Morgunblaðið - 31.05.1973, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 31.05.1973, Blaðsíða 13
MORGU'N'BLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. MAf 1973 13 Valery Giscard d'Estaing. pundið og dollarann. Eftir að de Gaulle spairkaði honum 1966 notaði Giscard sinn eigin li'tLa stjórnmálaflokk til að taka upp stefnuna „Já, en. . sem Pompidou lýsti einu sinni svo, að Giseard d'Estaing hefði „tekið sér sœti á milíli tveggja stóia og vonandi dytbi hann á rassinn niður á milli". En Gis- card kom niður á fæturna og gerðist meh'a að segja fjár- málaráðherra í fyrstu stjórn Pompidous forseta. Þar tók hann af meiri gætni til við að endurvekja efnahagslegt og fjármálalegt jafnvægi í Frakk- landi með minnii hömlum á gjaldeyrisviðskiptum, jafnari efnahagsþróun og meiri gæbni í fjárhagsáætlunum. Á alþjóðavettvangi var hann ákafur stuðningsmaður aðildar Bretlands að Efnahagsbanda- laginu og samvinnu Evrópu- ríkja um gullforðann, gengi gjaldmiðilsins og lán Alþjóða- g j aldeyriss j óðsins. 1 siðustu viku lét Valery Gis card d'Estaing af formennsku í Independent flokknum. Marg- ir túlka það þannig að hann sé að búa sig undir að geba orðið frambjóðandi til forseta- embættisins síðar meir. Em hann er nú talinn einn af þrem ur stjórnmálamönnum Frakk- lands, sem líklegir eru til að geta komizt í siíka aðstöðu. Pompidou forseti er talinn hafa á honum mikið álit, og er það skoðun forsetans að sMkir menn eigi ekki að vera bundm- ir flokksstarfi stjómmálaflokk anna. Þegar Valéry Giscard d’Esta- iing varð í fyrsta skipti fjár- málaráðherra Frakka á árinu 1962, þá 35 ára gamall, var hann yngsti franski fjármála- ráðherrann síðan hinn frægi Raymond Pinoarré 1894 gegndi ermbættimu. Hann er kominn af þekktri og auðugri embættismannaætt, sonur fjármálamamnsims franska Edmonds Giscard d'Estaing. Hann átti að baki glæsilegan námsferil I stjórm- vísindum og verkfræði og starfsferil í fjármálaráðuneyt- inu frá 1952, þar sem hamn m.a. bar mesta ábyrgð á sammingu og framkvæmd fjárliagamna eft- ir að hann varð aðstoðarráðu- neytisstjóri 1959. 1962 tók hamn við fjármálaráðherraemb ættimu af Wilfrid Baumgartmer, er skipt var um 5 ráðherra í stjóm Debrés. Valery Giscard d’Estaimg tók snemma að hafa afskipti af stjórnmálum og var kosimn á þing 1956 fyrir Independemt- fflokkinn. Þegar hann varð fjár málaráðherra varð harnn sam- kvæmt stjórnarskránni að vikja og láta varamanni sínum eftir þingsætið. Giscard var áfram fjármála- ráðherra í stjórn Georges Pompi dous, sem mynduð var seirnt á árimu 1962 og var þar til 1966. Og þegar Pompidou varð for- seti og ný stjórn var mynöuð í júni 1969, tók hanm aftur sæti fjármálaráðherra i stjórn Cha- bams Deimas, em hafði í milli- tíðinni verið borgarstjóri í bæn- um Chamalieres og þingmaður. Þegar forsetaskiptim urðu í Frakklandi 1969, er George Pompidou náði kosningu, hafði hann í sinni hörðu kosningabar áttu lagt áherzlu á það, að næði hann kjöri, þá mundi hanm halda stefnu de Gaulles og fullum tengslum við fyrri málefni, en jafnframt koma á sumum þeim breytingum sem kjósendur sýnilega ætluðust tii með þvi ’ að snúa baki við de Gaulle og kjósa hann í stað- inn. Fyrsta verkefni hims ný- kjörna forseta var þvi að koma saman stjórn í samræmi við þetta. Hann hafði haldið þvi fram, að undir sinni stjórm yrði rúm fyrir bæði gaulMsta- og ekki-gaullisrta. Og þar sem hamn var ákveðimm i að gefa stjórninni frjálsiegra yfirbragð en á timum de Gaulles, þá varð ekki hjá þvi komizt að særa ýmsa í hópi stuðningsmanma de Gáulles. Ekki tókst raúnar að tilkynna um nýju stjómdna fyrr en 48 klukkustumdum eft ir að Pompidou var settur inn i embættið. Mikilvægustu emb- ættin höfðu farið til manna, sem voru þekktir að því að vilja sem mest tengsl Frakka og annarra Vestur-Evrópu- rikja á stjómmálalegu og efna- hagsiegu sviði, og var þar fremstur í flokki fjármálaráð- herrann Valery Giscard d’Estaing. Hann var óumdeilan- lega mun Evrópusinnaðri en fyrirrennari hans. Giseard var þó ekki valinn fyrr en að frágengnum Antoine Pinay, persónugervinigi stöðug- leikans í frönskum efnahags- málum, sem baðst undan starf- inu. Eftir það þótti hann sjálf- sagður, þótt hamn væri andstæð ingur hinna tryggustu gaull- ista, sem uppnefndu hann „Gis cariot" eftir að hann beitti sér tdl