Morgunblaðið - 03.06.1973, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 03.06.1973, Blaðsíða 23
23 ----; ■ . I > — I ..... .................... riT MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. JÚNl 1973 uim nofckurra mánaða skeið, að £á sætó í farkosti Sigurðar, ná- gramna síns og starfsfélaga. Ferðaitíminn var 5 — 10 mín. á dag, en þær mínútur voru vel nýttar í samtali um ljóð og þá þuldi hinn aldni Ámes- ingur mörg af fegurstu kvæð- um Þorsteins Erlingssonar og Davíðs frá Fagraskógi. Það var friðsæl og skemmitileg sam- fylgd, sem ég þakka þér, góði vinur, að leiðarlokum. Þau Sig- urður og Helga eiga tvö fóst- uirbörn, Sigríði Hanmesdóttur, gift Herbert Nielsen, garðyrkju- bónda í Danmörlku. Eiga þau eimm son Hilmar Martein Sig- urð Bjarna, efnaverkfræðing, giftan Kristínu Friðbjarnardótt- ur, frá Vopnafirði. Þau eiga tvo somu, Friðbjöm Reyni og Har- ald. HDlyn. Þeir voru augasteimar afa gamia á L.ynghaganum. Við minmingarathöfn þessa góða og trausta samstarfsmamns ökkar Héðinsmanna er margs að miinmast frá löngum starfstima, sem hér verður ekki rakið í fá- um limium. En það eru fagrar og ljúfar minningar, sem geym- ast í hugansjóði þeirra, er nú kveðja Sigurð Haraldsson í hinzita sinn og þakfca honum hjartan'lega drenglundað sam- sitarf. Eftirlifandi fconu hins látna vottum við samúð okkar og biðjum hin æðri máttarvöld að veita henni styrk og blessum um ókomna tíma. Aðstandendum öllum sendum við samúðar- kveðjur. Þú Ijóð og stöikur léðir mér, lliða ei úr minni. Gleðistundir þökkum þér, og þessi góðu kynni. Hvíl í friði . F. h. sitarfsmanna „Héðíms“ Sveinn Páimason. Sigurður Haraldsson, efnis- vörður, var kominn af merkum og veil kunnum sunnlenzkum ætt um (m.a. Langholts-Birtinga- holtsætt). Voru honum í blóð bomir ýmsir góðir eðliskostir þessara ætta. Hans kynslóð, sem fædd var á siðasta tug nítjándu aldar upp- lifði stærri umbyltingu á öllum sviiðum þjóðlífsins en nokkur önnur. 1 stað lestarferða niður á Eyr- arbakka og ferjumanna við stór- fljótin er komin hraðbraut til Reykjavíkur og nokkurra klukkustunda þotuflug til höfuð borga Evrópu. 1 stað gömlu burstabæjanna og grútarlamp- ans eru komnar teppalagðar lúx usíbúðir með sjálfvirkum raf- magnstækjum. — Sjálfstæðisbar áttan einnig til lykta leidd með fullum sigri. Öll hefir þessi mi'kla umbylting orðið á einni mannsævi, einmitt því tímabili, sem var lífshlaup Sigurðar Har- aldssonar. Hann tapaði þó aldrei áttum í þessu mikla umróti. Uppeldis- áhrií bernsku- og æskuára mót- uðu all't hans dagfar til hinstu stundar. „Fornar dyggðir" skyldu í heiðri hafðar á hverju sem gekk. Heiðarleiki og sam- vizkusemi, ósérhlífni og trú- mennska mótuðu allt hans lif. Hann gerði fyrst og síðast kröf- ur til síns sjálfs, enda virtist honum ókunnugt um að samfé- lagið væri í stórri skuld við hann. Að vísu blöskraði honum dýr- tiðin og óðaverðbóligan en hann var samt ei,nn af þeim, sem allt af greiddi skatta og skyldur, áð- ur en ti'lskilið var. Kynni okkar Sigurðar hófust, þegar ég var á æskuskeiði og hann í blóma lífsins. I gamla Héðni við Aðalstræti var hann éfndsvörður, er ég kom frá próf- borðinu til starfa þar fyrir 35 árum. Strax í upphafi okk- ar kynningar gerði ég mér grein fyrir þvi, að hann var einn af burðarásum fyrirtækisins. Út- sjónarsemi hans, stálminni