Morgunblaðið - 16.05.1973, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 16.05.1973, Blaðsíða 21
MOF.GUNBLAÐIÐ, MIÐViKUÐAGUR 16. MAl 1973 21 Sveinn á Egilsstöðum; Tökum okkur lögsögu í landhelgi byggðarinnar Þjóðviljinn greinir frá því í aukablaði 19. f.m. að haldin hafi verið tvegigja daga lokuð ráð- stefna mennta- og vísindamanna í Reykjavik um landnýtinigu. Af því sem frá er greint i blað imu virðist beint liggja við að ætla þetta framhaldsumræð- ur um þjóðnýtingar og eignatöku- frumvarp Alþýðuflokksins sem nú ligigur á biðlista í Alþingi. Nýir liðsmenn koma til og legigjast nú djúpt með saman- pressaða VLsindalega rökfærslu og söiguþekkta áróðurstækni. Tveir tugir erinda voru fiuttir um rnáiið og síðan fjöldi umræðna um hvert erindi. Fram votru lögð hemaðarplön, stefnumið og Göbbelsáróður fyr ir markmiðum þessara framtiðar hugsjóna, að yfirtaka allt land utan þéttbýlis, til andrýmis og iandrýmisnýtingar, svo og til vistfræðilegrar nýtingar fyr- ir þéttbýlisfólk með vinstri hyggju, eins og það er skilgreint í blaðinu. f>á er ennfremur skil- greint með hagfræðilegum og töl fræðilegum dæmum hvað svona vistfræðileg og andrýmisleg nýt ing iandsins getur gefið af sér til samanbuirðar við hina úreltu landbúnaðarframleiðslu, t.d. vist fræðilegur tómstundabúskapur uppi í Mosfellsheiði og Kjaiar- nesi. Mætti meta til tekna á kr. 260 þúsund af ha á ári í viðbót við fasta atvinnu i Reykjavík. Annað dæmi: „Hálfsmánaðar andrýmisnýtingar tími með 100% helgarálagi gæfi 60 þús. á hvern vinnandi mann i landinu og yrði þá andrýmisnýt ingartíminn 4—5 milljarða virði fyrir landsmenn i heild.“ Hér hefur mikil vizlca og vis- dómur verið leystur úr læðingi á þessari innilokuðu ráðstefnu. Vísindi með alþýðlegri framsetn ingu eru ávallt forvitnilegt les- efni, en að þau eigi það til að vera svona sprenighlægilega vit- laus, það er alveg nýtt fyrir- bæri. Við lestur visinda af þessu tagi þarf að hafa þerriklút við höndina til að firra lesefnið því að blotna. Að sjáltfsögðu vakir það fyrir þessum vtísu mönnuin að slá marg ar flugur í sama höggi um leið og þeir taka sér sjáitfdæmi um lög söigu í landhelgi landsbyggðar- innar, svo sem óleyst kosninga- mál þeirra stjórnmálamanma sem styðja vinstri hyggju. Þar undir mundi að sjálfsögðu falla áður nefnt þjóðnýtingarfrumvarp Al- þýðuflokksins. Kosningamál Framsöknarflokksins svo sem jaínvægi í byggð landsims sem er jafngamalt flokknum sjálfum og ennþá óleyst. Frumvarp landbúnaðarráðherra um verðlag landbúnaðarafurða sem byggt var á kenningum Munchausens en liggur nú á likbörum í Al- þingi o.fl. skyld mál landbúnaði og landsbyggðinni. Já, þvi ekki það að leysa all- an þennan vanda með nýtingar- leysi landsins úti á landsbyggð- inni og afnema alla úrelta hefð um eignarrétt og umráða- rétt bænda á bújörðum sámum, sem misþyrma landinu meira og mimna með ræktun og fram- ræslu svo og girðingum um tún og haga, o.fl. o.fl. Jú, vitanlega á að leysa þetta á einu bretti með þvi að taka sér lögsögu í landhelgi lands- byggðarinnar, þar með væri all- ur vandi leystur fyrir þéttbýlis fólk með vinstri hyggju. Þá fyrst væri hægt að veita því Mfsnauðsynlega andrýmis aukningu og vistfræðilega búskapa rmöguleika til viðbótar föstum launastöðum í þéttbýli. Þá fær Jón Jónsson skrifstofu- maður í Þingholtunum sem býr í leiguíbúð, jöfnuð metin við Svein Sveinsson sem á eyðijörð á Snæfel’lsnesinu. Jón hættir þá strax að spyrja. Þarf ég að kaupa dýru