Morgunblaðið - 31.05.1973, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 31.05.1973, Blaðsíða 6
6 MORGLTNIBLAÐÍÐ, FIM.MTUDAGUÍR 31. MAÍ 1973 Síðasit þegar forsetamir Nix on og Pompidou ræddust við, á fundimuTn á Azoreyjum í desem ber 1971, voru efnahagsmál og viðskipti aðaiumræðuefni þeirra. Þessi mál hafa jafnan verið efst á baugi þegar þeir hafa hitzt að máli og fundurinn í Reykjavik verður engin und- antekning. . Nixon og Pompidou í Washington 197«. Fyrri fundir forsetanna Pompidou hafði lengi gagn- rýnt stefnu Bandaríkjanna í gjaldeyrismálum áður en Azor- eyjafundurinn var haldinn og það var þvi töluverður sigu/r fyrir hann að ákvörðun Nixons um að fella gengi dollarans um 8,6% og afnema 10% innfiutn- ingstoll, sém hahn hafði seft á nokkrum mánuðum áður, var fyrst birt opinberlega í sameig- inlegri yfirlýsingu þeirra á fundinum. Að visu hafði Nixon tekið þessa ákvörðun áður en fund- urinn var haldinn og hann fékk Pompidou til þess að fallast á að víkka bilið sem frankinn fengi að fljóta á milli, lækka tolla á innflutningi frá Banda- rikjunum og taka þátt í þvi með öðrum aðildarlöndum Efna hagsbandalagsims að hefja sammingaviðræður við Banda- rikin um viðskiptamál. Nixon hlaut k)f fyrir hug- rekki sem hann hefði sýní með ákvörðun sinni um gengisfelil- inguna. Báðir forsetamir gáfu verið ánægðir með fundinm á Azoreyjum, en nú er kominn timi til þess að taka þessi mál fyrir að nýju. Eftir á að koma í ljós hvort Reykjavíkurfundur- inn verður eins árangursrítour. Fundurinm á Azoreyjum var haldinn í bæ við Angra do Heroismo, Hetjuflóa. Haft var á orði að Nixon hefði orðið starsýnt á farkost Pompidous, hijóðfráa Concorde-þotu, sem hann ferðast einnig með til Reykjavíkur. „Ég vildi að við hefðum smíðað svona flugvél sjálfir," á Nixon að hafa sagt. Greinilegt var á Azoréyja- fumdinum að andrúmsloftið i samskiptum Frakka og Banda- rikjanna hafði breytzt mikið síðan á valdadögum de Gaulles hershöfðingja. Pompidou hafði sjálfur átt mikinn þátt I að breyta þessu andrúmslofti tii batnaðar þegar hann fór í opin bera hehnsókn til Bandarikj- anna í febrúar/marz 1970. Bandaríkjaferð Pompidous var kötluð „sáttaveizla" gam- alla bandamanna, sem hefðu fjarlægzt vegna kuldalegs stæri lætis de Gaulles og Johnsons forseta. Aðaltilgangur ferðar- innar var að koma á persómu- legu sambandi milli Nixons og Pompidous. Öilum virtist bera saman um að það hefði tekizt. „Við skildum hvor annan,“ sagði Pompidou að loknum við ræðum við Nixon. „Við glim- um við vandamálin á sarna hátt,“ bætti hamm við. Og Nix- om sagði: „Ég hélt að Pompi- dou væri settlegur Parisarbúi en staðfesta hans og ákveðni hafði mikil áhrif á mig.“ I*að skipti því ekki mildu máli þótt mótjmælaaðgerðir vegna sölu Frakka á 110 Mirage þot- um til Líbýu vörpuðu skugga á heimsóknina. Ekki verður sagt að eins vel hafi farið á með Nixon og de Gaulle þegar Nixon kom við í Paris á átta daga ferð sinni til Evrópu i marz 1969, nokkrum mánuðum eftir að hann tók við embætti. Kumnur bandariskur blaða- maður, Hugh Sidey sagði: „Und ir lokin varð andrúmsloftið ein hvern veginn þvingað og óþægi legt. Nixon virtist ekki nógu öruggur með sjálfan sig.“ Þessi ferð Nixons var fyrsta tilraunin sem hann gerði til þess að endumýja samskipti Bandaríkjanna og Evrópu. Em de Gaulle var helzti þröskuld- urimn sem stóð i veginum. Deilan við Frakka um framtíð NATO og Efnahagsbandalags- ins spillti viðleitni Nixons. Ekki bætti klaufaskapur sem Nixon sýndi úr skák. Áður en hamn kom höfðu frönisk Möð Mrt ræðu þá sem Nixon aatlaði að halda við komuna, en þeg- ar hann flutti hana sleppti hiajnn úr hástemmdum lofsorðum um de Gaulle sem höfðu verið í ræðunni. » Þó lagði Nixon sig fram um að stuðla að sáttum Bandaríkja rnannia og Frakka og lauk ræðu sinni með tilvitnun í Benjamím Franklim: „Allir eiga sér tvö föðurlönd, Frakklamd og si'tt eiig ið. Vive la Framee!“ De GauUe var næstum þvi eins hástemmdur: „Á mmdan- förnum 200 árum, þegar ailt hefur gerzt, hefur ekkert getað slökkt vináttu lands okkar við land ykkar. Vive les Etas Unis d’Amerique!" Þrátt fyrir allt tókst Nixom að stuðla að vinsamlegra amd- rúmslofti í samiskiptum Bamda- ríkjamamna og Frakka. „Vamda mál heimsins sem við lifurn í eru of erfið tii þess að endiuir- taka gömul slagorð og ræða gömul deilumál," sagði Nixom. Og þíðu gætti í sambúð Frakka og Bandarikjamanma sáðustiu valdaár de Gaulles. Andúð de Gaulles á Bamda- ríkjamörununi og forsetum þeiira var alkumn. Hanm kall- aði Roosevelt „lygavitni", sagði um Eiisenhower að hanm væri ekkert undrandi á því sem sagt væri um golfmermsku hans að „pútt“ hæfðu horrnm betur em langskot, kaliiaði Truman „kaup mann“ og Johnson „vörubíl- stjóra“ eða „hermanm í Útíetnd- ingahersveitinni“ og sagði að Kennedy væri eins og „aðstoð- arhárskeri“ sem „rakaði sig gegnum vandamál". De Gaulle sagði þetta þó án þess að þekkja Bandaríkjafor- seta náið, en ha«n gat aldirei fyrirgefið þeim að þeir sýndu Frökkum ekki tilhlýðilega virð ingu sem bandamamni að því er honum famnist í stríðinu. Bn vel fór á með honum og Kenmedy, bæði þegar Kennedy fór i ferða lag sitt til Evrópu og þegar de Gaulle fór til Bandaríkjanna í apríl 1960.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.