Morgunblaðið - 16.05.1973, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 16.05.1973, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. MAl 1973 hf. Árvakur, Reykjavtk. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson. Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, stmi 10-100. Auglýsingar Aðalstraeti 6, stmi 22-4-80. Askriftargjald 300,00 kr. á mánuði innanlands. J lausasðlu 18,00 kr. eintakið. Otgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúl Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjóri og afgreiðsla Cjíðustu daga hafa orðið tals- verðar umræður um enn ein þjóðnýtingaráform ríkis- stjórnarinnar. Tryggingafé- lögin í landinu hafa á undan- förnum árum átt í veruleg- um rekstrarerfiðleikum að því er varðar lögbimdnar ábyrgðartryggingar bifreiða. Magnús Kjartansson, trygg- ingaráðherra, hefur nú lagt fram tillögu í ríkisstjórninni um þjóðnýtingu þessa hluta tryggingastarfseminnar í landinu. Hér er á ferðinni hin al- menna aðferð sósíalista í lýð- ræðislöndunum við að grafa undan frjálsum atvinnu- rekstri. Atvinnurekstrinum er gert ókleift að halda áfram starfsemi sinni, m. a. með því móti að synja um þær verð- lagshækkanir, sem óhjá- kvæmilega fylgja í kjölfar hækkaðs tilkostnaðar. Þá er einnig unnt að sníða skatta- og lánamálum slíkan stakk, að grundvöllur undir frjáls- um atvinnurekstri bresti. Þegar þannig hefur verið bú- ið um hnútana þykjast sósíal- istar geta bent á skipbrot einka- og félagsreksturs í at- vinnulífinu. Magnús Kjartansson hefur opinberlega lýst þeirri skoð- un, að tryggingafélögin hljóti að fagna þjóðnýtingartillögu sinni, þar eð þau hafi tapað stórfé árlega vegna ábyrgðar- trygginganna. Ráðherrann skýtur sér undan því að ræða þá spurningu, hvort tryggingafélögunum hafi ver ið búin sú aðstaða að geta rekið þessa grein trygginga- starfseminnar hallalaust, enda virðist tilgangurinn fyrst og fremst vera sá að efla völd og áhrif ríkisvalds- ins. í tillögum tryggingaráð- herra er gert ráð fyrir, að iðgjöld af ábyrgðartrygging- um bifreiða verði innheimt sem hluti af bensínverði og að nokkru leyti sem stofn- gjald, er árlega yrði heimt með bifreiðaskatti. Ráðherr- ann hefur fullyrt opinber- lega, að með þessu móti megi spara 60 millj. kr. í innheimtu kostnaði, þar eð bæði þessi innheimtukerfi séu þegar fyrir hendi, en leggja megi niður um leið nífalt inn- heimtukerfi tryggingafélag- Nú hefur hins vegar verið upplýst, að innheimtukostn- aður tryggingafélaganna er aðeins hluti af þeirri fjárhæð, sem ráðherrann notar í áróðri sínum. Hér er um að ræða rekstrarkostnað varðandi á- byrgðartryggingar bifreiða, en meginhluti upphæðarinn- ar stafar af tjónakostnaði, tjónamati og uppgjöri tjóna. Ráðherrann hefur því leyft sér að nota mjög villandi upplýsingar í umræðum um þessi málefni. Að vísu eru það ekki ný vinnubrögð af hálfu þessa ráðherra, en ámælisverð engu að síður. Tryggingafélögin hafa upp- lýst, að meginástæðan fyrir hækkunarþörf iðgjalda nú sé sú, að tilkostnaður allur hef- ur hækkað verulega; launa- hækkanir eiga þar mestan hlut að máli. Það er með öðrum Orðum verðbólgu- stefna ríkisstjórnarinnar, sem er undirrót þeirra rekstrar- erfiðleika, sem nú er við að etja á þessu sviði. Ráðherra tryggingamála hefur ekki treyst sér til