og nýtni voru á allra vitorði í fyr- lirtækiinu. Það var hægt „að slá upp í honúm“ eins og alfræði- bók um hvaðeina, er varðaði efn iisbirgðir, inmfeaup og ótal margt fleira. Auk þess komu svo til eðliskostir hans, sem áð- ur hefir verið minnzt á. Þeir landskunnu og iátnu heiðurs- menn Bjamni Þorsteinsson og Markús Ivarsson gerðu sér fylii lega grein fyrir húsbóndaholi- ustu hans og samvizkusemi, enda var hamn heimilisvinur þeirra beggja. Á frumbýlisárum Héðins h.f. hafði tæknin ekki haldið inmreið Sina. Lagerinn var uppi á lofti í bakhúsi við Aðalstræti og þurfti oft að flytja þung stykki á milli hæða. Komu þá i ljós miklir og traustir lífeamsburðir Sigurðar og var hann óspar á þá og kannske um of. 1 önn dagsins var hann svo kappsfuliur að hann kunni aldrei að hlífa sjálfum sér. HJut irnir áttu að ganga fljóít fyrir sig og vinnugleði hans smitaði frá sér. Það þarf þvi engum að koma á óvart, að hann var alla tíð vinsæll og virtur af símum sam- starfsmönnum, langt umfram það, sem venjulegt er og við- skiiptavinirnir báru til hans sér- stakt traust. Auk þess mótaðist öll hans framkoma af prúð- mennsku og snyrtimennsku, sem allir hlutu að bera virðingu fyr- ir. Árið 1954 byggðum við saman fasteign og vorum sambýlismenn upp frá þvi. Aldursmunur var svo mi'kilil að kynslóðabil þess tíma hefði auðveldlega getað valdið áreks'trum. Það kom hitns vegar fljótt í ljós að betra sam- býlisfólk en Helgu og Sigurð Haraldsson er naumast hægt að kjósa sér. Sigurður var stöðugt að lagfæra og dytta að utan húss og imnan og það var komin si- breiða á blettinn framan við hús ið i mai ár hvert. Hann var mikiill unnandi ljóð- listar og kunni kymnstur af kvæðum. Þorsteinn Erlimgs- son var hann uppáhaldsskáld og einnig Davið og þegar tóm gafst til að spjalla saman átti hann það oft til að luma á nýjum og snjötlum lausavisum eftir góða hagyrðinga og sjátfur gat hann gert ágætar visur, þótt hann flik aði því ekki. Hann hafði takmarkaða sam- úð með þeirri tegurnd nú- tima ljóðagerðar og rímleysu, sem fáir nenna að lesa og eng- inn ætlast til að menn leggi á minnið. Samt hlaut hann að kyhna sér ýmislegt í ljóða- gerð síðustu áratuga, svo ljóð- elskur sem hann var en oft urðu það honum mikil vonbrigði. Gat hann orðið skemmtilega hneyksl aður, þegar honum þóttu ambög urmar keyra úr hófi. Þegar siikt bar við í útvarpi eða sjónvarpi hringdi síminn strax að þætti loknum og var þá Sigurður kom- inn með hnyttnar athugasemdir, sem gaman var á að hlýða. Ekki efaðist Sigurður um að Helgi bróðir hans (fræðimaður á Hrafnkelsstöðum) hefði á réttu að standa um staðsetmingu Lög- bergs hins forna. Hann var ve4 að sér í íslendingasögum og þótti það góður fagnaður, þeg ar þær bar á góma ásamt ijóða- gerð þjóðskáldanna. Mér fannsit Sigurður alltaf vera sveitabóndi í eðli sínu, ræktunarmaðurinn, vorið og gró andinn komu oftast upp á yfir- Framh. á bls. 24 SKILTI A GRAFREITI OG KROSSA. Flosprent s.f. Nýlendugötu 14 sími 16480. Hanngætiveriðfaðirþinn, eiginmaður eða bróðir, og hann á lífsstarf sitt á sjónum. Vinnur þannig hörðum höndum og stundum langt að heiman. En eftir vaktina bíður hans sjóðheitur kaffisopinn, og minnir hann sennilega á ánægjustundirnar heima. (H) l(f^ M InJ LÍnL nJ KAABER'X KAFFI DAGLEGT LÍF - OG

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.