Morgunblaðið - 08.06.1973, Side 4
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. JÚNl 1973
Fa
J J , ÍtÍLA LÍlf. I >
'ALUR
22 0-22-
RAUOARÁRSTÍG 31
BILALEIGA
CAR RENTAL
21190 21188
14444
\Sá 25555
mnif/oifí
BÍLALEIGA
CAR RENTAL
BORGARTÚN 29
AV/S
SIMI 24460
LAUGAVEGI 66
BÍLALEIGAN
'^SIEYSIR
CAR RENTAL
SKODA EYÐIR MINNA.
Shodh
LEIOAJt
AUÐBREKKU 44-46.
SÍMI 42600.
MJÓR ER MIKILS
0 SAMVINNUBANKINN
BÍLALEIGA — CAR RENTAL
VW-1300 1973
GUÐBJARTUR ÞORGILSSON
Ui>narbrairt 12 — sífrvi 10586
Setjarnarrvesi.
Geymið auglýsirvguna.
SKIPAUTCCRB RIKISINS
Ms. Esja
fer austur um land í hringferð
14. júoí. Vörumóttaka í dag,
föstudag og þriðjudag til Aust-
fjiarðahafna, Þórshafnar, Raufar-
hafnar, Húsavíkur, Akureyrar,
Ólafsfjarðar og Siglufjarðar.
Blað allra landsmanna
Bezta auglýsingabtaðið
mnRGFRiDnR
mRRKRÐ VÐflR
Engar forsendur
fyrir
endurskoðun
Bíkisstjórnin hefur nú til-
kynnt, að hún liafi óskað eft-
ir því við AtlantshaJsráðið,
að hafin verði endurskoðun á
þörf fyrir handariska varnar-
iiðið á Keflavíkurflugvelli
samkvaemt ákvæðum 7. grein-
ar varnarsamningsins. Með
þessari ákvörðun hefur ríkis-
stjórnin liafizt handa um
framkvæmd á því ákvæði
í málefnasamningi stjórnar-
flokkanna, sem kveður á um
endurskoðun og/eða uppsögn
varnarsamningsins með það
í huga, að varnarliðið hverfi
úr landi fvrir lok kjörtíma-
bilsins.
Siðan málefnasamningur
stjórnarfiokkanna var fyrst
hirtur, hafa mikiar umræður
farið fram um gildi og hlut-
verk varnarliðsins fyrir ör-
yggi íslands og vestræna
samvinnu. Enginn vafi er á
því, að andstaðan við það
áform rikisstjörnarinnar, að
varnarliðið hverfi úr landi
eins og nú er ástatt, hefur
vaxið mjög að undan-
förnu. Innan stjórnarflokk-
anna sjálfra hafa risið upp
menn og lýst eindreginni and-
stöðu við þetta áform stjórn-
arinnar. Þannig hafa t. a. m.
þrír þingmenn Framsóknar-
flokksins lýst þeirrl skoðtin
sinni, að þeir teldu ekki tínia-
bært að segja varnarsamn-
ingnum upp.
í útvarpsþætti si. miðviku-
dag sagði Einar Ágústsson,
utanríkisráðherra, að endan-
leg ákvörðun um uppsögn
varnarsamningsins af íslands
hálfu væri komir. undir vilja
Aiþingis. Ráðherrann sagði
hins vegar aðspurður, að
hann hefði ekki hugmynd um
það, hvort meirihluti væri
fyrir því á Alþingi að segja
samningnum upp við svo
búið.
Þetta er ein furðulegasta
yfirtýsing, sem Einar Ágústs-
son hefur látið frá sér fara
um þessi efni. Á sama tima
og hann er að hefjast handa
um framkvæmd á einhverju
umdeildasta ákvæði í stefnu-
yfirlýsingu stjórnarflokkanna,
segist hann ekki liafa hug-
mynd um, hvort þingræðis-
legur meirihtuti sé fyrir
þessum aðgerðum. Einliverjir
hefðu haidið, að rétt væri að
kanna vilja Alþingis til þessa
máls, áður en iiafizt er handa
um framkvæmd verksins.
Eftir að utanríkisráðherra
hefur lýst þvi opinberlega
yfir, að hann hafi ekki hug-
mynd um, hvort ríkisstjórnin
styðjist við þingmeirihluta í
þessu máli, er enn ríkari
ástæða en ella, til þess að láta
Alþingi ákveða, hvort óskað
verðnr eftir endurskoðun
varnarsamningsins. Á síðasta
þingi brast stjórnina meiri-
hluta til þess að koma ýms-
um frumvörpum sínum fram.
