Morgunblaðið - 31.05.1973, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 31.05.1973, Blaðsíða 12
12 MORGUNIBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. MAt 1973 William Rogers William Rogers með Einari Ágfústssyni við komuna til íslamls i fyrra. WILLIAM Rogers U'tanrikisráð herira kemur nú í þriðju heim- sókn sína tii Isiands. Hann kom hingað fyrst um jódin 1956 i fylgd með Richard M. Nixon, sem þá var varaforseti Banda- ríkjanna. önnur heimsókn Ro-g- ers varð nokkuð söguieg þegar nokkriir stúdentar og féiagar úr Æskuílýðsfylkingunriii meinuðu honum og Einari Ágústssyni inngöngu í Árnagarð í mai i fyrra. Wiiliam Rogers, sem verður sextugur 23. júni, tók við emb- ætti utanrikisráðherra Banda- rikjanna þegar Nixon tók við forsetaembættinu 20. janúar 1969. 1 embættiisrekstri sínum hefur hann ferðazt víða um heim, og hann er sagður hafa átt mikinn þátt í þvi að Nixon fór I sina sögulegu heimsókn tii Kína auk þess sem hann hefur unnið að bættum samsklptum Bandaríkjanna við lönd í öllum heimsálfum. Leiðiir þeirra Náxons og Rog- ers hafa oft legið saman frá því þeir fyrst kynntust er þeir báðir voru sjóliðsforingjar í hei'misstyrjöldinnl síðari. Nixon var kjörinn þingmaður árið 1946, en Rogers geirðist aðal ráðgjafi rannsóknarnefndar öld ungadeildarinnar. Þegar Nixon varð varaforseti í janúar 1953, tók Rogers við embætti aðstoð- ar dómsmálairáðherra, og þegar Nixon var endurkjörinn vara- forseti fjórum árum síðar varð Rogers dómsmálaráðherra. Að siðara kjörtimabilinu loknu hófu báðir lögfræðistörf hjá þekktum lögfræðiskrifsrtofum í New York, og stunduðu þau þar til Nixon var kjörinn for- seti. William Pierce Rogers, eins og hann heitir fullu nafni, fæddist í borgimmi Norfol'k í New York ríki 23. júnl 1913. Hann var 13 ára þegar móðir hans lézt, og tóku þá afi hans og amma við uppeldinu. Hann tók BA-próf frá Colgate háskóla árið 1934, lauk síðan lögfræði- prófi frá Duke háskóla og framhaldsnám stundaði hann við Comell háskóla árið 1937. Að námi loknu gerðist Rog- ers aðstoðairsaksóknari New York, og gegndi þvi embætti þar til að hann gerðist foringi í flotanum skömmu eftir að Bandarikin urðu aðilar að sið- ari heimsstyrjöldinni. Gegndi hann herþjónustu árin 1942—- 46. Á skólaárunum kvæntist Rog- ers skólasystur sinnii í Comell, Adele Langston, sem kom með manni sínum hiingað tii lands í fyrra. Eiga þau þrjá synd og eima dóttur. Hlédrægi maðurinn, sem varð utanríkis- ráðherra MICHEL Jobert, utamríkisráð- herra Frakka, er i för með Pompidou forseta í íslandsför- itnni. Þegar hann fyrir fáum mánuðum varð skyndilega utan ríkferáðherra og margir Frakk- ar spurðu hissa, hver hann væri eiginlega, þá rifjaðist það upp að undanfarin ár hefur Jo- bert ávallt sézt með forsetanum í mikilvægum erindagerðum er- lendis. Hann var með honum í Moskvu, á Azoreyjafundinum, i Bretlandi, Róm og nýlega í Minsk. AMt voru þetta fundir, sem hann hafði átt mikinn þátt í að undirbúa. Hann er nokkurs konar Kissinger Frakklands, segja sumir. Og telja að það sanni a.m.k. að þessi skyndi- lega útnefning hans sem utan ríkisráðherra sé á góðum rök- um reist. 1 London, Bonn og Moskvu þekki menn vel utan- ríkisráðherrann nýja. í utanríkisráðuneytinu á Quai d'Orsay sat nú allt í e'inu við stjórn maður, sem hvorki var þangað kominn úr stjóm- málalifinu né sandiráðunum. Viðbrögðin voru þó ekki fjand- samleg. Lengi hafa allir vitað að öll mikife háttar utanríkis- mál eru nú ákvörðuð í forseta- höilinni. En ekki hafði þó ver- ið búizt við þvi að Elysée-höli sendi sinn ; aimn nr. 1 til að taka hið sa sæti Mauriice Schumanr Jobert sj.VTur mun ekki hafa haft hugr i l um þetta fyrr en á síðuiS'tu 'indu. Blaðamaður hafði be mmæii eftir hon- um að?'m iiálfum mánuði áð- ur: „Forsetimn er ákaflega spar á kifíð. Atlan þann tima, sem ég hef unnið með honum hef- ur hann ekki í eitt einasta skiptí borið . . . . Jú, annars, bíðið þér við. Eftir samninga- viðræðurnar sem leiddu til inn- göngu Breta í Efnahagsbanda- lagið — sem ég áttó svolítinn þátt í — sagði forsetinn ailt í einu: Jobert, ég held að við höf um unnið þarna gott verk. Kannski hefur harun viljað vera vingjarnlegur . . . .