þess að ræða þessar aðstæður. Vitaskuld er nauðsynlegt að fylgjast náið með rekstri trygginga- félaganna á hverjum tíma. Með því móti má veita þeim nauðsynlegt aðhald og meta, hvort kröfur um hækkuð ið- gjöld hafa við rök að styðj- ast. Ríkisstjórnin hlýtur á næst unni að taka afstöðu til þjóð- nýtingartillagna trygginga- ráðherrans. í því efni verður fróðlegt að fylgjast með af- stöðu ráðherra Framsóknar- flokksins. Þeir hafa í hverju málinu á fætur öðru látið undan kröfum ráðherra SÓsíalista. Spurningin er sú, hvort þeir hafa bein í nefinu til þess að spyrna við fæti nú, þegar ráðherrar Alþýðu- bandalagsins freista þess með öllum ráðum að grafa undan frjálsum atvinnu- rekstri einkaaðila og sam- vinnufélaga. Ríkisstjómin verður að gera sér grein fyrir því, að það er verðbólgu- og þenslu- gtefna hennar í efnahags- og fjármálum, sem leitt hefur til þess vanda, sem nú er uppi á teningnum varðandi ábyrgðartryggingarnar. Þau vinnubrögð, sem sósíalistar 1 ríkisstjóminni hafa beitt í þessu efni em vítaverð. Þess er að vænta, að ábyrgari öfl innan stjórnarflokkanna geti leitt ríkisstjórnina til skyn- samlegri vinnubragða en tryggingaráðherrann hyggst beita sér fyrir. Eflaust eru tryggingaið- gjöld fremur há. En hitt er þó víst, að þjóðnýting fær engu um bætt í þeim efnum. Þar kemur fyrst og fremst til hagkvæmur rekstur, bætt umferðarmenning og færri tjón í umferðinni. Þessi atriði skipta mestu máli, þegar rætt er um leiðir til þess að lækka iðgjöld bifreiðatrygginga. anna. ÞJÓÐNÝTINGARÁFORM V estur-Þýzkaland: Kosið um flokksleiðtoga á þingi CDU 15. júní n.k. Meira verður deilt um menn en málefni KRISTILEGIR demókrat- ar í Vestur-Þýzkalandi hafa ákveðið að efna til sérstaks flokksþings 15. júní nk. í Bonn eða Köln í því skyni að setja niður deilur þær, sem upp eru komnar á meðal forystu- manna flokksins og fá úr því skorið, hver verða skuli leiðtogi flokksins á næstu árum. Alls ekki er víst, að Rainer Barzel láti af þeirri stöðu, enda þótt margt bendi til þess, að staða hans innan flokksins verði æ veikari. Hann hef- ur þegar lýst því yfir, að hann muni keppa að því að verða áfram leiðtogi flokksins, þegar kjör hans fer fram á fyrirhuguðu flokksþingi í júní. Gerð- ist það á fundi 30 manna framkvæmdanefnd ar flokksins á mánudag, þar sem framtíðaráform kristilegra demókrata voru til meðferðar. I>að kom mjög á óvart, er Rainer Barzel sagði af sér sem leiðtogi þingflokks kristi legra demókrata (CDU) í siðustu viku. Enda þótt hann haldi áfram að vera leiðtogi flokksins í heild, þá fer það vart milli mála, að afsögn hans um að segja af sér sem leiðtogi þingflokksins þýðir það, að hann hefur ekki sömu möguleika og áður á að verða kanslaraefni flokks síns í framtíðinni. Enginn vafi leikur á því, að það er kosningaósigurinn í . haust, sem liggur til grundvallar ákvörðun Barzels nú. Formleg ástæða Barzels fyrir afsögn sinni sem leið- togi þingflokksins var sú, að þingmennirnir neituðu að sam þykkja áskorun hans um að greiða atkvæði með tillögu rtkisstjórnarinnar, sem gerði Vestur-Þýzkalandi það kleift að sækja um inngöngu í sam- tök Sameinuðu þjóðanna. Þrátt fyrir þennan ósigur og álitshnekki af hans völd- um bjóst enginn við þvi, að Barzel myndi bregðast við á þann hátt, sem raun varð á. Ákvörðun