Morgunblaðið - 17.03.1973, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 17.03.1973, Blaðsíða 23
MORCUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. MARZ 1973 23 Hjónin Gréta Þórarins dóttir og Engilbert Kol beinsson — Minning VIÐ stöndum á ströndinni og horfum til hafis — rýmuim í enda- lausa móðu óvissunnar — hryggir, hrjáðir og smáir bíð- um við, vonum oig biðjum í öli- um otokar nakba eimmanaleik, seim umlykur og gagn tekur hugi og hjörtu þeirra, sem vita sína nánustu vlni — eiginmenn, syni, íeður, já, og mæður heyja sitt harða stríð upp á ilf og dauða. — Urúgandi óviissan læsist inn í vitundina daga og nætur, já, tniarga daga og langar andvöku- neetur. Vomarneistinn gneistar i huigskotinu — umdirvitund þess eðfhs, sem hverj'-m er gefið til styrfctar í hverri raun — þeim vontarimmar neista sem öllu bjarg ar í raun og neyð, ef um nokkra björgun er að ræða. En sá von- arinnar neisti gebur stundum kuinað, en það kviknar annar neisti upp af homum — annar meisti huggunar harmi gegn. Neis'ti þeirrar vonar — og ör- uggu vissi — að til leiðarenda er haldið á eilífðarbraut, þar sem fyrirheitna landið biður eftdr sín- tim jarðarbörmum. Þar trúum við að faigni vinir á fagu.rri strönd, fagni hverri sál í sól- giMti lifandi landa. En umskiptin frá okkar huga eru sár, óvæmt og hörð — að þau gleymast þeim ekki sem á ströndinni standa og bíða eftir simum nánustu í óendanlegri eft- irværatiimgu — og fagnaðarvon — jaifnvel þótt hver og ein far- marurasferðin sé ávallt óvissunni háð. Enda þótt ailger vanmáttur sé tíl þess, að minmast þess hrygtgi- lega atburðw, þegar skipverjar á Sjöstjörnunni frá Keflavik fórust, og öll'uim sé um megtn að lýsa þeiorri þumgu raun, sem að stjandendum þeirrar skipshafn- air var á ströndinni búin lamg- tíimuim miil'li vonar og ótta um afdrif þeirra, þá vil ég ekki láta hjá liða að minnast hér nokkr- uim orðum miins ástkæra og ©ÍBkMlega frænda Engdlberts Koiibeinssonar f.rá Auðnum — og hans elskulegu kornu, Grétu Þðrairinsdóttur. — Himum skal þó ekki gleymt, sem með þeim fórust — enda þótt ókumnug- leilki hiaimli þar máraari kveðj- um. Bngiillbert var fæddur að Reykjakotí í öl’fusi 7. sept. 1938. Hamn fl’uttist barn með foreidr- um sínum að Auðnum að Vatns- leysuströnd. Af þeirri strönd leit hann fyrst heillandi haifið — en eitranig andstæður þess i öllum þeim miikilleik sam ógn- valdur Ms og sitarfs. Hann byrj- aði sem barn að aildri að fást við þenman ógnvald, sem þó oft með blíðu brosi iék við fleyt- una smáu og gældi við á'höfn- ina. Þessar margbrotlegu að- S'tæður þekkti Engilbert af langri reynslu og næmum skiln- ingi þess er hafið gerir að vett- vangi athafna simna. Þennan ak- ur plægði Engdlbert svo tii hinzta dags með einstakri ár-- vekni, lagni og áræði, svo sem honum var í blóð borið, — enda lék í hendi hams allt sem til starfa heyrði, svo óumræðilega létt og skipulegia. Rósemi og Ijúfmennskan var hans trausti förunautur og aldrei af hans munni skyldi kalt orð heyrast til siraraa félaga — í þeim samskdpt- um var hann jafnimgi adlra, sem með honum voru, enda virtur og