“ Eflaust heldur Pompidou fyr- irætlunum sinum ekki mikið á loft fyrirfram. Árum saman hefur hann þó vitað hvers virði hann væri, þesisi kyrriáti, duli, Miehel Jobert, utanríkisráðherra. Enginn veitti honum sérstaka athygli, en hann var ávallt þar sem Pompiilou var á mikilvarguni fundum. — Michel Jotiert lengst til vinstri í fremstu röð. þöguii og í senn ljúfi og ákaf- lega varfæmi maður, sem all't- af hefur verið honum trúr, án þess að yera undirgefinn. Michel Jobert er 52 ára gam- all, iágvaxinn maður og grann- ur og með hátt hvelft enni. Hann er fæddur í Marokko 1921 og nam í París stjómvísindi og stjórnunarfræði. Eftór það lá leiðim eftir embættismanniastig- anum I ráðuneytum og stjórn- arskrifstofum. Hann var t.d. starfsmaður og ráðunautur í at vinnumálaráðuneyti Pauiils Ðac ons, og tæknilegur ráðunautur Mendes France, forsætiisráð- herra, og dáðist eins og svo mairgir ungir embættismenn þá að hinum róttæka leiðtoga. Hann fylgdi Mendes France, þar til hann lét af stjórn. í upp hafi 5. lýðveldisdinis var Jobert ráð u ncytisstj óri í ráðuneytli Ro berts Lecourts, og vann mjög mikið að liausn mála Vesitur- Afríkunýlendnaruna, sem voru að búa sig undir sjálfstæði. En 1962 fær Francois Xavier Ort- oli, ráðuneytósstjóri hiins nýja forsætisráðherra Pompidous, því til leiðar komið að hann fái hjálparroann til að deila með sér einbættinu. Það er Michel Jobert. Og 1966 verður hann ráðuneytisstjóri forsæt.feráð- herrans. Síðan hefur hann ver- ið hægri hönd Pompidous, og fylgt honum trúlega, jafnt þann stutta tíma setn harun var úti í kuldanium og svo áfram í forsetahöllina. Frá 1969 varð Jo bert f ra m kva-mdastj óri forseta embættisiins. Og sem sd’íkur var hann raunverulega nr. 2 — sá sem kippir í allar spotta, undir- býr allar áætlanir og f jallar um aiilair ákvarðaniir áður en hin op inbera stjóm gerir það. Menn hafa veitt athygili þeirri likingu, sem er með embættis- frama Michel Joberts og Georg es Pompidous. De Gaule opn- aði leiðina að hinum gliæsta stjómmálaframa fyriir Pompi- dou, embættismanninm, sem þá var, og nánasta samsfcarfsmann sinn og leiddi þeninan tækni- mann ríkismálefnanna upp I sæti forsætisráðherna. Georges Pompidou fer alveg eins að varðandi Michel Jobert, sem hann fær nú lykilaðstöðu í nýrri stjóm Messmers og skip ar þar sem bamn e.t.v. á eftir að flytjast I sceti forsætisráð- herra. Þó Miehel Jobert hafi svo lengi gegnt ábyrgðarstörfum við hlið forseta Frakklands, þá er hann ekki mjög þékktur með al almenniings. Hann er vin- gjarnlegur, kurfeis og ákaflega jafnlyndur. Meðai embættis- manina og blaðamanna er hann þekktur að því að vera þöguM sem gröfin. Hann tekur á mótá þeim, sem erindi eiga Við hiann, hlustar með atihygli á þá og gefur svar. Og hann frarn- kveemir hlutima. í Frakklandi er allt of mairgf fólk, Sem vili vel, en geriir svo ekkert annað en það, segiir hann. Hainn fylig- Ist vel með innanlandsmálum, er þrautkunniugur innan.ríkis- stjórnmálum og persónulegri togstreitu í þinginu og gerir sér ekki falskar hugmyndir um mannkynið. Hann eyðir tima í að hugsia máMn og íramkvæm- ir ákvarðaniir slnar, en heldur einkalífi sínu utan við opinber- an vettvang. Kona Joberts, Muriel Green, er bandarísk að uppruna og Marc sonur hains, 15 ám, er í menntaskóla. Þau halda áfram að búa í gömiiu íbúðinni sinni í Boulonge-BiMancourf. Stutt sum arfrí tekur ráðherrann á Kor- siku eða i Pyla. Og hefur þar fyrir utan eitt áhugamái í tóm stundum slnum — vemdun náttúrunnar. Því máli hefur hann siirint af alhug siðan hann veiitti forstöðu hinni opinberu skógræktarstofinun. ■r.nm

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.