Morgunblaðið - 17.03.1973, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 17.03.1973, Blaðsíða 20
2C MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. MARZ 1973 fclk í frétfum EKKI AF BAKI DOTTINN Roger Vadim, leikstjór- inn frægi er nú 44 ára og hef- ur verið kvæntur þrisvar sinn um, í öll skiptin frægum leik- konum, Brigitte Bardot, Ann- ette Ströyberg og Jane Fonda. Nú hefur hann ákveðið að ganga enn einu sinni í það „heilaga", sú nýja er ekki leik kona, en hún heitir Catherine Schneider og þykir vel efnuð. Roger Vadim á barn með fjórðu leikkonunni, Catherine Dene- uve. GENGUK II.LA Jean-Claude Killy var maður vetrarólympíuleikanna i Gren- oble er hann hreppti þrenn gullverðlaun fyrir sigur í alpa greinum. Hann hefur verið með í nokkrum skíðamótum í vet- ur en ekki staðið sig vel. Kunnugir segja að orsökin sé sú að hann hafi of mikið að gera í sambandi við fyrir- tæki sín — næturklúbba og hótel. STOLTI® — Ef ég stend mig ekki sem trúður verð ég að reyna eitt- hvað annað, sagði Geraldina Chaplin einu sinni. Og aJlt út- lit er nú fyrir að hún verði að skipta um hlutverk. Þann- ig er nefnilega mál með vexti að hún fær alls staðax hlutverk í kvikmyndum en eig inmaður herrnar, leikstjórinn Carlos Saura er svikinn um öll sitörf. Ýmsir framleiðendur lokka hana til að taka hlut- verkum í myndum sínum, með þvi að bjóða eiginmann- inum um leið leikstjórn mynda sinna, en það loforð er í flest- um tilvikum svikið. Geraldina er ekki ánægð með þetta og segir að það sé engin sanngirni í þessu. Hjónin búa á Spáni og þess má geta að Geraldina segist ekki hafa þegið eina ein ustu krónu frá föður sínum, frá því að hún var i skóla. 400 minkabúr slegin fjármálaráðuneytinu —- verða látin afskiptalaus i minkabuunum krrptt hSi« iiatrd rwctm trm Emflmm Mlw rr af mmhifm *í trékiNMir n>«* jkarnma mg um m tollt.r aí bámm. ÚTBÝTIR PENINGUM OG KJAFTSHÖGGUM Blvis Presley kom skemmti- lega á óvart er hann gaf ný- lega tvær milljónir króna ti'l barna með skaddaða heyrn. Þessu fé safnaði hann með því að selja gömul föt og úr sér gengna muni, sem áhangendur hans gleyptu við. En Presley gerir meira en að útdeila pen- ingum, hann útbýtir líka kjafts höggum. Hann skemmtir nú á Hilton í Las Vegas og eitt kvöldið gerðust hlustendur hans æstir og ruddust nokkr- ir þeirra upp á sviðið. Presley og bassaleikarinn i hljómsveit- inni brugðu snarlega við og iétu hendur skipta við að henda mannskapnum niður af svið- inu á ný. — ÞETTA ER AI.I.T 1 UAGI FRÚ, PASSABU BARA PUTTANA ! ! ! Ekki vitum við hvort þessi greiðsla er það nýjasta nýtt í tizkuheiminum en óneitanlega er þetta svipmikið greiðslu- fyrirkomulag. k HÆTTA Á NÆSTA LEITI - Eftir John Saunders og Alden McWiIliams K«num iið nógu snemnia, Troy ? Er hann með hann, sé sá beztí, sem völ er á. (2. mynil) Afsakaðu, hr. Troy. Ef þetU e.r . . . ? Hann er á rannsóknastofunni, mynd) Ég ætla að segja ykkur eins og er. fjölskyida hr. Ravens þarf ég að tala við Wendy. Þeir segja. að læknirinn. sern er Læknarnir teija lífsmöguleikana litla. (3. hana. ÞA« A EKKI AF HENNI A» GANGA Örlögin hafa verið grimm við Sorayu. Fyrst fékk hún samúð margra milljóna er hún varð að skilja við Iranskeis- ara vegna þess að hún 61 hon- um ekki son. Aftur fann Soraya hamingjuna, og nú með ítölskum kvikmyndaframleið anda, Franco Indoniva, en hann lézt er flugvél sem hann var farþegi með rakst á fjalls- hlíð á Sikiley. Alls fórust 117 manns með flugvélinni, þetta var fyrlr árí siðan. Soraya bar sorg sina vel og ekki leið á löngu þar til hún fór að sjást i fylgd með glaumgosan- um franska Claude Kaouza, en hamingjan varð ekki langvéir- andi, Claude lézt nýlega af hjartaslagi. Soraya er enn ekki buguð, þó brosið sé orð- ið þvingaðra. TIL HAMINGJU MEÐ OL Lord Killanin, Irinn sem tók við af Avery Brundage sem formaður alþjóða Olympíu- nefndarinnar var nýlega á ferð i Austurríki. Þar óskaði hann borgarstjóranum í Innsbruck hjartanlega til hamingju með að halda vetrarólympíuleikana 1976. Ekki eru nema níu ár lið- in siðan vetrarleikarnir voru haldnir í Innsbruck, en ýmis vandræði voru með að halda OL 1976 þar sem bæði Denver og Salt Lake City í Bandaríkj- unum guggnuðu á tilboðum sín um á síðustu stundu. HLÆR A» GIFTINGAR- HUGLEBÐINGUM Garóikia piinsessa af Monaco, dóttir Grace Kelly, þykir ein fallegasta prinsess- an í heiminum. Hún er nú við nám í Englandi, lærir þar ensku og frönsku, og nxarg ir hafa reynt að koma Karli prinsi og henni saman. En Carólína hlær bara þegar hún heyrir minnzt á að þau ætli að giftast, segir að Karl sé ágæt- ur, laglegur ungur maður, en hjónaband komi ekki til greina. Carólínu líkar vistin í Eng- landi ekki alltof vel og segist verða fegin þegar hún lýkur prófum í vor, en segist vona að þau verði góð. Það þarf ekki mikið til að koma slíkum hjónabandssögum af stað, en Karl og Carólína hafa aldrel sézt saman hvað þá meira. REYNA AFTUR Frakkar eiga sinn Elvis Presley — söngvara sem treð- ur upp í leðurjakka og hrifur konur á öllum aldri — himn franski Elvis nefnist Johnny Halliday. Hann og kona hans, Sylvía Vartan, hafa verið skil- in í átta mánuði, en sögusagn- ir herma að þau ætli að reyna einu sinni enn og þess má geta að hún á von á öðru bami þeirra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.