metinn af þeim verðleikum í fari hans. Þar fann ungmennið sem kærleika síns eiigin föður — er til hans réðst og munu úr minni þeim seint iíða, sem aðnjótandi þess urðu, að stíga siím fyrstu spor á skipsf jöl með þessum siín- um viðmótsþýða húsbónda. EngiJlbert lauk himu meira stýrimannaprófi í Stýrimanna- skóla íslands með ágætiseink- unn, og hafði skipstjórnarrétt- indi á hin.um stærstu skipum. Var hann á fyrstu skipstjórnar- áruim sínum hjá útgerð föður síns, ein síðan hjá annarri útgerð, en nú síðustu árin á Sjöstjöm- unni i Keflavík. Áður hafði Bngilbert komizt í krappan dans við Ránardætur, er bátur hans Strákur frá Siglu- firði sökk á leið frá Vestmanna- eyjuim til Hafnarfjarðar og á siðustu stundu að brezkur tog- ari bjargaiði áhöfininnd í ofsa- veðri. Aðdáunarverð var þá af öl'lum talin rósemi hans og rök- hyggja til björgunar ú.r þeim háska. Mam ég þetta veður gjörla, er ég þá á ferð minrai raálgaðist Suðurland. Og ekki siður ma.n ég þann einlæga fögn- uð, sem allra hugi snertu er þessairi björgim lauk svo giftu- samlega og það kærleiksríka þakklæti, sem skip.st jóm og skipshöfn hins brezka togara, sem þeim bjargaði, var* auð- sýnd. Með Engilibert var nú i hinztu ferðinni kona hans Gréta Þórar- insdóttir, er einnig hlaut með homum hina votu gröf. Þau höfðu geingið í hjónaband hinn 25. marz 1972. Áttu þau í skjóli móður hennar heima um árs- gamla telpu, sem nú hefur sína dýrmætustu eign misst og eng- in getur metið það þungu högg, sem henni er með þeim foreldra- missi greitt — enda þótt ég viti, að allt verður fyrir hana gert, sem í mannlegu valdi frekast er unnt. Heitir hún Anna Kapítóla, sem munu vera mæðrainöfn þeirra hjóna. Áður var Eragillbert giftur Kristínu Valddmarsdóttur úr Reykjavík og áttu þaiu saman 3 börn: Sigurrósu 9 ára, Guð- mund 8 ára og Kolibeiin 7 ára. Þau slitu samvistum og eru þau 3 böm þeirra hjá móður sinni. Ég minnist þessara mætu hjóna frá sl. sumri, er þau komu hér í heimsókn og dvöldu hér nokkra daga. Gréta hafði þá ekki áður hér að Djúpi komið — en svo heiillaði hana þessi stutta dvöl, er hún tók sér hrífu í hönd til aöiafna og ánægju, að víst vildi hún leingur vera, enda þótt ekki gæti af orðið. Minnist ég hennar hlýju og brostmildu kynningar, sem al'la gladdi og þeirri heiðrikju í adlri kynniragu, sem hún bar með sér. Þá einnig er mianni ijúf miinningin um þá höind, sem Engiibert var jafnan fús að leggja að öiilu, er hann sá ábótavant. Það var hans rík- asta eðlishneigð, að laga og bæta, og ha'fa í laigi og reglu það sem hann umgekkst og miðla öðrum af drengskap og hjálpfýsi var einn atf hans eðlis- lægu eiginleikum. Já, það er margs að minnast al'lt frá bemskudögum þessa mæta manns. Og þung er sú hugsun, að eiga ekki von á heimsókn þeirra oftar. En hvað er þó það, við það sem aðrir þeim nákomnari nú hafa misst. Það eru tóm orð uim að tala og enginn megnar að fylla í þær eyður, sem orðið hafa. Frændum okkar Færeyingun- um sendum vi'ð kveðjur og dýpstu saimúð. Þeir voru Engil- bert kærir félagar. — Átti hann þar manga kæra vini frá liðnum árum, en Færeyinga hafði hann haft