Morgunblaðið - 17.05.1973, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 17.05.1973, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 1973 Ríkið hirti okkar framlag — Okkur finnst heilmikið vera að gerast hjá okkur, mið að við það, að ekki er nema 1100 manna byggðarlag í Dalasýslu, sagði Krist- jana Ágústsdóttir, fréttarit- ari blaðsins í Búðardal er við hittum hana á lands- fundi Sjálfstæðismanna og tókum hana tali. — Félagslíf er gott i Búðar- dai. Að vísu kemur fólkið ekki mikið ofan úr sveitinni, nema eitthvað sérstakt sé um að vera, eins og t.d. leiksýn- ingar. Leikklúbbur Laxdæla er á þriðja eða fjórða starfs- ári, og er nú að æfa „Svefn- lausa brúðgumann," sem verð ur frumsýndur eftir fáa daga. Mikið af leikurunum er ungt fólk, sem aldrei hef- ur komið fram fyrr. Leik- klúbburinn er afkvæmi ung- mennaféíagsins Ólafs pá og kvenfélagsins Þorgerðar Eg- iilsdóttir. Mikil gróska er í þeim félagsskap og áhugi á að halda áfram leikstarfsem- inni. — Á kvenfélagsfundi, sem við héldum í Þorgerði Egils- dóttur, stakk ég upp á að við reyndum að koma upp myndlistarsýningu. Við eig- um mörg góð listaverk, m.a. eftir Kjarval. Sjálf á ég til dæmis 12 teikningar og málverk eftir hann. Okkur fannst að skemmtilegt væri að geta komið upp sýningu með heimafengnum verk- um og þurfa ekki að sækja allt suður til Reykjavikur. Heima í Dölum er líka til mikið af vandaðri og fallegri handavinnu. Áhugi var fyr- ir þessu, en ég veit ekki hvað úr verður. — í sumar er ákveðið að hafa orlofsheimili í hús- mæðraskólanum á Staðar- felli. Þangað koma konur úr Kópavogi, Hafnarfirði, Snæ- fellsness- og Hnappadals- sýslu, Mýra- og Borgarfjarð- arsýslu og Dalasýslu. Byrj- að verður 15. júní og reikn- að með að orlofsheimil- ið starfi þar til viku af sept- ember. Einnig er, sem fyrr, áformað að hafa orlofsheim- ili fyrir reykvískar konur við Særlingsdalslaug. — Mikil uppbygging hef- ur verið í Staðarfellsskóla, en mér skilst að ekki fáist fjárframlög til að halda áfram í sumar. Við reiknum þó með að áframhald bygg- ingarframkvæmda geti hafizt ekki sáðar en næsta vor. Það er aðkallandi að fá þessa nýju álmu, sem á að tengja Fréttir úr Dalasýslu Kristjana Ágústsdóttir, fréttaritari Mbl., segir frá: saman nýju byggingamar og gamla skólann. Okkur finnst þessi nýja ríkisstjóm hafa brugðizt okkur nokkuð. Fyrri rikisstjóm var okkur ákaflega innan handar um fjárveitingar til uppbygging ar á Staðarfellsskóla, sem er okkur mjög kær. Hann er orð inn 40 ára gamall og við setj um í það metnað okkar að geta rekið hann. Skólinn hef ur nær alltaf verið ful'lset- inn og gengur vel und- ir handleiðslu Ingigerðar Guð jónsdóttur, sem virðist bók- staflega fædd til að veita þessum ungu stúlkum, sem eru þar á hennar veg- um, handleiðslu. — Eins og allir vita, var á síðasta Alþingi samþykkt heilbrigðisfrumvarp. Sam- kvæmt því eigum við að fá heilsugæzlustöð nr. 2, sem þýðir að við fáum tvo lækna og tilheyrandi starfsfólk. All ir eru ákaflega ánægðir með að það sk-uli hafa náð fram að ganga. Við erum búin að reyna það að vera læknis- laus og einnig að missa lækna, vegna þess að þeir þurftu líka að gegna Aust- ur-Barðastrandarsýslu. Það er mjög erfitt. Mikil yfirferð fyrir einn mann, einkum á vetrum. Nú mun heilsugæzlu stöðin ná til - Dalasýslu og Austur-Barðastrandar- sýslu, og er þá miðað við að læknamir, sem verða tveir, eða jafnvel fleiri, skiptist á um að vera yfir versta tím- ann á veturna, um tíma á Reykhólum. Svo var um sam ið við Austur-Barðstrend inga. Þeirra tillaga var að læknarnir sætu á Reykhólum til skiptis viku eða hálfan mánuð eftir samkomulagi þeirra i milli. Heilsugæzlu- stöðina teljum við til mikils hagræðis fyrir okkur. Og það skiptir mestu fyrir öryggi okkar í strjálbýlinu að hafa heiibrigðisþjónustuna í lagi. — Atvinnullif má segja að sé í góðu lagi. Þeir sem vilja vinna, geta haft atvinnu. Þó er nokkurt vandamál að fá vinnu fyrir unglingana, þeg- var þeir koma heim úr skól- unum. Þegar við sendum ungl inga