Morgunblaðið - 16.05.1973, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 16.05.1973, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. MAl 1973 15 Gísli Örn Lárusson, deildarstjóri: rekið fyrirtækin á eigin spýt- ur — ríkið verður að taka FRUMHLAUP TRYGGINGA RÁÐHERRAN S TRYGGINGAMÁLIN hafa verið í bt ennidepli að undan- förnu eftir að Magnús Kjart- ansson bauðst til að spara þjóðinni 60 mil'ljónir króna með því að þjóðnýta bíla- ta-yggingar. Upphaf þessa máls er, að hinn 20. febrúar s.l. sóttu tryggingafélögin um leyfi till að hækka iðgjöld bifreiða- tryggmga, þar sem allur til- kostnaður við þennan þátt í starfsemi þeirra hafði vaxið mjög mikið. Magnús Kjartansson trygg- ingaráðherra, stjórnvaldið, sem þessi hækkunarbeiðni áfcti undir, taldi sig þess um- kotmimn að virða tryggingafé- lögin ekiki svars í marga mánuði. Ljóst er, að með þvi atferli einu bregzt ráðherrann þeim skylduim, sem hann hef- ur að gegna. Háttalag hans síkapaði geysilega óvisisu um allar bifreiðatryggingar í landinu. Er málin voru komin í hreint óefnii, skipaði Magnús Kjartansson ríkisfyrirtækinu Brunabótafélagi fslands að tryggja bifreiðir áfram um skeið, þótt forstjóri þess fyr- irtækis lýsti þvi yfir, að hækkunarbeiðni trygginga- félaganna ætti fyllsta rétt á sér. Og nú fyrir nokkru opnar ráðherróinn munninn á ný, og þá till þess að bífca höfuðið af sköimminni. Hanm tiilkynmir, að hann hafi lagt til ínnan ríkissljórnarin nar, að ríkið yfirtaki allar bifreiðatrygging ár í landinu. Iðgjöld skuli þá inmheimta með sérstökum grunnskatti og benzíngjaldi. Ráðherrann fullyrti digur- barkalega, að yrðd þessá hátt- ur hafður á, þá mundu spar- asit 60 milljónir, sem trygg- ingafélögiin eyddu í inn- heimtu iðgjalda vegna bif- reiðatrygginga. Vissulega ber þessi tlllögu- fbutningur Magnúsar Kjart- anssonar vofct um alil verulega hugmyndaauðgi, en jafn- framt virðimgarskorti fyrir gáfnafari samráðherra hans. Með hugmyndum sínum boð- ar ráðherrann ekki neina hag- ræðingu í bílatryggingum, eims og hanrn vill vera láta. Hugmyndir ráðherrans hag- ræða ekki öðru en sannJeik- anum. Fyrst er þar tfl að taka, að í nefndum 60 milljónum, sem tryggingaráðherra þykist ætla að spara, er falið margt anm- að og kostnaðarsamara en innheimta iðgjalda bifreiða- trygginga. Ein-n stærsti liður- inm sem ráðherrann „gleym- ir“ er tjónauppgjör, þ. e. tjónamat og afgreiðsla upp- gjörs, sem eru beinir rekstrar- liiðir. I>ann lið sparar ráð- herrann sér ekki með þjóð- nýtimgu, nema töfraformúl- unni hanis fylgi það ráð, að hætt verði að gera upp tjón. Augljóst er, að innheimta iðgjaldanna með hækkuðu verði á benzíni myndi hafa stórkostleg vandamál í för með sér. Afleiðingin af slíku fyrirkoimulag! yrði, að þeir, sem mest aka og valda tiltölu- legá fæstum árekstrum, svo sem leigu- og sendibifreiðar- stjórar og fl. myndu borga langhæstu iðgjöldin. Og ann- ar böggulMmn, sem fylgir skammrifi ráðherrans er enn verri og veidur enm frekari ósanngirni. Með benzím-inm- heimtukerfi myhdu hverfa að fullu þau varnaðaráhrif, sem er af bónuskerfimu, sem svo er nefnt. Ráðherranm leggur í raun til, að þeir, sem mest- um óskunda valda í umferð- iinni, verði verðlaunaðir á kostnað þeirra, sem æfcíð gæta fyllstu varúðar. Þá má benda á, að bifreiða- tryggingum er skipt niður í verðflokka eftir áhættusvæð- um. Þanmig er Reykjavík mesta áhættusvæðið, Akur- eyri minma og fámennisihér- uð'in eru minnstu áhættu- svæðin. Samkvaemit þessari skiptimgu eru iðgjöld greidd. Ef til vill hugsar ráðherrann sér að sjá við þessari skipt ingu með því að hafa benzín- skattinn minni í Gaulverja- bæjarhreppi