Morgunblaðið - 31.05.1973, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 31.05.1973, Blaðsíða 16
MORGDNBLAÐIÐ, FIMMTUÐAGUR 31. MAl 197» SÍBS Vér munum ekki rjúla yf- irlýstar skuldbindingar gagn vart bandamönnum vorum. Herafli vor mun dveljast áfram í Evrópu, og hann verð ur ekki fluttur þaðan ein- hliða. Á móti væntum vér þess, að sérhvert bandalags- ríki taki eðlilegan þátt í sam eiginlegu átaki í þágu sam- eiginlegra varna. Vér munum áfram stefha að minnkandi spennu í sam- skiptum vorum við andstæð- inga vora á grundveili af- dráttarlausra samninga í þágu heildarinnar. Vér fögn- um þátttöku vina vorra í raunhæfum skoðanaskipt- um austurs og vesturs. Vér munum aldrei af ásetn ingi ganga á hagsmuni vina vorra í Evrópu eða Aslu. Þess i stað vaentum vér þess, að við stefnumótun sína taki þeir hagsmuni vora og ábyrgð alvarlega við lauan nýrra, sameiginlegra vanda- mála, sem við oss blasa. Sé til dæmis litið til orkunnar, mæta oss mörg örðug við- fangsefni eins og, hvemig á að afla hennar, áhrif olíu- tekna á stöðugleika á gjald- eyrismörkuðum, eðli sameig- inlegra pölitiskra og hernað- arlegra hagsmuna og sam- skipti olíuframleiðenda og oliukaupenda í framtíðinni. Á þessu sviði gæti orðið harð vitug togstreita en þar ætö að rikja samvinna. Alveg eins og sjálfsákvörð unarvald Evrópu er ekkert endanlegt markmið í sjálfu sér, getur samfélag Atlants- hafsríkjanna ekki verið klúbbur útvaldra. Japan verður að vera fullgild- ur þátttakandi í Scimeiginleg um framkvæmdum vorum. Vér vonum, að vinir vorir í Evrópu komi til móts við oss með þessu hugarfari. Vér höf- um að bakhjarli mikið afrek liðinna áratuga og stönd- um frammi fyrir tækifærinu til að gera eins vel og jafnvel bet ur. Þetta er verkefnið framund an. Á þennan hátt geta Atl- antshafsrikin bezt þjónað þjóð um vorum á áttunda áratug tuttugustu aldarinnar, og þann ig getum vér bezt stuðlað að friði. (Þýtt úr The New York Times) m til nýrra aðstæðna og nýrra raunhæfra aðgerða til afvopn- unar, sem vonandi eru á næsta leiti. NÝR ÁFANGI 1 SAMSKIPTUM RÍKJA Vér erum á mjög merkileg- um tímamótum í samskipt- um austurs og vesturs. Á síðustu tveimur árum hefur ver lð gerður samningur um stöðu Berlínar. Vestur-Þýzkaland og Sovétríkin hafa samið og SALT-samningur undirritaður. Samningaviðræður hafa hafizt um öryggisráðstefnu Evrópu og samdrátt herafla. Gengið hef- ur verið frá ýmsum mikilsverð um tvihliða samningum milli landa í austri og vestri, og gjör breyting hefur orðið á tvíhliða samskiptum Bandaríkjanna og Sovétríkjanna. Þetta hafa ekki verið etnangraðar aðgerðir heldur þættir í heildaráætlun, s«n mótuð var 1969 og síðan hefur verið hrint í framkvæmd sameiginlega. 1 afstöðu vorri til bættrar sambúðar við ríkin I austri kom skýrt f ram, að samningar yrðu að vera af- dráttarlausir en ekkí orðagjálf ur, og tilslakanir ættu að vera gagnkvæmar. Ætlun vor er að halda áfram að draga úr spenn unni á þessum grundvelli. En einmitt þessi velgengni hefur þó einnig skapað vanda mál. Gætt hefur aukins kvíða yfir því — og hann er þeim mun hættulegri, þar sem hann er aldrei látinn greinilega í ljós — að í tvíhliða viðræðum 1969. Wilty Brandt, Bjami Bene- FRAMLAG BANDARfKJANNA Vér höfum