Morgunblaðið - 17.04.1973, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 17.04.1973, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. APRÍL 1973 SAGAIM Eliszabet Ferrars: Samf aráa i iauílanri númer eitt, sagði hann, — þá vœri mér vist réttara að fara og „er mannsins megin Munið okkar vinsælu köldu borð og hinn skemmtilega „kabarett" Leigjum út sali fyrir fjölmenna og fámenna mannfagnaði. VEITINGAHÚSIÐ GLÆSIBÆ (Útgaröur) sími 85660 l£^(V\gy££\> tala við lögregluna. Ég skal gera mitt bezta til að útskýra þessa afstöðu þína, Roderick, fyrir henni, nema þú kannski vildir koma með mér og gera það sjálfur. 1 stað þess að svara neinu, greip Roderick báðum höndum um höfuð sér og tók að hrista það til og frá. Eftir andartak tók hann að tauta eitthvað um, að sér hefði ekki verið alvara með því sem hann sagði. Það var gráthljóð i röddinni. En í sama bili létti Rakel, er hún heyrði glamur i mjólkur- flöskum úti á veginum og hún flýtti sér að sleppa út úr stof- unni. Hún kom rétt nógu snemma til þess að ná í mjólkurpóstinn, sem hafði sett merkurflösku við bakdyrnar og stikaði síðan burt blístrandi. Hún kallaði á eftir honum: — Bíddu! 'ég þarf að fá aðra flösku í dag. Og viltu líta á þetta! Þegar hann kom aftur, benti hún ofsareið á skörðótta boll- ann sem lá við hliðina á flösk- unni. — Hefði það nú verið sú af skaplega fyrirhöfn að hvolfa bollanum yfir flöskuna? spurði hún. Hef ég ekki hvað eftir ann að beðið þig um það? Og hef- urðu ekki hvað eftir annað lof- að að gera það? Maðurinn leit á hana ósvífn- islega og með engum iðrunar- svip. — Ja, sjáið þér til, ungfrú Hardwicke, mér hættir til að fara að hugsa um eitthvað ann- að og gleymi því þá. En það skal ekki koma fyrir aftur, því lofa ég yður. Þér getið reitt yð- ur á það. — Get ég það? sagði hún. Ef ekki, þá skal ég gera allt vit- laust hjá húsbónda þinum. — En fuglarnir komust ekki i hana í dag, var það? Það hef- ur enginn skaði orðið, er það? — Það var nú bara vegna þess, að ég var hér fyrlr tilvilj un, til að biðja um aukaflösku. — Það eru bláþrestirnir, sagði hann og var feginn að geta skipt um umtalsefni og komið sökinni yfir á aðra. Hann rétti Rakel aðra flösku. — Það má ekki skilja flöskurnar eftir meira en tvær mínútur þá eru þeir komnir í þær. — Það mundu þeir ekki gera, ef þú hvolfdir bollanum yfir, sagði Rakel. — Það er skrítið með þessa bláþresti, sagði hann. — Ég hef svo gaman af þeim. Þeir eru í garðinum heima. Konan kastar til þeirra brauðmolum út á blett inn. — Það geri ég líka, sagði Rak el, — en ég kæri mig samt ekki um, að þeir komist í mjólk ina mína. — Jæja, ég skal muna þetta, ungfrú Hardwicke. Þér getið reitt yður á það. Ég skal aldrei gleyma því framar, lofaði hann, óðamála. — Það er bara í dag, að ég hef um annað að hugsa. Jim Gower hefur verið að hríð- ast í mér í morgun út af flösku, sem ég skildi eftir á tröppunum hjá ungfrú Dalziel á laugardag- inn var. — Skildirðu eftir flösku? sagði hann. — Já, sagði ég. — Hvenær? sagði hann. — Á venjulegum tíma, sagði ég. — Og hvenær er það? sagði hann. — Korter yfir ellefu eða hálf- tólf, eða um það bil, sagði ég. Og var nokkur tóm flaska á tröppunum daginn eftir? sagði hann. — Nú, úr því að þú nefn- ir það, þá held ég ekki, að svo hafi verið. — Ertu