Morgunblaðið - 31.05.1973, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 31.05.1973, Blaðsíða 20
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGU'R 31. MA.I 1973 20 Vidbrögö viö ræðu Kissingers: Ekki má rugla oiiKum málum saman Á öðrum stað hér I blaðinu er birt ræða sú, sem dr. Henry Kissimger, öryggismálafulltrúi Nixons, Bandaríkjaforseta, flutti 23. april s.l. um nauðsyn þess, að Atlantshafsríkin tsekju samstarf sitt til endurskoðunar í ijósi nýrra viðhorfa. Ræða þessi hefur eðiiiega vakið gif- urlega athygli og mikið heíur verið um hana rætt síðan hún var flutt. Ræðuna eða réttara sagt þau sjónarmið, sem fram koma í henni, ber vafaiitið á góma i viðræðum þeirra forset- anna Nixons og Pompidous hér á iandi. Ailtof iangt mál yrði að gera heildarúttekt á öllu þvi, sem um þessa ræðu hefur verið sagt og ritað undanfar- inn mánuð, en hér á eftir verð- ur drepið á þá þætti hennar, sem einkum hafa verið gagn- rýndir og rifjuð upp ummæii þjóðarleiðtoga um hana. 1 greim um ræðuna í The New York Times daginn eftir að hún var fiutt, sagði James Reston m.a., að í ræðu sinni, sem Nixon forseti hefði sam- þykkt, h fði Kissinger „sent boðska\ til Evrópu, sem írá söguíegu sjónarmiði sé aðeins un,nt að bera saman við þá frægu ræðu, sem George C. Marshall, þáv. utanrikisráð- herra Bandarikjanna, fiutti i Harvard fyrir 26 árum, þegar hann lagði fram þá áætiun um endurreisn Evrópu, sem við hann er kennd.“ 1 Moskvu birti Pravda greim um ræðu Kissimgers, og for stjórinn fyrir Tass fréttastof- unni, Zamiatine, gat hennar lít illega í langri grein í Soviet- skaya Rossia daginn eftir að hún var flutt. 1 þeirrl gnein sagði m.a.: „Efnahagslegar vemdaraðgerðir Vestur-Erópu valda Kissinger svo miklum áhyggjum, að Bandarikin hafa ákveðið að leggja til, að sam- inn verði nýr Atlantshafssátt- máli." I þessu sambandi er rétt að vekja athygli á þvl, að notkun orðsins Atlantshafssáttmáli get ur valdið misskilningi á ís- lenzku. Á ensku er gerður greinarmunur á The Atlant- ic Charter og North-Atlantic Treaty, en á íslenzku hefur orðið Atlantshafssáttmáii verið notað um báða þesisa siamninga. The Atlantic Charter er yfirlýs ing í átta liðum, sem þeir Roose velt, Bandaríkjaforseti og Churchill, forsætisráðherra Breta, komu sér saman um og birtu eftir fund sinn á miðju Atlantshafi í ágúst 1941. The North-Atlantic Treaty eða Norður-Atiantshafssáttmálinn, er samningurinn, sem var undir ritaður 4. apríl 1949 og er ;grundvö]Iur Atlantshafsibanda lagsins (North-Atlantic Treaty Organization, NATO). Þegar Kissinger talar um „a new At- lantic Cbarter" á hann við nýja grundvallaryfirlýsingu eins og þá, sem þeir Roosevelt og Chur chi'li komu sér saman um, en ekki breytin'gu á sáttmáia NATO, en hún kynni að koma í kjöifar nýrrar grundvallaryf- irlýsingar um samstarf Evrópu og Bandaríkjanna. Skal nú vikið aftur að við- brögðum við ræðu Kissingers. Joseph Luns, framkvæmda- stjóri NATO, gaf út yfirlýs- ingu, þar sem hann fagnaðd ræðunni og þó sérstaklega stað íestingunni á því, að Bandarik in hygðust halda áfnam að fylgja sömu stef.nu gagnvart Evrópu. K. B. Andersen, utan- rikisráðherra Danmerkur, lét í Ijós þá skoðun, að eðlilegt væri að hefja viðræður um eínahagsmál við Bandarikin en hins vegar mætti