verði gæði þessa lands eða lifvænlega afkomu i minu eigim föðurlandi? Og lög- fræðimgurinn þarf ekki lemgur að velta því fyrir sér, hvað eign arrétturinn á að vega þungt á móti kröfum Jóns í Þingholtun- um. Hór hefur í létturn tón verið vikið að þessari ráðstefnu og málflutningi hennar eins og Þjóð viijinn greinir frá henni efnis- lega. Sannast mála finnst mér henni hæfa bezt háð og spé. En þó. Kannski er rétt að hatfa alian vara á. Hverju get- ur ekki lævís áiróður áorkað, ef vel er til hans vandað. Múgæs- ing heyrir nútímatækmi til. Af hverjum á að taka umráða- réttinn yfir landinu utan þétt- býlis nema landbúnaðimum, það er bamdunum? Hverjum stendur þá næst að verja þá lamdhelgi, ef í fullri alvöru í hana leita landhelgis- brjótar? Það er fyrst og fremst bænda- stéttiin sjálf sem þar hefur skyld um að gegna, svo fremi að hún eigi sér heilbrigðan stéttametn Sveinn á Egilsstöðum. að og skilning á gildi hans ef á reynir. En þar næst rikisvaldið, sem væntanlega mundi láita sér renna blóðið til skyldunnar ef upphlaup yrði gert að elzta ait- vinnuvegi þjóðarinnar, er skil- að héfur henni dýrustum menningararfi er hún hef- ur byggt sitt sjáLfstæði og frelsi á. Enn er landbúinaðurinn annar aðalatvinnuvegur þjóðarinnar þrátt fyrir alla sána Móðtöku í fóiksfluitningum til þéttbýlisins, sem aldrei hefur verið metið og því sfiður þakkað. Mundi hinn vistfræðilegi tóm stundabúskapur ásamt háifsmán aðar andrýmisinýtingartíma með 100% helgarálagi geta lagt þjóðinni til 80—90% af hennar iífsnauðsynlegu neyzluvöru ? Að lokum í alvöru þetta: Land búnaðuirinn og bændastéttin eiga að eiga og hafa allan lögverndað an rétt á landi sínu utan þétt- býlis. Hliðstæðan og sams konar rétt sem þéttbýlið og þéttbýlis- fóikið hefur óskorað yfir sínu umhverfi fyrir sitt fólk og sínar atvininustéttir. Bændastéttin mun ekki ásæl- ast þann rétt í neinu formi. Bændastéttin sjáltf á að eiga frumkvæðið að þvi að skipu- leggja umhverfi sitt til nýting- ar samkvæmt því sem bezt hent ar á hverjum stað og tíma fyrir hana sjáltfa og hennar hlutver'k og skyldur við sitt þjóðfélag. Óskylt þessu er svo það að fyr ir breytta þjóðfélagshæitti og breyttan tíðaranda, samfara si- autonum félagslegum og aðstöðu- legum réttindum þéttbýlisstétt- anna, hefur þjóðfélagsleg staða bændástéttarinnar veikzt að sama skapi. Þetta hefur svo leitt það af sér að mörgum hefur orðið það of mikil freisting til að nota sér þessa veiku þjóðfélags-legu stöðu landbúnaðarins sér og sín- um stéttum til fnamdráttar og aukinnar pólkistorar aðstöðu. Mannleg örlög voru bænda stéttinni grimm er hún á siínurn tíma missti sinn sanna afburða- fulltrúa og foringja á opinber- um vettvangi, Tryggva Þórhalls son, einmitt þegar ný þekkinig og atvinnuteekni breytti svo skyndilega öilu viðhorfi í íslenzku þjóðlifi. Þetta skipti sköpum fyrir okkar bændastétt. Síðain hefur bændastéttin engan sjáitfkjöriinn foringja átt sem staðið hefur vörð um jafnréttis- aðstöðu landbúnaðarins á opin- berum vettvamgi. Haft er eftir útlendum próf- essor eða rektor við laindbúnað- artiáskóia, sem ferðazt hefur urn Island. „Ó þú hamingju- sama þjóð að eiga svona stórt og gott land.“ Skyldi hann hafa haft í huga gildi þess fyrir tjaldstæði, sum- arbústaði, leikvanga, fólksvanga, reiðgötur eða andrýmisbúskap. Nei, það voru framtíðar fram- leiðslumöguleikarnir sem blöstu við augunri hans. Ekki meira um þetta að svo stöddu. Lokaorð til þéttbýllsmanna með vinstri hyggju: Látið af allri ásælni í lándhelgi okkar bændanna. Þið viljið hvort eð er ekki búa meðal vor, því síð- ur skipta með okkur llífskjörum. Biblíain segir það ókristilegt að ásælast lamb fátæka manns- ins. Festið þetta í yðar minni. 