Morgunblaðið - 31.05.1973, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 31.05.1973, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. MAI 1973 3 Forseti Bandarikjanna g-etur ekki oft um frjálst höfuð strokið með fjölskyldu sinni og jafnan eru á hælum hans öryggisverð- ir hvar sem hann fer, í opinberum eða einkaerindum. Þessi mynd var tekin fyrir nokkru af forsetahjónunum í gönguferð á Kyrrahafsströndinni. játaðist honum ekki fyrr en vorið 1940. Haft hefur verið eftlr Pat Nixon, að maður hennar hafi i þá daga aldrei minnzt á stj órn- mál og hún hafi ekki átt von á því að ganga með honurn þá þymum stráðu braut. „Honum gekk vel í lögfræðistarfinu og hann var vinsæll; alltaf var verið að kjósa hann formann einhverra samtaka, svo að ég vissi, að hann rnundi standa sig vel, hvað sem hann tæki sér fyrir hendur,“ er eftir henni haft — og víst er, að Pat Nixon hefur ekki alltaf verið ýkja ánægð með Mfsistarf manns sins og það, sem því hefur fylgt. Þegar Bandaríkjamenn hófu þátttöku í heimsstyrjöldinni síð ari gerðist Nixon sjálfboðaliði í flotanum og fór þaðan sjóliðs- foringi í styrjaldariok. Smávegis hafði hann byrjað aflskipti af stjómmálum fyrir stríðið en markmið hans voru þó enn á sviði lögfræð- innar. Republikanar stóðu föst um fótum i Whittier og ná- grenni en íbúar þar höfðu þó kjörið demókratann Jerry Voorhis í fulltrúadeildina ár- ið 1936 og æ siðan. Virtist hann þvi eiga þar nokk- uð tryggan sess, en eftir all- harða kosningabaráttu beið hann lægri hlut fyrir Richard Nixon. Eitt af fyrstu verkum Nix- ons í fulltrúadeildinni varðaði kynþáttamálin. Var hann, að ósk demökratans Adams Cley- tonis Powells, skipaður í undir nefnd fimm manna, og fékk sér staklega það verkefni að svara þingmanninum John Rankin frá Missiissippi, hinurn ákafasta talsmanni kynþáttaaðskiln- aðar. >á var Nixon falið að stairfa í Hertemefndinni, sem lagði grundvöllinm að Marshall-áætluninni og hefur hann jafnan tálið það starf einikar mikilvægt fyrir sig. Að eigin ós'k var hann skip- aður í verkalýðsmálanefnd og átti þátt í undirbúningi Taft- Hart'ley laganma. Þar kynntist hann John F. Kennedy; þeir voru andstæðrar skoðunar í því máii og fleirum, en rök- ræddu þau með mestu vimsemd. En kunnastur varð Nixon fyrir starf sitt í nefndinni, sem rannsakaði andbandariska starfsemi (The Houise Un- American Activities Committee — skammst. HUAAC). 1 þá nefnd hafði hann verið skip- aður án eigin tiimæla og án þesis, að hamm hefði tiltakan- legan áhuga á starfi henmar, þó hann hefði ekki hikað við að nota það gegm Voorhis í kosmimgabaráttumni, að komm únistar væru meðal stuðnings- manna hans. Sem ungur og metnaðargjarn þingmað- ur kveðst Nixon hins vegar hafa tekið með þökkum öllum tækifærum, sem honum gáfust til starfa í fulltrúadeildinni. Hefur löngum verið litið svo á, að skipan hans í nefnd þessa og afskipti hanis af máli Algers Hiss hafi verið hvað örlaga- ríkastir þættir í stjómmálaferli hanis. Mál Algers Hiss Nixon hafði fyrst heyrt get- ið um Alger Hiiss í febrúar 1947 skömmu eftir að hann kom fyrst tO Washimgton. Hann