Morgunblaðið - 17.03.1973, Síða 17

Morgunblaðið - 17.03.1973, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. MARZ 1973 17 Heimsókn til Bremerhaven (III): „Hörð afstaða“ Frá Ág-ústi Einarssyni, Hamborg. REINHARD Meiners er for- s'tjóri hafinarinmair í Bremer- haven. Hainr sér um ailt, sem viðvilk'ur fisikiöndun og fisk- iðnaði á haifiniairsvæðin'U, þar á meðal uim laindanir og sölu á afla islenzku togaranna. Hvað getið þér sagt um af- leiðingar útfærslunnar fyrir Bremerhaven og Cuxhaven? Bg get einunigis túúkað einkaskoðainiir mínar og fyrir- tækisins sem er opinber stofn- un. Miðin við ísland eru þýzlkri toganaútgerð mjög miikilvasg fyrir veiðar á ísfiski. Ef út- færsilian verður til þess, að veiðar þýzkra ísfisktogara leggjast niður, þá hefði það mjög alvarlegar viðsikipta- og atviwnulegar afiieiðinigar fyrir hafwarborginnair Bremerhaven og Cuxhaven. Þetba bievtir ewgu um það, að landanir ís- lenzkra skipa eru mjög vel liðnar héi' og mættu verða meiri í fnamtiðinni. Við vonum, að samkomiulag náist um kvötakerfi, sem tryggir þýzkri togaraútgerð áf'amhaldandi reksbrargrumd- völl, og að Isieindiwgar komí iieð að minnisba kosti jafn- mikið aflamagn til Þýzka- lands og hingað tiil. Hver er yðar skoðun á yfir- lýsingu fjöimargra vísinda- manna við hafrannsökna- stofnunina í Kiel, sem styðja málstað islands? Ég fiurðaði mig á þessairi yfirlýsiiwgu, þvi að hún braut i bága við yfirlýsimgar fjöl- margra visindamanna á al- þjóðliegum vettvangi. Þessi sikoðum min staðfestist síðan, þegar yfirmaður hafrawn- sóknastofnunairinnar i Kiel lýsti því yfir, að yfiriýsinig undirmawwa sinna væri ekki vísindakega röksbudd, og gagwrýndi hanin þessi vinwu- brögð og sagði, að þetta væri ekki álit stofnunarinnar sem slikirar. Hvernlg á veiðiinum að vera hagað, þannig að fisk- stofnarnir verði verndaðir Nútíma fiskifiræði hefur náð það lawgt að geta ákvarð- a,'S það aflaimiagm,, sem sam- svairar haigkvaMwusbu nýtánigu fiskstofnanina. Þetta er ein- miU það, sem Þjóðvei-jar vilja. Það á ekki að veiða ótaikmankað, heldur aðeins ákveðinn kvóta. Það ætti að. vena viðunandi Lausn fyrir al'Ia aöila. Hvað segið J)ér um afskipti a I þj öðad óms tól s i n s af þ*«su máli ? Almenimt er álitið hér, að betra hefði verið, að ekki hefði þurft að kveðja til al- þjóðadómtólinn í þessari deiliu. Ég tel, að beinar við- ræður miilli ísiands og Þýzka- liantíis, sem heföu aðlagað saimningmn frá 1961 að b-oyttum aðstæðum, hefðm stuðlað frekar að lausin máls- ins. Þar sem íslaintí taldi sig hins vegar ekki lenguir bundið af saimmim'gnum og viðræðurn- ar höfðu farið út um þúfur, þá var ekki um annað að ræða en Leita til aiiþjóðatíóm- stólsins, enda var gert i-áð fyriir því í samningnum. Aftur á móti hefur afstaða fs'Iantís að mæba ekki i Haag valtíið mi'klium vomhi'igðum Reinliard Meiners hér. Rök íslands fyrir þessari afstöðu geta ekki samnfært okfcur. En íslenzka rikisstjómin hefnr sagt upp saniningniun frá 1961. Efitir þvi sem ég veit bezt, þá er ekki gert ráð fyrir upp- sögn i saimninignium. Paii er rétt, en íslenzka ríkisstjömin hyggir þessa uppsögn m. a. á alþjóðlegn samkomuiagi, sem gert var í Vín fyrir nokkrnm árurn og segir til nm, hvernig samn- ingum