Morgunblaðið - 17.04.1973, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, I>RIÐJUDAGUR 17. APRIL 1973
Rússar verja
allt að 50%
til landvarna
KÚSSAB verja 40 til 50% þjóð-
artekna sinna til landvarna, eða
fjjórum til fimm sinnum hærri
upphæð en opinberar tölur segja
til um, samkvæmt óopinberri
rannsókn tveggja ónafngreindra
sovézkra hagfræðinga og andófs
nianna, sem hafa aðeins stnðzt
við opinberar skýrslur.
Þótt vestrænir sérfræðingar
hafi tekið lítið mark á opinber-
urn tölum sovézkra stjómvalda,
hafa fáir gert ráð fyrir að svona
háum upphæðum væri varið til
varnarmála. Þó nefndi Andrei
Sakharov, faðir sovézku vetnis-
sprengjunnar, töluna 40% í opnu
EQLENT
bréfi 01 Leonid Brezbnevs í
fyrra.
Samkvæmt útreikningum hag-
fræðinganna eru herútgjöJdin á
bilinu 54 milljarðar dollara til 97
milljarðar dollara. Þeir segja að
ekki sé hægt að nefna nákvæma
tölu þar sem erfitt sé að áætla
verðmæti sovézku þjóðarfram-
leiðslunnar í dollurum.
Samkvæmt opinberum tölum
hafa Rússar varið 17,9 miUjörð
um rúblna til landvarna á ári
undanfarin fimm ár, eða um 24
milljörðum dollara samkvæmt
núverandi gengi. Árið 1969 voru
herútgjöldín 7% þjóðarteknanna
samkvæmt hinum opinberu tö]
um, en rannsókn hagfræðinganna
miðaðist víð það ár.
Aðferð hagfræðingaivna var i
aðalatriðum á þá leið, að þeir
drógu öll útgjöld, sem vitað var
um, frá heildarútgjöldum ríkis-
in« og drógu þá ályktun að megn
ið af afganginum, sem var um
87 miiljarðar rúblna, færi til
landvarna. Raunveruiegra út-
gjalda til landvarna er ekki get-
ið i opinberum tölum.
Kissinger og
Palme hittast
á leynif undi
Stokkhólmi, 16. april. NTB.
HENBY Kissinger, ráðunautur
Nixons forseta í öryggismálum,
hittir Olof Palme, forsætisráð-
herra Svíþjóðar, að máli um
mið.ian næsta mánuð.
Kissinger og Palme hittast á
ráðstefnu Bilderberg-hópsins svo
kallaða sem< verður haldinn i
Saltsjöbaden skammt frá Stokk-
hólmi.
Bilderberg-hópurinn er skipað-
ur stjórnmálamönnum og fjár-
málamönnum frá mörgum lönd-
um og kemur saman til funda
öðru hverju til þess að ræða
sameiginleg áhugamál.
Bilderberg f undirnir eru haldn-
ir fyrir luktum dyrum og það
er leyndarmál hverjir eru í sam-
tökunum og fyrir hverju þau
berjast.
Fyrir 11 árum héldu Bilder-
berg-samtökin fund í Svíþjóð,
meðal annars með þáttöku Tage
Erlanders þáverandi forsætisráð
herra, Arne Geijer, forseta verka
lýðssambandsins og Gunnars
Lange, fyrrverandi viðskiptaráð-
herra.
Einit Kínverjinn málax rautt veggspjald tií skreytingar Kjarvalsstaða. (Ljósim. Mbl. Ól.K.M.)
Kínverjar
undirbúa
sýningu
ÞEGAR að Iokinni Kjarvals-
sýningunni í Kjarvalsstöðum
á sunnudagskvöldiS var hafizt
handa iim að' taka niðtir mál-
verkin í sýningasölunum og
jafnframt hófust kínverskir
menn handa um að undirbúa
uppsetningu kínverskrar list-
munasýningar, sem opnuð
verður í næstu viku.
Sýningin mun standa í 11
daga, og verða þar munir úr
postulíni, málmi, tré, silki og
fleiru. Sýningin kom hingað
til lands frá Noregi, og fer
héðan til Kanada og viðar.
í tengslum við hana er ráð-
gert að sýna kínverskar kvik-
myndir og selja sjmámuni til
minja. Það er kinverska
sendiráðið í Reykjavík, sem
gengst fyrir þessari sýningu.
Kínverjarnir bera kassa með listmunum inn í Kjarvalsstaði.
Kassarnir með syningargripun um vógu aamtals um 50 Iestir.
TIZKUVERZLUN UNGA F0LKSINS
# KARNABÆR
LAUGAVEGI20A OG LAUGAVEGI 66
HREINT ALVEG
ÓTRÚLEGT
Úrval af nýjum vörum teknar upp í dag:
OPIÐ TIL KL. 10 í KVÖLD
— Blússur — Kvenpeysur — Herra- og dömuvesti
— Bolir — Kjólar — Pils — Gallabuxur — „Baggy"-
buxur úr alls konar efnum — Smekkbuxur — Föt með
vesti — Stakir „Dunigal" tvveed jakkar — Kvenjakkkar
— Bindi, skyrtur, slaufur — Leðurstuttjakkar — Led
Zeppelin V, „Oh, La, La" með Faces og niargar aðrar
plötur — Allt nýjar og glæsilegar vörur.
Við auglýsum einnig á bls. 11, 13, 15, 19, 21 og 25.