Morgunblaðið - 17.03.1973, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 17.03.1973, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. MARZ 1973 JlfofgiiitÞIatoifr Otgefandi hf. Árvakur, Reykjavik. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveínsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson. Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsineastjóri Arni Garðar Kristinsson. Rítstjóri og afgreiðsla Aðalstræti 6, sími 10-100. Auglýsingar Aðalstræti 6, sími 22-4-80. Áskriftargjald 300.00 kr. á mánuði innanlands. I lausasólu 18,00 kr. eintakíð. ■JVTú má telja næsta víst, að ’ ákvörðun verði tekin um það að senda málflutnings- mann til Haag til þess að sækja og verja málstað ís- lands fyrir Alþjóðadómstóln- um, eftir að fyrir liggur yfir- lýsing frá Hannibal Valdi- marssyni, félagsmálaráðherra, um jákvæða afstöðu hans til þess, en gera verður ráð fyr- ir, að þingflokkur SFV í heild sé sömu skoðunar. Er þá væntanlega þingmeirihluti fyrir því, að flytja mál okkar fyrir dómstólnum og verður þá ekki séð, hvernig ríkis- stjórnin getur komið í veg fyrir það, enda þótt tveir stjórnarflokkar af þremur hafi hingað til lýst sig and- víga því. Þegar samningarnir frá 1961 ■ voru lagðir fyrir Al- þingi, var þeim skilningi lýst af hálfu þáverandi ríkis- stjórnar, að málsmeðferð fyr- ir Alþjóðadómstólnum frest- aði ekki útfærslu og og bæri brezkum tögurum að halda sig fyrir utan hin nýju fisk- veiðitakmörk meðan dóm- er samkvæmt samkomulag- inu, er hitt, að við tilkynn- um Bretum og þar með öðr- um með sex mánaða fyrir- vara um okkar einhliða út- færslu, sem tekur gildi að þeim sex mánuðum liðnum, ef ekki er áður búið að hnekkja henni með úrskurði alþjóðadómstóls. Þá tekur hin einhliða ráðstöfun ís- lenzku ríkisstjórnarinnar gildi, þegar að þessum sex mánuðum liðnum.“ Sama túlkun á efni sam- komulagsins við Breta frá 1961 kom fram hjá Guðmundi í. Guðmundssyni, þáverandi utanríkisráðherra, í umræð- um á Alþingi. Hann sagði m.a.: „Ef Alþjóðadómstólinn ráðherrum, er samningarnir frá 1961 voru lagðir fyrir þingið og þeim var ekki mót- mælt af Bretum, sem að sjálf- sögðu hefur verið kunnur þessi skilningur. Nú bendir allt til þess, að ákvörðun verði tekin um að mæta í Haag og sækja og verja mál íslands þar. Þá er að sjálf- sögðu eðlilegt, að sú krafa verði sett fram, að Bretar hypji sig á brott úr íslenzkri landhelgi í samræmi við þennan skilning á samning- unum frá 1961, sem þeir hafa aldrei mótrnælt. Þar með hafa þeir undirgengizt þá kvöð, að halda togurum sín- um utan við 50 sjómílna land- helgi Íslands á meðan málið KRAFA TIL BRETA stóllinn fjallaði um málið. Um þetta sagði Bjarni Bene- diktsson, þáverandi dóms- málaráðherra, m.a. í umræð- um í þinginu: „Því fer fjarri að við þurfum að spyrja Breta um nokkuð í þessu sambandi. Það, sem ákveðið er ekki búínn að kveða upp neinn úrskurð áður en 6 mánuðir eru liðnir, þá kemur reglugerðin til framkvæmda eftir oi ðanna hljóðan. Þetta er alveg skýrt og ótvírætt.