Morgunblaðið - 17.04.1973, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. APRÍL 1973
JDHANN HJALMARSSON SKRIFAR UM BÓKIVIENNTIR
Skáld, sem á erindi við fólk
Jón Óskar:
ÞÚ SEM HLUSTAR.
Ljóð.
Almenna bókafélagið,
Beykjavík 1973.
Þú sem hlustar er að mörgu
leyti fjölbreytt Ijóðabók Skáld-
ið slær á ýmsa strengi. Sumir
þeirra hafa ekki áður hljómað
í ljóðabókum Jóns Óskars, aðrir
eru gamalkunnugir lesendum
hans. Ef sú krafa á rétt á sér
að skáld eigi á vissan hátt að
endurnýjast með hverri bók er
Þú sem hlustar merkur áfangi
í skáldskap Jóns Óskars. Hafi
menn aftur á móti þá skoðun
að skáld eigi sífellt að leggja
meiri rækt við þann tón, sem ein
kennir þau, er Þú sem hlustar
ekki veigamikil bók. Þú
sem hlustar ber þess merki að
skáldið leitast við að finna
skáldskap sínum nýjan farveg
án þess þó að varpa að fullu
frá sér aðferðum, sem þvi hafa
dugað vel.
Hvað hið síðarnefnda varðar
er til dæmis athyglisvert hve
Jón Óskar er trúr rimi og hrynj-
andi í ljóðum sínum. Hann hef-
ur áðuir sýnt að hann kann mæta
vel að yrkja létt og leíkandi í
eins konar þulustíl, sem byggir
mjög á endurtekningum. Kannski
má segja að Jón Óskar hafi
meira tóneyra en flest íslensk
nútímaskáld. Ljóð, sem bera
þessu vitni i Þú sem hlustar, eru
m.a. Ljósin frá í gasr, Á förnum
slóðum, Myrkur yfir Prag, Jóla-
börn og Að elska lifið. Óður
hefur undirtitilinn söngtexti,
enda saminn við gleðistef-
ið i 9. hljómkviðu Beethovens.
„Kvæði þetta má syngja undir
lagi Bob Dylans, Blowing in the
wind," segir um Mánaför. Halda
mætti áfram að rekja tengsl ljóð
anna í Þú sem hlustar við tón-
líst, en sá eiginleiki þeirra ger
ir þau ekki síst aðgengileg. Yf-
irleitt eru þau einföld og gera
ekki miklar kröfur til lesenda.
Jón Óskar.
Ég held að það hafi komið fram,
sem Matt'hias Johannessen sagði
um Jón Óskar, ,,að honum er
einna helzt til þess trúandi af
ungu skáldunum, að minnka bil-
ið milli almennings og hins
óbundna forms." (Stefiniir 1. h.
1955).
Það, sem einkennir nýjungarn
ar í Þú sem hlustar, er dirfska
í framisetningu, kæruleysis-
legt og stundum kaldhæðnislegt
orðalag. Ég nefni ljóðið Nitján
hundiruð sjötóu og . . ., Nektair-
dans, Tækni, Gangstéttar-
drápu, Einveru, Bairn, gamli
maður og Þriðji heimurinn og
. . . Hið þjóðkvæðalega Ljóða-
bréf á að vissu marki einnig
heima með þessum ljóðum og ým
islegt í öðrum ljóðum sýn-
ir breytta afstöðu Jóns Óskars
til ljóðrænnar tjáningar. Gang-
stéttardrápa er opið og
„óbjreint" ljóð, sem minnir á
sumar þýðingar Jóns Öskars á
verkum franskra skálda. Barn,
gamli maður er bernskuminning,
hrjúf mynd af skyndifund-
um manns og konu. 1 ljóðum eins
og Nitján hundruð sjöfciu og . . .
og Nektajrdansi er lýst frjáfeu
ástarlífi í skugga stríðs og þjóð-
armorða. í Þriðji heimurinn og
. . . er skopast að visindamönn-
um nútímans, sem hafa fundið
öruggt ráð til að standast fram-
Framh. á bls. 13
Haukur Ingibergsson
HUOMPLÖTUR
Icecross: Icecross.
LP, Stereo.
Icecroes.
