Morgunblaðið - 17.05.1973, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 17.05.1973, Blaðsíða 16
16 MORGÖNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 1973 Otgefandi hf. Árvakur, Reykjavlk. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson. Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson. Ritstjóri og afgreiðsla Aðalstræti 6, sfmi 10-100. Auglýsingar Aðalstræti 6, slmi 22-4-80. Askriftargjald 300,00 kr. á mánuði innanlands. I lausasðlu 18,00 kr. eintakið. __________________________________________________________________ Cenn fer í hönd hábjargræð- - istíminn í landbúnaðin- um. Tíðarfar hefur verið gott það 9em af er á þessu ári. Ytri aðstæður hafa því verið bændum hagstæðar að und- anförnu. Landbúnaðarráð- herra lýsti fyrir skömmu í blaðaviðtali helztu stefnu- breytingum, sem hann telur að hafi átt sér stað í ráð- herratíð sinni. Ráðherrann leggur mesta áherzlu á, að nú verandi ríkisstjórn hafi haft náið samstarf við samtök bænda við allar ákvarðanir, er snerta málefni landbúnað- arins. í sjálfu sér er það fagnað- arefni, að ríkisstjórnin skuli hafa vilja til samstarfs við þá aðila, sem að landbúnaðar'- málum vinna. Á öðrum svið- um hefur ríkisstjórnin þó skirrzt við að hafa samráð við þá aðila, sem gerst þekkja þau viðfangsefni, sem hverju sinni eru til meðferð- ar. En hér er ekki um neina stefnubreytingu að ræða að því er landbúnaðarmálin snertir. Yfirvöld landbúnað- armála hafa um langa hríð ástundað gott samstarf við samtök bænda við mörkun landbúnaðarstefnunnar. Hér er því engan veginn um ný- mæli að ræða. Landbúnaðarráðherra telur það ennfremur vera dæmi um meiriháttar stefnubreyt- ingu, að ríkisstjórnin létti söluskatti af nokkrum teg- undum landbúnaðarafurða. 1 þessu sambandi er á það að líta, að söluskattur hefur aldrei verið lagður á ný- mjólk, sem er ein mikilvæg- asta söluvara landbúnaðar- ins; svo var ekki í tíð við- reisnarstjórnarinnar. Þá er enn lagður söluskattur á ýmsar tegundir landbúnaðar- afurða. í þessu efni er því blekking ein að halda því fraim, að gagnger stefnu- breyting hafi átt sér stað. í raun réttri er hér um að ræða minniháttar breytingu á því ástandi, sem fyrir var, og engin ný spor hafa verið stig- in. Því er nú einnig haldið fram fullum fetum, að af- urðalán landbúnaðarins hafi stórhækkað í tíð núverandi ríkisstjórnar. Landbúnaðar- ráðherra heldur því fram, að afurðalánin hafi fyrst í sinni ráðherratíð verið færð í sama horf og afurðalán þau, sem sjávarútvegurinn hefur not- ið. Sannleikurinn er hins veg- ar sá, að landbúnaðurinn hef- ur ávallt setið við sama borð og sjávarútvegurinn að þessu leyti; afurðalán landbúnaðar- ins hafa verið sambærileg við afurðalán sjávarútvegs- ins. í þessum efnum hefur því ekkert breytzt frá því sem áður var. Að vísu er það rétt, að af- urðalánin hafa hækkað nokk- uð í krónum talið. En hlut- fallsleg hækkun í samanburði við verðlagshækkanir er óveruleg. Ríkisstjómin hét því einnig á sínum tíma að lækka vexti á afurðalánum. Það hefur hún *kki gert enn. í stað þess hefur hún nýlega stórhækkað útlánsvexti og þar með íþyngt atvinnu- rekstrinum í landinu veru- lega umfram það, sem hann þolir við núverandi aðstæð- ur. Á síðasta ári var samþykkt ný jarðræktarlöggjöf. Látið er að því liggja, að hér sé um veruleg nýmæli að ræða. En í raun réttri eru breytingarn- ar ekki sérstaklega miklar. Útgjaldaþörf ríkissjóðs er áætluð 15 til 17 milljónir króna á ári vegna þessara