Morgunblaðið - 17.04.1973, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 17.04.1973, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. APRlL 1973 Með maltölið á handvagni Stiklað á sögu Ölgerðarinnar Egils Skallagrímssonar, sem á 60 ára afmæli í dag lir. Ölgerðin Egill Skallagríms- son á merkisafmæli í dag. Þenn- an sama dag árið 1913 mátti sjá ungan ölgerðarmann að nafni Tómas Tómasson aka með hand vagrn um götur bæjarins og bjóða vegfarendnm maltöl til kaups. Síðan eru liðin 60 ár, og ölgerð Tómasar hefur vaxið fisk ur um hrygg. En allan þennan tíma hefur Tómas sjálfur staðið við stjórnvöl fyrirtækisins og horft á fyrirtækið eflast með hverju árinu, en Tómas verður 85 ára á þessu ári. Er það áreið- anlega fátítt í verzlunarsögu landsins að einn og sami mað- urinn hafi veitt fyrirtæki for- stöðu um svo langt árabil. Tómas Tómasson kom til Reykjavíkur árið 1906 og réðst hanrí þá til starfa hjá Gísla Guð- mundssyni, gerlaíræðingi, sem rak gosdrykkjaverksmiðjuna Sanitas vestur á Seltjarnarnesi. Tómas kynntist þar gosdrykkja- framleiðslu, en þegar Gísli fór utan til framhaldsnáms fól hann Tómasi forráð verksmiðjunnar, sem hann gegndí til ársins 1912. Gísli hafði lengi haft áhuga á ölgerð á íslandi, en á þessum árum voru það helzt bakarar bæjarins sem gerðu hvítöl til að halda bökunargerlum sínum lif- andi. Gísla tókst hins vegar ekki að hrinda bessu áhugamáli sínu í framkvæmd, en hins vegar hvatti hann Tómas til að ráðast í ölgerð og fara utan til að læra slikt. Tómas stóðst ekki hvatningar- orð vinar síns, og hóf ölgerð ári síðar. Sjálfur telur hann ölgerð- ina stofnaða hinn 17. apríl 1913 en þann dag ók hann fyrstu flöskunum út á handvagni og bauð þær til kaups á götum úti og við húsdyr, eins og lýst er hér að frarnan. Ölgerðin var þá til húsa í tveimur herbergjum i kjallara Þórshamars, sem gæti kannski orðið táknrænt — því hver veit nema nýtt ölfrum- varp verði til í þessu sama húsi, þar sem alþingismenn hafa nú vinnuaðstöðu sina, eins og allir vita. Hvað um það — húsnæðis- þrengsli gerðu fljótlega vart við sig hjá ölgerðinni. og strax ári síðar flutti hún í Thomsenhúsið við Tryggvagötu, þar sem pylsu- barinn stendur nú. Ekki gisti öl- gerðin lengi það hús, því að ár- ið 1917 fékk Tómas lóð við Njálsgötu og þar hófst starf- semi sú af alvöru, sem flestir Reykvíkingar þekkja. En áður en lengra er haldið skal þess getið, að Tómas fór tvívegis utan á þessum árum til náms hjá öl- gerðinni Stjærnen í Kaupmanna höfn og kynnti sér einnig ölgerð í Þýzkalandi. Árið 1924 hóf Tóm as nýbyggingar við Njálsgötuna. Hann festi lika kaup á íbúðar- húsinu nr. 19 og breytti því í suðuhús, svo og keypti hann hús ið nr. 21, (sem auðþekkt er af því að engir gluggar eru á því), en byggði sjálfur húsið nr. 24. I þessum húsum hefur fyrirtæk- ið verið siðan, en prjónað hefur verið við þau eftir sem lóðir og skipulag hefur leyft — og véla- kostur verið endurnýjaður eftir því sem aðstæður leyfðu. Árið 1924 réð Tðmas til sin fyrsta erlenda sérfræðinginn í ölgerð, en allt siðan hafa sér- menntaðir menn gegnt starfi bruggmeistara nema hvað Tóm- as annaðist þann þáttinn sjálfur yfir striðsárin. Bruggmeistararn- ir hafa flestir verið þýzkir, en fyrstu árin eftir stríðið var reyndar Hinrik Guðmundsson, efnaverkfræðingur, bruggmeist- ari ölgerðarinnar, eða til ársins 1952. Þá tók þýzkur bruggmeist- ari við starfi hans og var næstu 17 árin hjá fyrirtækinu en í hans stað kom enn Þjóðverji að nafni Helmut Bergander og gegn ir því starfi enn. Sem fyrr segir hóf Tómas sjálf ur dreifingu á framleiðslu öl- gerðarinnar i handvagni, en fljótlega leystu þó hestvagnar handvagninn af