Barzels skapar alveg ný viðhorf innan CDU og hún yfirskyggði strrax þá atburði á vettvangi stjóm málanna, sem orðið höfðu ástæða hennar. Umræðurnar á Sambandsþinginu um samn ingana um samskipti þýzku ríkjanna innbyrðis, sem verið höfðu mál málanna þar i landi, viku fyrir stór- fyrirsögnum um það, sem var að gerast innan CDU. Kurt Georg Kiesinger, fyrrverandi kanslari og nú heiðursforseti CDU tók við af Barzel til bráðabirgða sem leiðtogi þingflokksins, en gert er ráð íyrir, að í þess- ari viku fari fram kosning innan þingflokksins um nýj- an leiðtoga. RÁÐHKRRA í STJÓRN ADENAUERS Rainer Candidus Barzel er 49 ára gamall. Hann var fyrst kjörinn á þing árið 1957. Frá því í desember 1962 þar tii í október árið eftir var hann ráðherra í stjórn Konrads Adenauers og fór með sam- þýzk málefni. Snemma árs 1966, eftir að Adenauer hafði sagt af sér sem kanslari, var Barzel í kjöri á móti Dudwig Er- hard sem leiðtogaefni flokks ins. Þar l>eið hann mikinn ósigur, enda þótti mörgum hann hafa orðið of fljótur til og þessi tilraun hans til þess að komast í kanslaræmbætt- ið bæði vanhugsuð og hvat- visleg. Barzel var leiðtogi þing- flokks CDU samfellt frá því í desember 1964 þar til nú og reyndist þar úrræðagóð- ur foringi, einarður við að halda flokknum saman, þeg- ar um mikils háttar mál var að ræða, en sarnt sveigjan- legur og lipur við að sneiða hjá þeim ásteytingarstjeinum, sem orðið gátú tilefni alvar- legra deilna innan flokksins. Ósigur Barzels nú bendir þó eindregið til þess, að hann hafi' þó verið farinn að missa tökin á þingflokknum. I október 1971 var Barzel kjörinn leiðtogi Kristilega demókrataflokksins alls með miklum meirihluta fulltrúa á sérstöku flokksþingi. Tveir þriðju af fulltrúunum á flokksþinginu greiddu hon um atkvæði og kom svo mik- ill meirihluti mörgum á óvart. Þessi sigur Barzels hafði það í för með sér, að hann var sjálfsagður sem kanslaraefni flokks síns, er almennar þing kosningar skyldu fara fram næst, en það varð í nóvember s.l. Ósigur Barzels nú má rekja til atburða, sem áttu sér stað í fyrra vor. Þá kom upp klofn ingur bæði innan stjórnarand stöðu- og stjórnarfiokk- anna gagnvart stefnu stjórn- arinnar til Austur-Evrópu. Barzel reyndist þess ekki megnugur að binda enda á klofninginn innan eigin raða. Hann réð ekki yfir þeim for- ystuihæfiieikum sem þurfti til þess að fá óþæga þingmenn til þess að fylkja sér um yf- irlýsta stefnu flokksins. Barzel hafði hug á því að hagnýta sér til hins ítrasta brotthlaup þingmanna frá stjórnarflokkunum, sem voru smám saman að grafa svo undan stöðu rikisstjóm- arinnar, að meiri hluti henn- ar var að engu orðinn, þann- ig að engin leið var annur eft ir en að boða til nýrra þing- kosninga. Barzel hugðist þá hagnýta sér sérstök ákvæði í þingsköpum með þvi að leggja fram vantrauststiHögu á stjórn Brandts og komast sjálfur í kanslaraembætt- ið. Þessi tilraun endaði í ósigri. AFSTÖÐUEEYSI GAGNVART AUSTURS AMNIN GUNUM Þetta varð verulegur hnekkir fyrir Barzel og þar reyndist ekki ein báran stök. Þegar til umræðnanna kom á þingi um sammingana við Sovétríkin og Pólland, þar sem kveðið skyldi á um sam skipti og sambúð landanna í framtíðinni, var greiniQegt, að Barzel var kominn I varnar- aðstöðu. Honum þótti ekki takast vel upp í gagnrýni sinni á