Morgunblaðið - 31.05.1973, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 31.05.1973, Blaðsíða 10
10 MORGUiNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. MAl 1973 Björn Bjarnason; Kynnum forsetunum málstað okkar Togarinn Everton eftir skothríð Æg'is. Sú ákvörðun islenzku ríkis- stjórnarinnar að bjóða forset- um Bandaríkjanna og Frakk- lands að efna cil fundar síns á íslandi, verður þess valdandi að augu fleiri en ella beinast að landinu, stjómmálaástand- inu hér og utanríkisstefnu is- lenzku ríkisstjómarinnar. Ýms ar skýringar hafa komið fram um það, hvers vegna forsetam ir velja ísland sem fundarstað. Einn af stuðningsmönnum ríkis stjómarinnar lét þau orð falla í sjónvarpi á dögunum, að það vseri sjálfstæð utanríkisstefna ríkisstjórnarinnar, sem hefði leitt til þess, að forsetamir völdu landið. Segja má, að með þessari fullyrðingu sé jafn- framt verið að gefa utanríkis- stefnu Portúgais einkunn, en forsetarair hittust síðast á Az- oreyjum, sem er portúgalskt yf- irráðasvæði. Island er eðlilegur fundarstaður forsetanna, úr þvi að þeir vilja ekki hittast innan eigin landamæra og leita að landi einhvers staðar í Atl- antshafi. Ekki má gleyma því, að fundur þeirra hefði aldrei verið haldinn hér, ef íslenzka ríkisstjómin hefði verið því andvíg. Og með þvl að bjóða aðstöðu til fundarhaldsins, tek ur ríkisstjórnin einnig á sig ábyrgð á öryggi forsetanna. HVAÐ RÆÐA FORSET ARNIR ? Umræður forsetanna á fund- unum á Miklatúni munu fyrst og fremst snúast um tvihliða samskipti ríkja þeirra, þótt ástandið í alþjóðamálum al- mennt og samskipti austus og vesturs komi þar einnig við sögu. Fyrir dyrum standa viðræð- ur milli Evrópurikjanna ann- ars vegar og Bandaríkjanna hins vegar um viðskiptamál. I stjómartíð Kennedy Banda- ríkjaforseta var efnt til slíkra viðræðna og þær kenndar við hann og kaliaðar „Kennedy- round“. Þær viðræður, sem nú hefjast bráðlega eru kenndar Við Nixon og kallaðar „Nixon- round". Pompidou hefur gefið til kynna, að hann muni ekki fail- ast á neinn nýjan viðskipta- samning milM Evrópu og Bandarikjanna, nema þess sé getið i samningnum, að hann taki ekki endanlega giddi, fyrr en núverandi gjaldeyriskerfi hafi verið gjörbreytt. Frakkar sætta sig ekki við það, að við- skipti Evrópu séu svo háð gengi dollarans og nú er. Segja Frakkar, að meðan sama ástand ríki í alþjóðagjaldeyris- máium, hafi Bandaríkin, sem ráða verðgiidi dollarans, alltof mikil völd. Viðskipti þróist ekki eðliiega fyrr en dregið hefur verið úr þessu mikia valdi þeirra. Pompidou telur, að samningaviðræðumar um viðskiptamál geti tekið nokkur ár og á þeim tíma sé unnt að endurskoða gjaldeyriskerfið, ef menn vilji leggja sig fram um það. SÉRSTAÐA FRAKKA Frakkar hafa sérstöðu innan AtlantShafsbandaiagsins eins og kunnugt er, þar sem þei-r eru ekki þátttakendur í sameig inlegum vörnum þess. Frakkar eiga ekki fulltrúa í samniniga- viðræðunum milli austurs og vesturs um jafnan og gagn- kvæman samdrátt herafla, sem hefjast væntanlega bráðlega í Víraarborg, nú þegar gengið hefur veríð frá því, hvaða ríki eiga að taka þátt í þeím. Vegna