andstöðu við de Gaulle í úr- slitaatkvæðagreið'sLunmi í apríi. Giscard, sem er glæsilegur, fluggáfaður og auðugur maður og dregur ekki dul á metnað sinn, þykir mimna talsvert á Kennedýana í bandarískum stjórnmálum. Birtar hafa ver- ið af honum myndir á skíðum á Grand-Motte jöklinum og við villisvímaveiðar í Sovétrikjun- um. Og hann leikur póló i Póló klúbbnum i Paris. En helzta dægrastytting hans er þó að leika á harmoniku. Þau fjögur ár, sem Giscard d’Estaing var fjármálaráðherra á döigum de Gaulles, lagði hann miklar hömdur á verð- hækkanir, sem var af mörgum keramt um óróann á efnahags- sviðinu árin á eftir, en veitti de Gaulle aftur á móti tæki- færi til að ráðast á sterlimgs- Franska stjórnin ásamt Pomp Idou iorseta. Myndin var tekin eftir ráðherraskiptin fyrir fá- um mánuðum. Verður Giscard d’Estaing forsetaefni Frakka? George Shultz, f jármálaráðherra: Ráðgjafi fjögurra for- seta Bandaríkjanna GEORGE Pratt Sliultz, fjár- málaráðherra Bandaríkjanna tók fyrst við ráðherraembætti í desember 1968 og þá var hann skipaður verkalýðsmálaráð- herra. Þeirri tiiskipun var al- mennt fagnað bæði af atvinnu- rekendum og verkalýðsforingj- um. Þótt Shultz, sem hafði ver ið rektor verzlunarháskólans í Chicago frá 1962, væri lítt þekktur meðal almennings, hafði hann lengi verið í miklu áiiti hjá verkalýðsfélögunum, hjá atvinnurekendnm, hjá rík- isstjóminni og meðal mennta- manna almennt. Sem dæmi um það má nefna að hann hafði verið ráðgjafi í efnahiagsimá'lum hjá Eisen- hower, Kennedy og Johinson og kennari við Masisachusetts Institu'te of Teohnology áður en hiann tók við stöðu rektors í CJhioago og síðan ráðherraemb ættinu í sitjóm Nixons. Shul'tz gegndi stöðu verka- lýðsmáilaráðherra af mitóum dugnaði og hæfni en jafnframt var ieitað tii haims oftar og oft- ar í saimbandi við efnahags- og fjármál ríkisins og í maí 1972 var hann skipaður fjármálaráð herra Bandaríkjanna. Shultz fæddist í New York, 13. desember 1920, einkasonur hjónanna Birl E. og Margaret Pratt Shultz. Faðir hams sem 'hafði hásikólapróf í söigu var starfsm'aninaistjóri hjá Americ- an Intemational Corporation, þegar hann fasddist en tveim árum seinna stofnaði hann „The New York Stock Ex- change Inistituite", þjálfunar- skóla fyrir fólk sem starfaði á verðbréfamarkaðiinum. George Shultz fékk sína fyrstu nasasjóin af viðskiptum þegar hann var tólf ára gam- all, en þá var kreppan hvað verst í Bandaríkjunum. Hann hóf að gefa út fjölritað dag- blað og fékk sína fyTStu lexíu i ef n ahagsmál um þegar ná- granni nökkur neitaði að kaupa blaðið fyrir fimm sent, á þeirri forseindu að hainn gæti fenigið Saturday Evening Posit fyriir sama verð. Fyrirtæki Shultz fór snarlega á hausinn. Fjöiiskyldain gat þó hlíft hon um við fleiri siífcum skipbrot- um og sendi harnn í einkaskóla í Connecticut. Þegar hanin lauk pröfi þaðam 1938 innri'taðist hann i Princeton háskóla og þaðan tauk hann prófi í hag- fræði. Þar fékk hiamm fyrst á- huga á efnahagsmálum. Þegar hann útstorifaðist, 1942 (cum laude), var heims- styrjölldin hafiin og Shultz gekk i landgönguliðið og barð- ist á Kyrrahafsvígstöðvunum. 1945 þegar haran losnaði úr her þjónustu inraritaðist haran í Massachusetts Insíitute of George Shuite Technology, til framhalds- náms og var þá jafnframt að- stoðarkeraraari í hagfræði. Meðan hann kenndi þar og stundaði nám sitt fékk hann mikiran áhu-ga á verkalýðs- og atvirmumálum og doktorsrit- gerð hans fjallaði um launa-, atvinnu- og efinahiagsmál skó- iðraaðarins í Broofcon, Massa- chussetts. Með þeirri ritgerð byrjaði stjarna hans að rísa. Ritgerð- in var birt í „Armals of tihie American Academy of PoLit- ical and Soeial Science" og var þar borið mikið lof á hana. 9íð an hafa honum verið faldiar margar ábyrgðarstöður og hann heíur átt sæti í og verið for- maður fjölmargra nefnda sem hafa fjállað um efnahags- og atvLnimumál, annaðhvort á veg- um ríkisstjóma eða stofnana. Hann hefur nokkrum sinnum þurft að taka sér frí frá stöirf- um til að vera sérlegur ráð- gjafi forseta og var kailaður af bæði Eisenhower, Keranedy og Johnson í því skyni. Hairun stundaði einnig keransiiu í hag- fræði og átti sæti í ýmsum sér fræðinefndum sem Nixon skip- aði, áður en honum var svo boðin ráðherrastaða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.