Morgunblaðið - 10.03.1973, Page 10

Morgunblaðið - 10.03.1973, Page 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. MARZ 1973 ÚTLIT BlLSINS A ÁRUNUM um 1930 þóttu sportbílarnir því glæsilegri sem vélarhlífin var lengri í hlutfalli við rúm ökumanns og farþega. Þægindi og ör- yggi voru aukaatriði. Útlitsbreytingar hafa orð- ið miklar síðan á þeim tím- um og miða ekki sízt að betri nýtingu á stærð bílsins. Ekki eingöngu sportbílanna held- ur einnig allra fólksbíla. Mismunur hefur alla tíð verið á útlitshönnun banda- rískra bíla annars vegar og evrópskra hins vegar. 1 Evr- ópu er mest lagt upp úr fal- legu útliti, í Bandaríkjunum snýst allt um fimm og sex manna bílana og hlýtur þá kassaformið að ráða all- miklu um útlit bílsins. I Ameríku vinnur venjulega fjöldi manna að úlitshönnun eins bíls en til dæmis á Italiu yfirleitt aldrei meir en einn maður. ítalskir bílahönnuðir hafa haft mjög mikil áhrif á útlit bíla um heim allan þar eð hinir fallegu bílar þeirra hafa náð miklum vin- sældum. Það er ekki fyrr en nú síðustu árin að bílahönn- uðir hafa orðið að taka hert- ar öryggiskröfur með í reikn- inginn og það í svo ríkum mæli að útlit bíla breytist all verulega nú næstu ár. Hinir svokölluðu öryggisbíl- ar (ESV) munu væntanlega í fyrstu virka nokkuð þung- lamalegir en enginn er kom- inn til með að segja að þeir þyki ljótari er fram líða stundir heldur en venjulegir bílar þykja í dag. Tizkan ætti ekki að ráða mestu um útlit bílsins, held- ur það sem bezt virkar, þvi þegar allt kemur til alls þá er hið tæknilega rétta, ávallt fallegt! Bíll á að vera svo öruggur og einfaldur i meðförum að hver meðalmaður geti hreyft sig á honum vandræðalaust í umferðinni. Stöðugleiki á mikilli ferð á að vera góður og hliðarvindur á ekki að hafa áhrif. Stjórntækin ættu að vera sem allra einföldust þannig að ökumaðurinn rugl- ist ekki vegna fjölda alls kyns tækja, skífa og mæla, sem takmörkuðum tilgangi þjóna. Mismunur á útliti evrópskra og amerískra bíla hefur minnkað nokkuð síðustu ár og fer minnkandi nema hvað Ameríkanarnir halda sig við stærri gerðir. Stílæfingar ítölsku bílahönnuðanna, sem eru enn sjálfstæðir eru e.t.v. ekki eins áberandi og áður þvi enginn má við margn- um. Um myndirnar: Drauma- bíllinn um 1930 var Merced- es-Benz 540 með þjöppu. Tveir þriðju stærðar bílsins fyrir vélina, einn þriðji fyrir ökumann og einn farþega. 1954 sýndi Bertone, sem er einhver þekktasti bílahönn- uður Italíu, tilraunabílinn BAT-7 byggðan á AlfaRom eo-grind. Þetta er í rauninni fyrirrennari amerisku stél- og vængjabílanna. Bandarísk framleiðsla: Aft urljós á Cadillac Eldorado árgerð 1972. — Framhlutinn á Pontiac GTO frá 1968. París 1968: Bertone sýndi „Carabo", sem var byggður ofan á Alfa-Romeo Tipo 33- grind. Það sést einungis gegnum gluggana innan frá og út úr bílnum til þess að minnka áhrif varmageisla inni í honum. Eftir að hafa séð inn í mjög dimman bilinn sagði yfirhönnuðurinn hjá General Motors að hann væri álika yndislegur og bað- herbergi Dracula! Hurðirnar opnast með rafdrifnum lyfti- búnaði upp fyrir þakið. Benz 540. Carabo Coneorde. urðu að þola stórhækkun á launum og rekstrarkostnaði. Þau hafa einnig þurft að leggja út í gífurlegar fjárfest ingar til endurnýjunar á nú- verandi flugflota, ekki hvað sízt með kaupum á risaþotum á borð við Boeing 747. En þetta þýðir ekki að þau muni ekki skipta um skoðun þegar fram liða stundir. — En eru ekki BOAC og Air France að taka mikla áhættu, þar sem þau verða einu flugfélögin sem fljúga hljóðfráum þotum? — Þau verða alls ekki einu félögin. Rússneska þotan hijóðfráa, TU-144, verður tek in í mcvtkun 1975 og kantnski jafnvel fyrr. Og BOAC og Air France eru stóránægð með að vera ein um hituna. Markaðskannanir sýna að arðbærustu farþegamir, þ.e. þeir sem fljúga á fyrsta far rými, munu óhjákvæmilega skipta yfir á Concorde um leið og hún verður tekin í notkun. — En gagnrýnendumir segja að Concorde muni aldrei borga sig? Framhaid á bls. 31 erican og Trans World Air- lines, hættu við Concorde kaup fyrir skömmu. En er þá hljóðfrátt farþegaflug úr sög- unni? Þvert á móti, það er óhjákvæmilegt, segir Henri Ziegler. Henri Ziegler hefur verið tilraunaflugmaður, forstjóri Air France og er nú forstjóri Société Nationale Industri- elle Aérospatiale, sem smíðar frönsku útgáfuna af Con- corde. Hann hefur m.a. sagt eftirfarandi um Concorde. Aliar tæknibyltingar hafa átt sína efasemdarmenn og Concorde er engin undan- tekning. Sem gamall flug- maður er ég ekkert hissa á þvi. Svipaðar skoðanir voru látnar i ljós þegar „venjuleg- ar“ farþegaþotur voru fyrst teknar i notkun. Þær skoðan- ir döguðu uppi þegar i ljós kom að þetta var framtíðin. Það sama mun gerast með Concorde. — En hvers vegna hætta flugfélög við Concorde? — Tíminn var óheppilegur fyrir okkur. Flugfélögin þurftu að taka ákvörðun um pantanir á sama tíma og þau Hljóðfráar farþegaþotur hafa verið mjög umdeildar alveg siðan fyrst var farið að hugsa um þær. Concorde, sem Bretar og Frakkar eru að smíða, hefur ekki farið var- hluta af þessu og það vakti mikla athygli þegar Pan Am Ziegler. Hljóðfrátt farþegaflug óhjákvæmilegt >.«i

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.