ræddi þá við prest, að nafni John F. Cronin, kennara í heimspeki og hagfræði, sem vann að því í fristundum að að stoða við skipulagningu verka lýðsifélaga. Hafði Cronin brugð ið illilega í brún, þégar hann uppgötvaði hvernig vinstri- sinnar og kommúnistar sem hann var l'itt hrifinn af, höfðu komið sér fyrir í ýmsum mikil- vægum iðjuverum. Tók hann sér því frí frá störfum til að rannsaka starfsemi komm únista og fannst stjómvöld allt of skeytingarlaus um það sem fram fór og ginnkeypt fyrir þeirri fullyrðingu að vtastri- sinnar væru „menn frjálslynd- ir, sem vildu flýta umbót- unum“. Nefndin, sem fjallaði um and bandaríiSka starfsemi, ýar þeg- ar umdeild orðta og varð al- ræmd, þegar hún tók að fjalla um mál Algers Hiss, eftir að fyrrverandi kommúnisti, Whitt- aker Chambers, ritstjóri viku- ritsins TIME upplýsti við yfir- heyrslur, að hann hefði starf- að með Hiss innan kommúnista flokksins. Hiss var maður mikils met- tan í utanrikisþjónustunni í Washington; lögfræðtagur, menntaður frá John Hopk- ins háskóla og Harvard, hafði verið með Roosevelt á Yalta ráðstefnunni og verið aðalrit- ari ráðstefnunnar í San Fran- sisco þar sem samtök hinna Sameinuðu þjóða voru stofn- uð. Sömuleiðis var hann aðal- ráðgjafi bandarisku sendi- nefndarinnar á fyrsta Allsherj arþingi S.Þ. og árið 1947 var hann skipaður forstöðumaður Camegie friðarsjóðstas en stjómarformaður hanis var John Foster Dulles, helzti sér- fræðtagur republikana í utan- rikismálum. Þegar fréttist um framburð Ohambers fór Hiss fram á fund með nefndinni til að bera af sér sakir. Gerði hann það með miklum glæsibrag og sannfærði alla viðstadda nema Richard Nixon, sem dró í efa þá stað- hæfingu Hiss, að hann þekkti ekki Chambers. Nixon hafði eltkert fyrir sér annað en bugboð og innsæi hinis glögga lögfræðtags. Hon- um hafði fundizt framkoma Ohiambers trúverðug og það sat í honurn, að Hisis tðk jafnan svo til orða, að hann hefði aldrei þekkt mann „að nafni Whitt- aker Chamber.s“ — sú spum- tag tók að leita á Nixon hvort hann kynni að hafa þekkt hann undir öðru nafni. Þvert ofan í allar ráðlegg- ingar hélt Nixon áfram að kanna málið og yfirheyra Chambers um kynni þeirra Htas. Upplýsingamar urðu æ athyglisverðari og bar hann þær að lokum undir fjóra að- ila, kunman frjálslyndan blaða mann frá New York Herald Tri'bune, Wiiliam P. Rogers, John Foster Dulles og Allen Dulles. AHÍr létu þeir sannfær ast um, að málið krefðist frek- ari meðferðar þtagnefndarinn- ar. Áttu þá en.n eftir að koma fram mikilvægar upplýsingar og gögn, sem leiddu loks til málsóknar á hendur Al- gers Hiss og fangelsisdómis fyr ir metasæri og njósnir. Nixon varð þjóðfrægur mað- ur fyrir þátt hams í þessu máli. En það bakaði honum líka óvin sældir og ævarandi fjandskap margra sem höfðu stutt Hiss og haldið uppi vörnum fyrir hann, — og voru menntamenm þar fremistir í flokki. Hefur ver ið sagt um Hiss málið, að Nixon gæti i senn þakkað því hve snemma hann var kjörinn vara forseti Bandarikjanna og kennt því að nokkru leyti ósig urinn fyrir Kennedy í forseta- kosninigunum 1960. Sigrar