1. 5.1973. Fimmtugur; Björn R. Einarsson hl j ómlistarmaður FIMMTUGUR er i dag lands- kunnur Reykvikingur, Bjöm R. Einarsson, hljómlistarmaður, Bókhlöðustig 8. Björn fæddist i Reykjavík 16. maí 1923, sonur hjónanna Einars Jórmanns Jónssonar, hárskera, og Ingveldar J. R. Björnsdóttur, Rósinkrans Ólafssonar, leikfimi- kennara. Bjö. a nam ungur hárskeraiðn, en : /itugsaldur tók hanin að legg : stund á básúnuleik með þeim . angr;, s?m alþjóð er kunn ugt. ’ >va!di hann um skeið í Bandarikjunum við nám. Snemma stofnaði Björn fyrstu danshljómsveit sína, og þar með var hafinín ferill, sem aflaði hon um mikilla vinsælda um land ailt. Stóð hann um árabil fremst ur í flokki þeirra, sem stjórnuðu danshljómlist. Þá er hann og einn af frumkvöðlum jass-tónlist ar hérlendis. Fyrsti básúnuleikari Sinfóníu- hljómsveitar íslands hefur Björn verið frá stofnun hennar. Hafa arlendir hljómsveitarstjórar lok- ið lofsorði á leik hans. Það var norski hljómsveitarstjórinn Olov Kielland, sem gaf Birni þá eink unn, sem vel mun hæfa, er hann kallaói hann „en varm kunstn- er“. Björn er nú formaður Lúðra svejtar Reykjavikur, sem í fyrra fór í vel heppnaða hljómleika- för tii Vesturheims. Á yngri árum keppti Bjöm oft í ýmsum greinum íþrótta og hlaut verðlaunapeninga fyrir rund hlaup og hnefaleika. Áhugi á líkamsrækt hefur fylgt honum síðan og var hann einn af föst- um morgungestum gömlu sund- lauganna. Fyrir nokkrum árum hóf Björn að stunda sjálfstæðan at- vinnurekstur í sumarleyfum. Munu þeir Reykvikingar ófáir, sem hafa keypt túmþökur ai hon um, og margur bletturinn í bæn- um, sem er orðinn grænn fyrir tilstilli hans. Er Björm afar traust ur viðskiptis, hamihleypa til vinnu og sparar enga fyrirhöfn til þess að árangurinn megi verða sem beztur. 1 eimkalifi sinu er Björn mikill gæfumaður. Árið 1947 gekk hann að eiga Ingibjörgu Gunnarsdótt ur, Ólafssonar bifreiðastjóra, Ás björnsisonar kaupmanns i Reykja vík, og konu hans, Ragnheiðar Bogadóttur, Sigurðssonar kaup- manns í Búðardal. Börn þeirra hjóna eru: Gunnar, sóknarprest- ur í Bolungarvík, Björn, verzl- unarstjóri í Reykjavík, Ragnar, framreiðslumaður í Reykjavík, Ragnheiður og Oddur, sem enn eru í foreldrahúsum. Ég sendi Birni mínar beztu kveðjur og þakklæti og óska hon um hjartanlega til hamingju með afmælið. G. Aðalfundur Vélstjórafélags Íslands verður haldinn að Hótel Sögu fimmtudaginn 17. maí og hefst kl. 20. FUNDAREFNI: 1. Lýst kjöri nýrrar stjórmar. 2. Venjuleg aðailfundarstörf. Reikningar félagsins liggja frammi í skrifstofunni að Bárugötu 11. STJÓRNIN. SÝNING Viö munum sýna sjávarmegin við Skúla- götu næstu 2 daga, 8 mismunandi geröir af kerrum, bæði fyrir fólksbíla, jeppa o. fl. GÍSLI JÓNSSON & CO. HF., SKÚLAGÖTU 26, síml 11740. TIL SÖLU Chevrolet Camoro, árgerð 1970, rauðbrúnn, sklptur, með vökvastýri. Glæsilegur bíll. sjálf- m: KR KRISTJÁNS50N H.F. [I M R II fl I fl SUÐURLANDSBRAUT 2, VIÐ HALLARMULA u m U U U I U siMAR 35300 (35301 _ 35302). Sambond eggjairamleiðenda Aðalfundur félagsins verður haldinn laugardaginn 19. maí kl. 2 e.h. í Félagsheimili Kópavogs. DAGSKRA: Venjuleg aðailfundarstörf. Allir eggjaframleiðendur velkomnir. STJÓRNIN.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.