Morgunblaðið - 17.05.1973, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 17.05.1973, Blaðsíða 17
MORG U'N’RLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 1973 17 V estlandsutst illingen 1973 að geta dregið andann án þess ara leiðu kvil'la, og þá erum við mestiir íslendingar i sambúð við aðrar þjóðir. Þeir liilstamenn, sem sérstaik- Svein Rönning: Portrett 1973. Góðir gestir var fyrirsögn á seinustu greiin, er ég reit um sýn imgu í Norræna húsinu. Þá voru það Færeyingar, sem voru í heimsókn með myndlist síina. Nú eru það Norðmenn, sem sækja okkur heim með mynd- list frá vesturströnd Noregs, og fyrirsögnin gæti verið sú sama: Góðir gesitir. Norræna húsið og Félag ís- lenzkra myndlistarmanna hafa i sameiningu gert það mögulegt, að þessi sýning er nú komin til Isiands. VestlandsutstMiingen er ef til vM næstmesti viðburð- ur í listalifi Noregs, en haust- sýningin í Osio er að jafnaði tal- iln mesti viðburður ársdns í við- tækum skilningi. Eitt er víst, að þessi sýning fer árlega í fjóra staði og stundum fimm. Nú hef- ur sú sýning, sem hér er stödd þegar verið sýnd í Haugasundi, Stavanger, Bergen og Álasundi. Reykjavík er því fimmta hjólið á vagriinum í ár, en á síðasta höfn í Færeyjum. >að má því segja með sanni, að þeir í Vest- Xandsutstillingen hafi hafið vest- urvíkiing að nýju. Vestlandsutstillingen er ekk- ert dægurfyrirbæri. 1 meira en hálfa öld hefur þetta fyrirtæki verið á ferðinnii, og ógrynni af myndlistarmönnum hafa tekið þátt í henni öll þessi ár. Til að gefa nokkra hugmynd um breidd sýningarinnar má geta þess, að nú er yngsti listamaðurinn, sem sýnir, aðeins tuttugu ára, en sá elzti niutiu og tveggja. Það er llika mjög eftirtektarvert, að 1 ár barst til dómnefndar sýningar- innar hvorki meira né minna en 741 verk, en af þessum fjölda voru aðeins valin 144 listaverk til sýningar. Þetta segir sina sögu og gefur okkur hugmynd um, hve vandað er til þessarar sýningar. Þarna eru listaverk af ýmsu tagi, oiíumálverk, högg- myndir, teikniingar, svartlist og vefnaður. Aðeins einn lista- manna þeirra, er verk eiga á þessari sýningu, á þarna fleiri en þrjú lisfcaverk, en það er sér- stakur gestur ársins, Kaare Es- polin Johnson, sem mun vera af íslenzku bergi brotinn, og er einn af þekktustu og virtustu myndlistarmönnum í Noregi, énda sýna vinnubrögð hans, hvert vald hann hefur yfir svart hvítri myndgerð og myndskireyt- ingar. hans við „Den sitste vik- img“ eftir Johan Bojer vekja verðskuldaða eftirtekt. Ég er itla svikinn, ef Islendingar ekki kunna að meta þessi verk. Ef hver listgrein er skoðuð fyrir sig á þessari sýningu, held ég, að fullyrða megi, að það sé svartlistin, sem hefur sterkastan og heilastan svipinn. Svartlist hefur feikna sterka og merki- lega hefð meðcil norskra mynd- iistarmanna, og það virðist mjög áberandi á þessari sýningu. Per- sónulega hafði ég mesta ánægju af þessum hluta sýningarinnar. Svartlistin er yfirleitt svo jöfn þarna, að það verður varla gert upp á miílli manna. Það sakar samt ekki að nefna einstæð verk Odd-Geir Hadland, sem eru ekki stór að flatarmáli en þess verð- ugri, hvað tilfinningu og tækni varðar. Bastarden eftir Oddvar Torsheim brenndi sig í vitund mína, og sama er að segja um verk Ole Johan Törud. Ég nefni ekki fleiri nöfn að sinni, en ég hafði ánægju af flestum þess- ara verka, hvort heldur um var að ræða seriografi, tréristu, steinprent, dúkskurð eða ætiingu. En svo fjölbreytileg tækni er hér á ferð, að ég kann sjálfsagt ekki að nefna nema lítið eitt af því, sern á boðstólum er. Þannig sjáum við einnig á þessu, að Norðmenn eru miklir kunnáttu- menn á þessu sviði, og hefð þeirra hefur myndazt á löng um tíma og ber þess sannarlega vitni. Og því má heldur