breytinga. Jarðræktarlöggjöf in var síðast endurskoðuð 1966. Þá var útgjaldaaukning in 40 milljónir króna á ári miðað við þágildandi verð- lag. Víst er, að slíka löggjöf þarf að endurskoða með ákveðnu millibili. En hitt er eins ljóst, að viðreisnar- stjórnin var mun stórtækari í endurbótastarfi sínu á jarð- ræktarlögunum á sinum tíma. Útgjaldaaukning núverandi ríkisstjórnar hefði orðið að nema 100 milljónum króna a.m.k. á ári, ef hún hefði ætl- að sér að gera sambærilegt átak í þessum efnum og gert var 1966. Sama niðurstaða varð einnig af endurskoðun búf járræktarlaganna. Þau lög voru einnig endurskoðuð í tíð viðreisnarst j órnarinnar og komu þá fram mun merk- ari nýmæli en við breyting- una nú. Verðlagsgrundvöllur land- búnaðarvara hefur verið óbreyttur frá hausti 1970, en lögum samkvæmt er heimilt að endurskoða hann annað hvert ár. í sambandi við bráðabirgðaráðstafanirnar í efnahagsmálum, sem ríkis- stjórnin ákvað í fyrrasumar, var endurskoðun verðlags- grundvallarins frestað frá hausti til áramóta. Og þá var endurskoðun enn frestað til hausts. Þetta er sú stefnu- breyting, sem núverandi rík- isstjóm getur státað af. Þrátt fyrir góðæri, telur formaður Stéttarsambands bænda, að tekjur bænda hafi ekki hækkað svo, að bilið milli tekna bænda og annarra stétta hafi minnkað. Þá mun verðbólgustefna ríkisstjórn- arinnar eflaust gera bændum erfitt fyrir á næstunni, þrátt fyrir þau lagaákvæði, sem tryggj a áttu bættan hag bændastéttarinnar. Þannig hækkar áburðarverð nú um 27% og í reynd um nálægt 30%, þegar tillit hefur verið tekið til hækkaðs flutnings- kostnaðar. Ekki þarf að efast um, að ríkisstjórnin vill vinna að eflingu landbúnaðarins í landinu. En það er eins með landbúnaðinn og aðrar at- vinnugreinar, að hann geldur óhjákvæmilega þess stjórn- leysis og þeirrar óðaverð- bólgu, sem nú einkennir stjórnarfarið í landinu. LANDBUNAÐURINN Fjórum sinnum húsfyllir — er Hagalín heimsótti Sauðkrækinga og hélt þar bókmenntafyrirlestra SÁ TÍMI er ekki liðinn að ís- lenzkir rithöfundar geti fylit samkomuhús þegar þeir halda fyrirlestra um bókmenntir, eða verk þeirra eru kynnt. — Þetta sannaðist á dögunum er Guðmundur Gislason Hagalín fór í fyrirlestraferð til Sauðár króks, en þar hélt hann þrjá fyrirlestra um íslenzkar nú- tímabókmenntir, og auk þess var haldin bókmenntakynn- ing á verkum Hagalíns. I öll skiptin var húsfyllir á samkom um þessum. Áheyrendurnir voru jafnt gamlir og unglr, og var ekki annað af undir- tektum þeirra að marka, en þeir hefðu haft bæði gagn og gaman af komu Hagalins. Með þessum samkomum hafa Sauðkræklingar sýnt lofsvert menningarlegt fram- tak, og er vonandi að fleiri staðir fari að þeirra dæmi á komandi tímum. Það værí og vel þess virði að efnt yrði til slíkra opiruna kynninga og funda í Reykjavík. Hér eru margir samkomusalir sem hæfa mjög vel til slíkra manna móta, og að öllu óreyndu er það ótrúlegt að hér sé minni áhuigi á bókum og bókmennt- um en annars staðar á land- imu. Það var lika vel til fumdið hjá Sauðkræklingum að fá Guðmund G. Hagalin í þessa heimsókn. Sem bókafulltrúi rikisins á simum tíma vanrn hann mjög mák ð og merkt starf að bókasafnsmálum, og hin myndarlega safnbygging sema risin er nú á Sauðárkróki og á að verða menningarmið- stöð kaupstaðarins og héraðs ins er að nokkru leyti undan rifjum Hagalíns runmin. — Það voru einkum tveir roenn, Kári Jónsson og Björn Daníelsson, sem unnu að þvi að fá miig í heimsókn norður, sagði