Hljómsveiitina Icecross
skipa þrir ungir menn, þeir
Ásgeir og Ómar Óskarssynir
ásaimt Axel Einarssyni, sem
áður fyrr hélt hljómsveitinni
Tillveru uppi. Þessi hrjóm-
sveit, Iceeross, var stofnuo
fyrir rúmu ári, en hélt flijót-
lega til Kaupmannahafnar og
spilaði þar á ýmsum stööum
i fyrrasumar og gekk þokka-
lega vel.
Árangur þeissarar Kaup-
manin'ahafnardvailar er þessi
plata, sem hljómsveitin gefur
sjálf út, þar sesm íslenzk
hljómplötufyrirtæki munu
ekki taka þá áhættu að gefa
út plötu með nær óþekktri
hljómsveit.
Á plötunini eru átta lög, sem
öil eru eftir hijómisveiitarmeð-
liimina. Eru þau öll vel fram-
bærileg, einkum A sad mans
story, Jesus freaíks og Night-
mare. Annars er eins og inn-
an hljómsveitarinnar berjist
tvær stefnur. Annars vegar
eru rokklög með mjög miikl-
um bluesáihriifum eins og
Wandring around og The end,
en víða í hinum lögunum er
að finna flókna hljóma og
óvenjuilega tónröðun. Gengur
það jafnvel svo langt, að
halda mætti a0 „trixin" væru
gerð ,^trixanna" vegna. Þá má
ekki gleyma að geta um text-
ana, sem viissu'lega bera iifs-
stefnu hljómsveitariininar vott.
Er þar athyglisvert Jesus
freaks, Nightmare og 1999, en
það er giaHi að textarnir skuii
ekki fylgja á blaði.
Icecrosis er ein þeirra hljóm
sveita, sem spfe grófa, þunga
en kraftmikia tóniist, og þann-
ig er þessi pilata og þar sem
eragir aukaímenm koma við
sögu (uitan pianó í einu lagi)
þá er „.sándið" svipað frá
einu iaginu tiiil ainnairs, þrátt
fyrir að Axel reyni að fá fram
ýmsar tónbreytingar i gítarn-
um, t.d. með því að nota les-
lie (en það eru hátailarabox,
sérstaklegia notað við orgel).
Þá hefði bassinn vel mátt
koma betur fram, en það er
trúlega sök dansiks upptöku-
mefetara.
Halldór Laxness:
Sag-an af brauðinu dýra.
Mono, 33 snún.
Erker Verlag.
Það er vissulega gott dæmi
um frægð og vinisældir Hall-
dórs Laxness, að svissneskt
foriag skuii gefa út á hljóm-
plötu upplestur hans á kafla
úr Innansiveitarkrániku, Sög-
unni af brauðinu dýra.
Það er aiMatf gaman að
heyra Haildór Laxness lesa
upp úr verkuim sínuni, og þar
sem umræddur kafli er lengd-
ar sdnnar vegna hentugur tiil
fliuitnimgs á hljómplötu, auk
þess sem saigan hefur á sér
skemmtilegan þjóðsagnaiblæ,
er þetta sérstaklega ánægju-
ieg plata og gefur vel til
Fraimh. á bls. 13
1. hluti Suðurlandsáætlunar:
Þróun atvinnulíf s og
opinberrar þjónustu
Suðurlandskjördæmi
SAMGONGU-, skóla- og at-
vintmniál ern meginverkefni
I. hluta Suðurlandsáætlunar
tim þróun a<iinniilífs og opin-
berrar þjónustu, sem kynnt
var af hálfu Samtaka sveitar-
félaga i Suðurlandskjördæmi
í gær. Þar kemur m.a. fram,
að hagkvæmast er að ráðast
í vegagerð með varanlegu
slitlagi á leiðuniim Selfoss—
Ilvolsvölliir, Selfoss—Eyrar-
bakld/Stokkseyri og Hvera-
gerðl—Þorlákshöfn.
Kostnaður við þessar vega-
gerðir er áætlaður þannig:
Selfoss—Hvolsvöllur 50 km
230 millj. kr. Self.—Eyrarb./
Stokkseyri 12 km 60 millj. kr.
Hveragerði—Þorlákshöfn 23
km 106 millj. kr.
Samtals yrðd þessi vega-
lengd 85 km og kostnaður við
hana miðað við olíumöl alls
396 miilj. kr. Þá segir enn-
fremur, að nauðsynlegt sé að
endurbæta malarveginn frá
Hvolsvelli til Kirkjubæjar-
klausturs 169 km vegar-
lengd og kostar sú fram-
kvæmd 300 miMj. kr.