ekki gleyma, þegar norsk svartlist er skoðuð, að Norðmenin hafa átt meistara í þessari myndgerð og ber þar hæst Munch, sem við hér á Islandd höfum haft tækilfæri til að kynnast. Á ég auðvitað við sýningu þá, er hér var á lista- hátið á verkum Munchs fyrir þrem árum. Svartiiist ætti að vera sérlega velkomin til okk ar hér á Islandi, þar sem þessi listgrein hefur nú á síðustu ár- um skotið frjóöngum, ef svo mætti að orði kveða, og ég held, að ég hafi sagt það hér í blað- inu áður, að ef til vill er það einmitt svartlistaráuhuginn, sem er það forvitniilegasta, sem er að gerast i okkar eigin myndliist. Olíumálverkin á þessari sýn- ingu eru ekki eins jöfn að gæð- um og svartlistin. Það verður ekki um það deilt, að þar er að fiinna nokkuð misjöfn verk, en heiWarsvipur sýnmgarinnar er sérstakur og gæti ekki komið annars sfcaðar að en frá Noregi. Það er yfir þessari sýn- ingu viss þjóðlegur blær ívaf- inn alþjóðlegum áhriifum, en hvergi samt þannig, að um eftir- öpun sé að ræða. Það eru norr- ænir strengir, sem slegnir eru á þessari sýningu fyrst og fremst, og hér er engin ein stefna annarri fremri, en siitt lítið af hverju. Það yrði ekki sagt með sanni, að Vest- landsutstillingen sé stórkostleg eða þar eigi sér stað sterkar hræringar i myndlist, en hún hef ur annað sér til ágætis, og það er, hve vönduð hún er og virð- ingarverð. Þeir listamenn, sem hiut eiga að máli eru yfirleitt sérlega vandvirkir og fara eins langt í meðferð sjálfs myndflat- arins og þeim er urmt. Þeir eru allir meiira og minna skólaðir á viðurkenndan hátt, en halda síð an sínar eigin götur, og auðvit- að verður árangur eins marg- víslegur og iiistamennirnir eru margir. Það verður fljótt séð af þessari sýningu, að Norðmenn halda myndlist sinni innan þrengri ramma en t.d. við. Það er með öðrum orðum áberandi, að þeir vinna á þrengra sviðd cg með meiru öryggi en á sér sfcað hjá okkur. Ef einhvern lang ar til að gera samanburð á þess- um listaverkum og t.d. þvi, sem er að skapast hjá okkur, er nær- tækast að taka Haustsýningu FlM til samanburðar. Einiu má samt ekki gleyma, og það er, að Norðmenn hafa úr miklu meiru efni að velja en við getum haft, þar sem við erum svo miklu fá- mennari en þeir liandshlutar Nor egs, sem í hlut eiga. Nú má ekki skiilja orð m'in þannig, að ég æti- ist til, að efnt verðii til þjóðar- rembings í sambandi við þessa sýningu, en því minnist ég á þetfca, að oft getur það verið okk ur fyrir beztu að gera okkur hlut ina skilijanlega á raunhæf- an hátt. Það er okkur holl'ast að láta minniimáttarkennd og of metnað lönd og leið. Við eigum lega vökfcu athyigli m'ina með verkum sínum i olíu eru: Bjarne Hegranes, sem brúkar ým iss konar hluti tiil að fylla mynd flötinn og hefur kimnigáfu til að nefna eitt verka sinna „Kafbát- ur í Sognfirði“. Bjarne Bruns- vik & þarna aðlaðandli málverk í mjúkum og hreinum tónum. Ole-Gabriel Dahl sýnir lifandi og ferskan myndflöt. Toralf Flat jord á þarna skemmtiiegt mál- verk, gert í olíu og temperu. Erling Hodne er einnig eftirtekt arverður málari, sama má segja um Jan Kristoffersen og Per Lefdal. Svein Rönning á þarna þrjár myndir, sem aúilar vekja at hygli fyrir næma litameðferð og trúverðuga teiknirtgu. Per Rem- feldt notar olíu og temperu við non-fíiguratífa myndgerð sem stendur sterk og ber vitni uim næman skilning á myndbygg- ingu og persónulegum stlíl. Victor Sparre sýnir eitt stærsta málverkið á þessari sýnimgu, sem er auðsjáanlega byggt á trúar- legum hugmj’ndum, en venst vel og sækir á við nánari kynningu. Inger F. Latnpe Söholt sýnir lip- urlega gerða abstrakta mynd hér um bil einilita. Lítið en mjög að- laðandi málverk er þarna eftir Edvar Valberg, ef til vH eitt bezta verk á