Morgunblaðið - 16.05.1973, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 16.05.1973, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. MAÍ 1973 Eliszabet Ferrars: Ssmíds i dsurisru hafa talað við telpuna? spurði hann. — Eða nokkurn annan? — Nei, sagði Paul. — Ég sá bara bílinn, sem ég sagði Gower frá, þar sem hann stóð á stígn- um. Creed stóð upp. — Jæja, það var þá víst ekki fleira í bili en ég vildi gjarna taka þessar dalíur með mér. Þegar Rakel tók þær upp úr vasanum, leit hann aftur á Paul. — Þér verðið hérna, ef ég skyldi þurfa að ná í yður aftur? spurði hann. — Já, vitanlega. Paul flýtti sér til dyra á undan honum og óskaði þess heitast, að Creed hefði sagt eitthvað um hina fá- ránlegu ásökun Applinhjónanna. Sjálfur gat hann ekki vakið máls á því, eða komið fram með neina spurningu. Hann vissi, að gerði hann það, færi röddin að Sumarbústaðaland Vi ha. lands ti'l sölu. Landið liggur að vatni. Veiöiréttur, um 2C km frá Reykjavík. Þeir sem áhuga hafa, leggi nafn og síma- númer inn á afgr. Mbl. merkt Land 8348 fyrir 20. maí. skjálfa og gefa til kynna hina óskiljanlegu skelfingu, sem rödd Applin hafði valdið hon- um. Hann rykkti upp hurðinni fyr ir Creed og kom þannig upp um hina miklu taugaspennu, sem hann var haldinn og sagði: — Og ef það er eitthvað fleira, sem við getum upplýst. . . Hann þagnaði í miðri setningunni. Kona, sem hann hafði aldrei séð fyrr, stór og þunglamaleg, stóð við hliðið. Birtan, sem féli á hana úr dyrunum sýndi hörku legt andlit og grátt, úfið hár. Hún var i forugum gúmmístíg- vélum, stuttu vaðmálspilsi og tvíhnepptri treyju. Hún kom stikandi upp að dyrunum og enda þótt Paul þekkti hana ekki var enginn vafi á því, að Creed gerði það, þvi að á andliti hans sást meiri óró en Paul hafði nokkurn tima séð hjá honum, og altt í einu þurfti hann að flýta sér af stað. Hann virtist gera sig enn mjórri en hann var í raun og veru, og honum tókst að sleppa fram hjá konunni og út um hlið- ið, og hann sagði um leið og hann hvarf út í myrkrið: — Gott kvöld, frú Meredith. Þér eruð sjálfsagt að gá að dóttur yðar. Ég vona, að þér séuð ekki að gá að mér. Ég á stefnu- mót. ... Konan, setti upp einhvern tor- tryggnissvip, er hún sneri við til að horfa á eftir Creed og unga manninum, sem bar dali- umar og flýtti sér af stað á hæla yfirmanni sínum. Poul sá að svipur hennar var furðulega lík ur Jane. Það var rétt eins og þessi skjálfandi taugaóstyrka stúlka væri falin innan í þessari sterklegu og sjálfsöruggu konu. — Hr. Hardwicke? sagði hún. Röddin var skrækari en Paul hefði getað búizt við, ein þeiri'a, sem ekki þarf neitt að brýna, til þess að hún kæfi allar aðrar raddir. Enginn mundi geta látið til sín heyra, ef frú Meredith vildi varna honum þess. — Creed hefði að minnsta kosti getað gefið sér tóm til að kynna okkur. Ég var búin að heyra, að hann hefði þetta mál með hönd- um. Það er óheppilegt. Þá þok- ast það ekkert áfram. Hann hef ur ekkert ímyndunarafl, og heldur enga vandvirkni til þess að bæta það upp. Hvenær sem ég sé hann, er hann alltaf að flýta sér og þjóta á næsta stað, á:i nokkurs sérstaks tilefnis. Ég held ég verði að nefna það við Sir Arthur — Sir Arthur Fisby, lögreglustjórann okkar, skiljið þér — Hann er ágætismaður, viijasterkur, en samt svo mikill mannvinur. Hún tók eftir því, að Paul ætlaði að segja eitthvað við hana. — Nei, þakka yður fyrir, ég ætla ekki að koma inn . . . stígvélin mín. Hún benti á forina á þeim. Paul sagði, að það gerði ekk- ert til með þau. — Eruð þér viss? sagði hún. — Þau eru ánnars svei mér rækilega forug. Nú skal ég segja yður, — ég