burtu í skóla, get- um við reiknað með að þurfa að greiða með þeim a.m.k. 100—120 þúsund kr. yfir vet urinn. Þeir þurfa því að fá vinnu, þegar þeir koma heim. — Helztu atvinnurekendur í Búðardal eru Kaupfélag Hvammsfjarðar og Mjólkur- stöðin. Og svo er auðvitað ýmis þjónusta þar. Vegagerð ríkisins hefur líka 15—20 manna vinnuflokk í 6-7 mán. á ári. Þá hefur verið talsverð byggingarvinna, því mik- il uppbygging er í Búðardal. Nú á að fara að byggja 3—4 einbýlishús og unnið hefur verið við skólabyggingar. Eitthvert hlé verður þó núna við framkvæmdir í Lauga- skóla, því þessum áfanga er lokið. — Nú ætlar Fóðuriðjan í Saurbæ að hefja starfsemi sina í haust. Landnám ríkis- ins er búið að yfirtaka þetta fyrirtæki okkar og gera það að ríkisrekstri. Það var stofn að sem hlutafélag um fóður- iðju í Dalasýslu og mátti heita að hvert heimili legði í fyrirtækið og gerðist hluthafi. Þótti það skemmti- legt verkefni að einmitt fólk ið i sýslunni ynni að því að hyggja sér þannig upp ein- hvem atvinnuveg. En svo gerðist það í vetur að okkur vantaði 10—15 milljón krón- ur í þessa fóðuriðju, til að geta komið henni af stað. Hluthafarnir gátu ekki lagt meira fram. Búnaðarbankinn hafði lánað eitthvert smá ræði, 1V2 milljón held ég, og gat ekki bætt við. Og auð- vitað gat stjórnin í Fóður- iðjunni sem slík ekki fengið þetta fé hjá ríkinu. Þá var það, að þessi nýja rikisstjóm og stjórn Fóðuriðjunnar tóku sig saman og sömdu um að Landnám ríkisins yfirtæki þetta hlutafélag okkar og gerði það að rikisrekstri. Þetta var svo samþykkt á Kristjana Ágústsdóttir. fundi með aðeins einu mótat- kvæði, mínu atkvæði, og ég lét bóka það á fundinum. Ég sagði þar, að ég mætti ekki til þess vita að hægt væri að lesa það í fundargerð að mér látinni að ég væri samþykk þessari háðung. Að gefa rík- inu eftir það, sem við vor- um búin að gera. Ég vii að einkaframtakið fái að njóta sín og þarna hafði alveg sér stakt átak verið gert. Að hvert einasta heimili í Dala- sýslu skyldi leggja fram fjár magn, mismikið auðvitað eða eftir efnum og ástæðum. Það var einstakt. Og hafði stjóm Fóðuriðjunnar gefið Land náminu þetta eftir og við, hluthafarnir, fáum hlutaféð borgað út eftir 5 ár. Ríkið gat ekki veitt okkur fyrir- greiðslu til að fá að láni 10—15 milljónir króna til að koma fyrirtækinu sómasam- lega af stað og byggja það upp. En þegar Landnám rík- isins kemur inn í, þá virðast nægir peningar og hægt að útvega þá. En ríkið hefði auð vitað ekki farið að leggja í dauðadæmt fyrirtæki eða koma inn í þetta, ef það væri ekki gróðavegur. Enda lét landnámsstjóri í það skína, að það yrði gróðafyrirtæki, þegar búið væri að byggja það upp í það form, sem það ætti að vera í. Fólkið var vonsvikið yfir að þetta skyldi ekki geta verið áfram hlutafélag fólksins í sýsl- unni, sem byggði það upp í upphafi. Svar við opnu bréfi til bókafulltrúa ríksins í Morgunblaðinu i dag er birt opið bréf til bókafulltrúa rikis- ins frá sextán bókavörðum við ýmis söfn í Reykjavík. Vafalaust er bréfið ritað af sérstökum áhuga og umhyggju fyriæ ai- menningsbókasöfnum, og þenn an mikla áhuga ber mér að þakka. Oft var þörf, en nú er nauðsyn. Fyrst gera þeir sextánmenn ingar að umræðuefni upplýsinga blað bókafulltrúa ríkisins, Bóka- safnstiðindi, og vilja ekki telja það eina blaðið, sem flytur skýrslur um aimenningsbóka- söfn. Mér er samt ekki kunnugt um, að tölulegar skýrslur frá bókasöfnunum og kerfiisbundnar upplýsingar um tekjur og rekst- ur þeirra birtist annairs staðar. En sé þetta á miisskilningi byggt, biðst ég afsökunar á því. 1 grein- arkomi, sem þeir sextánmenn- ingar viitna til, eru forráðamenn bókasafna hvattir til að sýna sveitarstjórnarmönnum ákveðn- ar skýrslur í Bókasafnstíðindum ttm rekstur safnanna á hinum ýrnsu stöðum, svo að þeir geti fengið þar nokkum samanburð. Að minni hyggju eru Bókasafns- tíðindi eina blaðið, þar sem þenn an samanburð er að fá. , En aðalerindi þeirra félaga með tiiskrifi sínu virðist vera að draga í efa, að sú ætlun okkar