ekki blanda þeim saman vdð umræður um hernaðarmáiefni, eins og Kiss inger leggur til. SHkar umræð- ur ættu að fara fnam innan ramma NATO, en'Danir vildu ekki víkka starfsisviið banda- lagsins. Svipuð afstaða kom Josep Luns. fram hjá norsku rikisstjóm inni, Fyrsta skoðun írönsku rikis- stjómarinnar á ræðu Kissing- ers kom fram 26. april. SegiT m.a. í yfirlýsingu, sem gefin var að afloknum fundi frönsku ríkisstjómarinnar þennan dag, að hún muni skoða þau sjónar- mið, sem fram koma í ræðunni, með sama hugarfari og jafnan áður, en það mótist af trausti á Atlantshafsbandialaginu og virðingu fyrir frönsku sjálf stæði. Sir Alec Douglas-Home. 27. april flutti sör Alec Douglas-Home, utanríkistráð herra Breta, ræðu, þar sem hann fjallaði um sjónarmið Kissiingers. Þar lét sir Alec í Ijós þá skoðun, að það væri algjör misskálningur að dnaga úr efnahagslegum samruna Evrópu vegna ótta um, að hann hefði alvarlegar afleiðingar á samskipti Atiantshafsrikjanna. Sir Alec 'taldi einnig rangt að ætia sér að ieysa deilur um við skiptamál, gjaldeyri’smál og vamarmái sameiginlega í ein- um samningaviðræðum. 1. til 2. maí dvaldást Wffly Brandt, kanslari Þýzkalands í Washington og ræddl þar við Nixon, Bandarikjaforseta. 1 til- efnd af för sinni vestur um haf ritaði Brandt grein í The New York Times, þar sem hann fagnar a.m.k. ekki sérstaklega ræðu Kiissingers. 1 lokayfirlýs- ingu, sem geíin var að ioknum fundum ráðamannanna, er hvergi minnzt á „nýjan Atlants hafssáttmála", en samfcvæmt ræðu KissSngers ætlar Nixon að ræða um hann við æðstu menn Evrópu, þegar hann fer þangað fyrir lok þessa árs. I ræðu, sem Brandt flutti á fundd með biaðamönnum í Washington varaði hann við því að blanda viðskipta- og vamarmálum sam an. Hann minnti einnig á það, að innan Atlantshafsbandalags ins legðu Vestur-Evrópubúar til 90% landhersins, 80% flot- Willly Bratult. ans og 75% flughersins í Evrópu. Brandt lagðd til við Nixon, að efnt yrði til fundar æðstu manna Atlantshafsbandaiags- ríkjanna, þegar Bandarikjafor- seti kemur þanigað í haust. Frakkar hafa tekið slikum fundi dræmiega. Og er sagt, að Pompidou hafi farið hörðum orðum um frumkvæði Brandts, sem hann vissi ekki um fyrir fram. Hér má minna á það, að á fundum æðstu manna aðild- arlanda Efnahagsbandalags Evrópu hefur verið nokkur siamkeppnd milld Brandts og Pompidous um forystuhiutverk. Br tiallið, að Brandt hafi haft bet ur, a.m.k. á íundinum í Haag í desiember 1969, þar sem ákveð ið var í samræmi við tiilögu hans, að heimála Bretum og fleirum inngöngu í EBE. Sið- astd fundur æðstu manna EBE var haidimn í Paris í október s.L, þar tók Edward Heath, for sætisráðherra Breta, fyrst þátt í silkum fund'i. Má segja, að þar með hafi þriðja ríkið bætzt i hóp þeirra, sem vilja hafa for ystu fyrir Vestur-Evrópu. Sé aftur vikið að för Bnandts til Washington, má geta þess að lokum, að þýzkir blaða- menn, sem fyiigdu honum í ferð- innd, segja, að hann hafi iýst viðhoríi sinu ti'l „nýs Atlants- hafsisáttmáia“ með þessum orð- um: „Ég mundi fagna honum, en þar sem það tók okkur tvo daga að koma okkur saman um þá sameiginiegu yfirlýsingu, sem við gáfum út í fundarlok, getum við ekki búizt við því, að umnt sé að móta megim- ckrættá sáttmáJa á fjórum mán- uðum. . .