Morgunblaðið - 16.05.1973, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 16.05.1973, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. MAl 1973 M ^ /WL i/.F/f.i i 22-0-22* RAUDARÁRSTÍG 31 BILALEI6A CAR REIMTAL n 21190 21188 14444 & \& 25555 muEmm BÍLALEIGA CAR RENTAL BORGARTÚN 29 CAR RENTAL BÍLALEIGA TRAUSTI ÞVERHOLT 15ATEL. 25780 SKODA EYÐIR MINNA. SHODH LEIGAN AUÐBREKKU 44-46. SÍMI 42600. SAMVINNU BANKINN Stúlka óskast til heimílisstarfa, mætti vera ungHngur. Uppl. i síma 84100. Herbergi óskast Okkur vantar rúmgott herbergi eða stofu til leigu á rólegum stað í Reykjavíkurborg. Bifreiðastóð Kaupfélags Borg- firðinga, Borgames, sími 93-7200. Bjarni Guðna afsegir stjórnina Það hefur vakið mikla at- hygli, hversu dr. Bjarni Guðnason hefur brugðizt við tilnefningu Björns Jónssonar í ráðherrastól. Bjarni hefur látið að því liggja í viðtölum, að trúnaður hans við stjórn- ina sé ekki Iengur fyrir hendi og þess sé skammt að bíða, að hann afsegi sig allri ábyrgð á hennar verkum. í leiðar, sem alþingismaður- inn skrtfar í Nýtt land 10. maí sl. ræðir Bjarnt um þessi mál og fer leiðarinn hér á eftir í heild. Bjami Guðnason hefur í vetur reynt að sannfæra al- menning um, að hann standi ætíð við orð sín. Nú á hann eftir að standa við þær yfir- lýsingar sem fram koma í leiðara þessum: „B^tur má ef duga skal Fyrir röskri viku gaf ríkis- stjórnin út bráðabirgðalög, þar sem kveðið var á um 2% lækkun vöru og þjónustu i landinu. Þessi lög ásamt geug ishækkuninni mega segjast vera þáttur í því að reyna að hamla á móti óðaverðbólg- unni í landinu, og er vitnis- burður um, að ríkisstjórnin er loks að vakna tii vitundar um að eitthvað þurfi að aðhafast í þessum efnum, ef ekki á að gefast hreinlega upp við að Ieysa verðbóiguvandann. Óvíst er, að hve miklttm notum bráðabirgðalögin koma, því að þatt eru illfram- kvæmanleg og taka í rattn mið af því einu að lækka kaup gjaldvísitöluna 1. júní. Hins vegar vekur það sérstaka at- hygli, að lög þessi eru sett án nokkurs samráðs við Bjarna Guðnason, og hafa því ekki vísan þingmeirihluta þegar þau koma til afgreiðslu á Ai- þlngi í haust. Ríkisstjóminni virðist ekki enn vera ijóst, að að henni standa í raun fjórir aðilar en ekki þrír, ef hún á að hafa meirihluta á Alþingi. Að vísu eru þessir fjórir stuðningshóp ar mtsf jölmennir, en allir jafn nauðsynlegir, eins og styrk- leikahlutfölliim er háttað á Alþingi. Nú hagar svo til, að hægrl armur SFV, sem liefur fjóra þingmenn, hefur haft tvo ráð herra í ríkisstjórninni en frjálslyndi armurinn í Reykja vík engan. Þar sem Hannibal hefur sagt af sér ráðherra- dómi, er það misskilningur að halda, að hægri armurinn geti ráðið eftirmanni hans. Ef það er svo í raun og veni, að ríldsstjórnin telji, að hinum frjálslynda armi SFV sé það óviðkomandi, hvað gerist i ríkisstjórninni og þurfi því engan fulltrúa í henni, jafn- framt því sem ástæðulaust sé að bera undir hann hráða- birgðalög, verður það ekki skilið óðru vísi en svo, að ekki sé óskað eftir stuðningi hatts né samstarfi við hann. Ligg- ur þá í hlutarins eðli, að rík- isstjórnin tekur afleiðingum af því. BG.“ spurt og svarað Lesendaþjónusta MORGUNBLAÐSINS Hringið i síma 10100 kl. 10—11 frá mánudegi til föstudags og biðjið um Lesendaþjónustu Morg- unblaðsins. BÆTCJR TIL SJÓNDAPURRA Anna Finnsdóttir, Fremri- stekk 3, ’.pyr: „Til Tryggingastofnunar ríkisins: Greiðir stofnunin einhverj ar bætur til þeirra, sem hafa skerta sjón og verða að nota gleraugu alla ævi? Er eitt- hvert ákvæði um þetta vegna barna sérstaklega, sbr. börn, sem að læknisráði þurfa að nota sérsmíðaða skó?