skuli sagt upp, ef eng- ir, uppsagnarákvæði eru fyrir hendi. Þetta hef ég hieyrt, en við verðurn að baika tiUit til þess, að samninigurimin gerði ráð fyrir deilum síðar. Þá átti að semja, og ef það tæikist ekki, þá átti að kveðja ailþjóðiadóm- stólinn til. Mér finnst, að samningslteiðin hefði betur sæiwt þessum tveim þjóðum, siem eru í góðum tewgslum hvor við aðra, heldur en að ísland skyldi taka striax í byrjun þá hörðustu afstöðu, sem hægt var að taika. Hefur afli þýzkra togara minnkað að undanförnu? Já, bæði veiði á skip og eiwniig heiltíaraflamaignið hef- ur minnkað. Það er ekiki hægt að weiita, að ein af orsökum þess er útfærsia ísCtenaku landhel'ginniar. Við getum ekki veitt eins og áður vair. En hinar alvarlegu afleið- ingar fyrir Bremerhaven og Cuxhaven, sem talað er um í fjölmiðlum, eru ekki orðnar að veruleika ? Nei, við höfum að glimia við of litið framboð af fiski. Það hefiuir leitt til verri nýting- ar fiskiðnaðarfyrirtækjainna á hafwarsvæðinu. Hins vegar yrði hér um mik'ia erfiðlieiika að ræða, ef ísfiisklöndunin legðist ndður. Hér liifa flestir í meira eða minna nánum tengslum við útgerð og fisk- iðniað. Hvaða lausn sjáið þér á landhelgisdeiliinni ? Ég get imyndað mér, að þýzkir togarar fái að veiða við Islaind eftir kvótakerfi. Ég tel, að án tillits til mála- rekstrarins i Haag eigi að taka upp beinair viðræður mi'lili íslands og Þýzkalands, sem vonandi leiða tii sam- komulags. Þetta samkomulaig næðist ef til vill, áður en mál- inu i Haag væri iokið, þannig að hægt væri að falla frá öil- um máliarekstri og dómsúr- skurðum. Jóhann Hjálmarsson ^iSTIKUR MENNINGARÞÆTTIR í ÚTVARPI OG SJÓNVARPI Nokkrir þættir um bókmenntir og listir hafa verið í útvarpi og sjón- varpi i vetur. 1 útvarpi hafa þætt- irnir Bækur og bókmenntir og Glugginn vakið athygli og sama er að segja um sjónvarpsþáttinn Vöku. Þátturinn Bækur og bókmenntir hefur tekist vel, einkum þegar Hjört- ur Pálsson hefur stýrt honum, en miður þegar aðrir hafa verið fengnir til þess. Hjörtur Pálsson er lifandi og víðsýnn útvarpsmaður og virðist hafa áhuga á að um bókmenntir sé rætt af hleypidómaleysi. í Glugganum er oft fjallað um list- ir og menningarmál frá óvænt um sjónarhóli. Ungt fólk og óráðlð hefur fengið tækifæri til að segja hug sinn í Glugganum. Ég býst við að mikið sé á þáttinn hlustað vegna þess að fólk á von á að heyra þar raddir uppreisnargjarnra lista- manna. Slíkt er alltaf vinsælt; það er ekki svo ónýtt að fá tilefni til að hneykslast af tali einhvers galgop- ans. Stjómendur Gluggans, þau Sig- rún Björnsdóttir, Guðrún Helgadótt- ir og Gylfi Gíslason, hafa stefnt að því að hafa þáttinn fjölbreyttan. t Glugganum eru mál ekki brottn til mergjar, en drepið á ýmislegt, sem efst er á baugi. Sjónvarpsþátturinn Vaka hefur verið á dagskrá annan hvern laug- ardag. Stjórnendur hans eru Björn Th. Björnsson (myndlist), Sigurður Sverrir Pálsson (kvikmyndir), Stefán Baldursson (leiklist), Þor- kell Sigurbjörnsson (tónlist) og Vé- steinn Ólason (bókmenntir). Vaka speglar það, sem mest er áberandi í listaheiminum. Þættinum er sniðinn þröngur stakkur, sem bitnar ekki sist á bókmenntahlið hans. Að- eins fáeinir rithöfundar hafa verið kynntir í Vöku í