“ Þessar yfirlýsingar voru gefnar á Alþingi af tveimur er til meðferðar í Haag. Ekki þarf að eyða mörgum orðum að því hve hér er um þýðing- armikið atriði að ræða, ef við getum nú gert um það kröfu byggða á samningunum frá 1961 og sterkum rökum, að brezkir og v-þýzkir togarar fari úr íslenzkri landhelgi, meðan deila þessi er sótt og varin hjá Alþjóðadómstóln- um. Það hefur smátt og smátt komið í ljós, að aðferðir nú- verandi ríkisstjórnar til þess að hreinsa landhelgina duga skammt og er því sýnt, að samningarnir frá 1961 verða það haldreipi, sem duga okkur betur í baráttunni við stórþjóðirnar. í þeim umræðum, sem spunnizt hafa um yfirlýsingu Hannibals Valdimarssonar í Morgunblaðinu í fyrradag, hefur það komið fram, að Einar Ágústsson, utanríkis- ráðherra, telur ekkert liggja á að ganga formlega frá því, að málflytjandi verði sendur til Haag. Þetta er mikill mis- skilningur hjá utanríkisráð- herra. Bæði er það, að gert er ráð fyrir því af dómstóls- ins hálfu að tilkynning komi um þetta hið fyrsta og hitt líka, að málflutningur af þessu tagi krefst mikils og nákvæms undirbúnings. Þess vegna ríður á miklu, að end- anleg ákvörðun verði tekin fljótlega, þannig að hægt verði að hefjast handa um undirbúning að flutningi málsins af íslendinga hálfu. Þess vegna verður að vænta þess, að ráðherrann dragi ekki úr hófi að kalla land- helgisnefndina saman til fund ar, þar sem fjallað verður um málið og ríkisstjórnin dragi endanlega ákvörðun ekki von úr viti. Ingólfur Jónsson: Samdráttur í venjulegum vegaframkvæmdum Á árunum 1971 og 1972 voru miklar vegaframkvæmd ir hér á landi. Vegaáætlun fyrir árið 1972 var gerð í tíð fyrrverandi ríkisstjórnar, eða í aprílmánuði 1971. Fram kvæmdaliðir áætlunarinn- ar voru þá að mestu ákveðn- ir og fé til þeirra tryggi í samræmi við áætlaðan kostn að. Núverandi rikisstjórn tók við áætlun fyrir árin 1971 og 1972 og var bundin af því, sem þar var ákveðið. Orð var á því haft i útvarps þætti snemma árs 1972, að ekki væri þægilegt fyrir rík- isstjórnina að vera bundin af ákvörðun fyrrverandi ríkis- stjórnar í vegaframkvæmd- um. Vorið 1972 var afgreidd vegaáætlun fyrir árin 1973— 1975. Ýmsir liðir vegna vega- áætlunar 1972 voru einnig færðir til samræmis við breyttan kostnáð og lántöku heimiidir auknar fyrir fram- kvæmdum. Hafin var sala happdrættisskuldabréfa vegna framkvæmda við hringveginn í samræmi við það, sem fyrrverandi ríkis- stjórn hafði ákveðið og fram kvæmdir hafnar vorið 1972. Vegna mikillar dýrtiðar og kostnaðarauka varð að afla vegasjóði aukinna tekna til þess að unnt væri að standa við framkvæmdir á árinu 1972, sem ákveðnar voru af fyrrv. ríkísstjórn vorið 1971. Framlag ríkissjóðs var hækk að úr 47 millj. kr. í 200 millj. kr. Þótti sumum ráðherrum þetta vera rausnarlega gert. En ýmsir þingmenn bentu á, að ríkissjóður hefði í raun og veru ekkert lagt fram. Snemma árs 1972 voru lagðir nýir skattar á bifreiðar, sem námu á ársgrundvelli nærri 200 milij. kr. Við þessa nýju skatta hækkaði innkaups verð bifreiða mjög mikið, eins og kunnugt er. Talið er, að ríkissjóður hafi fengið í tekjur s.l. ár af umferð- inni í ýmiss konar sköttum af ökutækjum um 2000 millj. kr. Hefði því mátt ætla, að rikis- sjóður hefði getað lagt vega- sjóði til fyrrnefnda upphæð án þess að ný gjöld væru lögð á bifreiðaeigendur. XXX „Nú fara allir sérskattar af vegunum í vegasjóðinn, eða í vegaframkvæmdir," sagði fjármálaráðherra í út- varpsþætti á „Beinni línu‘“, fyrir stuttu. Vildi hann gefa í skyn, að breyting hefði orð ið á frá því sem var í tíð fyrrverandi ríkisstjórnar. Síð an vegalögin voru sett 1963 og vegasjóður var stofnaður hefur engin breyting orðið á, um tekjustofna I vegasjóð- inn. Núverandi rikisstjórn hefir ekki lagt vegasjóði til nýja tekjustofna. En hún hefur verið frek í nýrri skatt heimtu af ökutækjum og lát- ið stóran hluta af sköttunum ganga til rikissjóðs. 