Hagalin, er ég ræddi við hann umn ferð þessa. — Þeir vildu reyndar fá mig norður í fyrravetur eða 91. haust, en veik'ndi min höml- uðu að af fierð gæti orðið þá, og sáðar var svo þessi tími ákveðinn. Ég kynntist bók- menntaáhuga Saiuðkrækinga er ég var bókafuMltrúi ríkisims á sínum tíma og ég og séra Helgi Konráðsson unnum t.d. að því að semja bókasafnslög in. Þegar ég var á ferð nni á Sauðárkróki á þessum árumn var til uimræðu að byggja þar nýtt bókasafn. Sauðkræking- ar vildu að sú byggimg hýsfi meira en bókasafnið sjálift. -— Þeir vildu einnig hafa það skjalasafn sýslunnar og kaup staðarins, og aðstöðu til þess að koma þarna upp mienning- armiðstöð. Ég var svo hafður með í ráðum þegar húsið var teiknað, en i þvi var komið fyrir sýnimgarsal fyrir mynd list, rúmi fyrir skjalasafn, st'órum fyrirlestrarsal, góðri bókageymsliu o.fl. — Það hafa sjálfsagt ver!ð þessi gömlu kynni mím af Sauðkrækingum, sem urðu til þess að þeir Kári og Bjöm báðu m'gað koma, sagði Haga lín. — Ákveðið var að ég héidi þrjá fyrirlestra um nú- timabókmenntir í lestrarsal bókasafnsins, og Kári og stjórn Leikfélags Sauðárkróks stóðu fyrir því að efmt var til kynningar á mér og verkum minum. Helgi Sæmumdsson kom norður og talaði uim mág og bækur mínar, skagfii'zkir leikarar lásu upp úr verkum miínum og sjálfur las ég upp eina sögu. Þá var sett á sváð saga min: Konan að austan. Ég verð að játa, að ég var dálít ð efinn fyrirfram um hvernig þetta tækist, en eftir á var ég svo harðánægður, enda vel að þessu staðið. Guðmumdur Hagalám sagði að þessi ferð sin hefði átt að vera prófsteimn á það hvort sMlk starfsemi sem þessi mætti beppnatsit, — og voru þvi for- ráðamiennirnir að vonum spemnt'r, hvort nokkur aðsókn yrði. En yfir því þurfti ekki að kvarta. Það var fullt hús á fyrsta fyrirlestrinum og síðan troðfullt á hima. Húsfyllir var einnig fjórða daginn, er bók- menntakynninigin var hald'.n. — Það er mikffl og eimlæg- ur menningaráhugi á Sauðár króki, sagði Hagalím, og mynd arlega að öllu staðið sem þar er gert. Það kom mér t.d. á óvart er Kári sýndi mér hús sem stóð niðri við höfn, þar sem safnað hafði verið saman gömlum búnimguim, gömium húsigögnum og húshliutum. — Þetta notuðu þeir síðan við uppfærslu leikrita sinna, og auk þess var í húsi þessu vinmuaðstaða fyrir leikhús- fólk'.ð. — Meðan ég var fyrir norð an heimsótti ég svo Krist- miund Bjarnason, fræðimann og rithöfund á Sjávarborg, bætti Hagalín við. — Á hin- um miklu störfum hans þarf að vekja athygli. Hann heíur skrifað margar ritgerðlr, og tveggja bimda verk um himm Giiðniundur Gíslason Hagalín mikla frömuð skipasmiða og skipaútgerðar við Eyjafjörð, Þorstein á Skipalóni og þegar ég var fyrir norðam var að koma út þriðja bindið af rit- verkum hans um sögu Sauðár króks, og hann hygigst nú vinna að ritverki um Gríim amtmiann Jónsson og hefur þegar safnað að sér mifcliu af gognuim. En Kristmundur er bóndi, og hefur þar af leið- andi takmarkaðan tíma til þess að sinna fræðuim sím- um. Það er nauðsynlegt að menn eins og hann fái að- stöðu til \þess að geta gefið sér betri tíma til ritstarfa. Hið opinbera á að koma þarna til og veita sjálfsagða fyrir- greiðslu. Um menningarmiðstöðvar, eins og þá er nú er risin á Sauðárkróki, sagði Hagalín: — SMkar mennimigarmið- stöðvar þurfa að koma sem víðast, og það er staðreynd að yfirleitt eru bæjarfélög og Framh. á bls. 23 V£ BÓKASPJALL _________Ú

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.