vetur, en val þeirra hefur ekki verið jafn einhliða og það var þegar formaður útvarpsráðs, Njörður P. Njarðvík, sá um bók- menntakynningu þáttarins. Rithöfundar hafa skorað & for- ráðamenn sjónvarpsins að geta út- gáfu helstu bóka í sjónvarpi likt og í útvarpi. Fyrir jólin var reynt að verða við tilmælum rithöfunda með því að fá Eirík Hrein Finnbogason tii að segja frá nýjum bókum. Þetta var út af fyrir sig virðiwgarverð ný- breytni, enda Eiríkur Hreinn Finn- bogason vel fallinn til þessa starfs, en þurrleg upptalning bókaheita og höfundanafna er dauflegt sjón- varpsefni. Unnt hefði verið að bæta úr þessu með þvi að hafa stutt við- töl við höfundana um bækurn- ar. Vonandi verður reynt að gera þessa bókakynningu fjörlegri, ef sjónvarpið hyggst halda henni áfram. Um jólin er meira talað um bæk- ur og meira lesið úr nýjum bókum í útvarp en á öðrum árstimum. Andrés Björnsson, útvarpsstjóri, sér til dæm is um lestur úr nýjum bókum og eru flestar bækur, sem máli skipta, kynnt ar i þáttum hans. En því má ekki gleyma að hið nýja útvarpsráð hef- ur beitt sér fyrir daglegri kynningu íslenskrar ljóðlistar með hinu svo- kallaða Ljóði dagsins. Hugmyndin er sótt til nágrannalanda okkar. f Ljóði dagsins hefur verið lögð áhersla á að kynna nýja ljóðlist, verk ungra skálda, en þátturinn hefur samt ekki verið bundinn eingöngu við nútím- ann. Val ljóðanna er oft umdeilan- legt. Sá, sem velur þau, virðist hafa tekið ástfóstri við nokkur skáld og hljóma ljóð þeirra sífellt í eyrum hlustenda. Sama er að segja um lesara. Það er eins og aðeins fá- einir menn kunni að lesa ljóð á ís- landi. Þótt yfirleitt sé sæmilega les- ið upp eru þó dæmi um að lesendur séu fólk, sem hvorki kann að lesa upp né hefur skilning á því, sem það er að flytja. Þetta leiðir hugann að því að menningarstefna útvarps og sjón- varps, ef hún er þá nokkur, er yfir- leitt eintrjáningsieg. Sömu mennirn- ir móta dagskrána ár eftir ár; boð- ið er upp á sömu stjórnendur, sömu flytjendur, sama efni. Að þessu vék fráfarandi dagskrárstjóri, Haraldur Ólafsson, nýlega í útvarpsþætti. Það er engu líkara en litið sé á hlust- endur sem börn, sem vilja láta segja sér sömu söguna æ ofan i æ. Enn ömurlegri er sú tilhneiging útvarps- ráðs að velja útvarps- og sjónvarps- menn eftir pólitiskum lit, einkum er þetta áberandi hvað varðar stjórn- endur menningarþátta. Nýleg álykt- un Félags íslenskra rithöf- unda er alls ekki út í hött, en i henni var varað við þeirri hættu, sem tjáningarfrelsi er búin, ef of- stækisfullar kreddukenningar verða ofan á í útvarpi og sjónvarpi. Það má til sanns vegar færa að menn eru oft óþarflega viðkvæmir fyrir því, sem kemur í útvarpi. Ný- leg dæmi eru samhljóða harmkvæli útvarpsráðs vegna umsagna tveggja manna, sem voru ómyrkir í máli í út- varpinu. Ekki kemur að sök þótt menn fái að segja hug sinn og skipt- ast á skoðunum i útvarpi eins og annars staðar. Þess þarf aftur á mótl að gæta að ein yfirlýst skoðun verði ekki rikjandi. Að menn sjái ástæðu til að deila um útvarpið og stund- um af hörku eru merki þess að út- varpið hefur hlutverki að gegna, menn vænta sér einhvers af því, hver eftir sínu innræti.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.