stjórn Brandts. Sá síð arnefndi svaraði atlögu Bar- v ' * - ■ ■ tfwihv Keppinautarnir Reiner Barzel og Helinut Kolil. MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 16. MAÍ 1973 17 Þegar Brezhnev kemur til USA Eftir William Safire WASHINGTON — Leonid Brezhnev er ilikt farið og manninum, sem geng- ur rækilega úr skugga um hvort hann hefur gengið vel frá öHu og engu gleymt áður en hann fer i sum- arteyfi, til dæmis lausum skrúfum. Brezhnev hefur gengið rækilega úr skugga um hvort ekki sé aililt í lagi í æðstu stjórn kommúni'staflokksóns og gert nokkrar nauðsymlegar lag- færingar áður en hann fer til Bamda- ríkjamna og skrúfað aliit fast. Pyotr Shelest frá Úkraínu varð að vikja og kom ekki á óvart, því þagg- að var niðrt í honnm þegar hann lagðist gegn Moskvuferð Richard Nixons í fyrra. Shelest var lækkaður í tign áður en Nixom kom til Moskvu. Brezhnev setti hcunn mjög á oddimm þegar hann lét til skarar skríða gegn Tékk- um 1968, og i fyrra ýttt hann homurn flil hiliðar fliil þess að sýna að hanm gæiti haldið harðMnumönnum í skefj- um. Nixon stóð líka í ýmsu áður en hann fór til Moskvu í fyrra. Norður- Víetnamar réðust yfir vopnteusa belt- ið og gerðu lokatilraun fliil þess að vinna sfrtðið. Nixon kom fyrir tund- urduflum i höfninni í Haiphonig og hentd loftárásimar. Honum tókst að stöðva sókm Norður-Víetnama og tryggja sér örugga aðstöðu í Asíu áð- ur en hann fór táll Moskvu. Nú hefur Breznev gengið vel frá öUum sínum málum og getur fairið áhyggjulaus til Bandaríkjanna í júní. Brezhnev getur komiö býsna mik- ið á óvart. Hann er tii dæmiis sneggri upp á lagið en hann Mitur út fyrir að vera. Fyrir fundiinn með Nixon fyrir ári átti hamn nokkra fundi með Henry Kissiniger, sem benti á það hvað eft- ir amnað að brotitflutniingur banda- ríska herlið.siins frá Suðaustur-Asiu samnaði að bandarísku stjóminni væri alvara i því að binda enda á Vietnamstríðið. Á siðasta undirbún- ingsfundinum kom Henry þramm- aindi með ailila starfsmennn Þjóðarör- ygigisráðsiins, sem höfðu farið með honum til MoSkvu, tii þess að þeir gætu sagt bamabömunum að þedr hefðu hitt leiðtoga Sovétríkjanna. Brezhmev virfli fyrir sér bandarisku sendinefndina og sagði þurrlega: „Menn sem alilitaf taia um brott- flutning koma hljóðlega með liðs- auka á vettvanig.“ Hann kann láka að ota símum tota. Þegar Nixon og Krúsjeff stóðu í „eldhúskappræðunum“ í Moskvu 1959 (á vörusýntogu) otaði ijósmynd- ari AP ljósmyndavél inn í eldhúsið og skipaði mér að taka mynd af þessari sögulegu stund. ííeitrJlorkSitnesi C Ég eiinisettd mér að flaika mynd af Nixon, Krúsjeff og þvottavél, en ein- hver sikritfstofublók ýtti sér inn á mtlii leiðtoganinia og þvottavélarinn- ar. Annað hvort varð ég að sleppa þvottavéílitoni eða bliókinni eða taka mynd aí Nixon, Krúsjeff, skxdifstofu- blókinnd og þvattavéliimmi. Ég tók síð- ari kostinn, enda hetf ég talsvert við- skiptaviit. Áratug sxðar var bent á að maðurinn, sem potaði sér á myndina sem birtist á öHum forsíðum, var Leonxd Brezhnev. (Nafn þvottavél- artonar er gleymt). Núna er hann ad koma og þarf ekki lemgiur að pota sér á mynd, en alltaf jafnnaskur á valdagræðgi manna, sem eru handgengndr vaida- mönmum. Þess vegna hristir hann upp í stjórnmáiaráðinu, sparkar Shelest og öðrum harðlinumannd, Voronov, sem