Morgunblaðið - 31.05.1973, Síða 19

Morgunblaðið - 31.05.1973, Síða 19
MORCU'NIBL AÐrO, FIMMTU'DAGWR 31. MAl 1973 19 Henry Kissinger: Hann stendur nær forsetan- um en nokkur annar maður í desembermánuiSi árið 1968 sátu nokkrir útvaldir banda- nisídjr stjórrnnálafréttariitarar kvöldverðarboð I Jamaica krárwii í Kay BLscayne i Fkwida. Þar hittu þeir í fyrsta sidpti hæglátan dimmraddaðan rváunga, sem var ájjeklk- ur tunnu í laginu en bann hafði l>á ný*lega verið ráðinn aðstoðarmaður Nixons, forseta. líann var hægmæltur að venju, þegar hann sagði þeim að han n vildi uimfram allt torðast sviðs- Ijósið og verjast fréttamönnum. — Ég ætla mér ekki að verða opinber málsvari einnar eða neinnar stefniu, tala við frétta menn, eða koma fram í sjón- varpi þvi þá get ég ekkert gagn gert sem trúnaðarráð- gjafi. Síðan hefur varia liðið sá dagur að Henry Kissingers væri ekki getið í fyriirsögnum blaða og fréttasendingum sjón- varps og útvarps. Hann hefur verið meira í fréttum og á fleiri stöðum — Washimgton, París, Peking, Moskvu, Hollywood — en all- ir aðrir aðstoðarmenn og allir ráðherrar forsetans, tM samans. Mangir hafa reynt að lýsa majnninum Henry Kissinger og kenningar þeirra eru oft ólík ar. Konunni hans fyrrverandi og bömunum tveim, fannist hann vera stoltur og ástúðleg- ur faðir. Unigir hæfMeikamenn siem hættu störfum hjá honium eftir skamma reynslu segja hann surnir vera tortrygginn, hrokafuUan og ráðrikan. Þeir sem hafa haldið út að vimna með homum, viðurkenna að hairm sé ráðríkiur. En þeir halda því fram að hann hafi knúið þá til miklu meiri afreka en þeir töldu sig fæm um og þeir segja að hann hllfi aldrei sjálfum sér. HENBY KVENXAGUI I. Tizkublaðamenn og slúður- dálkahöfundar elska Kissinger vegna hinma fjöimörgu „ástar- aevinitýra“ ha.n,s. Það líður varla sú vika að liann sjáist ekki í fylgd með ein- hverri • nýrri fegurðardís. En ,,;sambönd“ hans virðast alveg laus við alvöru eða ástriðu, og rauðsokkur eru víst ekki alltaf hrifnar af ummælum Kissing- ers um kynsystur þeirra. — Konur eru mér aðeins skemmtileg tómstundaiðja, á hann að hafa sagt við ítölsku blaðakonuna Oriana Fallaci. Það hefur einnig verið haft eft ir honum að hann kæri sig ekk ert sérstaklega um að fara út með gáfuðum konum: — Þegar ég er búinn að sitja á löngum fundi með Indiru Gandhi, er engin afslöppun að fara út með Goldu Meir. „STRANGE BEDFELEOWS" En stjórnmálamaðurinn Henry Kissinger er áreiðanlega merkilegra rannsóknarefni en kvennagullið Henry. 1 Banda- rikjunum er til orðtak sem er svo: „Politics makes strange bedfellows“ með því er áfct við að ólíkustu menn hittist í stjómmálavafstrinu. Þetta á vel við um þá Kissinger og Nixon. Forsetinn hefur leyft Kiiss- inger að njóta meira frelsis en öðrum undirmönnum sínum vegna þess að hann treystir honum betur en flestum mönn- um öðrum. En mörgum gengur erfiðlega að skilja ákvörðun Konur eru skenuntileg tóm- stundaiója, segir Kissinger. Kissingers að starfa með for- setanum. Kissinger var prófessor við Harwardháskóla áður eri hann réðst til forsetans og Nixon hef ur aldrei verið í hávegum hafð ur í Harward, hvorki fyrr né Siðar. Eftir að forsetinn sendi herlið iinn í Kambódlu, komu' nokkrir prófessorar, fyrrver- andi samstarfsmenn Kissingers. í heimsókn til hans i Hvíta húsið til að mótmæla áð» ild hans og biðja hann skýr- Framhald á bls. 21 Eu það verður liklega lengur munað eftir honum sem stjóm- málanianni en kvennamanni. Hér er hann ásamt Le Duc Tho, aðalsamningamanni stjórnar N orður-Vietnams en Kissinger átti stórkostlegan þátt í því a ð vopnalilé var loks samið. Viö höfum nú tekiö í notkun nýja huröar- verksmiöju aö Skeifunni 19, og getum því boöiö yöur innihuröir á hagstæöu veröi og meö stuttum afgreiöslufresti. Fullkomnar vélar tryggja 1. flokks framleiöslu! TIMBURVERZLUNIN VOLUNDUR HF. KLSPPARSTÍG1 ©18430 - SKEIFM119 ® 85244

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.