Morgunblaðið - 17.04.1973, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 17.04.1973, Blaðsíða 14
14 MORGUNKLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. APRlL 1973 Benedikt Gröndal: Erlendar skuldir verða hálf millj. kr. á hverja 5 manna fjölskyldu n.k. áramót Stuttur úrdráttur úr ræðum stjórnarsinna og tals- manna Alþýðuflokksins við útvarpsumræðurnar HÉR fer á eftir stuttur úrdrátt- ur úr ræðum stuðningsmanna ítjórnarinnar og talsmanna Al- þýðuflokksins í útvarpsumræð- nnurn s.l. fimmtudag. Áður hafa Verið birtar ræður talsmanna fíjálfstæðisflokksins, þeirra Geirs ffallgrímssonar og Matthiasar Bjarnasonar. Einar Ágústsson utanríkisráð- herra sagði m.a. að Islendingar myndu áfram halda möguleikan- um á samningum við Breta og Vestur-Þjóðverja opnum, þrátt fyrir ítrekuð lögbrot þeirra hér á miðunum. Utanríkisráðherra sagði að ásamt landhelgismálinu, þá hefðu varnarmálin verið mik- ið til umræðu, en vegna þess for gangs, sem landhelgismálið hef- ur haft, þá hafi þeim ekki verið sinnt mjög mikið. Könnun hefði FRAM er komið frumvarp um bann við laxveiði í sjó. í greinar- gerð með frumvarpinu segir, að þýðingarmikið sé, að stefna ís- lendinga sé skýr og án undan- tekninga í þessum efnum. Mik- III ágreiningur sé í ýmsum lönd- um um veiði á lax’ í sjó og um reglur varðar.di slíkar veiðar er oft tekið aeði hart á erlendum vettvangi, m.a. í þeim fiskveiði- stofnunum, sem íslendingar taka þátt í. Geir Hallgrímsson mælti fyrir frumvarpinu, er það var til fyrstu umræðu í efri deild í síð- ustu viku en auk hans eru flutn- ingsmenn að frumvarpinu þeir Steingrímur Hermannsson, Jón Ármann Héðinsson og Helgi F. Seljan. I frumvarpinu er kveðið svo á, að ef lax veiðist i sjó í veiði- tæki, sem ætluð séu til veiði annarra fiska, þá skuli þeim, farið fram á efnahagslegum á- hrifum vamarliðsins. Leitað hefði verið álits NATO um varn argildi herstöðvanna hér á landi og reynt hefði verið að fá hlut- lausa aðila til að meta nauðsyn varnanna hér. Þá hefði utanrík- isráðherra rætt við áhrifamenn i Bandaríkjunum um þessi mál. Sagðist ráðherra telja, að endur- sem veiðir, skylt að sleppa hon- um í sjó aftur. Þá skuli veiði göngusilungs í sjó hlíta sömu reglum sem veiði í ósöltu vatni eftir því sem unnt sé. Ráðherra sé rétt að takmarka eða banna veiði göngusilungs í sjó á tiltekn um svæðum, enda æski veiðinot- endur eða veiðifélag slikrar frið unar og sýslunefnd mæli með henni eða bæjarstjórn, ef veiði er fyrir bæjarlandi. Með sama skilorði sé ráðherra rétt áð banna veið: fiska framan við árósa, þar ser.i hætta sé á, að lax og silungur geti veiðzt í veiðiútbúnað, sem ætlaður sé til slikrar veiði. 1 greinargerðinni með frum- varpinu er tekið fram, að það veiki aðstöðu okkar íslendinga varðandi þessi mál að hafa i lög- um okkar undanþáguákvæði, sem heimili laxveiði í sjó. skoðun varnarsamningsins myndi hefjast mjög fljótlega. Þá ræddi utanríkisráðherra al mennt um efnahagsmál. Pétur Pétursson sagðd að á- stand efnahagsmála væri mjög slæmt. Hér ríkti ógnvekjandi óðaverðbólga, sem færi æ vax- andi vegna rangrar stjórnar- stefnu. Þar við bættist, að engar aðgerðir fer.gjust fram vegna ó- samstöðu í þingliði stjórnarinn- ar. Þá ræddi þingmaðurinn ýtar- lega um þingmál Alþýðuflokks- ins og afdrif þeirra. Svava Jakobsdóttir sagði m.a. að það væri athygiisvert, hvað margt í málflutningi Sjájfstæðis- flokksins og Haagdómstólsins bæri ekki saman, svo sem það atriði hvort Bretar eiga að halda sig utan eða innan landhelginn- ar meðan málið er rekið fyrir dóminum. Ræddi þingmaðurinn all ýtarlega um málið og sagði síðan, að þó ágreiningur kynni að vera innan stjórnarflokkanna um þetta mál, þá myndi rikis- stjórnin leiða það fram til sig'- urs. Þingmaðurinn ræddi að lok um um félagsleg markmið