Skv. gildandi vegaáætlun
fara 1973 61 m.kr. eða 7.5%
vegaf jár til vega á Suður-
landi. 1974 83 m.kr. eða 9.4%.
1975 35 m.kr. eða 3,4%
Þess ber þó að geta að mik-
ið fé hefir farið i veginn frá
Reykjavík til Selfoss.
Gatna- og holræsagerð er
víðast mjög ábótavant i kaup
túnum. 1 h!num 8 kauptúnum
þarf 430 m.kr. til að koma
þeim málum í svipað horf og
er í Reykjavík. Lengd gatna
í þeim er alls 40 km ag íbúa-
fjöldi 6.300 og nemur því
kostnaður um 70.000— kr. á
hvern íbúa. Til samanburðar
má geta þess að álögð útsvör
1972 námu kr, 11.000,— að
meðaltali á ibúa.
SKÓLAMÁL
Fjallað er ítarlega um skóla
málin i skýrslunni og ákveðn-
ar tillögur settar fram um
samræmingu á sjónarmiðum
menntamálaráðuneytisins og
fulltrúa einstakra byggða.
Helzta n'ðurstaða er sú, að
vænta megi sameiningu skóla
og e.t.v. síðar sameiginlegrar
yfirstjórnar skólamála á
svæðinu.
ATVINNUMÁL
Árnes- og Rangárvallasýsl-
ur eru að miklu leyti ein at-
vinrauheild þótt Þjórsá skipti
á milli héraða. Þannig má
reikna með að um 9.000
manns búi á áhrifasvæði Sel-
foss, þ.e. innan við klukku-
stundar akstur úr báðuim hér-
uðumim. Á sama hátt má
ætla að 7—8000 manns séu á
áhrifasvæði Hellu/HvolsvaM-
ar. Það kemur fram, að inn-
an vébanda verkalýðsfélaga i
Suðurlandskjördæmi eru um
2.500 manns, sums staðar er
þó tvítalið.
Verkalýðsfélög teljast 24 á
svæðinu. Mörg félög eru
starfandi í sömu greinum og
getur það vald'ð deilum um
vinnuréttindi milli félaga.
Þe.ss ber að gæta að þáttur
Vestmannaeyja í skýrslunni
er ekki rýrður eða breyttur
vegna gossins. Hins vegar var
horfið frá þvi að birta sér-
kafla um Vestmannaeyjar og
framhaldsvinnu var hætt, þeg
ar séð varð að grundvaUar-
breyting yrði á högum fólks
þar.
Sgfinnur Sigurðsson hag-
fræðingur, framkvæmdastjóri
Samtaka sveitarfélaga í Suð-
urlandskjördæmi skýrði frá
því, að auk samtakanna
hefðu Hagvangur hf., Helgi
Bjarnason verkfræðingur,
Vegagerð rikisins, Valgarð
Runólfsson námsstjóri, Gest-
ur Ólafsson skipulagsfræðing
ur og Guðmundur Einarsson
viðsk ptafræðingur unnið að
gerð I. hluta áætlunarinnar.
Næsti áfangi myndi taka til
úrvinnslu, afstöðu og ákvarð-
ana sveitarstjórna, Samtaka
sveitarfélaga og ríkisvalds-
ins til styrktar framförum á
svæðinu.
Þáttur framkvæmdaráðs
Framkvæmdastofnunarinnar í
þessu verki hefðii hins vegar
verið mjög rýr og afstaða til
framhaldsvinnu við verkið
neikvæð.
STEYFA A STABNUM
OLÍVMÖL SAMKV. ÁÆlLtíl*
VIK I MÝKDAt
M . I : S000
Frá Vík í Mýrdal. — Svarta brautin er eina gatan, sem enn
er með varanlegu slitlagi þar. Gráu brautirnar sýna þær göt-
ur, þar sem gert er ráð fyrir olíumalarlagningu og á núver-
andi verðlagi myndi slíkt verk kosta 29 itiill.j. kr. eða 96.000
kr. á hvern íbúa. Mjög mikið er af hvers konar upplýsing-
tim í I. hluta Suðurlandsáætlunar, sem er hin itarlegasta bók,
390 bls. iills.