alls ekki í hyggj u að kaupa imyndaða frið sæld á kostnað vina vorra. Bandaríkin munu aldrei vísvit andi fóma hagsmunum annarra. En menn gera sér ekki sjálf- krafa grein fyrir sameiginleg um hagsmunum, þá verður stöð ugt að skilgreina og end- urmeta. Vér höfum heitið því að minnka spennuna, og sú skuldbinding hefur óhjákvæmi lega í för með sér, að banda- menn verða að standa saman, þótt það verði erfiðara en áð- ur. Vér verðum að tryggja, að áfram sé stefnt til bættrar sam- búðar með sama hraða og íyrr, og stefnumarkið sé glöggt og sameiginlegt en ekki lát- ið skeikja að sköpuðu. Það, sem ég hef sett hér fram, er ekki bandarísk for- skrift, heldur hvatning til sam- eiginlegs skapandi átaks. Sú kynslóð, sem nú lifir, hef- ur einstætt tækifæri til að Ieggja nýjan grundvöll að al- þjóðasamskiptum næstu ára- tuga. Það gerist því aðeins að félagsskapur Atlantshafsríkj anna fyllist nýjum eldmóði. Bandarikin eru reiðubúin til að leggja sitt af mörkum: Vér munum halda áfram að styðja einingu Evrópu. Með tHKti til hagsmuna heildar- irrnar munum vér slá af kröf um vorum til að auka ein inguna, Vér væntum velvHja á móti. Frá ráðherrafundi Atlantshafsbandalagsins í Washington í apríl diktsson og Richard Nixon. risaveldanna kunni hagsmun- um fornra bandamanna og vina að verða fórnað. 1 þeim viðræð um vorum við Sovétríkin, sem snert hafa hagsmuni einhverra bandamanna vorra, eins og í viðræðunum um takmörkun gereyðingarvopna, höfum vér lagt oss fram um að ráðgast við þá. Þar sem bandamenn vorir eiga beina aðild að við- ræðunum, eins og þegar fjall- að er um jafnan og gagnkvæm an samdrátt herafla, erum vér á einu máli um að koma fram sameinaðir á grundvelli af- stöðu, sem áður hefur verið sam ið um. Þó hafa sumir vina vorra í Evrópu verið ófúsir til að sýna fyrirætlunum Bandaríkj- anna eins mikið traust og vér höfum sýnt þeim, eða veita oss jafn mikið svigrúm við samn- ingaborðið og þeir höfðu við framkvæmd eigin stefnu. Bandaríkjamenn eru nú oft ásakaðir um sveigjanleika, þar sem þeir voru áður gagnrýnd- ir fyrir óbilgimi. Allt þetta dregur skýr- ar fram nauðsyn þess, að vér mótum greinilega með banda- mönnum vorum sameiginleg markmið. Þegar það hefur ver- ið gert, yrði mjög eðlilegt og raunar æskilegt, að fleiri en eitt bandalagsríki ynnu að þessum markmiðum og hefðu töluvert svigrúm innan hins um samda ramma. Ef vér komumst að einni niðurstöðu um mark miðin, verður það tækni- legt atriði, hvar einstök mál- efni eru rmdd, eða hvort eitt riki skuli vinna að framgangi þeirra eða fleiri saman. Þá munu þeir bandamenn vorir, sem æskja staðfestingar á skuldbindingum Bandaríkj- anna ekki leita hennar í ítrek uðum munnlegum yfirlýsingum um samstöðu, heldur innan um- samins samstarfsramma. Vér erum ekki sammála um stefnuna á öllum sviðum. í ýmsum heimshlutum mun af- staða vor óhjákvæmilega ekki ætið vera sú sama, einkum ut- an Evnópu. En vér veröum að komast að samkomulagi um það, sem gera ber sameiginlega, og þau takmörk, sem setja ber sjálfsákvönðunarrétti vorum. Endurnýjun Dregið þriðjudaginn 5. júní Aukavinningurinn Range Rover og Cavalier-hjólhýsi, einnig dregin út. - Munið að endurnýja.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.