er Mklega kennt um mistök í landbúnaðimum. Upp risa Grechko marskálíkur (anmar Úkrainu maður í stað Shelest — Rússar þurfa l'íka að hafa jafhvægi á listum sín- um), Andropov leynilögregliuÆoringi (sem Umgverjar muna en er ekki Beria) og Andrei Gromyko, emginn ainnar en dr. Nyet gaimiiii, sem er far- inn að læra að segja „da“ með frá- bærri sniiiild. Hanm er að verða Mikoyam okkar flkna og gerir þeim gamte sfkömm ti'l; og það er ekká nóg með að homum og Nixon sé vel tiil vtoa: þeir eru farnir að líkjast hvor öðrum í útíiiti. Þegiar Brezhnev taiiar við Nixon er ekki alveg teust vi'ð að nýja veik- teiika megi ftona í samntoigsaðstöðu hans: koxmíramieiðsliani er eitt aug- ljósasta vandamál Rússa; skortur á hæfum mönmum i miðþrepum skrif- stofuvaldsins liggur ekki eins miikið í augum uppi en er mikið vanda- mál og þess vegna leggja þeir svo mikiö kapp á vestræma aðstoð í tölvu'tækni; þeir hatfa Mka áhyggjur aif vesturanda Austur-Evrópuþjóða, sérstaklega Rúmena, í viðskiiptamál- um. Brezhnev Fyrir Nixon forseta er þetta áskor- um. Á sarna hátt og hann gat e'kki farið tdi Moskvu þegar hann var að kornast í ógöngur í Suðaustur- Asíu, getur haran ekki haidið topp- furad í Washiiiragton þegar stjórn hans er bersýnidega lömuð. Ef lœra má aí fortíðinini, sem verajulega er hægt, hreinsar forsettom loftið, treystir að- stöðiu sina og ræðst tifl atlögu áður en hann býður Brezhnev tiil kvöld- verðar. Vdið höfum gilda ástæðu tiil að ætia að þetta hræðilega vor víki fyrir ánægjuiegra sumri. Breznez sezt hokiran við borðið, keðjureykir, ygiir sig og hiieypir brúnum, öruggur með sig og viiss uim að hann hefur geragið vel frá öHiu áður en hann fór að heimam. Forseta'num reyraiist bezt að takast á við hann þegar hann hef- ur smúið vöm upp i sókn og þarf ekki að iáita skarkailamm frá Water- gate trufla sdg. (ATH.: Greinarhöfundur er fyrrv. starfsmaður Nixons forseta, en skrifar nú fasta dálka í N.Y. Times). zels gegn A ustu rsamn i ngun - um að bragði og gerði þá að máli málanna. Barzel sneri hins vegar við blaðinu og tók að beina geirum stoum gegn stjóm Brandts á vettvangi immamtendsmála. Vaxandi verðbólga og megn óánægja almennings af þeim sök- um átti simm þátt í því. 1 þingkosningum þeim, sem fíram fóru í nóvember s.l., urðu það hins vegar Austur- samningarnir, sem yfir- gnæfðu flest annað í kosn- ingabaráttunni. Brandt kansl ari vissi sem var, að staða hamis var mun stferkari á vett vangi utanrtkismála en heima fyrir og tókst að gera þing- kosningamar að eins konar þjóðaratkvæði um Austur- samningana, sem hann lýsti sem stærsta og mikilvægasta áfanga í sögu Vestur-Þýzka- iands frá sitrtðslokum. Barzel vair i varnaraðstöðu allan timamn á þessum vett- vangi. Afstaða hans var hik- andi og óskýr. Lyktim- ar urðu þær, að stjórnar- flokkamir tveir unnu mikinn sigur og kristilegir demókrat ar ásamt bræðraflokki sínum í Bæjaraiandi fengu að horf- ast í augu við þá staðreynd, að framundan væri fjögurra ára tímabil í stjómarand- stöðu. Það er ósigurinn í þxngkosnimguraum, sem nú er farimn að segja til sín og bitna með öllum þunga sínum á Rairaer Barzel. Ekkeit segir samt meiri sögu en að það skyldu eink- um vera þiragmenn bræðra- flokksins 1 Bæjaralandi und- ir forystu Franz Josef Strauss, sem einkum