Morgunblaðið - 17.04.1973, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. APRlL 1973
75 ára í dag;
BENEDIKT GRÍMSSON,
HREPPSTJÓRI, KIRKJUBÓLI
1 dag, þann 17. april er Bene-
difct Grímsson hreppstióri á
KirtuubóM í Strandasýski
75 ára. Af því tilefni langar mig
að stinga niður penna og færa
honum þakkir, fyrir áratuga
góða viðkynningu, samstarf og
vináttu um fjölda ára, og jafn-
framt mmnast hins óvenjumikla
félagsstarfs, sem hann hefir innt
af hendi, sem sveitungar hans
og héraðsbúar hafa notið góðs
af.
Benedikt er fæddw að Kirkju
bóli 17. apríl 1898. Foreldrar
hans voru Grímur Benediktsson
bóndi á Kirkjubóli og kona
hans Sigríður Guðmundsdóttir
firó Víghólsstöðum á Fellsströnd
í Dalasýslu, mikið vinsæl heið-
urshjón.
Þau Grímur og Sigríður voru
bæði af breiðíirzkuim ætt-
um, Grimur af svokallaðri Orms-
ætt, sem kennd var við Orm Sig
urðsson, er hóf búskap í Frernri-
Langey á Breiðafirði fyrir rúm-
lega 200 árum. Er sú ætt afar
fjölmenn. Benedikt er 5. maður
frá Ormi i Fremri-Langey, og
voru þessir forfeður hans í hein
an karllegg taldir miklir greind-
arkariar og voru allir fraimmá-
menn í sínum sveitum og héruð-
um.
Og sjaldan fellur eplið langt
frá eikinni, ekki fór Benedikt
Gcimsson í felur, þegar sinna
þurfti framifaramiálum sveit-
ar hans og héraðs. Á unglings-
ánim Benedikts var aðstaða til
náms svo til engin í sveitum
þessa lands, nema léleg barna-
fræðsla en sveit Benedikts var
að þessu leyti betur sett en flest
ar aðrar, því þar var byggður,
og starfræktur fyrsti unglinga-
s-kólinn í sveit á Islandi — Hey
dalsárskólinn.
Benedikt fór í bændaskólann
á Hvanneyri og lauk það-
ati prófi 1921. Halldór Vilhjálms
son var þá skólastjóri, og sem
kunnugt er hafði hann sérstakt
lag á því að glæða áhuga nem-
enda sinna, á ræktun lands og
lýðs, ásamt öðrum framfaramál-
um sveitanna, sem ég ætía að
flestir nemenda hans hafi búið
að ævilangt. Benedikt Grímsson
hóf búskap á Kirkjubóli 1925.
Hann á þá einnig 48 ára afmæli
sem bóndi. Hann kvæntist saima
ár, Ragnheiði Lýðsdóttur hrepp
stjóra á Skriðnesenmi i Bitru.
Þau eiga 3 mannvænlega syni,
Grím og Sigurð bændur á
Kirkjubóli, og Lýð sem vinnur
í Skipadeild S.I.S. í Reykjavík.
Einnig eiga þau kiördóttur sem
búsett er i Reykjavik.
Kirkjuból er íalleg jörð, vel
í sveit sett, með fagurt úsýni
til afflra átta. Þar hefir Bene-
dikt ræktað mjög mikið land, og
þar eru miklar og góðar bygg-
ingar. Að sjálfsögðu hafa synir
hans þar unnið í samvinnu við
foreldra sána. Snyrtimennska er
þar í bezta lagi, eins og veg-
farendur hljóta að hafa veitt at-
hygli. 1 Kirkjubólshreppi hefir
nú um langa hríð ríkt mikill og
góður félagsandi, meirí en al-
mennt gerist. Mér er kunnugt, að
þar eiga margir hlut að máli, en
ég held að ég geri engum rangt
tii þó ég segi að þar hefur Bene
dikt Grímsson staðið í fremstu
vígJínu, og átt sinn stóra og ómet
anlega þátt í öllu félagslífi, og
framfaramálum sinnar sveit-
ar, um hálfrar aldar skeið enda
hefur hann notið trausts sveit-
ar sinnar og héraðsbúa í heild,
að verðleikum.
