Morgunblaðið - 31.05.1973, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 31.05.1973, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. MAÍ 1973 Vafalauisit má segja þetta um ffleiri bandaríska stjórnmála merwi; þeir eru roargir orðnir aHgamlLr í hettunni og eiga þó sýnilega langt eftir enn. En vart verður sá fundinn, sem kjósendur hafa fylgt eftir í sig urhæðir og lægðir vonbrigða í sama mæli og Nixon. Ferill hans sem stjórnmálamanns hef- ur verið litríkur bæði innan lands og uitan og oft æði um- deiidur. Hann einkennist líka af övenjulegum andstæðum. Dæmi þeirra eru þau þáttaskil anniars vegar, sem hann á síð- asta ári markaði í mil'lirikja- samskiptuim með þvl að viður- kenna þá staðreynd, að Alþýðu lýðveldiniu Kina yrði ekki leng ur haldið utan samtaka hinna Saimeinuðu þjóða eða frá um- ræðum á alþjóðavettvangi —- og hins vegar sá þáttur er hann átti sjálfur í því að slíta samband Bandaríkjanna og Kína á sinum tíma og stuðla að einangrun Kinverja. Sömu- leiðis fær rannsókn nefnd- ar öldungadeildar þingsins bandaríska á Watergate máiinu, meintum fjármála- brotum og kosningabrellum Republikanaflokksins sl. ár aukinn þunga, þegar minnzt er þess þáttar, sem Nixon sjálfur átti á sínum tima í störfum syipaðrar þingnefndar, þegar mál Algers Hiss og fleiri vinstri sinna voru á döfinni. Nixon heíur löngum haft á sér orð fyrir að vera tækifær- issinni —i sumir segja raunar, að það sé aðalsmerki hins snjalla stjórmmálamanns — en hann hefur Mka átt það til að fylgja hugmyndum sínum og áhugaeínum eftir með ofur- kappi, langt umfram það, sem heppilegast þótti fyrir pólitíska stundarhagsmuni hans. Nixon þykir innhverfur mað- ur að mörgu leyti, en honurn hefur þó veitzt auðvelt að kom ast í samband við kjósendur. Enginn frýr honum vits, hann er sagður rökfastur og glögg- ur á kjarna hvers máls. Vinnu- samur hefur hann alltaf verið með afbrigðum og gæddur sterk um sjálflsaga, þó sföku sinnum hafi meyr manmeskjan fellt grímu hins kalda stjómmála- mannis, einkum þegar hon- um hefur þótt sér misboðið eða hann beðið ósigur, sem erfitt var að kyngja. Meðal andans manna hefur hann aldrei verið hátt skrifað- ur — sérstaklega ekki þeirra, Nixon forsefi, og ráðgjafi hans í utanr'kismáhun, Henry Kissing- er, ræðast við. sem aðhyllast hugsjónir og al- menmar kennisetningar. Þeim mun öflugri stuðning hef- ur hann átt meðal hinna jarð- bu-ndnu og praktísku, sem telja mestu Skipta að ráðast á va-nda málin, brjóta þau til mergjar og teysa þa-u eftir leiðum, sem færar eru hverju sinni. Að hætti stjómrnálamanna hefur hann sótzt hart eftir völdum og tíðum hefur þvi ver ið fram haldið, að hann gyidi þau of háu verði. Vinnubrögð hanis og stuðningsimanna h-ans hafa stundum þótt markast af þeirri hugmynd, að tilgangur- inn helgaði meðaiið. — Stað- hæfing, sem fengið hefur góð- . an byr í Watergatemáli-nu. Margt hefur verið skrifað og skrafað að undanförnu um fer- il Nixoms á forsetastóli og skal það ekki endurtekið hér, held- ur tei-tazt við að stikla á stóru í lífs- og starfsferli hans fram til þesis ttma, er hann settist í forsetastöl í Hvíta húsinu. Dagdraumar og dagblaðalestur Richard Milhaus Nixon var næstelztur fimm sona foreldra sinna, Hönnu Milhaus og Fran- ciis Nixon. Hann fæddist 9. ja-núar 1913 í liitlu bænda- þorpi, Yorba Linda, tæplega 50 kim frá Los Angeles. Foreldrar Nixons voru kvek arar af írsku og velsku bergi. 