Morgunblaðið - 16.05.1973, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 16.05.1973, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. MAI 1973 Margt á döfinni á Fáskrúðsfirði — en tregt um fyrirgreiðslu og leyfi Skrúðurinn á Fáskrúðsfirði. Er við spurðum Altoert Kemp, fréttaritara Mbl. á Fá skrúðsfirði tíðinda að aust- an, þegar hann var á ferð 'i höfuðborginni sem fulltrúi á iandsfundi sjállstæðis manna, kom í ljós að í hans heimabyggð r ýmislegt á döf inni og hugur í fólki, en stendur oftast á leyfum og fyrirgreiðslu um f jármagn. Albert Kemp. — Vertíðin i vetur er sú lélegasta, sem komiö hef- ur um langt skeið, sagði Al- bert. — Að því var þó mikil atvinnubót hve mikið barst að af loðnu í vetur. I fiski- mjölsverksmiðjuna, sem rek- in er af kaupfélaginu, komu alHs 13.500 tonn. Og þar voru einnig fryst um 380 tonn af loðnu. Úr þessum 13.500 tonn um í bræðsiu fengust 2000 tonn af mjöli og 900 tonn af lýsi, sem er að útflutnings- verðmæti 110 milljónir króna. Lítið þróarrými háði mjög starfsemi verksmiðjunnar, en fyrirtækið hugsar til endur- bóta á því í surnar, ef fjár- hagslegur stuðningur fæst. — Kaupfélagið áformar einnig að reisa nýtt frystá hús og er unnið að því á teikniborðimu. Er það von okkar á staðnum, að fjárhags leg fyrirgreiðsla fáist til að koma því i framkvæmd. — Nýr skuttogari er á leið til Fáiskrúðsfjarðar frá Jap- an og er hann væntanlegur seint i maí. Skipstjóri á þessu nýja skipi er Guðmumd- ur Gislason frá Eskiifirði og framkvæmdastjóri fyrirtækis ins er Jón E. Guðmundssom, sem áður var um langt ára- bil sveitarstjóri Búðahrepps. Með tilkomu þessa nýja tog- ara, vænta menn sér mikils í atvinnuKifinu og ekki örgrant um að sumir þeirra, sem eru með smærri báta, óttist að þeir verði að hætta, þar eð ekki verði hægt að anna því hráefni sem að berst. Til að fyrirbyggja að svo verði, hefur Páll Jónsson, fram kvæmdastjóri, tjáð mór, að unnið sé að kaupum á vinnsluvélum í frystihúsið og er eitthvað af þeim vélum nú þegar komið á staðinn. — Þrjár fiskverkunarstöðv ar eru reknar á Fáskrúðs- firði. Frystihúsið Póiar- síld leigði bát í vetur. Síld- arsöltun Fáskrúðsfjarðar hef- ur unnið sig smám saman upp og er það hugmynd forráða- manna hennar að setja upp lítið frystihús, en stendur á fyrirgreiðslu. — Eins og minnzt var á hér að framan, var ráðinn nýr sveitarstjóri i Búða hrepp, hélt Albert áfram. Er það ungur viðskiptafræðing- ur úr Kópavogi, Jón Gauti Jónsson, og er ýmislegt á döf inni, sem hann hefur unnið að. Má þar m.a. nefna, að um tíma hefur verið unnið að byggingu dráttarbrautar á staðnum, sem miklar vonir eru bundniar við, en óráðið er hvort fnamkvæmdir hefj- ast I sumar eða síðar, því endanlegt svar um fjárveit- ingu hefur ekfci fengizt — Skrifstofur Búðahrepps eru nýlega fiuttar í nýtt hús næði. I húsinu er jafnframt Frá Fáskrúðs- firði Frásögn Alberts Kemp fréttaritara Morgunblaðsins slökkvistöð, en nýi slökkvi- bíilinn, sem var á leiðinni til okkar þegar Vestmannaeyja gosð hófst, fór til Eyja og er þar enn. Hús þetta bætir mjög alla aðstöðu sveitar- stjórnarinnar á staðnum. Þá er nýbyggt póst- og símahús og verið að flytja í það um þessar mundir. En eitt mikilvægasta málið, sem er á ferðinni hjá Búða- hreppi, er bygging barna- skólahúss. Standa vonir til að honum verði kamið undir þak í sumar. Þá mun bygg- ing verkamannabústaða vænt anlega hefjast í byrjun júní, en að því máli hefur verdð unnið síðastliðin 3 ár, og nú fyrst fengin heimild til að mega hefja verkið. Þetta er fjölbýiishús með sex íbúðum og hefur verkið verið boðið út. — Þá verður unnið áfram að lagningu holræsa. 