Ekki er þess nokkur kostur að
telja upp öll þau félagsmála-
störf sem Benedikt hefir verið
viðriðinn, því þau munu vera
eins mörg og finnast í sveitum.
Hér skal þó aðeins getið nokk-
urra. Hreppstjóri Kiricju-
bólshrepps hefir hann verið frá
1932, eða um 40 ára skeið. Sýslu
nefndarmaður frá 1946 (aðalmað
ur), sparisjóðsstjóri frá 1941
(eða fyrr). Ýmist sem formaður
eða endurskoðandi Kaupfélags
Steingrímsfjarðar i mörg ár,
Búnaðarþingsfulltrúi, Búnaðar-
sambands Strandamanna um 20
ára skeið, og formaður þess frá
stofnun Búnaðarsambandsins,
er Benedikt lét af störfum, sem
Búnaðarþingsfulitrúi var hann
kosinn heiðursfélagi Búnaðarfé
lags Isilands. Þá hefir hann ver-
ið fulltrúi á aðalfundum Stétt-
arsambands bænda flest árin frá
stofnun Stéttarsambandsins
til síðasta kjörtimabils.
öll þessi störf vann Benedikt
af mikiíli lipurð og samvizku-
semi og frágangur á öllum hans
skýrslum var svo hreinlegur og
góðuT að til fyrirmyndar var.
Það var sagt að Benedikt á
Kirkjubóli þyrfti aldrei að flýta
sér, störfin gengu samt fram, og
voru aldrei leyst af hendi öðru-
vísi en vel.
>að segir sig sjálft að þegar
menn eru kallaðir til starfa, á
félagsmálasviðinu, eins og
hér hefur verið lýst, þá verður
hvort tveggja að ske, að teggja
verður nótt við dag, til að geta
komið störfunum af, og í annan
stað verður ýmislegt annað að
sitja á hakanum af heimilisstörf
um. En þó í það færi, var því
bjargað af hans ágætis- og dugn
aðarkonu, Ragnheiði, sem sá um
að halda öllu í horfinu, og vel
það með börnum þeirra hjóna.
Eins og að lákum lætur þurftu
margir að leggja leið sina að
Kirkjubóli, þar sem húsbóndinn
hafði svo mörgum félagsmálum
að gegna, og er ég þess fullviss,
að hver sá er þar var kominn
intn fyrir dyr, langaði ekkert til
að flýta sér af stað aftur. Slík
var gestrisnin þeirra hjóna og
fjölskyldunnar allrar. Það var
gott að vinna með Benedikt
Grimssyni að félagsmálum.
Fyrsta boðorðið var alltaf að
gera rétt og gera það
bezta, jafna ágreiningsmálin, sem
af eðlilegum ástæðum kunna að
rísa, vegna misjafnra sjónarmiða
á vandamálum dagsins.
Var þá oft af hálfu Benedikts
viðhöfð góðlátieg glettni og gam
anyrði, sem urðu til þess að
vopnin voru slegin úr
hendi deiluaðila.
Ég sagði í upphafi þessarar
greinar minnar að þessi orð ættu
fyrst og fremst að vera þakkar-
orð frá mér fyrir vináttu og sam
starf um Jangt árabil. Ég vona
Benedikt minn og frú Ragnheið
ur að þið takið viljann fyrir
verkið. Ég vil svo mega bera
fram þá ósk ykkur til handa, að
þið sem nú eruð að ná háum
aldri, megið eiga rólega daga á
þeim stað þar sem þdð hafið int
lífsstarfið af hendi, og a0 ar-
inn margra liöámina stunda
vermi yddkui.
Að sáðustu vil ég einnig bera
fram þá ósk að afkomendur ykk
ar, Benedikts og Ragnheið-
ar, megi um langa framtið halda
uppi merki ykkar á Kirkjubóli.
