Morgunblaðið - 20.03.1973, Page 3

Morgunblaðið - 20.03.1973, Page 3
MORGUNHLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. MARZ 1973 3 Eyjar: 12 hús undir hraun Flakkarinn að klofna og minnka hraðann Vestmannaeyjum í gœrkvöldi frá Sigurgeir Jónassyni. í GÆB fór 12. íbúðarhúsið und- ir hraun síðan á laugardag, en þá fór hrannjaðarinn á skrið anstur af Grænuhlíð og Austur- hlið. I kvöld átti hraunskriðan aðeíns ófarna um 20 metra í verkamannabústaðina við Urða- veg. Er hraunjaðarinn mjög af- liðandi og hefur hann skriðið nokkuð jafnt, en heldur virtist hann þó vera að hægja á sér undir kvöldið. Gosið hefur verið nokkru meira um helgina, en að nndan- förnu, en þess má geta að stór- straumur var í gær, en fór aft- ur minnkandi i dag. Hraun er mjög ofarlega í gíg- skálunum eftir því sem prófess- or Sígurður Þórarinsson sagði í viðtali við Mbl. í dag, en hann var þá nýkominn úr flugferð yf- ir gosstöðvarnar. Samkvæmt mælingum á hrauninu frá landi virðist mesta rennslið vera til austurs í rananum í stefnu á Bjarnarey og einnig er hreyfing á fyrri stöðum í norðaustur og suðaustur. Hvergi er hreyfing við innsiglinguna og hafnargarð inn, en bæjarmegin eins og fyrr getur um. Flakkarinn hefur síðustu 3 sól arhringa farið 33 metra alls, held ur ftieira til vesturs. Hefur hann því hægt mikið á sér og einnig hefur hann breytt um lögun þar sem toppurinn er orðinn klofinn. Engir teljandi erfiðleikar hafa verið hér í dag vegna gass og hefur mengun verið mun minni í bænum og á vinnustöðum held ur en síðustu daga. Loðnulöndun hefur haldið á- fram og nú eru þrær verksmiðj- unnar fullar. 500 tonnum af mjöli var skipað út i dag, en rúmlega 20 þús. tonmum hefur verið landað og eru Eyjar næst hæsta loðnuvertíðarstöðin þrátt fyrir ástandið. Þessar myndir eru allar teknar á sama khikkutímaniim þegar hraunið eyðilagði í gær húsið Austíirhlíð I, eign Sigurðar Georg-ssonar, skipstjóra á Heimaey VE 1, en 5 manna f jöl- skylda bjó í húsinu. Ljósim. MM.: Sigurgeir í Eyjum. Engilbert Þorbjömsson, bílstjóri frá Kirkjubæ, flag-gaði i hálfa stöng þegar hraunið lagðist að húsi hans og setti bílskúrinn í einu vettfangi inn í eldhús en eftir að fáninn var kominn upp rann haunið ekki meira á húsið. Eitt af húsunum við Grænuhlíð eftir meðferð hrauntungunnar i gær. Jarðýta og fólk er uppi á varnargarðinum. Mokstursgrafan, sem Bröyt-verksmiðjurnar i Noregi gáfu til Eyja kom þangað um helgina með skipi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.