hólmi. Árið 1930 verða hms vegar tímamót í sögu fyrirtækisins, því að þá eignast það fyrsta bílinn, sem mátti sjá á götum borgarinnar þar til fyr- ir fáeinum árum. I dag er bíla- kostur fyrlrtækisins 21 bill — þar af eru jafnan 13 bílar í beinni dreifingu. I byrjun einskorðaðist fram- leiðsla fyrirtækisins við maltöl en upp úr 1920 hófst framleiðsla á pilsnernum, sem allir þekkja. Hann þurfti þá að keppa við óáfengt danskt öl, sem hingað var tekið að flytja inn í miklum mæli eftir að bannlögin voru sett árið 1912. Árið 1926 hafði pilsnerinn hins vegar náð svo mikilli hylli, að hann hafði að mestu rutt erlenda ölinu af mark aðinum. Enn færði ölgerðin út kviarn- ar árið 1930 er hún hóf gos- Úr áfyllingarsal Ölgerðar iiuiar Egill Skallagrínisson. Um ölgerð og öldrykkju íslendinga „Haldit maðr á keri, drekki þó at hófi mjöð mæli þarft eða þegi". Þannig hljóðar ein varnað- arreglan sem finna má í Eddukvæðum um mjaðar- drykkju, og bendir ótvírætt til þess að ölföng hafi verið áfeng í goðheimum ekki síð- ur en mannheimum. Enda voru ölið og mjöðurinn goða- veigar og gjafir frá goðun- um. Drykkjarföng þessi voru einnig einn meginþáttur trú- arbragðanna í hinni fornu heiðni, og áttu þar af leið- andi mikil ítök í skáldskap forfeðranna, sem Eddurnar bera glöggt vitni. í Islendingasögum er fremur lítið fjallað um mat og drykk forfeðramna eða hina eigin- legu lifnaðarhætti á heim- ilum þeirra. Þó má merkja af þeim, að allt fram á mið- aldir var öl og mjaðardrykkja miklu veigameiri þáttur í lifn aðarháttum Islendinga en ver ið hefir hin síðari ár. Á sögu- öldinni mun einkum hafa ver ið drukkið mungát eða mjöð- ur á stórhátíðum eða tyllidög um, og þá jafnt af konung- um sem kotungum. Þess vegna er enn i dag talað um ölvun, ölvaða menn og 81- æði, sem gefur til kynna að áfengt öl hefur verið drukk- ið til forna. Eins er að finna málshætti svo sem öl er innri maður eða Öl er annar mað- ur. En Norðmenn og Islending ar höfðu alþýðlegt heiti á ölinu, nefnlega mungát. Upp runi er ókunnur, enda ekki vitað til þess að það sé að finna í öðrum germönskum málum. Hins vegar hefur danski málfræðingurinn Rask skýrt orðið svo að mun sé að fá eitthvað i munninn og gát sé góðgæti. Ýmsir erlend ir fræðimenn álíta að mun- gát hafi verið alþýðuöl, kost- að lltið og sama sem ekkert áfengi verið í því. Segja þeir, að margar hitur hafi verið gerðar af sama maltinu og mungát hafi verið með því síðasta. Gísli Guðmundsson, gerlaf ræðingur og f róður mað ur i þessum efnum, telur þó að þetta sé misskilningur. Hann telur að mungát hafi verið hið þjóðlega heiti á heimagerðu öli á söguöldinni. Máli sínu til stuðnings nefn- ir hann dæmi úr Egilssögu, er Ármóði flaug i hug að gera Egil og föruneyti hans ófært: „Því næst var öl inn borit, ok var þat hin sterk- asta mungát." Islendingar hafa þvi á sögu öld og reyndar langt fram eftir öldum drukkið talsvert af öli, en Gísli Guðmundsson telur þó að neyzlunni hafi ver ið stillt meira í hóf hér en í Noregi, þar sem ölefnln voru meiri. Mörg dæmi eru bó til um það að Islending- ar hafi átt til að skvetta ær- lega í sig og ber þar hæst frásöguna í Eglu um drykkju Egils og förunauta hans hjá Ármóði. „Því næst var öl inn borit, ok var það hin sterk- asta mungát. Var þá brátt drukkinn einmenningr. Skyldi einn maðr drekka af dýrs- horni. Var þar mestr gaumr gefinn, er Egill var ok sveit- ungar hans, at þeir skyldu drekka sem ákafast. Enn er förunautar hans gerðust ófær ir, þá drakk hann fyrir þá, þar er þeir máttu eigi. Gekk svá til þess er borð fóru brott. Gerðust þá ok allir mjög drukknir, þeir er inni vóru, en hvert full, er Ár- móðr drakk, þá mælti hann: „Drekk ég