en Selfosshreppi, svo að ekki sé nú minnzt á Reykjaviík. Því yrði hann að gjálfsögðu að fylgja á eftir með því að setja upp landa- mæragirðingar milii héraða, til að koma í veg fyrir, að menn fari að smygla ódýru hreppabenzíni til Reykjavíkur eða Akureyrar. Og jafnvel þótt hugmyndin kunni að vera sú, að hafa sérstakan grunnskatt, sem leggja megi léttar á viss héruð, þá kostar sllkt geysilega skriffinnsku og benzímgjaldið myndi eftir sem áður skipta byrðunum órétt- látt niður. Þá geta menn rétt ímyndað sér, hve fljótt ríkisfyrir- tæki, sem ekki þyrfti að óttast neina samlkeppni, gerði tjón upp. Þess eru óteljandi dæmi, að ríkisfyrir- tæki, sem býr við einokun, og þykist því eiga alls kostar vi@ viðsikiptavini sína, er Gísli Örn Lárusson ekki að leggja sig fram um lipra þjónusfcu. Menn eiga ekki í önnur hús að venda, og verða því að sætta sig við slælega og stirðbusalega framkomu. „VANDRÆÐABARNIГ Magnús Kjartansson trygg- ingaráðherra og málgagn hans, Þjóðviljinn, stagast á því, að tryggingafélögin kvarti yfir þvi, að halli sé á bifreiðatryggimgunum, en samit vilji þau ekki láta rí'kið taka við þeim. Þetta eru dæmigerðar hártoganir af héndi sósáalíslks ráðherra, sem vill eklkert fremur en kollsteypu alls heilbrigðs at- vinmurekstrar. Hið sósíalíska yfirvaid gætir þess með valdaaðstöðu sinni, að einka- reksturinn verði ófram- kvæmanlegur, og segir siðan: „Þama sjáiði, þeir geta ekki við.“ Það er ósköp auðvelt að hækka allan rekstrarkostnað við bifreiðartryggingar, svo sem bíiavið'gerðir og þess háttar um allit að 50% og ætla svo tryggingafyrirtækjunum að búa við sömu iðgjöld og áður. Auðviitað getur óvin- veitt rikisstjórn komið öll- um einkaatviinnurekstri í kalda kol hafi hún virkilegan hug á því. Ekkert er auðveld- ara en að hækka allar launa- greiðslur og annan tilkosfcnað stór'kostlega, en neita jafn- framfc atvinnufyrirtækjunum um nokikra hækkun á telkju- liðum þeirra. Fyrirtækin verða þá að sjálfsögðu að hætta rekstri og rikið tekur við. Það þarf ekki að óttast tapreksfcur. Ríkið á varasjóð, sem það gengur hiklaust og miskunnarlaust á. Sá vara- sjóður er vasi skattborgarans. FRAMFERÐI RÁÐHERRANS ÖM framkoma Magnúsar Kjartanssonar i þessu mádd heifur yerið hin ósvifnasta. Hann sibeM'r fram tiilögum og fuillyrðinigum, sem ekkert eiiga skylt við rauniveruleikainn. Hann skrökvar því hreiníega að alþjóð, að tryggingafélög- in eyði 60 milljónum í inn- heimtu iðgjalda fyrir b'freiða trygginigar. Hann svarar ekki bréfum tryggingafélaganna. Hann lætur alla bifreiðaeig- endur landsins vera í óvissu um tryggingar sínar og ið- gjöld þe rra í marga mánuði. Með fullyrðinigum sínum uim óhófieigan innheimtuikostn að reynir hann að veikja traust tryggingaitaikanna á t ryggin ga f él ögun um. Þó ölil þeissi aðför sé forkastandeig, þá er ef til vill sárgrætilegast, að ráðherra trygigimgamála skuli opinbera 1 fjölmiðium yfirgripsmikla vanþekkingu á þeim málaflokki, sem undir hann heyrir. Að gefa með annarri hend- inni og taka aftur með hinni Þegar núverandi rikisstjórn var að komast til valda og fyrst eftir að hún tók við völdum var eitfc af hennar aðal stefiiumálum að bæta hag aldraðra og ör- yrkja. Hér eftir skyldi þessu fólki ekki vera skipað til sætis á hinum óæðri bekk, nú skyldi því vera ætlaður sess við há- borðið og ekki stöð á þvi, að fram væri bornar dýrar veizlu krásir. En Adam var ekkd lengi í Paradis. Gamla fólkið átti það 12 út- skrifuðust úr Iðnskóla Sauðárkróks IÐNSKÓLANUM á Sauðárkróki var slitið 6. apríl s.l. Skólaárið 1972-3 stóð yfir frá byrjun októ- ber 1972, og sat 1. og 2. bekkur fyrir áraniót i skólanum, en 3. og 4. bekkur eftir áramót. 