“ Örn Eiðsson, upplýsinga fulltrúi Tryggingastofnun- ar ríkisins, svarar: „Tryggingastofnunin greið- ir ekki styrk til gleraugna- kaupa. Stofnunin tekur aft- ur á móti þátt í kostnaði við gerð gervilima bg ýmissa hjálpartækja eftir sérstökum reglum, sem Tryggingaráð hefur samþykkt. Þátttaka Tryggingastofnunar vegna skósmíða eftir máli (sérsmið- aðir skór) er þannig, að not- andi greiðir ávallt fasta upp- hæð, en Tryggingastofnunin það sem á vantar fulla greiðslu. Greiðslur notenda eru nú: barnaskór kr. 600,00 og kven- og karlaskór kr. 1.200,00. Áðurnefnd reglugerð er of löng til að birta hana hér í heild, en þó skal þess getið, sem Tryggingastofnunin greiðir að fullu: hjólastólar, gervilimir, spelkur, heyrnar- tæki barna, allar viðgerðir þessara tækja. Talkennsla hjá logoped, gerviauga, skrið grind, hjartagangráður, kerr ur fyrir lömuð börn, göngu- stólar fyrir böm, og ljósgrein ingartæki blindra." ATVINNULEYSIS- SKRÁNING Jóhann Fr. Hannesson, Freyjugötu 26, spyr: „Hvernig er hægt að vera á atvinnuleysisskrá, þeg- ar fjölda fólks vantar í flest ar atvinnugreinar?" Hjálmar Vilhjálmsson, ráðu neytisstjóri í félagsmálaráðu neytinu, svarar: „Hver sá, sem atvinnulaus er að einhverju eða öl'lu leyti á rétt á því að snúa sér til vinnumiðlunar með beiðni um aðstoð við útvegun vinnu handa sér. Sá, sem leit- ar slíkrar aðstoðar er færður á skrá sem atvinnulaus. Þar með er ekki sagt, að sá, sem skráður er, sé kominn á at- vinnuleysisbætur. Bætur fær hann því aðeins, að hann full nægi þeim skilyrðum, sem lög in setja fyrir bótarétti, sam- kvæmt vottorði vinnumiðl- unar. 1 lögunum um atvinnuleysis tryggingar segir, að bótarétt ur glatist ekki, þó að hafn- að sé vinnu í starfsgrein, sem umsækjandi hefur ekki áður stundað, enda fyligi slíkri starfsgrein verulega meiri áreynsla eða vosbúð en þeirri, sem hann áður stund- aði. Þegar úthiutunamefnd metuir bótarétt, ef um er að ræða vinnu í öðru byggðar- lagi eða i annarri starfsgrein, ber m.a. að taka tillit til heim ilisástæðna umsækjanda. Þeg ar hafnað er vinnu í öðru hyggðarlagi eða í ann- arri starfsgrein, sem velduir ekki bótamissi, samkvæmt ákvæðum þessa stafliðs, get- ur úthiutunamefnd fellt nið- uir bótagreiðslur, þegar um- sækjandi hefur notið bóta í 4 vikur. Það atvinnuleysi, sem ver- ið hefur hér á landi og er í raun og veru mjög lltið, staf- ar fyrst og fremst af veður- farinu og á sér aðallega stað á Norður- og Norðaustur- landi.“ West - Bruce - Laing FRÁ MARGRÉTI ÁSGEIRSDÓTTUR I LONDON: Ný hljómsveit Jack Bruce hélt fyrir skömmu hljómieika i litUi leikhúsi hér í Loudon, sem nefnist Rainbow Theatre og er i Finsbury Park. Leik- hús þetta, sem árum saman var mjög’ vinsælt til hljóm- leikahalds, lenti í lægðinni uni tima, en er nú að rifa sig upp að nýju með hljómleika- haldi. Virðist þetta takast mjög vel; forráðamenn húss- ins eru heppnir með hljóm- svettir og húsið hefur náð að skapa sér nafn sem poppstað ur, enda vel til siíkra nota fallið. WEST—BRUCE—LAING nefnist hljómsveitin — vasa- útgáfa af Cream — skipuð þeim Jack Bruce (fyrrum bassaleikara CREAM), Corky Laing, trommuleikara, og Leslie West, gítarleikara, en báðir voru þeir áður liðs- menn bandarísku hljómsveit- arinnar MOUNTAIN. Hljóm- sveitin lék fyrir fullu húsi mestmegnis ánægðra áheyr- enda — og uppselt var iöngu fyrir fram og utan dyra stóð þyrping miðalausra aðdá- enda, sem reyndu að komast inn. Laing lamdi heljarmikið tvöfalt trommusett og lét „kjuðunum“ (slagtrjánum) rigna um allt svið, jafnvel út í salinn, með mikliim tilþrif- um. Virtist hann hernta dá- lítið eftir Ginger Baker (Cream), en hafði þó allt ann an áslátt — ekki þenn- an djúpa, titrandi Baker- hijóm. En hann var samt all- góður á sinn hátt. West — aldeilis ótrúlega feitur náungi í ljósgrænum, glitrandi buxum — spilaði einnig vel á sinn Iiátt — lék sér með tónana, ekkt ósvip- að og gerist í „avant garde- jassi“ á stundum. Hann var töiuverður „leikari“ á köfi- um — lét sig t.d. „frjósa“ á einunt tóni í næstum heila ntín útu. Þeir Bruce iiöfðu tals- verða samvinnu í slikum leik araskap; t.d. kraup Bruce fyr ir honum, kyssti og klapp- aði o.s.frv. Hljómsveitirn- ar hér v'rðast komnar ótrú- lega mikið út í slíka „leik- list“ og magna þá gjarn an útlit sitt með málningu og farða og öðru slíku, sem í fljótu bragði virðist benda tii þess, að popptónlistin sé á undanhaidi og leiti annar- legra aðferða tU að liaida veili, þar sem tónlistin virð- ist ekki nægja ein sér til þess. Bruce, sá frægi náungi úr Cream, hefur vissulega sína töfra á sviðinu — og hann átti nokkuð gott sóió þarna og margar góðar glefsur — en persónulega finnst mér hann heldur hafa dalað frá Cream-timanum. En þeir voru samt ágætir — þegar öUu er á botninn hvolft. Jack Bruce á hljómleikunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.