“ 9. maí fjallaðí þing Efnahags bandaiags Evrópu um ræðu Kissiingers og mótmælti sérstak lega þeirri fuliyrðinigu hans, að Evrópa hefði aðeins svæðis- bundinna hagsmuna að gæta en hagsmunir og ábyrgð Bamda rikjanna næði til allirar veraid axinnar. Segir í áiyktun þin.gs- ims, að ábyrgð Efnahagsbanda- lagsins sé ekki einungis bumd- in við Evrópu. Japanir hafa ekki fremur en Evrópubúar beinlínis fagnað ræðu Kissingers og bugmynd- um hans, um að Japan tengd- ist Atl’antshafssamfélaginu á einhvern hátt. Ohira, utamrikis ráðherra Japan, lét þau orð falla, þegar hann var í opin- berri heimsókm i París fyrstu dagama í maí, að stjó’rn hans myndi ekki taka aístöðu, fyrr en hún hefði fengið nánari greimargerð og fastmótaðri til- lögur frá Bandarikjunum. Jean Marin, forstjóri frönskru fréttastofunna’r AFP, átti viðtal vdð Chou En-iai, forsætisráð- heirra Kína, 14. mai s.l. 1 viðtai- inu hefur kínversM forsætis- ráðherrann þetta um ræðu Kiss ámgers að segja: „Ég veit ekki, hvort ég hef rétt fyrár mér eða ekki, en ef til vffl hefur Kiss- imger viljað iáta í ljós eftáxíar- andl skoðun Bandairíkjanna: persónulega tel ég, að hann hafi viljað segja, að eftir sdð- arl heimsstyrjöldina eiigd þau ríki, sem eins og kinverakur málsháttur isegir: „nutu sömu gleði eimnig að deila sömu erf- diðlei'kum". Ef tdl vild er það með ráðum gert af honum að setja skoðun sina ekkd skýrar fnam í því skyni að kalla á athuga- semdir. Eða, hvers vegna nefndi hann Japam ? Kannski hefu-r hann viljað segja við Vesturlönd: þið hafið notið gleði okkar, deidið nú með okk ur erfiðleikunum. — Rétt er það, að nú er ár Evrópu. En Japamir kynnu að eiga erfitt með að taka þátt í ráðstefnum um evrópsk málefni. Tökum t.d. ráðstefnuna um samdrátt herafia, öld ríki Evrópu taka jafnvel ekki þátt í henni, þótt hún fjaili um málefni þeirra. Sjá má, að það er aðedns hluti Elvrópurikja, sem tekur þátt í samdrætti herafla austurs og vestura. Öðru máii gegnir hins vegar um öryggismáiaráðstefnu Evrópu, þvi að öll Evrópuriki bæði í austri og vestri taka Chou En lai. þátt i henni. En Japah tiiheyr- ir ekki Evrópu, þess vegna get ur lamdið ekki orðdð þátttak- andi. Þótt Japan sé ekki þátt- takandi, sitja fulltrúar Banda rikjanna og Kanada ráðstefn- una og Miðjarðarhafslandlin hafa látið í ijós áhuga á að senda áheymarfulltrúa. Hug- myndin um nýjan Atlantshafs- sáttmáia vikkar nú rammann, svo að hann nær tid Japán. Menn geta spurt sig um það, hvort það sé raumverulega nauðsyniegt. Ef mádin á að leysa eingöngu af Bandarikjun um og Sovétríkjunum, gefst ekki tækifæri til neinna um- ræðna. Siðari heimsstyrjöldin hefur haft í för með sér marg- vísleg vandamál, sem verður að leysa.“ Verður nú horf-ið frá kin- verskum málsháttum og næsta torsikildum ummælum Chou En- iai til Evrópu aftur. 21. tid 22. maí hittust þeir Heath, foraæt- Edward Heath. isráðherra Breta, og Pompidou i Paris. Á fundi þedrra kom fram, að viðhorf þeimna til ræðu Kissingers eru ekkii ólík, þótt þá greind á um ýmiislegt. Heath mun hafa lagt að Pompi- dou, að hann félliist á, að efnt ýrði til fundar æðstu manna At iantshafsbandalagsins, þegiar Nixon kemur tiH Evrópu. Þar siem Pompidou hefur forðazt að láta nokkuð fara frá sér beint

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.