1 fram- haldi af því, hefur undanfar in 2 ár verið unnið að þvi að afla fjár til varanlegrar gatnagerðar, eins og annans staðar á Austurlandi. Er það von okkar að það geti haf- izt í sumar. Þessar fram- kvæmdir eru, eins og allt ann að, orðnar háðar leyfum. Á Fáskrúðsfirði er í uppsigl- ingu athyglisverð fram- kvæmd og raunar hafin, en það er skipuleg gatnagerð þar sem Verk í Kópavogi skipuleggur húsin og byggð- ina. Við höfum ekki fyrr við haft slik vinnubrögð og sýn ist sitt hverjum. Sveitarstjór inn hefur mjög bedtt sér fyr- ir þessu máli, og eru sumir farnir að kalla götuna Gaut- lönd. — Af öðrum byggingar- framkvæmdum má nefna, að Landsbankmn hefur áform um að reisa útibú hjá okkur og gengur þá Sparisjóður Fá skrúðsfjarðar inn í það. En ekki er vitað hvort af þessu verður í surnar. — Hjá byggingarfyrirtæk- inu Trésmiðjunni hf. er sem fyrr unnið að skipasmiðum. Þar eru tveir bátar í smiðum, og þegar búið að skila öðr- um, 15 tonna báti, sem hlaut nafnið Stefán Guðfinnur. Eig andi hans er Friðrik Stefáns- son á Fáskrúðsfirði. Hefur verið mikil aukning i simiði slíkra báta á staðnum undan farin ár, en nú eru verkefn in heldur farin að dragast saman. Þó liggur fyrir smíði á 2 bátum. Annar ér 26 tonn að stærð, en hinn 15 tonn. Þetta fyrirtæki fæst jafn- framt við húsbyggingar og sá það um meiri hlutann af fram kvæmdum við póst- og síma- húsið á staðnum. -— Loks má geta þess að á sl. ári var fyrirhugað að hefja framkvæmdir við smá- bátahöfn á Fáskrúðsfirði, en einhver tregða virðist hlaup- in í þetta og málið sýnist hreinlega hafa lognazt út af, sagði Albert að lokum. Félagslíf líflegt í Gnúpver j ahreppi Úr Gnúp- verja- hreppi Rætt við Jón Olafsson í Geldingaholti — Þessi vetur hefuir verið umhleypingasamur og gjafa- frekur, svo hey hafa gengið mjög upp hjá bændum. Hey voru meiri að vöxtum í haust en venjulega og þvi var bú- izt við að þau roundu vel end as>t, en svo hefur ekki orðið. Nú er sauðburður að hefjast, en kalt er í veðri og ef svo heldur áfram, þá verður anna samt og erfitt hjá bændum á næstunni. " Þetta eru ummæli Jóns Ól- afssonar, bónda í Geldinga- holti í Gnúpverjahreppi, fréttaritara Mbl. á þeim slóð- um, er hann var staddur hér í Reykjavík á landsfundi sjálfstæðismanna og við not- uðum tækifærið til að spyrja hann almennra frétta úr sveitinni. — Félagslíf hefur verið Mf legt hjá okkur á liðnum vetri sagði Jón. Jafnvel hefur ekki allt sem fyrirhug- að var komizt að. 1 því sam- bandi má nefna, að Ung- mennafélag Gnúpverja- hrepps æfði og sýndi hinn vinsæla leik „Ævintýri á gönguför“ undir leikstjóm Eyvindar Erlendssonar, sem nú er bóndi í Heiðarbæ í Flóa. Alls urðu 12 sýningar á leiknum við aðsókn og mjög góðair undirtektir. Leikstarf semi í Gnúpverjahreppi hef- u-r lengi notið mikilla vin- sælda en á næsta hausti eru um 60 ár siðan Unigmennafé- lagið i Gnúpverjahreppi tók að sýna leikrit. — Sama er að segja um sönglíf. Það hefur um iangt árabil staðið með miklum blóma og hreppamenn ætíð átt stóran hóp af ágætu söng fólfci. í vetur hefur um 30 manna kór æft söng undir stjórn Lofts S. Loftssonar í Breiðanesi Kórinn heitir Ár- neskórinn og er formaður hans Gestur Jónsson, bóndi í Sfcaftholti. Kórinn hefur að undanförnu haldið nokkrar söngskemmtanir við góða að- sókn. — Starfsemi félaganna í sveitinni, ungmennafélags, kvenfélags og búnaðarfélags, gengur með venjulegum hætti og ekkert sérstakt af þvi að segja bætir Jón Óliafs- son við. ■— Ríðið þið ekki út ykkur til ánægj u i Hreppunum ? — Jú, nokkrir menn hafa hesta á gjöf og ríða út og temja á vetrum. Rosemarie Þorleifsdóttir og Sigfús Guð- mundsson í vestara Geldinga holti hafa verið að temja. Þau ætla i sumar að hafa reið skóla og móttöku ferða- manna, eins og sl. sumar. — Þá verður í sumar eins og undanfarin 3 ár, rekin veitiragasala í Árnesi, hinu glæsilega félagsheimili okk- ar. Verður opnað þar næstu daga, og bæði matar- og kaffi veitingar á boðstólum. En ef um hópa er að ræða, þarf að panta fyrirfram. — Annars er ekki þægilegt að aka um sveitirnar. Vegir eru illa heflaðir, sérstaklega ailir útvegir og verður nær alltaf að aka þá eins og mað ur sé í kargaþýfi. Jón Ólafsson i Geldingaholti. — Að lokum sagði Jón í Geldingaholti: — Mikill ugg ur er í bændum vegna þess- arar kvíðvænlegu hækkunar á fóðurbæti og áburði, þar sem fóðurbætir hefur hækk- að um allt að 80% síðan í fyinm og áburðurinn hefur hækkað um 27%. Það lítur ekki glæsilega út.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.