Morgunblaðið - 31.05.1973, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 31.05.1973, Blaðsíða 9
MORGUNKLAÐIÐ, FIMMTUOAGJR 31. MAl 1973 9 Bandaríkin og Vestur-Evrópa í breyttum heimi Brandt kanslari og Nixon forseti. Mynd Jjessi var tekin í heimsókn þess fyrmefnda til B andaríkjanna i vor. Engimn vafi leikur á því, að með ferðum sínum á síðasta ári til Peking og Moskvu lagði Nixon forseti grundvöllinn að stórbættri sambúð Bandarikj- annav ið kommúnistaríkin. Ár- angurinn hefur ekki heldur lát ið á sér standa. Friður er að komast á í Vietnam og í Evr- ópu hefur hættulegum deilu- efnum fækkað mjög. Enda þótt öllum sé ljós munurinn milli hins frjálsa heims og kommún istaríkjanna, þá rikir ekki framar stríðsástand á mörkum þeirra eins og stundum áður til mikiis léttis öllum heimi. En samtímis þessu hafa vandamálin verið að safnast fyrir í hinum frjálsa hluta heims — innan NATO, milli Bandaríkjanna og Vestur-Evr- ópu annars vegar og miUl Bandaríkjanna og Japans hins vegar. Eftir sem áður hafa Bandarikin augljósa forystu á hemaðarsviðinu. En efnahags- léga hafa þau mátt láta undan siga, bæði undan Efnahags- bandalagi Evrópu (EBE) og Jápan. Nú, þegar EBE hefur verið fært út og nær til 9 landa með um 250 millj. íbúum, kem- ur þetta enn betur fram en áð- ur. Þannig duldist það engum, sem fylgdist með heimsókn Willy Brandts, kanslara Vest- ur-Þýzkalamds og Walter Scheels utanrikisráðherra tii Bandarikjanna nú í maibyrj- un, að mi'kil breyting er á orð- in. KanslariTtn hyggst vinna að þvi að gera Vestur-Evrópu að óháðum bandamanni Banda- ríkjanna. Samt eiga Vestur- t»jóðverjar sennilega meir und- ir Bandaríkjunum komið á hemaðarsviðinu en nokkur önnur þjóð í Vestur-Evrópu. 1 V-t>ýzkalandi eru á þriðja hundrað þúsund bandarískra hermanna og vera þeirra þar hefur verið homsteinn stefnu stjómar Brandts í öryggis- og utanrikismálum jafnt sem fyrri ríkisstjóma V-Þýzkalands. Yrði ráðizt á V-Þýzkaland úr austri, væri samtimis verið að ráðast á Bandaríkiin. Vera bandaríska hersins í V-Þýzka- landi ásamt veru hers frá Bret landi og Frakklandi hefur ver- ið órækasta sönnun þess, að árás á eitt NATO-riki yrði skoðuð sem árás á þau ölL Þrátt fyrir þetta hafa undir- tektir vesturþýzkra ráða- manna undir ræðu Henrys Kissingers um nýjan Atlants- hafssáttmála verið mjög dræm- ar og í yfirlýsimgunni, sem þeir Nixon og Brandt birtu að lokn um viðræðum sínum nú um mánaðamótin síðustu, var ekki minnzt á ræðu Ki'ssimgers einu orði. Ástæðan er vafalítið sú, að í hugmyndum Kissingers um framtíð NATO er að mati vest- ur-þýzkra ráðamanna sem þeirra frönsku enn gert ráð fyr ir of miklu forystuhlutverki Bandarikjanna iinnan banda lagsins. Ræðu Kissingers var hvergi fagnað nema í Bretlandi og það vakti að nýju þær skoð anir í Frakklandi, að samband- ið milli Bandarikjanma og Bret lands sé enn of náið eins og verið hefur frá fomu fari, til þess að unnt verði að líta á Bretland sem óháðan aðila inn- an EBE gagnvart Bandarikjun um. Þannig er eins víst, að til- lögur Kissingers verði yfirleitt ekki til meðferðar á fundi þeirra Pompidous og Nixons I Reykjavik nú. Frakkar líta ein faldlega á þær sem einhliða til- lögur Bandaríkjamanna bom- ar fram með bandaríska hags- muni fyrir augum og sem slík- ar geti þær ekki verið grund- völlur fyrir sameiginlegar fram tíðaráætlanir NATO. Það er þó eimkum tvennt, sem Bandarikjamenn eiga eftir að leggja áherzlu á gagnvart bandamönnum sinum í Evrópu og þeim síðamefndu verður ótækt að daufheyrast við. 1 fyrsta lagi geta Bandarikja menn með rétti krafizt þess, að þjóðir Vestur-Evrópu, einkum Vestur-Þjóðverjar,- taki miklu meiri þátt en áður i kostnaðin- um af Veru bandarísks herliðs í Evrópu. Erfiðleikar Banda- ríkjanna i gjaldeyrismálum stafa ekki sizt af stórfelldum kostnaði þeirra við að halda uppi fjölmennu herliði erlend- is. Utgjöld þeirra af þessum sökum renna i ríkum mæli í