borgarbókavarðar og fleiri aðila að koma á fót skráninigarmiðstöð fyrir almenningsbókasöfn og skóla sé timabær og viðkomandi stofnunum tií hagsbóta. Allt, sem gert er, orkar að sjálfsögðu tví- mælis. Þó get ég hvorki né má vera þeim sextánmenningum sam mála 'í þessum efnum. Mér virð- ist flest, sem þeir segja um þetta mál, byggt á misskillnmgi og ókunnugleika. En þar sem hér er óneitanlega um harla merki- legt mál að ræða, vil ég gera grein fyrir því í sem allra stytztu máli. 1. Á landsfundi Bókavarðafé- iags Islands haustið 1970 skýrði ég frá því í yfirlitserindi mínu um islenzk almenningsbókasöfn, að ég hefði mikinn áhuga á og teldi bókasöfnum til mikiUa hagsbóta, að sett yrði á laggim- ar skráningarmiðstöð, þar sem almenningsbókasöfn og skólar gætu fengið skráningarspjöld yfir islenzkar bækur jafnóðum og þaar kæmu út. Um málið urðu talsverðar um- ræður og skýrði ég þá frá því, ac ég hefði rætt þetta méil við innlenda og erlenda sérfræðinga, landsbókavörð, borgarbókavörð, formann og ritara Bókavarðafé- lagsins o.fl. Hefði ég eftir um- ræður við þessa aðila helzt hall- azt að þvi, að bókafulltrúi rikis- ins og Borgarbókasafn reyndu að koma stofnuniinni á laggirn- ar, en síðan réðist, hvor. söfnin sjálf gætu tekið við rekstri henn- ar sameiginlega. Hefðum við borgarbókavörður komið okkur saman um þessa byrjunarlausn mál’sins. 2. Því miður er liðið meira en tvö og hálft ár, síðan þessar umræður fóru fram á fundi Bókavarðafélagsins, og ekkert hefur orðið úr framkvæmdum. Hef ég þó alltaf reynt að halda málinu vakandi. Ég hef rætt mál ið við flesta forstöðuimenn hinna stærri almenningsbókasafna í landinu og hafa þeir allir verið áhugasamir um framgang þess. En framkvæmdir hafa strandað á fjárskorti. Grundvöllur stofn- unarinnar er nokkurt stofnfé, húsnæði og rekstrarfé, a.m.k. fyrsta árið. Þetta hefur ekki fengizt. Núna fyrst eru nokkrir möguleikar á þVi, að úr rætiist. Ég hef jafnan skýrt formanni og ritara Bókavarðafélagsins frá gangi málsins á hverjum tíma. Liðveizla félagsins hefði að sjálf sögðu verið þegin með þökkum. Það er því mikili misskilningur hjá þeim sextánmenningum, að bókafulltrúi vilji ekki samvinnu við Bókavarðafélagið í þessum efnum. 3. Mér er óljúft að draga nafn Jan Gumperts forstöðumanns Bilbliotekstjanst i Sviþjóð inn í þessar umræður. En þar sem þeir sextánmenningar vitna til hans, vill ég upplýsa, að við borg arbókavörður áttum sameigin- lega langar viðræður við hann um stofnun skráningarmiðstöðv arinnar, þegar hann var hér á ferð í desember. Vorum við ekki síður ákveðnir í samstarfi okkar um hana eftir það samtal. 4. Mér skilst þeir sextánmenn- ingar hafi einna mestan áhuga á þvi, hvers vegna bókafulltrúi vill ganga til samstairfs við Borg- arbókasafn um stofnun skrán- ingarmiðstöðvar. Svarið er klárt og kvitt: Borgarbókasafn er stærsta almenningsbókasafn landsins. Það hefur meó hönd- um 40—50% af starfsemi almenn ingsbókasafna í landinu. Þar hljóta því að vera fyrir hendi ágæt skilyrði tii flokkunar og skráningar bóka samkvæmt sér- fræðillegum reglum. Um þetta held ég að við sextánmenningar verðum að vera sammála. En vilji þeir ræða þetta atriði frek- ar, er mér bæði ljúft og skylt að mæta á fundi í Bókavarðafé- laginu til þeirrar umræðu, ef þeir óska þess. 5. Að lokum þetta: Villji þeir sextánmenningar leggja stofnun skráningarmiðstöðvar það lið, sem gera má ráð fyrir, er ein- mitt þessa dagana ágætt tæki- færi fyrir þá félaga til að sýna áhuga sinn í verki. Við borgar- bókavörður erum að leita að hús- næði fyrir stofnunina. Við fögn- um þVí áreiðanlega báðir, ef þeir félagar leggja húsnæði til, og yrði það þá upphaf prýðilegrar samvinnu um mikið hagsmuna- mál fyrir íslenzk almennings- bökasöfn. Engum hefur dottið í hug að láta sitja við skráningar- miðstöðina eina, þegar hún er á annað borð komin á laggirnar. Reykjavik, 15.5. 1973. Með samstarfsvilja og kærri kveðju, Stefán Júliusson, bókafulltrúi rikisins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.