þessarar sérstöðu Frakka munu forsetamir ekki fjalla ná ið um vamarmál. Hugmyndir Bandaríkjamanna um aukna hlutdeild Evrópuríkja í vöm- um Evrópu og kostnaðmum við dvöl bandaríska heraflans í álf unni snerta Frakka ekki beinlín is. Vafalltið verður þó almennt fjaliað um varnir Vestur- Evrópu, því að Frakkar vilja ógjaman, að dregið verði úr vömum V-Þýzkalands. RÆÐA KISSINGERS Á öðrum stað hér í blaðiinu er greint frá viðbrögðum Frakka við ræðu þeirri, sem Henry Kissinger flutti á dögun um, þar sem hann skýrði við- horf Bandarikjanna til Evrópu. Pompidou hefur iítið látið frá sér fara um þessa ræðu fram til þessa, en Viðhorf hans munu vafalítið skýrast í viðræðunum við Nixon. Frakk- ar eru eins og önnur Atlants- hafsbandalagsríki andvígir þvi að viðræðunum um vamarmál sé blandað saman við viðræð- ur um gjaldeyris- og viðskipta mál. Pompidou mun vafalítið einnig lýsa andstöðu sinni við þá hugmynd, sem kom fram á fundi þeirra Nixons og Brandts i Washington í byrjun maí um það, að efnt yrði til fundar æðstu manna Atl- antshafsbandalagsríkjanna, þeg ar Nixon kemur til Evrópu I haust. Frakkar eru aimennt andvigir svo fjölmennum fund um æðstu manna. STAÐA FORSETANNA Forsetarnir tveir hafa sýnt utanríkismálum mikinn áhuga, og segja má, að þeir helgi sig þeim jafnvel meira en innan- ríkismálum. ÖEum er kunnugt um, hvemig Nixon virðist hafa sniðgengið bandaríska utanrík- isráðuneytið með því að fela sérstökum ráðgjafa sinum, Kiss inger, ÖU vandasömustu verk- efrain í utanríkismálum. Við breytingamar á frönsku ríkis- stjóminni eftir kosningamar í Frakklandi 11. marz, kom í ljós, að Pompidou seildist meira en áður inn á svið uteuraríkismál- arana, þegar hann skipaði ráð- gjafa sinn úr forsetahöllinni, Jobert, utanríkisráðherra. Persónuleg staða Nixons í viðræðunum við Pompidou er ekki mjög sterk núna, þegar Watergatemáiið setur svip sinn á allt stjómmálalíf í Bandaríkj unum og hefur rýrt mjög álit manna á embættisfserslu Nix- ons og nánustu samstarfs- manna hans í Hvíta húsinu. Mikið veltur því á fyrir Nix- on, að hann komi vel út úr fundinum með Pompidou, 1 þeirri von, að hann geti á þann hátt treyst stöðu sína heiima fyr ir. För Brezhnevs til Banda- ríkjanna í júní verður þó enn mi'kilvægari fyrir Nixon í þessu tiUiti. Alilir minnast þess, hversu mjög hann jók álit sitt með ferðum sinum til Kína og Sovétríkjanna á síðasta ári, þegar kosningabaráttan var að hefjast í Bandaríkjunum. Staða Pompidous í Frakk- landi virðist nokkuð góð, þótt Frakkar heyi nú harðvítuga baráttu á alþjóðavettvangi vegna fyrirhugaðra tilrauna þeirra með kjamorkuvopn á Kyrrahafi. Eins og kunnugt er, hafa Frakkar neit- að að koma fyrir alþjóðadóm- stóllinn í Haag, þar sem þetta mál liggur tiil úrlausnar sam- kvæmt kröfu Ástralíumanna. Nota Fmkkar svipuð rök og ís lendingar í landhel'gismálinu þegar þeir skýra hvers vegna þeir senda ekki fulitrúa tii Haag til að verja málstað sinn fyrir dómstólnum. Frakkar segja, að þeir geti ekki liagt ör yggi sitt undir alþjóðlegan dómstól, en Islendingar segja, að þeir geti ekki lagt lífshagsmuni sína undir