Morgunblaðið - 03.06.1973, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 03.06.1973, Blaðsíða 14
14 MORGLTNBLAÐIÐ, SUNNUDAGU'R 3. JÚNÍ 1973 Fyrra þorskastríöiö: tiíinu tveir sinni skotið á togarar teknir MEÐAN á síðasta þor.skastríði stóð, þegar Island færði út í 12 mílur, var oft fjörugt á miðun- um en ekki voru nema tveir land helgisbrjótar dregnir fyrir is- lenzka dómstóla og aðeins einu sinni var skotið föstu skoti í skip. Tvisvar í viðbót komust varðskipsmenn um borð i brezka togara en i annað skiptið var „rænt“ og í hitt skiptið fengu þeir skipanir frá yfirvöldum um að láta hann fara. 1. september 1958 gátu Islend dngar teflt fram sjö varðskipum. Það voru Þór, María Júlía, Sæ- björg, Óðinn, Albert, Hermóður og Ægir. Auk þess átti Landhelg isgæzlan þá Katalínufluigbátinn Rán. Þór var þá stærstur og rgangmestur varðskipanna þvi Ægir og Óðinn sem nefmdir voru að framan voru gömlu skipin sem báru það nafn. Það var ekki fyrr e<n i stríðslok sem nýi Óðinn bættist í hóp'nn. Valafell tekið Valafell hét fyrri brezki tog- arinn sem færður var til hafnar. Það var 1. febrúar 1959 sem v.s. Þór renndi út úr Seyðisfirði snemma morguns og hélt grunnt norður með landi. Skipherra var Eiríkur Kristófersson. F'jó eftir að látið var úr höfn sáu varðskipsmenn togara að veiðum út af Loðmundarfirði og þótti hann nærri landi. Skömmu síðar hitti Þór tvö brezk varðskip og var heilsazt kurteislega. Þórsmenm fylgdust með togaranum og þegar þeir sáu að hann var að toga í áttina ti'l lands var sett á fulila ferð og þegar komið var að honum voru igefin stöðvunarmerki. — Hann reyndist vera 8,8 sjómíiur fyrir innan 12 milumar og 0,8 mílur fyrir innan línuna frá 1952. Eiríkur sk'paði að sett yrði út merkidufl og tilkynnti togaran- um að hann væri að ólöiglegum veiðum og bátur yrði sendur til hans. Ekki beið togiarimn þess að báturinn yrði sjósettur heldur setti á ferð til hafs, þótt hann væri ekki búinn að innbyrða vörp una. Jafnframt kalláði hann á- kaft á brezk hersk'p sér tid full- tingis. Hótuðu að sökkva v.s. Þór Það leið ekki á lömgu þar til brezka hsrskipið Corunna kom á * Ægir tekur Lord Montgomery. vettvang og kallaði Eiríkur til þess og bað það sjá um að togar inn stanzaði, en því var ekki smnt. Eiríkur tilkynnti þá togar anum að skotið yrði á hann ef hann nærni ekki þegar staðar. Togarinn skeytti ekki um aðvör unina og lét þá Eiríkur skjóta púður.skoti. Corunna hraðaði sér á vett- vang, beindi öll'um sdnum kanón um að Þór og hótaði að skjóta á varðskipið ef það skyti á togar- ann. Eiríkur svaraði því til að ef herskipið sæi ekki til þess að toigarimn stanzaði, þá myndi hann skjóta á hann. Þetta dugði og nárnu bæði togarinn og her- skipið staðar. Nokkrum miinútum slðar kom herskipið Agincourt siglandi á mik'lli ferð og með allar byssur mannaðar. Agincourt var forystw skip brezka vemdarflotans þegar þetta gerðist og var Sinclair, jari, yfirmaður þess þar sem Ander- son, hinn þekkasti brezku yfir- mainnanna var í London. Sinclair fór og mæidi stað'nn þar sem Þór setti út duflið og bað síðan um að fá að koma um borð i Þór. Þegar þangað kom voru honum sýnd sjókort varð- skipsins og honum boðið að mæla sjálfur duflið með sextant varð- skipsins. Flotaforinginn féllst á þetta og að mælingu lokinni staðfest'. hann skrifieiga að hann teJdi mælimgar Þórs réttar en samkvsemt þeim hafði Valafell verið að veiðum 0,8 sjómíliur inn an gömlu 4 mílna markanna. jarlinum á að togarinn hefði verið tekimn innan 4 mílna land- helg nnar. Svo var byyrjað að biða fýrir mælanna frá London og fyl'gdi Þór togaramum eins og skuggi á meðan. En það liðu um fjórir sól arhringar þar til þeim í London tókst að taka ákvörðun um að togarinn skyldi afhentur Islend- ingum. Ro'land Pretious, skip- stjóri á Valafelili var þá gersam lega farinn á taugum og þurfti læknishjálp. Togarinn var færður inn til Seyðisfjarðar og þar dæmt í mál inu. Lyktaði því þann'ig að Pret iou-s var dæmdur í 74 þús-und króna sekt í landhelgissjóð og afli og veiðarfæri g,erð upptæ-k. Aflinn var lítill en veiðarfærin voru metin á 71 þúsund krónur. Lord Montgo- mery tekinn Það var svo Ægir sem tók næsta tog.ara, Lord Montgomery og var Ægir. undir stjórn Þórar ins Bjömssonar, skipherra. Það var 23. apríl 1959, sem Æigir kom að Lord Mantgomery að veiðum næstum níu sjómí'lur innan fisk veið'takmarkaona vestur af Vest mannaeyjum. Varðskipið setti út dufl og skaut þremur aðvörunar skotum, en brezka herskipið Ten by kom á vettvanig og hmdraði frekari aðgerðir. Yfirmaður Tenbys, féllst á að mæla stað duflamna og bar þeim saman við mselinigár Þórarins. Hann viidi þó ekki leyfa varð- skipimu að fara m-eð togarann til hafnar, þar sem hann hefði ekki verið að veiðum innan 3 mílna laindhelginnar sem breaka stjórn in viðurkenndi. Þórarinn benti honum á að þetta væri sams konar tilvik og þegar Valafell var fært til hafn- ar tve'imiur imánuðuim áður og kvaðst hann þá ætla að fá fyrir mæli frá yfirboðurum sínum. Togarinn afhentur Ægi Lauvst fvrir klukkan tiu kvö d ð eftir, kallað: sk'pherranm á Tenby, Þórarinn upp í ta'stöðinni Framhald á bls. 31. I»ór hefur rennt sér upp að liliðinni á brezkum togara. Varðskips menn á brúarvængnum kalla yfir í hátaiara og stefna skipstjór- anum fyrir landhelgisbrot. Slæmur á taugum Nú upphófust miklar samninga viðræður en Eiríkur lét hverg. sinn hlut og varð niðrstaðan sú að jarlinn lofaði að viðlögðum drengiskap að sleppa togaranum 1 hendur íslendinga ef hann fengi heimiid frá London. Eiríkur hafði þá harðne tað að leyfa togaran- um að fara og láta málið ganga diplomatiskar leiðir. Benti hann Sjóliðar af Eastbourne ráðast tii uppgöngu í Northern Foam.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.