Morgunblaðið - 17.03.1973, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 17.03.1973, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. MARZ 1973 3 EINS og fram kcmiir í blað- Inu í daj;, hélt Húsmæðrafélag Reykja-víkur fund á Hótel Sójíu sl. fimmtudajískvökl til að ræða verðbólguvandamálin og mótjuæla sifelldum hækk- uniim á naiiðsynjavöriim. Fundinn sóttu um 200 hús- mæður, bæði úr Reykjavík og nágrenni, og fram fóru miklar og snarpar umræður um, hvað íielzt skyldi gert, til að stemma stigu við auknum verðhækkunum á næstunni. Fundinn setti Margrét Ein- arsdóttir, sem sæti á í stjóm Húsmæðrafélagsins, en fyrst tók til máls Dagrún Kristjáns dóttir form. Húsmæðraféilags ins og gat þess m.a., að nú væri tímá til kooninn að ís- lenzkar húsmæður mótmæltu því, að hið opínbera leyfði sér að seilast ofan i vasa okkar eins oft og það vildi, þar til ekkert væri eftir nema gatslit Frá fundi Húsmæðraféíags Reykjavíkur sl. fimmtudagskvöld. Húsmæðrafundurinn: Tími til kominn að láta til sín taka (Ljósm. Mbl.: Kr. Ben.) inn vasiinn. Dagrún gat þess, einnig að liklega værw islenzk ar húsrhæður þær þol nmóð- ustu og þægustu húsmæður i veraldarsögunni, vegna þess, hve iítið þær væru gefnar fyr ir samstöðu, og taldi að nú væri kominn timi til að þær létu til síin taka, þegar slíkt stórmál væri i húfi. í>egar Dagrún hafði lokið má'li sínu tók Kristín Guð- m'undsdótt’.r form. Kvenfélags Alþýðuflokksins til máte, og gat helztu hækkana, sem orð ið hafa á nauðsynjavörwn, og kvað hafa keyrt um þverbak, er ríkisstjórnin hækkaði verð á nauðsynjavörum 1. marz sl. Ræðu sína endaði Kristín með að hvetja húsmæður til að sýna einhug og efna til rót tækra mótmælaaðgerða. Þá gaf fundarstjóri orðið laust, og Helga Elnarsdóttir, kennarl tók til máls. Helga minntist á, að svo illa væri nú komið ) verðlagsmálum þjóð arinnar, að Mklega hvarflaði að mörgum að taka það ráð að neyta hundafæðu, eins og maðurinn í Oklahoma . gerði undir sömu kringumstæðum einu sinni. Helga kom e nnig að því, hve mikið ólaig væri á umtoúðum mjólkuirafurða i Reykjavik, og lagði fram þá tiiiögu, að húsmæður skor- Uðu á rikisstjórnina að selja ailar mjólkurafurðir í femum í stað silekandi og óhagstæðra plastpoka. Næst stóð upp Vilhelmína Böðvarsdóttir og kom fram með þá tillögu, að húsmæður keyptu ekk kindakjöt í hállf an mánuð samfleytt í mót- mælaskyni við auknar verð- hækkanir. Ásthildur M'xa, húsmóðir, kom fram með tillögur um að húsmœður legðu algert bann á kartöflur, þar sem þær væru hvort eð er óætar á þess um árstíma, og einnig að þær hættu mjólkurkaupum í viku. Laufey Agnarsdóttir, hús- móðir utan Reykjavíkur iagði til, að Húsmæðrafélagið lelt- aði ti'l kvenfélaga úti um land og fengi þau til að vinna sam an að mótmælaaðgerðum hús- mœðra. Einnig lagði hún til, að dreg ð yrði verul'ega úr mjólkurkaupum. Margrét fundarstjóri ste'ig í ræðustól þegar Laufey hafði lokið máli sinu, og undirstrik aði þá staðreynd, að húsmæð ur væru stærsta stéttarfélag á landinu, og bæri þvi þeim að sýna einhug og sameininigu. — Ég viill elndregið að hús mæður sameinist á þingpöll um Alþingis til að mótmæla ríkisstjórninni, sagði Kristín Karlsdóttir, húsmóðir og sex barna móðir. Sólrve'g Eyjólfsdóttir, urng húsmóðir, benti á að sain- kvæmt læknisráði nægir börn um 1/4 úr mjólkurlítra á dag, og kvað því vel framkvæman- legt að draga mjög úr mjólk urneyzlu heimilanna. Aldís Benediktsdóttir, einn ig umg húsmóðir, vildi ein- dreglð efna til fundar með