fer bara úr þeim. Ég biðst afsökunar á sokbaleistunum, en það er þó al tént skárra en fora allt út. Ég var rétt að koma frá að liðka hundana, þegar einhverjir menn frá Fallford komu og tóku að spyrja mig spjörunum úr um það, hvenær Jane og Roder- ick hefðu komið á laugardag. Og þetta var það fyrsta sem við maðurinn minn fréttum um ÖU þessi vandræði. Jane mundi auð vitað ekki láta sér detta í hug að segja okkur neitt, og við höf um ekkert sjónvarp. Höfum ekki efni á því. Og ég er ekki sílesandi þessi blöð, enda virð- ist aldrei neitt gerast. Hún var að stritast við að í þýáingu Páls Skúlasonar. komast úr stígvélunum. Þegar því var lokið lét hún þau standa eins og varðmenn á dyramott- unni og stikaði inn. Hún var með langa granna fætur og nögl in á stórutánni stóð út úr öðr- um sokknum. Þegar hún hitti Rakel í dyr- unum að setustofunni og heils- aði henni með handabandi, sagði hún. — Mér þykir leitt að koma á sokkaleistunum en það var nú annars engin þörf á að vera að koma inn. Ég ætlaði bara að þakka ykkur fyrir, hvað þið vor uð Jane hjálpleg í gær, og Rod- eriek. Ég kem beint frá þeim og sagði þeim að hafa sig til í snatri og koma með mér, og þá velvakandi Velvakandi svarar í sima 10100 frá mánudegi til föstudags kl. 14—15. 0 Óbrúklegar eldspýtur Maður nokkur, sárreiður, hafði samband við Velvakanda. Hann kvaðst reykja pípu og nota þess vegna kynstur af eld spýtum. Gallinn væri bara sá, að þær eldspýtur, sem einka- salan fína hefði á boð- stólum væru stórhættulegar og þess vegna ónothæfar. Neista- flug og sprengjulæti í eldspýt- um þessum hefðu ágerzt upp á s’iðkastið og það minnsta, sem hægt væri að ætlast til væri, að ekki stafaði bein hætta af vöru, sérstakl- ga þegar ekki væri um neitt annað að velja. £ Húllum-hæið mikla Sigurjón Sigurbjörnsson skrifar: „1 „Velvakanda" 13. maí s.l. hefur veizluglaður „Reykvík- ingur" hafið lofsöng undir dúl nefni um hátið á Þingvöllum 1974. Sendir hann háðsyrði og skæting til þeirra, sem varað hafa við slikum fagnaði með samþykktum í félögum og fé- lagasamböndum og blandar mál sitt ensku og latínu, sýnir fróð leik sinn í gangi heimsmála og virðist ekki vera neinn lítili karl, þótt hann sýni þá hóg- værð að láta ekki nafns sins getið. Eftir þau andmæli, sem áður eru nefnd og komið hafa hvað- anæva að af landinu, vonaði maður að hugmyndin um þjóð- hátíð á Þingvöllum 1974 væri úr sögunni, en þá kemur allt í einu tilkynning um að þar skuli haldin eins dags hátíð. £ Hátíðina ætti fremur að halda í Reykjavík Ennþá er börnum okkar kennt, að Ingólfur Arnarson hafi verið fyrsti landnámsmað- urinn og hafi hann byrjað bú- setu ’i Reykjavík árið 874. Eins og sjálfsagt var að minnast 1000 ára afmælis Alþingis á Þingvöllum árið 1930 væri og sjálfsagt að minnast kristnitök unnar þar árið 2000, (ef ása- TOPPTÍZKfilI MIÐBÆJARMARKAÐNUM Mikið úrval af lituðu tissue AVON sn yrti vörur Sokkabuxur og hnésokkar í öllum litum trúin verður þá ekki orðin alls ráðandi). Þingvellir komu ekkert við sögu fyrr en rúmum 50 árum eftir 874. I samræmi við það, sem tilgreint er hér að framan tel ég, að þessa hátið vegna 1100 ára Islandsbyggðar ætti að halda í Reykjavík. § Dýrt eins dags spaug Allur tilkostnaður við undir búning — 2000 W.C. og fleira — verður jafn fjárfrekur og um þriggja daga hátíð væri að ræða, enda þótt aðeins sé tjald að tii einnar nætur. Frek- ar væri hægt að forsvara fjár- austur tii þriggja daga hátíð- ar en að fórna slíkum fjármun um til eins dags drykkjufagn- aðar. Hvert ætli verð veitinga þyrfti að vera til þess að eins dags velta gæti borgað allan stofn- og