viss? sagði hann. — Ertu svo viss, að þú gætir svarið það fyrir rétti? sagði hann. — Já, sagði ég, — það gæti ég svarið uppá fyrir I þýóingu fóls Skúlasonar. rétti. En þá sagði hann: — En hvað ef þú hefur séð hana ann- ars staðar? Hefurðu séð nokkra mjólkurflösku annars staðar? Og ég sagði: — Nei, Jim. Og hann sagði Bob hugsaðu þig vel um, vegna þess að þessi mjólkurflaska getur verið mikil væg. Hún getur alveg ráðið úr slitum í málinu. Og þá allt í einu mundi ég, hvar ég hefði séð flöstouina, það vair á tröpp- unum hjá hr. Burden í gömlu hlöðunni. . . Jæja, verið þér nú Starf á auglýsingastofu Skrifstofustúlka óskasttil starfa hálfan daginn við auglýsingadreifingu, auglýsingabókun o. fl. AUGLÝSINGASTOFAN ARGUS BOLHOLTI 6, SlMI 85566. velvakandí Veivakandi svarar i síma miOO frá mánudegi til föstudags kl. 14—15. Q Leyfa á takmarkaðar togveiðar í Faxaflóa Gunnar Sigurðsson, stýrimað ur skrifar: „Einar Ólafsson af Álftanesd skrifar í Velvakanda 12. apríl og tyggur upp sörau rökleys- una um það að átt hafi sér stað ungfiskadráp í Faxabugt í botravörpu. Harai ber fyr'.r sig umsókn reyndra sjómanma. E. t. v. á hann þar við Jón Árnasom á Akramesi eða Finnboga Guðmundsson, sem hefur reynt að gera út á línu í bugtinmi í mörg ár og alltaf gefizt upp við það vegna tapreksturs, þó svo að greitt hafi verið veruleg verð uppbót á l'mufisk. Allír sjá hversu reyndir siómenn þeir eru. Einar Ólafsson talar ura ör- deyðu í bugt'nni þegar hún hafi verið opnuð fyrir togveið um. Ég veit ekki betur en að eitt albezta aflaár hafi verið i buigtinni 1970 síðasta árið, sem hún var opin. Breiðafjarðarbát ar mokuð þar upp þúsundum tonna af þorski, sem var stærsta gerð af vertíðarþorski, eins og aflaskýrsiur úr Breiða- firði sýna bezt. Á meðan voru bátar úr Faxaflóa í verkfalli. Er þetta ljósasta dæmið um rök leysuna. Nú er kominn tími tíl að ríkisvaldið hætti að mism'Una bátasjómönnum eftir landshlut um og opni bugtina fyrir tog veiðar smærri báta. Ég vil að endingu þakka Pétri Sigurðssyni og þeim þingmönn um, »em séð hafa i gegnum blekkinguna og veita þessu máli lið. Gunnar Jónsson." % Öryggisleysi hins almenna borgara Jóhann Þórólfsson skrifar: „Kæri Velvakandi. í páskaferöina Elan-skíði - Tyrolia-öryggisbindingar - Kastle-skíði - Marker-bindingar - skíða- skór - skíðabuxur - svefnpokar og ann- ar viðleguútbúnaður. Verzlið hagkvæmt. Laugavegi 13 - Glæsibæ. Mig langar að biðja þig að birta fyrir m:g nokkur orð tll dómsmálaráðherra. 1. spurn. er þessii: Fiannist dómsmálaráð- herra ekki tími til kominn að herða mjög mikið á því réttar fari, sem við íslendimgiar búuni við í dag. Er ekki kominn timi til að herða lögin, sem heyra undir sakamál? Það gerðist nú síðast fyrir fáeinum vikum, að maður gengur berserksgang með hlaðna haglabyssu í Breið holtsihverfi og skýtur nokkrum skotum á saklaust fólk í tveim ur til þremur íbúðum, særir þrjá, þannig, að tveir þeirra voru lagðir inn á sjúkrahús og samkvæmt fréttum í útvarpinu hefur skotmaðurinn komið við sögu lögreglunnar í mörgum svipuðum tilvikum. Glæpa- memn sem þessi hiasfa oftast fengið smávægiiegan dóm og svo verið látnir lausir, m.