vasa þeirra landa, þar sem bandarískt herlið dvelst. Enda þótt tekið hafi verið tillit til þessa I mun meira mælá á und- anfömum ámm en áður svo sem í Vestur-Þýzkalandi, þá er því eftir sem áður þannig far ið, að þama er um stórfelldan fjárhagslegan bagga at ræða fyrir Bandarikin, sem svo Evrópulöndin hafa hagnazt á. í öðru lagi hafa Bandaríkja- menn gert sér grein fyrir þvi, að tollverndarstefna Efnahags bandaíagsins kann að valda miklum erfiðleikum í framtíð- inni og verða til þess að spilla sambúð Bandaríkjanna og að- ildarianda EBE ef ekki næst nýtt samkomulag um tollamál- in. Bandarikjamenn, sem hald- ið hafa mörkuðum sínum opn- um fyrir aðiildariöndum EBE, geta ekki sætt ság við það til lengdar, að þeim verði meinað- ur aðgangur að 250 millj. manna markaði EBE með vemdartollum eða á aninan hátt. Það era ekki hvað sízt Frakk ar, sem lagt hafa mdkla áherzlu á, að ýmis iðnaður og þó eink- um landbúnaðurinn innan EBE verði vemdaður með tollmúr- um, sem framar öðrum myndu bitna á Bandarikja mönnum. Þama er sennidega að fimna stærsta ásteytingarsteín inn milld Bandaríkjamanna og Frakka nú. Sjálfur hefur Nix- on forseti lagt fram á Banda- ríkjaþingi frumvarp, sem veit- ir forsetanum víðtækt vald til þess að hækka eða lækka tolla, ef með þarf. Aðgerðir forset- ans í þessu efni hafa hlotið góð an hljómgrunn heima í Banda- ríkjunum og víst er, að þeir þingmenn eru þar margir sem vilja láta beita innflutnings- hömlum gagnvart þeim ríkjum, sem beita tollmúrum tid þess að útiloka bandarískar vörar. Aðrir þættir stjórnmálaþró- unarinnar í Evrópu, svo sem austurstefna Willy Brandts eiga naumast eftir að verða deiluefni innan NATO. Mark- mið Bandaríkjamanna, Frakka og annarra þjóða NATO hefur fyrst og fremst verið að halda Rússum í skefjum. Endursam- eining Þýzkalands hefur hins vegar verið skoðað sem mál- efni Þjóðverja sjálfra. Willy Brandt hefur ekki látið af hendi þumlung Iands í hepdur kommúnistum, sem þeir ekki réðu yfir áður. Hann hefur að- eins viðurkennt staðreyndir með austurstefnu sdnni og tek- izt að draga að miklum mun úr þeirri hættu, sem stafað hef ur vegna Vestur-Berlínar í deilum austurs og vesturs. Þess ari þróun hafa Bandaríkja- menn jafnt sem Frakkar séð ástæðu til þess að fagna og enda þótt skipting Þýzkalands sé viðurkennd sem staðreynd af Willy Brandt og þessi skipt- ing landsins eigi eftir að verða Þjóðverjum dapur veruleiki um ófyrirsjáanlega framtíð, þá er full ástæða til þess að ætla, að Frakkar harmi þessa skipt- ingu ekki. Yrði Þýzkaland sam einað að nýju myndi það eflast að mun og þjóðir Evrópu eru löngu full saddar á Þýzkalandi sem stórveldi. Það er ekki í fyrsta s'nni nú — með ræðu Kissingers — að raddir heyrast um, að NATO þurfi endurskoðunar og endur- nýjunar við i breyttum heimi. Þegar árið 1958 bar Charles de Gaulle forseti fram þá skoðun, að bandalagið sam ræmdist ekki lengur i þáverandi mynd sinni aðstæðunum í breyttum heimi, frá því að bandlagið var stofnað. Slíkar skoðanir hljóta jafnan að koma upp með breyttu mati og breyttum að- sitæðum. En sameiginlegar lifs- skoðanir og menningararfur auk sameiginlegra hagsmuna í fjölmörgu tilliti á vettvangi stjórnmála, efnahagsmála og hermála eru þó sá grundvöllur sem vamarbandalagið NATO var upphaflega stofnað á. Allt þetta er enn til staðar sem grundvöldur framtíðarsam- starfs aðildarþjóða bandalags- ins þrátt fyrir deiluefni, sem kunna að koma upp milli þeirra og valda á stundum harkalegum árekstrum. Sam- staða þessara þjóða er því jafn raunhæf nú sem áður. Hversu mikið, sem á miili þeirra kann að bera, er hitt þó miklu meira, sem þær eiga sameiginlegt. Það er og verður grundvöllur sam viinnu þeirra. frá kr. 1973 TEKKNESKA BIFREIÐAUMBOÐIÐ Á ÍSLANDI H.F. AUÐBREKKU 44-66 SfMI 42600 KÖPAVOGI SÖIUUMBOD A AKUREYRI: SKODAVERKSTÆÐIÐ KAIDBAKSG. 11 B SlMI 12520 M. Sig.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.