vinstristjórnarinnar. Steingríniur Hermannsson sagði m.a. að ríkisstjórnin hefði unnið svo vel að landhelgismál- inu, að öllum væri ljóst að sigur væri framundan, ef Islendingar stæðu saman. Nú vekti hins veg ar fátt meiri athygli en tilraun- ir sjálfstæðismanna til að efna til sundurlyndis um þetta mál. Vildu sjálfstæðismenn gera ís- lendinga að tilraunadýri fyrir þann hóp 32 þjóða, sem fært hefðu út landhelgi sína. Þá ræddi þingmaðurinn um skipulagshyggju og byggða- stefnu. Sagði hann, að Fram- kvæmdastofnunin ynni nú að 40 áætlunum á ýmsum sviðum. Sagð ist hann viðurkenna að verkin mættu ganga hraðar, en hins veg ar væri hér um margslungin mál að ræða. Þá sagðist Steingrímur hafa verið andvígur, að gengið yrði fellt, en hins vegar sagðist hann viðurkenna, að lítill munur hefði verið á hinum ýmsu bráðabirgða úrræðum. Magnús Torfi Ólafsson mennta málaráðherra sagði m.a. að hag- skýrslur sýndu, að nú væri efna- hagsástandið betra en oftast áð- Bann við lax- veiðum í sjó Frumvarp um breytingu á lögum um lax- og silungsveiði ur, og hefði tekizt að halda vara- sjóðnum digrum, þrátt fyrir mikia einkaneyzlu. Hins vegar væri enn ofþensla í þjóðfélag- inu og myndi svo verða enn um sinn, enda yrði ekki slíku ástandi breytt án víðtækra aðgerða, sem sennilega myndu snerta mjög marga mjög illa. Þá fagnaði ráð- herrann niðurstöðunum af sam- einingarviðræðum flugfélaganna, sem boða myndu nýja tíma i flug málum landsins. Benedikt Gröndal ræddi eink- um um efnahagsmál og það sem hann nefndi „hitasóttareinkenni verðbólgunnar". Sagði Benedikt að upplausn væri ríkjandi á sviði efnahagsmála, enda virtust ráðherrarnir sýna mikið kæru- leysi við afgreiðslu mála, eins og þeir byggjust ekki við að þurfa að bera ábyrgð á hvernig þau yrðu í framkvæmd. Nú vildi forsætisráðherra senda hið ó- trygga þinglið sitt heim til þess að fá tima til að bræða lið sitt saman og undirbúa það undir hina miklu erfiðleika, sem fram- undan væru. Þá sagði Benedikt Gröndal, að erlendar lántökur væru komnar í algjört öngþveiti. Líklegt væri, að skuldir við útlönd yrðu orðn- ar 20 milljarðar um næstu ára- mót, eða um hálf milljón á hverja fimm manna fjölskyldu. Enda væri víst svo komið, að Alþjóðabankinn neitaði að lána íslendingum meira fé með eðli- l'egum hætti, vegna þess hversu mikið þeir skulduðu á mann. Garðar Sigurðsson hóf ræðu sína með árásum á Geir Hallgrímsson og sagði þá m.a. að framkoma þess þingmanns minnti sig á hryllingssögu, sem hann hefði lesið sem barn. Þá ræddi Garðar um landhelgina og uppsögn „ólánssamningsins" og sagði m.a. í því sambandi, að' ef Isléndingar töpuðu máli sinu fyr ir Haag dómstólnum, þá þýddi það uppgjöf í landhelgismálinu. Taldi þingmaðurinn að dómurinn hefði ekkert umboð til að fjalla um málið. AIÞinCI Ragnar Arnalds sagði að gagn- rýni stjórnarandstöðunnar væri innantómur áróður þreyttra manna. Þingmaðurinn sagði að auðu stólarnir í Haag segðu er- lendum mönnum allt það, sem segja þyrfti um afstöðu íslend- inga. Þá sagði Ragnar, að ef stjórnarandstöðunni væri þetta svo mikið kappsmál, þá hefði henni verið í lófa lagið að flytja þingsályktunartillögu um það atriði. Það þýddi þó ekki að gera héðan af, því að slíkt væri al- gjör sýndarskapur. Karvel Pálmason sagði m.a. að það væri skylda verkalýðshreyf- ingarinnar að berjast gegn því ríkisvaldi sem vildi breyta sjálf- um grundvelli hennar, gildandi kjarasamningum. Hins vegar sagði Karvel, að vinstri stjórnin hefði unnið margt gott fyrir laún þegnana og vegma þeirnar verð- mætaaukningar loðnu og mik- ils magns hennar, sem veiðzt hefði og gæfi tvöfalt af sér á við það sem Vestmannaeyja verstöðin hefði getað framleitt, þá væri ekki hægt að gera ráð fyrir öðru, en að kaupmátturinn myndi enn aukast. Tillögu um lífeyrissjóð allra landsmanna — vísað til ríkisstjórnarinnar Ósamstaða um stofn- lánadeildarfrumvarpið TILLAGA Alþýðuflokksmanna um lífeyrissjóð allra lands- manna hefur verið vísað til rík- isstjórnarinnar. Við síðari um- ræðuna um þetta mál í Sam- einuðu þingi tóku allmargir þingmenn til máls. Ólafur Jóhannesson forsætis ráðherra vakti athygli á þvi, að hann hefði flutt tillögu, sem gekk í þessa sömu átt þegar árið 1957 sem hefði verið sam- þykkt, en síðan þá hefði aðeins verið skipuð nefnd í málin og ekkert raunhæft hefði gerzt og væri nú miklu erfiðara að vinna að þessu máli en áður, vegna hins mikla fjölda lífeyrissjóða, sem síðan hafa verið settir á laggirnar. Pétur Signrðsson rakti í stór- um dráttum hvernig hin ýmsu stéttarfélög hefðu með samning um komið sér upp lífeyrissjóð- um eitt af öðru. Sagðist Pétur taka undir það með forsætisráð- herra, að vissulega væri það mjög viðkvæmt mái, þegar lagt væri til að þessir sjóðir, sem náðst hefðu á þennan hátt, yrðu sá grunnur, sem þeir, sem ekki hafa lagt sig eftir slíkum sjóð- um, komi til með að byggja á. Hins vegar væri það svo, að ýmsir hópar hefðu ekki aðstöðu til að semja um slíkt, og sagð- ist þingmaðurinn telja eðlilegt að bjóða þeim aðild, að þeim sjóðum, sem fyrir eru, jafnvel koma einhverri samvinnu á, svo sem með því að draga minni og veikari sjóðina inn í hina stærri. Ég er sammála fiutningsmönn- um þessarar tillögu um, að það sé æskilegt að um meiri sam- þjöppun gæti orðið að ræða, en ég tel það ekki neina brýna nauð syn eins og er. VIÐ aðra umræðu um frumvarp ið ufn Stofnlánadeild landbúnað- arins í efri deild var skilað þrem ur álitum frá landbúnaðamefnd. Meirihluti nefndarinnar lagði til að frumvarpið yrði -samþykkt með smávægilegri breytingu. Steinþór Gestsson mælti fyrir á- liti fyrsta minnihluta nefndar- innar, sem lagði til, að tekjuöfl- unarliðurinn einn úr frumvarp- inu yrði samþykktur og hann felldur inn í þau lög, sem fyrir eru. Sagði Steinþór, að ljóst væri að ekki lægi á að sam- þykkja aðra hluta frumvarpsins og aðrir hlutar þess þyrftu nán- ari skoðunar við. I nefndaráliti þeirra Steinþórs Gestssonar og Jóns Árnasonar segir um þetta átriði á þessa leið: Sú tekjuáætlun, sem gerð var um fjárhagsafkomu Stofnlána- deildarinnar, hefur ekki staðizt þá áköfu verðþenslu, sem er í byggingaiðnaðinum. Sú þróun krefur um hærri fjárhæðir frá ári til árs til þessa fjárfestinga- sjóðs eins og annarra. Þar sem 4. gr. frv. gerir ráð fyrir hlið- stæðum fjáröflunarleiðum til Stofnlánadeildarinnar eins og upphaflega var lagður grundvöll ur að 1962, getum við fallizt á ákvæði greinarinnar og leggjum til, að hún verði samþykkt ó- breytt og felld inn í gildandi lög um Stofnlánadeild iandbúnaðar- ins, en að öðru leyti verði ekki hróflað við gildandi lögum, en aðrar greinar þessa frv. verði felldar niður og efni giidandi laga um Stofnlánadeild landbún- aðarins, landnám, ræktun og byggingar í sveitum tekið til end urskoðunar og afgreiðslu í einu lagi, þegar frumvörp um þau efni liggja tyrir og alþingismenn fá tíma til að skoða þau í heild. 1 áliti annars minnihlutans Jóns Ármanns Héðinssonar seg- ir m.a. Alþýðuflokkurinn telur skyn- samlegt að endurskoða stjórn- kerfi landbúnaðarins og e.t.v. leggja niður einhverjar stofnan- ir til að gera kerfið einfaldara og ódýrara. Hins vegar liggja ekki fyrir upplýsingar um þessa endurskipulagningu í heild, ó- ljóst er, hvernig verkefnum land námsins veiður sinnt, og engar skýringar liafa verið gefnar á kostum hins nýja kerfis eða hugsanlegum sparnaði. Eru það óviðunandi vinnubrögð að ætla Alþingi að samþykkja einn þátt þessa máls án þess að fá að sjá aðra þætti eða kanna málið sem heild. Af þeim sökum legg ég tU, að frv. verði visað til rik- isst j órnarinnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.