Lifið heil.
Ólafur E. Einarsson
frá Þórustöðum.
Á þessum tknamóttuni í ævi
vinar iráns, Benedikts, er hann
á að baki þrjá aldarfjórðunga,
bregður ýmsum myndum á loft. |
Það hefur verið hlutskipti hans
í lifimi að vera mikið I sviðs-
ljósinu í félags- og framfaramál
um okkar Strandamanna um
margra áratuga skeið, enda mað
urinn vel til forystu fallinn.
Ekki hlaut Benedikt langa
skólagöngu, fremur en margir
aðrir aldamótamenn. Ungur að
árum hreifst hann af Ung
mennaféiagshreyfingunni og
þedrri hvatningar- og framfara-
öldu, sem þá fór um þjóð vora.
Mér finnst að Benedikt hafi
gert hugsjón Ungmennafélags-
skaparins að sinni lífsskoðun,
þvi að öll hans störf á sviði fé-
lags- og framrfaramála bera því
glöggt vitni. A yngri árum starf
aði hann mikið innan Ungmenna
féiagsskaparins, var m.a. for-
maður ungmennafélags sveitar
sinnar um margra ára skeið og
einnig formaður Ungmennasam-
bands Strandasýslu um fjölda
ára.
Eins og áður hefur verið drep
ið á, hefur Benedikt gegnt og
gegnir enn f jölmörgum trúnaðar
störfum. Umsvifamestur hefur
hann verið á sviði búnaðarmála,
þar hefur hann verið í fylking-
arbrjósti um áratugi. Búnaðar-
samband Strandamanna var
stofnað árið 1945 eftir alllanga
baráttu um að fá samþykkt fyr-
ir skiptingu Búnaðarsambands
Vestfjarða í tvö sambönd, þann-
ig að Strandasýsla yrði sérstakt
búnaðarsamband. Andstaða
gegn þessari skiptingu hygg ég
að hafi aðallega byggzt á því,
að stjóra búnaðarmála í land-
inu hafi þótt Strandasýsla full
fámenn til þess að vera sérstakt
samband og þar af leiðandi van
treyst því, að við gætum rekið
það fjárhagslega. Þessi andstaða
sem hér var drepið á, var í
sjálfu sér ekki óeðlileg, og okk-
ur Strandamönnum var vel Ijóst
að í mikið var ráðizt. Því reið
okkur rnjög á að fá hinu nýja
sambandi sterka stjórn. Á stofn
fundi sambandsins, sem var aH- .
fjölmennur, urðu allir sammála
um það að fara þess á leit við
Benedikt að taka að sér for-
mennsku hins nýja búnaðarsam
bands. Það var vel valilð. Byrj-
unarörðugleikar voru tölu-
verðir, einkum hvað fjármálin
snerti og reyndi þá mikið á
Benedilkt, ein'kuim fyrstu árim. En
með hyggindum og lagni tókst
að yfirstíga alla örðugleika og
það er langt síðan, að samband-
ið varð traust stofnun fjárhags-
lega. Fyrir um tuttugu árum
beitti Benedikt sér fyrir því, að
saimfoandið réð til sín héraðs-
ráðunaut, og það hefur hait
hamn síðan. Upp úr þvi færðist
mikil gróska i starfsemi sam-
bandsins og búskapinn almennt
og hefur sú framþróun haldið
áfram og farið vaxandd. Þó að
Strandamenn vaeru hart leiknir
á kalárunum eins og margir aðr
ir, voru þeir efetoi á því að gef-
ast upp. í öruggrí trú á byggð
ina, sem hafði fóstrað þá, héldu
þeir velli og í vissunni um að
öll él birtir um síðir. Ég hef
nokkuð unnið með Benedikt að
félagsmálum, einkum búnaðar-
málum og minnist ég þess sam-
starfs með mikilli ánægju og tei
mér það til tekna að hafa átt
þess kost að kynnast Benedikt
og starfa með honum. Benedikt
hefur mikinn persónuleika,
hann er með afbrigðum traust-
ur, drenglyndur, gætinin, lag-
irm að setja niður deilur, sam-
vinnuþýður, en þó fastur fyrir.