reksturskostnað? Það, sem skiptir þó mestu máli er háskinn í umferðinni. Liklegt mætti telja, að væri um að ræða þriggja daga hátið, þá dreifðist umferðin á fimm daga — hátíðardagana þrjá, einn dag fyrir setningu hátíðarinn- ar og annan eftir hátíðarslit. Margir myndu koma og vera aðeins einn eða tvo daga. Þann ig yrði umferðarþunginn jafn- ari, ef dagamir væru fleiri. Q Háskaleg umferð Þar sem gert er ráð fyrir eins dags hátíð, þá má gera ráð fyrir þvi, að umferðaras- inn verði meiri á styttri tírna. Með þeirri akstursaðstöðu, sem nú er fyrir hendi á leiðinni tii Þingvalia — jafnvel þótt hún yrði eitthvað endurbætt — myndi sl’ikt umferðarspan bjóða heim óhugnanlegum fjölda um- ferðarslysa — jafnvel dauða- slysa. Hver vill bera ábyrgð á siíku, þegar umferðarmenning höfuðstaðarbúa er ekki meiri en svo, að hádegisumferðin um malbikaðar götur er að mestu óviðráðanlegt vandamál, vegna árekstra og siysa. Að lokum má minna á, að há tíðahöld hér í Reykjavík 17. júní á undanfömum áram hafa tekið á sig þann ómenn- ingarbrag, að ráðamenn borg- arinnar hafa haft i athugun að efna ekki til siíkra hátíða- halda, nema fimmta hvert ár. Heldur „Reykvíkiingur“, að sama fólkið iðki ekki sömu drykkjusiði á Þingvallahá- tíð og heima fyrir? Sigurjón Sigurbjömsson.“ Velvakandi heldur nú bara, að engan langi á þessa marg- umræddu hátíð eftir allar þær ferlegu lýsingar og hrakspár, sem hampað hefur verið, þann- ig að menn geti hreinlega spar að sér áhyggjurnar. Velvakandi sneri sér til tals- manns þjóðhátiðamefndar, vegna þessa bréfs, en hann sagði að þjóðhátíðamefnd hefði ekki áhuga á að svara slíkum bréfum, enda er það þá frem- ur ríkisstjórnarinnar að gera það. Velvakandi vill bæta við þetta, að það gæti kannski glatt þess- ar hrjáðu sáiir, sem svo mjög óttast þjóðhátíðina og afleiðing ar hennar, að Velvakandi hefur frétt, að ekki eigi að stiga eitt einasta dansspor á Þingvöllum þennan eina dag, sem þjóðhá- tíðin mun eiga að standa. Varðandi það, að þjóðhátíð- ina ætti fremur að halda i Reykjavík en á Þingvöllum, ÚTBOЮ Tilboð óskast um sölu á 68.500 m af koparvír af ýmsum stærð- um og gerðum, fyrir Rafmagnsveitu Reykjavíkur. Útboðsgögn eru afhent í skrifstofu vorri. Tilboðin verða opnuð á sama stað, fimmtudaginn 7. júní nk. klukkan 11.00. INNKAUPASTOFNUN REYKIAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 — Sími 25800 má benda á það, að höfuðborg- in er alls ekki það sameiningar tákn okkar, sem Þingvellir eru. f öðra lagi má minna á það, að i ráði er að haida þriggja daga hátið í Reykjavik af sama tilefni. Að s’íðustu vili Velvakandi mælast til þess að honurn verði hlíft við þessari ósmekklegu sal emadiilu, sem hefur stundum virzt vera aðalatriðið í sam- bandi við margnefnda hátíð. Hver heyrðist til dæmis nefna þetta óstjórnlega vandamál í sambandi við alþingishátíðina 1930? Eða á hvaða stig er fólk eiginlega að komast þegar slikur plebeismi veður uppi svo að segja átölulaust? Nei, við eigum að sameinast um að halda virðulega og okk- uir samboðna hátíð árið 1974, eins og ríkisstjórnin hefur nú ákveðið að gera að viðhöfðu samráði við alla þingflokkana. Electrolux ai Frystikista 4IO Itr W Electrolux Frystiklsta TC 14S 410 Ktra, Frystigeta 28 kg á dag. Sjálfvirkur hítastill- ir (Termostat). Öryggisljós með aðvörunarblikki. Hraðfrystistill- ing. Plata með stjórntökkum. Lás á loki. Tvær körfur. Skilrúm. Útbúnaður, sem fjarlægir vatn úr frystihólfinu. Segullæsing. Fjöður, sem heldur lokinu uppi. Yörumarkaðurinn hf. ARMÚLA 1A, SÍMI B6II2. ReVKJAVIK. r

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.