1 móðurætt hans átti sá siður rót að rekja til fyrsta ættföð- urins með nafninu Milhaus, sem komið hafði til Pennsyl- vaniu frá Kildare greifadæm- iinu á Irlandi, árið 1729 en velsfet blóð móðurættarinin- ar hafði borizt til Delaware ár ið 1690. Faðir Nixons var af stran-g- trúaðri og bibli-uskólaðri meþó- distaætt, ein-nig frá írlandi. Hann tók upp trúar-siði konu sinnar, þegar þa-u giftust, og hefur Nixon haldið þeim, þó mörgu-m hafi þótt þeir samræm- ast heldur illa hörku hans í stjórnmálum. Nixon er ekki friðarsiwni I sama skilnin-gi og margir kvek- arar, sem afneita hvers kyns ofbeldi og neita að beita vopnum. Hann vill berjast fyrir friði en telur það einun-g'is fært út f-rá sterferi valdaaðstöðu. Á hernskuárum Nixons voru diagblöðin og Santa Fe jám- braiutin ]'"1ztu ten-giliðir þorps búa við umheir-iinn og segir sag a-n, að ha-nn hafi verið f-arinn að lesa da-ghlöði-n reglule-ga, þegar :afnaldra-r kans lágu ennþá ' r-um-’n,''öðum og meira hafi ' " m - e ið fvrir það gef- fam r* "ggja ’agdraumum en stunda ’w þó ekki teld ist 'Kipn neitt óeðlilega hlé- drægvt- t Jeifejutn. Han-rt dreymdi r emma um að gerast járnbi'autarstr' -r'I en varð smám saman ijóst af lestri blaða, að lögfrr T-n-gar '-o-u býsna hátt sfcrifftðir í fei-minum og virt- uwt e:i»a 'iv,‘ n'í ’-eim málum, sem • ■-•■! "ar 'nnandi um að lesa. Þegar Nixon var níu ára, flut'tiit fjöl' Imldan til bæjar- ins Whittier, þar sem faðir hans setti upp ' ensínstöð. Strax I barnasfeóla var Nixon bók- bneigðari en bræðu-r ha-ns og félagar og han-n tók nemrna þátt i hvers konar félagslífi i skóla, var tíðum i framboði til hiinma ýmsu skólaembætta og tapaði aðeins einu sinni, í kasm ingu uim forseta skólafé- lags gagnfræðaskólans i Whitti-er. Vinir Nixons f-rá Skóteárum haifa sagt, að það hafi fljótt ver ið áberandi h-ve glöggskyggn Svo sem kunnugt er hefur Richard M. Nixon markað þáttaskil i utanríkisstefnu Bandarikjanna á undanförnum árum, fyrst og fremst með afstöðu sinni og heimsókn til Alþýðulýðveldisins Kina en einnig á mörgum öðrum sviðum. Utanríkismál hafa jafnan verið hans sterkasta hlið enda hefur hann fjallað um marga þætti þeirra allt frá upphafi ferils síns í bandaríska þing- inu. Sem varaforseti ferðaðist hann víða, lieimsótti tugi landa víðsvegar um heiin — og sem forseti hefur liann sótt heim fjölda rikja. Meðfylgjandi mynd var tekin veturinn 1969, þegar hann ræddi við Pál páfa VT. í Páfagarði i Rómaborg. hanm var á aðstæður og tæki- færi og snjall að færa sér þaiu í nyt. Tí-maiskyn ha-ns hafi og verið með afbrigðum gott, hann hafi fundið á sér öðrum betur, hvenær heppitegast væri að gera hlutina. Ávallt hafi hann gert hnitmiðaðar áætlanir og fylgt þeim — aldrei slysazt tíl eins eða neins