagt er, með an fjármálaráðherrann var uppi i Borgarfirði, — 160 millj. kr. pinkill á fjárvana rikissjóð, en fjárlögin 1973 höfðu nýverið hlotið afgreiðslu með raunveru- lega 500 millj. króna greiðslu- halla. FLEIRI AFREK Fleiira haifði venið aifnekað. Verðstöðvun hafði verið for

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.