í skipshöfn sinni, marga þá sömu vertiðum samatn. Kunnu þeir vel að meta ljúflyndi hans og öryggi og hin tryggustu vina- bönd knýttu þá félaga samian. Öðrum aðstandendum þessanar sbipshatfnar öllum votta ég ein- lœga samúð. Ekki fer ég í i grafgötur um að sonarmissir- inn hefir orðið þeiim sár for- eldrunum á Auðnum, systkinum hans hians og bömum. Vissi ég vel að þeir feðgar höfðu marga hildi háð saiman í viðskiptum sínum við Ægi. Þar var einn hug ur og ein hönd svo kærleiksríkt samofin, að hvorug mátti hina missa. Traustið og kærleikurinn svo fast saman fléttað, að þar gat ekkert siitnað. Á ströndinni við hafið horfa þau nú döprum huga út i víðáttu tómleikans, út á viðáttu þess hatfs, sem gefur og tekur. En einnig yfir þá móðu lýsir af því friðarins landi sem bjartir geislar verma sorgarinn- ar rann. Af hjartans huga kveðjum við þá föllnu og þökkum þeim ó- gieymanlegar minningar. Að- standendum öllum sendum við dýpstu samúð og hlýjustu kveðj- ur og biðjuni þeim blessunar í Guðs friði. Jens í Kaldalöiii. Guðmundur Jón Magnússon KVEÐJUORÐ TIL PABBA. ENGINN veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Elsku paibbi, það er svo ótrúlegt en satt, þvi miður, að þú sért horfinn og við hér heima fáum aldrei að sj'á þiig afbur. Stunduim fininst mér bara eins og þú sért úti á sjó, en iranst inn.i veit maður að þú kemur aldrei atftur heim. Við minni'nigarathöfnina, þá ge.rði ég mér fyrst greira fyrir hvað hefði í raun og veru gerzt. ÞetJta sjóslys er hörmu.ng og miannsllíf verða aldrei bætt sarn.a á hvern hátt það er reyint. Svo eru það ékkii bara við hér heima. Svo margir aðrir hafa einwig misst ástvini síina. AlTtatf kom okkur nú vel sam- an, þegair þú varst hekraa, töluð- um saman í gamini og alvöru ogi gerðum að gammii okkar. Áhuga- mál þín voru ekki mörg en gam- ] a.n fanin'St okkur, mér og þér að horfa á sjónvarpið og spjalla saman um þaið á eftir. Bn nú er stólKran þiin.n auður og það er ömurlegt til þesis að vita, að þú sitjir eklkii í honum aftur. Lítil/l sólargeisl'i læddist þó inn í al’lt myrkrið. Ég eignaðdst | l'ítinn son meðan á leitinni stóð og því skal ég lofia þér að nafnið þi'tlt verður fært yflir á hann og ég vona að haran beri það með prýði, ei.ns og þú gerðir. Aldrei var þér halllmælt á nofekurn hátt en hafðir sérstakt skap og það var ekki sama hvernig var að þér farið. Ætíð varstu sk.emimtilegur í vinahóp og gamanisiamur á alla lund. Ég veit t. d. um fólk, setrv fannst ekki gaman að fara úft að skemmit.a sér nema þú værir með, þú gazt verið hreinasti sprelli- gosi ef þú vildir svo við hafa. Elsku pabbi, hvar sem þín góða siál er þá bið ég að heilsa, og ölluim hinum í hinzta sinra. Þín elsku dótitir, Gunna. ■.................. " FLUCFÉLAC /SLAJVDS ÞJÓNUSTA HRAÐI ÞÆGINDI Vöruflutningar i lofti eru auóveldasta leiðin Flugfélagið býður beztu þjónustu í vöruflutningum innanlands og milli ianda. Fé, tími og fyrirhöfn sparast, ef beitt er fullkomnustu flutningatækni nútímans. Sendið vöruna með Flugfélaginu: ódýrt, fljótt og fyrirhafnarlaust.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.