1 árslok 1970 lækkaði fyrrverandi rík isstjórn skatta af bifreiðum. Þá var m.a. 60% innflutnings gjald fellt niður og bifreiðar lækkuðu mjög í verði. Nú- verandi ríkisstjórn hefir önn ur vinnubrögð og hefir .hækkað alla skatta á bifreið um, bæði innflutningsskatta og rekstrarskatta. Ríkis- stjórnin hækkaði gjöld af bif reiðum um nærrl 600 millj. kr. á árinu 1972. Er það að sjálfsögðu algjört met í skatt lagningu á nauðsynleg tæki almennings. í fyrrnefnd- um útvarpsþaitti Á beinni línu hélt fjármálaráðherra því fram, að ríkissjóður hefði tekið að sér að greiða lán, sem vegasjóður hefði áður orðið að greiða. Hér er ekki farið rétt með eða um neina breytingu að ræða, frá því sem var í tíð fyrrverandi rík- isstjórnar. XXX Á síðasta ári í tíð fyrrver- andi ríkísstjórnar greiddi rík issjóður 101 millj. kr. vegna lána vegasjóðs. Á árinu 1972 mun ríkissjóður hafa greitt um 160 millj. kr. vegna þess að lán, sem á vegasjóði hvíla hafa hækkað. Hér er því Ingólfur Jónsson. ekki um neina stefnubreyt- ingu að ræða, eins og gefið var í skyn. Þá fullyrti fjár- málaráðherra í fyrrnefnd- um þætti, að aukning vega- framkvæmda næmi 100% frá því núverandi rikisstjórn kom til valda. Aldrei hefur verið krítað jafn liðugt og þetta. Slík fullyrðing er ósæmileg og hefur ekki við nein rök að styðjast. Út gjöld vegna vegamála árið 1971 voru rúmlegá 1300 millj. kr. Árið 1972 námu greiðsl- ur vegna sömu mála samkvæmt vegaáætlun 1790 millj. minnkandi vinstri stjórnar kr. Eins og áður er sagt var vegaáætlun fyr- ir árið 1972 gerð i tíð fyrr- verandi ríkisstjórnar. Þeir framkvæmdaliðir, sém bætt var í áætlunina að tilhlutan núverandi ríkisstjórnar eru Djúpavogur og Norðurlands áætlun, samtals 145 millj. kr. Auk þess var bætt inn í áætl unina 100 millj. kr. vegna hringvegarins í samræmi við ákvörðun fyrrverandi rík isstjórnar. Til landsbrauta og þjóðbrauta var hækkað nokkuð umfram áætlaða kostnaðarhækkun. Þegar mál ið er skoðað í réttu ljósi kem ur glöggt fram, að aðgerðir í vegamálum 1972 miðuðust i aðalatriðum við fyrri ákvörð un og að halda í horfinu vegna dýrtíðar og auk- ins kostnaðar. Framkvæmda- fé umfram það er þvi ekki til þess að stæra sig af. En nú- verandi ríkisstjórn stóð óum deilanlega að vegaáætlun fyrir árin 1973—1975 að frá dreginni fjáröflun til hring- vegarins, sem er eftir sér- stökum löguni frá tíð fyrr- verandi ríldsstjórnar. xxx Til vegaframkvæmda 1973 eru áætlaðar 1957,7 millj. kr. Þar af til hringvegarins 230 millj. kr. Til annarra vega- framkvæmda eru því 1727,7 millj. kr. Er það aðeins 37 millj. kr. meira, en varið var til vega 1972 að frádregnum hringveginum. Er því aug- ljóst, að á árinu 1973 verð- ur samdráttur í vegagerð þeg ar hringvegurinn er undan- skilinn. „Vinstri stjórnar krónan“ er alltaf að missa kaupmátt og raungildi. Vega gerðarkostnaður hækkar stöð ugt vegna hækkaðra vinnu- launa, hækkaðs og aukins véia- og bifreiðakostnaðar. Vegagerðarvísitalan hækkar og er þegar orðin ógnvekj- andi mælikvarði, sem fram- kvæmdir í vegagerð miðast við. Það er ömurleg stað- reynd, að þrátt fyrir gífur- legar álögur á ökutækin á s.l. ári, skuli blasa við sam- dráttur í vegagerð á árinu 1973, vegna dýrtiðarflóðsins og óstjórnar í landinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.