sýningunni. Otto Öye er ungur listamaður, sem sýnir ótvíræða hæfilei'ka, og að lokum nefni ég Karl A. Östen- sjö, sem á þarna ágæt verk. Meira mgetti að vísu nefna, en upptalningar eiins og hér hafa átt sér stað eru ekki hressileg- ar í aflestri. Samt verð ég að nefna til viðbótar höggmynd Fritz Röed, sem stendur utan- dyra og ætti að vekja verðskuld aða eftirtekt. Ennfnemur er að finna á þessari sýningu nokkr- ar höggmyndir, sem á verður að rr.innast, eins og t.d. Grashoppe eftir Öistein Storli og Báten og Oksen eftir Arne Vinje Gunne- Framh. á bls. 25 Fritz Röed: Barnevask-fontene. ári heimsótti þessi sýning Þórs- Kaare Espolin Johnson: Fembör ingenes saga. Haukur Ingibergsson: HLJOMPLÖTUR Þar sem mikii deyfð ríkir nú hjá íslenzkum hljómplötu- iramleiðendum, verður i þess ii m þaetti getið um fimm er Icndar 45 snúninga plötur, sem allar eiga það sameigin- legt að hafa náð mikilli sölu erlendis. Cliff Richard: Power to all our friends / Come back BilUe Jo. — Þetta er lagið, sem hreppti þriðja sætið í sönigva keppni sjónvarpsstöðva Evrópu og var það í amn- að sinn, sem Cliff Ric- hard hefur orðið að láta í minrni pokann á þeim vettvangi. Hér er þó um að ræða fagmannlega samið lag auk þess, sem útsetningin er meistarastykkii, en hún er gerð af David Mackay. Senni laga hefur Lagið verið samið með Cliff Richard í huga, því að það feliur eins vel að rödd hans og sömgstíl og hugsazt getur, og þarf þá vart að spyrja urn áranjgurinm, hann er góðuir, enda er Cliff einn af þeim alreynduistu með yfir 50 Iitlar plötur að baki, sem flest ar hafa farið hátt á vinsælda lista í Englandi. Þá má get a þess, að textinn í laginu á bakhliðinmi er anzi smjelilinn. Paul McCartney & Wings: My loves / The mess. — Ró- legt 'lag og gjörólikt síðasfca lagi Pauls, Hi, hi, hi, sem var eitt af hans beztu rokklögum. Lagið minnir ef til vi'll á Hey Jude, en þarf þó að spilast nokkrum sinnum til þess að fóllk grípi þetta dramatiska laig tiil fulls. Söngurlnin er snar þáttur og þótt lagið sé mjög vandsiumigið gerir Paui þvi ágæ-t sikiil með sinni róman- tísku rödd. En sennilega er lagið of þungmeit til að kom ast í efisfcu sæti vinsældalista. Lagið á baksíðunni er rokk- lag, tekið upp á hljómleikum, og er hvorki fugl né fiskur. Gilbert O’ Sullivan: Get down / A very extraordinary sort of girl. — Gilbert O’SuIli van er ein af skærustu stjörn unum í dag og á það einkum að þakka sérstæðri rödd og dágóðum lögum, sem ná til al'lra aldursflokka. Hann spil ar eimnig á pianó og hefur þar sinn sérstaka háttinn á. Út- setningar laganna eru einfald ar, og það hefur án efa verið vandi að velja hvort lagið skyldi vera titiiliag, þar sem þau éru bæði bygigð upp á þessum litlu, vinigjarmletgu liaglsínum, sem Gilbert er svo laginn við að semja, en Get down hefur orðdð fyrir valinu. Það er og athyglisvert við þessa plötu, hversu vel hún er gerð tæknilega séð. T. Rex: 20th century boy / Free angel. — T. Rex þ.e.a.s. Marc Bolan hefur verið mikið dýrkaður í Engtlandi en nær emgöinigu af ynigsta aldiurs- flokki plötuikaupenda, 10—12 ára. Hann semur og spilar há væra rokktónlist með þunig- um takti og eru bæði lögin á plötunni i þessum flokki. Tón listin í aðallaginu 20th cantury boy er reglulega gróf og næst um ruddaleg, en textinn höfð ar áreiöaniega til margra, sem télja sig fylgjast með tímanum. Don McLean: Every day / The more yon pay. — Það er sennilega aðal sérkenni þess- arar plötu, að hún skuli vera í mono, því að þrátt fyrir það að Every day sé ekki ósnqturt lag, þá uppfyllir þessi plata á engan hátt þær vonir, sem buindar voru v'ð Don McLeam, eftir óvenju glæsiLega byrjun á hljómplötu fyrir rúmu ári.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.