eða grip- ið til vanhugsaðra aðgerða. Hann lærði snemma að beita sjálfan sig aga og vinna vel og var enn á unglin-gsaldri, þegar 16 klst. vinnudiagur var hon- um ekkert tiltökumál. Sautján ára fór hann í Whittier mennta skólann, lítinn kvekaraskóla, sem gerði mjög strangar kröf- ur til nemenda sinna og jafn- an va-nn hann með náminu. Han-n varð frá upphafi virk- ur þátttakandi í félagslíf- inu að venju og tók tiðum þátt í mælskukeppni á vegum skól- ans með glæsilegum árangri. Frá Whittier útskrifaðist hann árið 1934, með þeim ummælum skólarektors í meðmælabréfi, að hann væri þeirrar trúar, að Nixon ætti efttr að verða meiri háttar forystumaður í banda- riisku llífi „ef ekki mikill leið- togi". Laga-nám stundaði Nixon með fullum námsstyrk við Duke hásköl-a og lauk þvl 1937. Litlu munaði þá, að hann gerðist starfsmaður alríki-slö-greg 1 u rrn- ar, FBI; takmarkaður fjárhag- ur hennar réð úrsMtum um að afgreiðsla á umsókin hanis dróst á langinn -— og hóf hann þá störf hjá elzta lögfræðifyrir- tæki heimaborgar sinnar. Þar öðlaðist hann ma-rgháttaða reynslu, sem átti eftí-r að korna honum vel i stjórnmálum síðar. Kvonbænir og fyrsta kosningabaráttan Um þessar mundir kynnti-st Nixon Thelmu Pat Ryan, sem Forsetinn um borð i flugvél sinni á einni af ótal embættis- ferðum. var kennari í Whittier. Faðir hennar h-afði verið námustarfs- maður í Ely í Nevada en flu-tzt til Kaliforniu þar sem hann keypti litinn búga-rð í Artesia, um 30 km frá Los An'geles. — Þar tók Pat við húshaldi tólf ára gömul, þegar móðir hennar lézt. Föður sinn mi-ssti hún árið, sem hún liauk gagnfræðaprófi. Thelma Pat vann nú fyrst í banka í heimabæ sínum en hélt þá til New York, þar sem hún starfaði á sjúkrahúsi í eitt ár. Þá sneri hún aftur heim og hóf kennaranám við háskólamn í Suður-Kaliforníu. Fjár aflaði hún með ýmsum störfum, fór meðal an-na-rs stundum með stadista- og smáhlutverk i kvik myndum, sem gáfu drjúgar tekj ur. Hún brautskráðist úr há- skóla siama ár og Nixon lauk lagaprófi. Þau kynntust í Mtlu áhuga- manna-lei'khúsi og 1-eit Nixon eft ir það ekki á aðrar stúlkur. Pat vildi hins vega-r baða VK-ngjumum ofurl'ítið lengu-r og BANDARÍSKUR blaðamaður, sem hafði rétt náð kosn- ingaaldri, þegar Richard Nixon var fyrst í framboði til embættis varaforseta, skrifaði í grein um hann fyrir nokkrum árum. „Frá því við jafnaldrar mínir greiddum fyrst atkvæði í kosningum árið 1952, höfum við með reglulegu millibili verið annaðhvort að styðja Richard Nixon eða vinna gegn honum. Sálfræðileg áhrif þess- arar staðreyndar eru einkar athyglisverð — helmingur okkar hefur öll fullorðinsárin ýmist verið að upplifa sigurfögnuð eða sár vonbrigði og hinn helmingurinn lifað í sífelldum ugg um að hann kæmist að. Það, sem skilur okkar kynslóð frá þeim, sem undan okkur komu og á eftir, er að við erum of ung til þess að muna þá tíma, þegar Richard Nixon var ekki á stjórnmálasviðinu og of gömul til þess að geta gert okkur vonir um það með nokkurri sanngirni að sjá hann hverfa þaðan.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.