Hann hefur verið sérstaklega
farsæll í störfum og ég held, að
það sé ekki ofmælt, að hann
hafi leys* ötll hiin fjölþættu stöfff
sem honum hafa verið falin með
hinni mestu prýði.
Það var ekki ætlunin, að
þetta greinarkom yrði nokkur
æviminning, heldur aðeins nokk
ur fátækleg orð í tilefni dags-
ins. Á þessum merku timamót-
um í ævi Benedikts vil ég flytja
honum innilegar þakkir fyrir
drengilegt samstarf og vináttu
á liðnuan árum. Jafnframt vil ég
flytja honum og fjölskyldu hans
beztu ósteir uim giftu og far-
sæld á ókomnum árum.
Þú getur nú Benedikt minn
litið yfir farinm veg, með
nokkru stolti, þó að það sé
ekki þér eiginlegt. Þú hefur séð
margar hugsjóna þiawia rætast
og það er erfitt að benda á
nokkur framfaramál norðu'r þar
sem þú hefur ekki átt einhvern
hhit að. Nú þegar halla tekur
undan fæti, líðiur senn að þvi,
að þú farir að kveðja þín fé-
lagsmálastörf og hverfa á vit
minninganna. Minninga um ve3-
heppnað forystuhlutverk fyrir
heiimabyggð þíma. Við þann ari»
eld er gott að orna sér.
Jón Kristjánsson.
Kirkjutónleikar
TÓNVERKIÐ STABAT MATER
eftir ítalska tónskáldið Giovanni
Pergolesi er án efa eitt ástsæl
asta tónverk tónbókmenntana.
Sennilega hafa fá verk náð til
jafn margra áheyrenda sem
þetta aðgengilega tónverk Pergo
lesi, enda hefur það verið upp-
ftert oft. Hér á landi hefur það
Matvælakynning
í Chicago
AKVEÐIÐ hefur verið, að þú-
vörudeild S.Í.S. takli þátt
I kynhingu á islenzkum matvæl-
um, sem fram fer í Chicago í
maí n.k., ásamt Loftleiðum og
Sölustofnun lagmetisiðnaðarins.
Stendur hún í sambandi við það,
að hinn 2. maí hefja Loftleiðir
Jiugferðir til borgarinnar, og
verða ai því táaefni kyninit í Palm
er Mouse þar í borg íslenzkt
lam.bakjöt og íslenzkar niður-
wðuvörur á matvælakynningu,
sem stendur yfir í eina viku.
tvívegis verið flutt, fyrir all-
mörgum árum Undir stjórn dr.
Victors Urbancic' og síðar undir
stjórn Hauks Guðlaugssonar.
Þriðja uppfærslan er nú í und-
irbúningi. Er það stúlknakór
Hlíðaskólans í Reykjavik, undir
stjórn Guðmundar Emilssonar,
sem færzt hefúr þetta verkefni
í fang með aðstoð þekktra lista-
manna. Einsöngvarar eru þær
Svala Nielsen og Sólveig M.
Björling, en undiríeik annast
Gústaf Jóhannesson orgelleikari
og félagar úr Sinfóníuhliómsveit
Islands, þeir Konstantin Krechl-
er, Vladimir Dedek, Allan Willi-
ams og Pétui Þorvaldsson. Æf-
ingar hafa staðið yfir síðastliðna
tvo mánuði.
Tónverkið var flutt tvívegis í
kirkju Óháða safnaðarins við
Háteigsveg. Fyrri tónleikarnir
verða miðvikudaginn 18. apríl kl.r
21.00 en allir aðgöngumiðar á þé
tónleika eru uppseldir. Síðari tðn
leikarnir verða fimmtudagínn 19.
apríl kl. 17.00 (skírdag) og verða
aðgöngumiðar seldii' við inngang
inn frá kl. 16.30.