stjórnvöldum og fá leiörétt- ingu á verðlagsmólum hið skjótasta. Dröfn Faresveit, sem dval- izt hefur i Noregi tii skammns tíma, sagði að norskar hús- mæður væru mjög iðmar vifi að mótmæia verfihækkunum, og þyrfti ekki annað en að utm smiáhækkun á einni vöru væri að ræða til að húsmæfiur fylktu sér i mótmælagöngur. Drofn kvað einniig að minnka mætti mjólkurdrykkju til muna. Margar lleiri konur tó'ku tiJ máls, og auk verfiiagsmála var e'nnig mikið rætt um nauðsyn þess að styrkja sam- stöðu meðal reykvískra hús- mæðra og raunar út um aílt land. Ýmsar fyrirspurnir oig athugasemdir komu fram I fundarumræðum, en að ilok- um fór svo, að þrjár megin- mótmælatillögur voru sam- þykktar með yfirgnæfandi meirihluta fundarkvonna. Þess mó og geta að iokum, aö nánar verður au,glýst sífiar um hvenær tid mótmæiaað- gerða verður gripið og hvern- ig- Dagrún Kristjánsdóttir í ræðnstóli. Sýning Kvenfélagasambandsins: Fjölskyldan á rökstólum „FJÖLSKYLDAN á rökstólum" nefnir Kvenfélagasamband ls- lands sýningu um heimilishag- ræðingn, sem haldin verðnr í Norræna húsinu dagana 17.— 28. mara frá kl. 14 —19 alla virka daga, en 14 — 22 um helgar. Þátttaka giftra kvenna í at- vinnulífinu fer stöðugt vaxandi og er tilgangur sýningarinnar að vekja athygli á heimilisstörf- unum og mildlvægl þeirra, um leið og bent er á, að fjölskyldan verður að vinna að þeim störf- um sameiginlega, þegar hús- móðirin vinnur úti, og hentugar leiðir til að gera það. Sýningin er sænsk og fengm að láni hjá Konsumient Institutet, sem er ríkisrekin rannsókna- og upplýsingamiðstöð í þágu neytenda, en i nágrannalöndun- twn er lögð mikil áherzla á að fræða almenning um heimilis- hald, svo að heimilin megi gegna hlutverki sínu á sem beztan hátt. Sýningn fjallar um mál, sem snerta alla fjölskylduna, og mega allir koma og sjá hana. Um helgar verður sýnikennsla. Laugardaginn 17. marz sýnir Hrönn Hiimarsdóttir tilbúnin-g hrásalata, sunnudaginn 18. marz fjallar hún um morg’jnverðinn og lauigardaginn 24. marz sýnir hún matreiðslu á fljótlegum fiskréttum. Sýn'kennslan fer fram kl. 14, kl. 16 og kl. 17 í sýningarsalnum niðri í Norræna húsinu, en réttirnir verða á boð- stólum í kaffistofu hússins öðru hvoru á meðan á sýningu stend- ur. Á sýningunni hefur verið kom- ið fyrir upplýsingum um viku- matseðil, og það, sem þarf að kauipa inn til hans, ásamt upp- lýsingum um kostnað (miðast þetta við fjögurra roanna fjöl- skyldu). Frú Sigríður Haralds- dóttir heimilishagfræðinigur, sem starfar hjá léiðbeiningastöð Kvenfélagasambandsins, hefur séð um uppsetningu sýningar- innar, en að henni lokinni, eða í aprílmámiði gefst héraðssam- böndum K. 1. kostur á að fá hana að láni. í tilefni af sýningunni verður umræðujfundur um fjölskylduna og framtíðina þriðjudaginn 21. marz kl. 21.00. Framsöguerindi flytja Hólmfriður Gunnarsdóttir, kennari og félagsráðgjafi, Pét- ur Þorsteinsson, menntaskóla- nemi, Rósa Björk Þorbjarnar- dóttir, kennari og dr. Bjöm Björnsson, prófessor, en Sig- riður Thorlacius, formaður Kven félagasambands íslands stjómar umræðum. Er öllum heimill að- gangur að fundinum, sem hald- inn verður í samkom'usai Norr- æna hússins. HADEGI rouörótúmo^! isoönum i Ólllrórfum licítum lort óHumhutiD ncó dk'cgiliti örkxfániúsú1 dt ojostur. miolkob-tc .ippclsíiiur *nusui í Einfaldur mat.seðill settur upp af heimilisil'ræðingi sýningar- innar. Maturinn hjá þessari fjölskyldu kostar rúmar 4000 kr. & viku.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.