ö.o. þeir geta byrjað aftur og drep ið þann næsta sem á vegi þeirra verður, í staðinn fyrir að slákir glæpamenn ættu undir öllum kringumstæðum að fá ævilangt fangelsi. Það er skylda dómstóla, að hinin sak- lausi borgard geti farið ferða sinna án þess að eiga það á hættu að verða fyrir hnifsstung um eða skotum frá þessum glæpamönnum. Sama má segja um ökumenn, sem leyfa sér að aka bltadfuUdr á bílum sínum og hafa oft valdið slysum og það meira að segja dauðaslys- um. Er nokkurt vit í því og er það ekki óafsakanlegt, að sá bifreiðastjóri, sem valdið hetf ur dauðaslysi vegna ölvuinar skuli fá ökuréttindi sín aftur eftír ákveðiinn tíma? Hvers vegna er hann ekki siviptur ökuréttindum ævilangt, þegar um svo alvarleg brot er að raeða? ^ Úrelt réttarfar? Ég tel að öllu þessu athiug- uðu, að við búum við réttar- far, sem hefði verið afsakan- legt í byrjun 19. aldar, en aiiis ekki nú. Mér firmst húui bros mildi forsætisráðherra sem æðsti maður landsins ætti að sýna meiri ábyrgðartilftnnílttgu og leysa sín störf eins og t.d. dómsmálin með meiri festu en raun ber vitnd um. Óbreyttir borgarar eru í lífshættu vegna glæpalýðs, sem nú fær að ganga laws á höfuðborgarsivæðiniu. Forsætisráðherra, sem jafn- framt er dómsmálaráðherra ber skylda til þess, að sjá uni, að glæponar þessir verði settir á bak við lás og slá ævHangt, svo að þeir geti ekki framið ódæð isverk sin. Það er ámælisvert, að núver laaidí dómsmálaráðherra hefir ekkert aðhafzt til þess að veita borgurunum meira öryggi. Lög gæzlumemn gera skyldu sína en dómsmálaráðherra sefur vær um bluindi og lætur hverjuim degi nægja sin þjáning. 0 Skyldur dómsmála- ráðherra Nú vil ég beina orðum min- um til ólafs Jóhannessonar for sætia- og dómsimálaráðherra. Eru hnífsstungur og hagla- byssuskot á saklaust fólk ekki næg áminning til þess, að æðsti maður landsins sjái hvert stefinir í örygigismiálum; þannl'g að augu hans opniist og hann taki þessi mái fastari tök um heldur en nú er gert, með því að fjarlægja þessia glæpa- humda, þannig að hinn sak- lausi borgari geti gengið óhult ur xan höfuöborg landsiins. Það er skylda dómsmálaráðherra að koma í veg fyrir að svona atvik, eina og hér er lýst, geti átt sér stað. Ef hann lætur sér ekki segjast svíkur hann 9iig sjálían og þjóðina í heild, sem hefir trúað honum fyrir þjóðar skútunni. Ég vil enda þessa hugvekju mína á því að segja, að það er skoðun mín og ósk, að líftóra Frameóiknarfflokksiins sé að renna sitt endaskeið, enda timi til kominn, miðað við reynslu sl. 40—50 ár. Það er mál til kom ið að veita honum hvild og lofa honum að sofa svefninum væra i sinium heimahögum. Að svo mæltu skora ég á for sætisráðherra að gefa opinber lega yfirlýsingiu um það hivað hann hygigst gera til að draga úr hryðjuverkum og manndráps tilburðum, sem átt hafa sér stað á höfuðborgarsvæðinu með stuttu millibili. Það væri fróð legt að heyra hvaða ráðstafan ir hann hefir á prjónunum í þesisum efnum. Mér fyndist að æðsti maður laindsins ættí að tala mitnma og framkvæma meira ekki hvað sízt í þeim efn uim, sem hér eru gerð að um ræðuefni. Það er bæði til skaða og skammar hversu lélegt rétt arfar við búum við. Þessd mál heyra undir Ólaf Jóhannesson og ber honuim skylda að bæta hér um. Læt ég svo þetta nægja í bili en er reiðubúinn til að svara, ef tilefni gefst. Jóhann Þórótfsson, Xýsgötu 8, Reykjavík."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.