þennan dómstól. NÆSTI FORSETI FRAKKLANDS? I vetur hefur mátt liesa það í frönskum blöðum, að Pompi- dou gangi ekki heill tffl skóg- ar. Ekkert hefur opinberiega verið sagt um heilsufar forset- ans, en blaðamenn segja, að það megi merkja það af útliti hans, að heilsu hans hafi hrak að á þessum vetri, ekki sízt i kosningabaráttunni. Má strax sjá hugleiðingar um það í frönskum blöðurn, hver yrði hugsanlegur fmmbjóðandi meirihiutaflokbanna í Frakk- landi I forsetakosningunum 1976, ef Pompidou gæfi ekki kost á sér. 21. mai s.l. tilkynnti einn af fylgdarmöranum Pompidous á Islandi, Valery Giscard d'Esta- ing, efnahags- og fjármálaráð- herra Frakklands, að hann myndi segja af sér formennsku í flokki sínum, Sjálfstæða lýð- veldisflokknum, á meðan hann gegndi embætti ráðherra. Þetta gerir ráðherrann samkvæmt ósk Pompidous, sem hefur lát- ið þá skoðun I ljós, að það sé ekki æskilegt, að ráðherrar séu formenn i flokkum sín- um, á meðan þeir sitja í ríkis- stjóminni. Ákvörðun Giseard d'Estairag hefur einnig verið skýrð á þann veg, að hann vilji hafa frjálsari hendur, ef tii þess kæmi, að hann gæfi kost á sér sem forseti Frakk- lands, þegar Pompidou lætur af því embætti. En samstarf þessara tveggja mamna hefur verið mjög náið, og forsetinn hefur lýst áliti síirau á fjármála ráðherranum á þann veg, að hann sé eirnn af tveimur eða þremur — kannski fjórum — stjórnmálamönnum í Frakk- landi, sem geti skipað sess þjóð arforingja. LANDHELGIN OG NATO 1 upphafi þessarar greinar var því haldið fram, að koma forsetanna hingað tffl liands, myndi beiina athygli stjórnmála manna og fréttamanna að stjómmálaástandinu hér og ut- anríkisstefnu íslenzku rikis- stjórnarinnar. Siðustu atburðir í landhelgisdeilunrai og innrás brezkra herskipa inn í 50 mílna fiskveiðilögsöguna hafa eðliilega leitt til þess, að utan- ríkisstefna landsins fær á sig nýjan blæ. Utamrikisráðherra hefur lýst því yfir, að þetta valdi því, að hraðað verði ákvarðanatöku varðandi upp- sögn vamarsamningsins, þótt erfitt sé að sjá bein tengsl þar á milii og hvemig utanrikis- ráðuneytið geti allt i einu ann- að hvoru tveggja núna, upp- sögn varnarsamniingsins og kynningu á iandheligismálinu, úr því að annir leyfðu það ekki, á meðan liandhelgisdeilan hafði ekki komizt á sama stig og nú. Al'lir flokkar virðast nú vera því fylgjandi, að landhelgisdeil an, eða réttara sagt herhlaup Breta verði kært fyriir Atl- antshafsbandalaginu. I þessu sambandi má minna á það, aö 1958 flutti Sjálfstæðisflokkur- inn þá tillögu, að þáverandí vinstri stjórn krefðiist utanrík isráðherrafundar í Atlantshafs ráðinu, þegar ljóst var, að Bret ar ætluðu að beita hervaldi gegn útfærsiunni í 12 mil’Ur. Vinstri stjórnin taldi þetta þá ekki nauðsynlegt, og Lúðvik Jósepsson, sjávarútvegsráð- herra sagði í viðtali Við frétta- maran brezku Reuters-frétta- stofunnar í byrjun september, „að það væri heimska að blanda saman landhelglsdeil unni og aðild íslands að Ati- antshafsbandalagiinu. . . “ Þegar þetta er ritað, er ekki fuilljóst, hvernig ríkisstjómin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.