til þín, Egill" — en húskarlar drukku til föru- nauta Egils ok höfðu hinn sama formála. Maðr var til þess fenginn at bera þeim Agli hvert full, ok eggjaði sá mjök, at þeir skyldi skjótt drekka. Egill mælti við föru- nauta sina, at þeir skyldi þá ekki drekka, en hann drakk fyrir þá, þat er þeir máttu eigi annan veg undan kom- ast. Egill fann þá, at honum mundi eigi svá búit eira. Stóð hann þá upp ok gekk um gólf þvert, þangat sem Ármóðr sat. Hann tök hönd- um í axlir honum ok kneikti hann upp at stöfum. Siðan þeysti Egill upp ór sér spýju mikla og gaus í andlit Ár- móði, í augun ok nasarnar ok í munninn. Rann svá of an um bringuna, en Ármóði var við andhlaup, ok er hann fekk öndinni frá sér hrundit, þá gaus upp spýja, en allir mæltu, er hjá vóru, húskallar Ármóðs, at Egill skyldi fara allra manna armastr, ok hann væri hinn versti maðr af þessu verki, er hann skyldi eigi ganga út, er hann vildi spýja, enn verða eigi at undr um inni í drykkjustofunni. Ekki er at hallmæla mér um þetta, þótt ek gera sem bóndi gerir; spýr hann af öllu afli, eigi sáðr en ek." Á söguöldinni og lengur var eingöngu drukkið 81 og mjöð ur, en stöðugt dró þó úr mjað ardrykkjunni, þvi að þótt efn- in væru dýr til ölgerðar, þá var hunang til mjaðardrykkju mun dýrara, enda ekki um annan sykur að ræða á þeim tímum. Mjöðurinn mun þó hafa verið notaður í miklum veizlum líkt og nú á sér stað um dýru vinin. En eftir því sem fram leið á aldir, breytt- ist þetta til bölvunar, þvi að nú kom brennivínið til sög- unnar. Lengi vel hafði þó öl- ið yfirhöndina, eins og sjá má af því að árið 1630 eru fluttar til landsins 1660 tunn- ur af ýmsum öiföngum, en um 150 þeirra voru brenni- vínstunnur. Þegar félagsverzl un hófst á ný árið 1733 skipti algjörlega um — brennivín- ið flæddi yfir landið en ölið þvarr að mestu leyti. Brenni- vínsöldin var að meira eða minna leyti allskæð til loka 19. aldar, en óneitanlega fór þó nokkuð að draga úr henni eftir að Góðtemplararegla var stofnuð 1884, þvi að eftir því sem góðtemplurum fjölgaði varð mönnum ver við að láta sjá sig mikið drukkna, „og það er opinbert leyndarmál að margir tóku þá til danska bjórsins, sem ekki var eins bráð-áfengur og gerði fáa ó- færa i allra augsýn", segir Gisli Guðmundsson, gerla- fræðingur, í riti þvi sem hann samdi í tilefni 15 ára afmæl- is Ölgerðarinnar Egils Skalla- grímssonar og þessi grein er byggð á. Árið 1912 komu svo bannlögin til framkvæmda, og losnaði þjóðioi þá við hvort tveggja — áfengið, vínin og> sterka ölið, en eftir sem áður vildi áfengið seytla inn í land- ið og brugg blómstraði í heimahúsum. Gísli segir, að ölgerðin til forna hafi farið þannig fram í aðalatriðum, að byggið var haft við raka og velgju, en við það breyttust sterkjuefn- in þannig, að þau urðu að sykri, sem gersveppir gátu melt og breytt í vínanda, kol- sýru og önnur efni. Byggið var eftir þessa breytingu nefnt malt, og annað hvort notað nýtt eða rakt til öl- gerðar, eða þurrt, væri það ekki þegar í stað notað til ölhitu. Af maltinu var gert seyði, sem var svo hitað það mikið, að hinn meltanlegi sveppasykur rann í heita vatn ið og varð að maltvökva, sem látinn var kólna. Að svo búnu var hratið síað frá, og ger- kveikjur settar undir malt- vökvann, sem á stundum var kryddaður, og úr þessu varð svo hið marglofaða mungát, sem þótti hið mesta sælgæti til foma. Nútíma ölgerð er hins vegar miklu margbrotn- ari, enda þótt uppistaðam sé hin sama. „Humallinn, efna- fræðin og hreinræktun ger- sveppanna er nú komið tii sögunnar, svo að enga helga menn þarf til að blessa öl- ið," segir Gisli ennfremur í riti slnu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.