brugð- ust Barzel nú, en fyrir kosn- imgaamar í fyrra bar naumast nokkurn skugga á samstarf þessara manna og Strauss * studdi Barzel þá með ráðum og dáð. Ósigur Barzels nú leiðir það jafnframt í ljós, að eng- inn getur verið virkur leið- togi kristilegna demókrata án blessunar Strauss. Samtímis er það og ljóst, að sérhver flokksleiðtogi, sem er of háð ur Strauss á það jafnan á hættu að gjalda fyrir það í áliti flokksbræðra sinna. Er svo að sjá, sem þarna sé á ferðinni meiri háttar vanda- mál kristilegu flokkanna í V-Þýzkalandi, sem allt annað en auðvelt verður að leysa. KOHL OG SCHRÖDER HELZTU KEPPI- NAUTARNIR Helztu keppinautar Bar- zels um lei ðtogastöðuna iran- an CDU eru vafalaust Hel- mut Kohl, forsætisráðherTa í fyl'kinu Rheinland-Pfalz og Gerhard Sohröder, fyrrver- andi utfanrtkisráðherra. Á flökksþinginu í júni verður öllu fremur deilt um meran en málefni. Verði Hel- mut Kohl sigurvegari, er eins vist, að með honum komi margir ungir og nýir menn fram á stjórnmálasviðið í V- Þýzkalandi í forystuhópi CDU. Slikt hefði vafalaust í för með sér verulega endur- nýjun flokksforys'tunnar, sem CDU er vissulega þörf. En þá er þess að gæta, að Barzel hefur í hendi sér flokksvélina að verulegu leyti. Hann getur beitt henni til þess að freista þess að halda áfram völdum innan CDU. Hann getur einnig beitt henni til þess að velja þann eftirmann sinn, sem hon um er mest að slcapi. Það er þvi ekki að ófyrirsynju að fyrirhugaðs flokksþinigs CDU er beðið með eftirvænt- ingu í Vestur-Þýzkalandi. Það verður án efa einn mikil vægasti stjórnmálaviðburður inn þar í landi á þessu ári. Litla gula hænan í nýrri útgáfu styttri og endurbættri FORMÁLI Þessi styt'ta útgáfa miðar ekki að öðru en því að gefa sannleikanum um grunnskóla frumvarpið og miðstjórnar- valdið ofurlítið tækifæri til að koma í ljós. SAGA Litla gula hænan er nú flutt úr Firðinum. Hún er orðin rétt liðlega 5 ára gömul. Hún þekkir aHa stafiraa og fjöl- mörg smáorð að auki, og hana langar enn til að fara í skcl- ann. Hún fór til kennara og spurði, hvort hún mætti fara í skóla. Kennax'inn sagði við litlu gulu hænuna; „Þú ert svo ung, ég þarf að spyrja skóia- stjórann.“ Litla gula hænan spurði keraraarann og keranarinn spurði skólastjórann. Skóla- stjórinn liagði málið fyrir skólasálfræðing og skóla- iækni. Eftir að skólasálfræðingur- inn hafði rætt við litlu gulu hænuna og foreldra hennar og skólalækniriran hafði athug að heilsufar hennar og líkams- þroska, töluðu þeir báðir við skólastjórann. Þá tók skóla- stjórinn ákvörðun. Og skólastjórinn sagði litlu gulu hænunmi og foreldrum hennar það. Og hann sagði kennaranum það líka: „Litla gula hænan má byrja í skól- anum í haust. Hún er velkom in ’i bekk yragstu barna skðl- ans, og þar getur hún feragið viðfangsefni við sitt hæfi.“ EFTIRMÁLI Litla gula hænan sagði: „Góði nýi höfundur. Þetta gekk bara vel með skólann núna. En geturðu sagt mér, af hverju í ósköpunuan fyrri höfundurinn að mér í nýrri útgáfu gerði mér svona fjarska erfitt fyrir um að komast i sköla?“ Og nýi höf- undurinn svaraði: „Nú veit ekki ég, vina mín. Það er nú svo. Jahá, hvað skyldi horaum fyrri höfuindi þínum raunar hafa gengið til með þessu?“ Andri ísaksson. •i/wrruci mir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.