59 reglnlegir nemendur voru í skól- ajium og þess utan þrir, sem eitthvað komu við sögu. I vor lukii 12 brottfararprófi frá skói- anum. Kemnarar í skólanum voru auk skólastjóra 10. I fréttatilkynn- ingu, sem blaðinu hefur borizt kemur fram, að húsnæðismál skölans eru í ólestri, og vonir Standa til að úr þeim verði bíett S þessu áxi. - til að taka upp á þeim bölvuð- um óvana að verða veikt og þurfa á spítalavist að halda. Hvert í helViti, þetta höfð um við ekki hugsað út í. Því getur þetta gamla dót ekki drep izt heima, þessu verður að breyta. Og lögunum var breytt, vcvizluréttirnir hurfu af háborð- inu. Hér eftir mátti gamalt fólk vera á spítala í 120 daga á tveim ur árum. Þyrfti það spitalavist ar við lengur, skyldu ollilaun- i.i af því tekin. Já, það er smátt sem hundstungan finnur ekki segir gamalt máltæki. Lamb fá- tæka mannsins, eyrir ekkjunnar, ekkert er svo smátt að það skuli ekki t'int upp i hina botnlausu hít þessarar stjórnar. Eftir- vinnuþreytt starfsfólk Trygginga stofnunar ríkisiins hefur tjáð mér að þessi lög séu svo teygj- anleg að túlka megi þau á fleiri en einn veg. Sé þetta rétt, ligg- ur það i augum uppi, að í hverju vafatilviki eru þau túlkuð við- komandi einstaklingum í óhag. Nú skulum við taka raunhæft dæmi: Hjón sem bæði njóta elli- launa, fá á mánuði um 22 þús- end krónur, með fullri tekju- tryggingu. Nú veikisit arn að hjónanna og þarf á langvinnri og endurtekínni sjúkrahússvist að halda. Nú mætti ef til vill ætla að útgjöld heimilisins lækkuðu við þetta að verulegu leyti, svo er þó ekki ef betur er að gáð. Jafnt fyrir þessu þarf að borga rafmagn, hita, sima og afnotagjald af sjön varpi og útvarpi, ef það telst þá ekki óþarfa munaðar fyrir gam- alt fólk, að hafa slík tæki. 1 mörg um tilvikum þarf einnig að greiða húsaleigu. Þegar tekjurn ar minnka um helmitng, hvemig á þá að standa undir öllum þess um kostnaði? Frú Geirþrúður Hildur Bemhöft flutti á siðasta alþingi frumvarp, sem miðaði í þá átt að bæta örfítið aðstöðu þessa fólks. Ekki er mér kunn- ugt um, að tillögur hennar, sem vora þó mjög hógværar, hafi hlotið neinn hljómgrunn hjá stjómarliðinu. Þanndg eru þá viðhorf hinna ráðandd stjómar- herra til gamla fólksins í land- inu, fólksins sem hefur lagt grundvölldnn að þeirri velmegun sem þjóðin nú býr við, fólksins sem hefur alla sína ævi „iðjað EGGJATÍNSLA í Vogslandi, Hraunhreppi, Mýrasýslu, er stranglega bönhuð. Málarafélag Reykjavíkur. fyrir eftirbát", fólksins sem hef- ur neitað sér um flest lífsgæði, til þess að geta lagt svolítið gull i lófa framtíðarinnar. Á meðan ráðherra tryggingamála, skrif- sfcofukomminn Magnús Kjartans son baðar sig — vonandi um skamman tíma — í ljóma valds- ins, þá gleymist þetta fólk. Já, þéið er ekki manngæzkunni fyr ir að fara á bænum þeim. Get- ur það verið að Stóru-Akrar í Skagafirði hafi ekki verið eini bærinn á landinu „þar sem ill- giirnin hrúgar hnökrum, hverja burt nemur sómataug". Það skyldi þó aldrei vera að slíkir bæir fyrirfinnist enin í dag eða hvað? Pétur Björnsson, Ránargötu 7. Ms. Hekla fer frá Reykjavik þriðjudaginn 22. þ. m. austur um land í hrnngferð. Vörumóttaka miðvikudag, fimmfcudag og föstudag tii Aust fjarðarhafna, Þórshafnar, Rauf- arhafnar, Húsavíkur, Akureyrar, Ólafsfjarðar og Siglufjarðar. Til sölu Volvo 144 De Luxe árgerð ’72. Volvo 144 De Luxe árgerð ’71. Volvo 142 Evrópa árgerð ’70. Volvo 14-5 árgerð ’70. Volvo Amazon árgerð ’68. Volvo Amazon árgerð '65. Volvo Aniazon árgerð ’64. Volvo 544 árgerð ’62. Volvo Duett árgerð ’59.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.