og ósigrar Árið 1950 fór Nixon í fram- boð til öldunigadeildarinnar og hafði þar sigur eftir illskeytta baráttu gegn Helen Cahagan Douglas, sem áður hafði orðið að ganga í gegnum eld og brennisteta, er flokksmenn heninar, demókratar, höfðu lagt í leið hennar til útnefningar. Hissmálið og áhrif kommúnista voru helztu deilumálin í kosn- taigabaráttunni, sem skildi eft- ir sig varanleg ör. Árið 1952 hófst svo ferill Nixons sem virkasta varafor- seta Bandaríkjanna til þess tírna. Eisenhower veitti honum meiri íhlutun og aðild að stjórn arstörfum en áður hafði þekkzt og hanm átti verulegan þátt í mótun utanríkisstefnu Banda- ríkjanna næsta áratug. Hann heimsótti fjölmörg lönd sem varaforseti og eru sérstaklega minnisstæðar ferðir hans til Sovétrikjanna, þar sem hann átti hinar frægu eldhússrökræð ur við Nikita Krúsjeff á banda risku vörusýningunni í Moskvu og til Canaoas i Vene- zuela, þar sem gerður var að- súgur að homum og fylgdarliði hans, bifreiðar þeirra grýttar og rúður í þeim brotnar. Eim- hverjum á Islandi kann og að vera mimmisstæð stutt viðdvöl hanis hérlendis um jólaleytið 1956, er hann heimisótti forseta Islands að Bessastöðum. Mánuðum saman gegndi Nixon störfum forseta vegna vei'kinda Eisenhowers og þótti framkoma hans þá við sam starfsmenn og ráðherra honum mjög til vegsauka. Hins vegar varð hann að yfirstíga háan þröskuld til að komast inn í Hvita húsið með Eisenhower, því að í kosningabaráttunni komst á loft sá kvittur, að Nixon hefði með leynd þegið laun frá auðmönnum í Kaii- forniu. Ástæðan var sú, að nán u®tu stuðningsmenn Nixons höfðu stofnað sjóð til að standa straurn af útgjöldum vegna kosningabaráttu hans og til þess að gera honum jafn- framt fært að vinna stöðugt að framgamgi Re p u bl ik a n;. flokkis - ins í stað þess að miða tillag hans við stutta kosmingabar- áttu hverju sinni. Laun Nix- ons sjálfs dugðu emgan veginn til þess að standa undir póli- ti'sku starfi hans og eignir hans voru þá mjög takmarkaðar. Lyktaði þessu máli með því, að Nixon kom fram í sjónvarpi og gerði nákvæma grein > *'r fjár reiðum sínum, tekjum og út- gjöldum, tilkomu sjóðsins og notkun hans. Sömuleiðis bar hann afdráttarlaust af sér þann áburð, að hann hefði þeg ið gjafir frá stuðningsmönnum — en viðurkenndi þó, að hvolp ur einm hefði verið sendur fjöl skyldumni og væri orðið sllíkt eftiriæti hennar, að hj*,n væri staðráðinn í því að halda hon- um, hvað sem hver segði. Þessi sjónvarpsræða Nixons, sem gjamam er kennd við hvolpinn OhecAers, varð hon- um til mikils álitsauka; þótti jafn afgerandi fyrir sigur hans þá og sjónvarpskappræður hans við Kennedy fyrir ósigur hans í kosningabaráttunni 1960. Raumar mátti kenna ósigur- inn 1960 mörgum samverkandi þáttum og mistökum Nixons sjálfs og annarra. Hið pólitíska Franihald á bls. 17. Þó að tiðum sé sagt um Nixon, að hann sé maður fáskiptinn og dulur hefur það ekki háð honuni í samskiptum við kjósendur. Hér hlýðir hann á skoðanir fulltrúa eldri kynslóðanna. Forsetafrú Bandarikjanna, Pat Nixon.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.