Má þar nefna upphaflegt
frumvarp ríkisstjórnarinnar
að lögum um ráðstafanir
vegna eldgossins í Vest-
mannaeyjum og vísitölufrum-
varpið. Nú bætist það við, að
ríkisstjórnin sjálf viðurkenn-
ir í fyrsta skipti, að hún hafi
ekki hugmynd um, hvort
þingmeirihiuti sé fyrtr stefnu
hennar í varnarmálum.
Vitaskuld er það í fuilu
ósamræmi við giidandi þing-
ræðisreglur, þegar ríkis-
stjórn reynir að ýta fram
málum milli þinga, sem hún
veit ekki hvort hún hefur
þingstyrk til þess að fram-
kvæma. Með liliðsjön af þess-
ari yflrlýsingu utanríkisráð-
herra eru algeriega brostnar
forsendur fyrir því, að stjórn-
in geti óskað eftir endurskoð-
un varnarsamningsins skv. 7.
gr., án þess að leggja það mál
fyrst fyrir Alþingi.
-Jlfr spurt og svarað Lesendaþjónusta MORGUNBLAÐSINS Hringið i síma 10100 ki. 10—11 frá mánudegi til föstudags og biðjið um Eesendaþjónustu Morg- unhlaðsins.
FRÆGIR STÓLAR
Jónína Bergmann, Stóra-
gerði 1, spyr:
„Hvaðan eru stólamir, sem
Nixon og Pompidou sátu í á
Kjarvalsstöðum? Er hægt að
fá þá keypta eða sams konar
stóla?“
Hörður Bjarnason, húsa-
meistari ríkisins, svarar:
„Stólar þeir, sem Nixon og
Pompidou sátu í á Kjarvals-
stöðum, voru fengnir að láni
úr Ráðherrabústaðnum, Tjam
argötu 32, og þangað verða
þeir fluttir aftur. Þessir stól-
ar voru keyptir frá Banda-
ríkjun'um 1944.“
Herborg Haraldsdóttir, Hóla
braut 12, spyr:
„Hvort er staerra dansgólfið
á Hótel Sögu eða i Skiphóli?“
Konráð Guðmundsson, hót-
elstjóri Hótel Sögu svarar:
„Dansgólfið á Hótel Sögu
er um 95 fermetrar.“
Starfsmaður hjá Skiphól
svarar:
„Dansgólfið í Skiphóli er 42
fermetrar."
SKÁKMÓTIÐ
Oddtir Sigurðsson, Dunhaga
25, spyr:
„Hvers vegna birtir Morg-
unblaðið engar fréttir af
Skákþinigi íslands?"
Björn Jóhannsson, frétta-
stjóri, svarar:
„Morgunblaðið hefur þegar
gert það. Nokkur dráttur
varð þó á birtingu vegna mik
iMa þrengsla í blaðimu.“
MÖTUNEYTI RÍKISINS
Ólöf Zophoniasdóttir, Miklu
braut 78, spyr:
„1. Hve mik'ð fengu ríkis-
starfsmenn í fæðisstyrk
síðastliðið ár, og hversu mik-
ið er áætlað til þessarar starf
semi í fjárlögum þessa árs?
2. Hve mörg ár, hefur rík-
ið veitt starfsmönnium sínum
þessi hlunn'ndi?
3. Fá allir ríkisstarfsmenn
hlunnindi af þessu tagi, ef
ekki, þá hvers vegna?
4. Væri ekki rétt að borga
ölil'um ríkisstarfsmönnum
nokkurn veiginn jafnan styrk
til matfangs eða matreiðsiu,
hvort sem þeir neita matar
sins i rikismötuneytum eða
annars staðar?"
Hörður Sigurgeirsson, deild
arstjóri fjárlaga- og hagsýslu
stofinunar, fjármálaráðuneyt-
inu, svarar:
„1. a) Gert er ráð fyrir, að
fyrirspyrjandi eigi við hve
kostnaður rik'sins af rekstri
mötuneyta starfsmanna og
fæði starfsmanna ríkisins
var mikill. Upplýsiingum
um þessa starfsem; er ekki
safnað sérstaklega, en í yfir-
liti, sem gert var vegna árs-
ins 1971, kom fram, að kostn-
aður ríkisins af mötuneyta-
rekstri og fæði starfsmanna
var sem næst 45 m. kr. á ár-
inu 1971.
b) Kostnaður af rekstri
mötuneyta er hluti af kostn-
aði viðkomandi rikisstofnana,
og er áætlað fyrir þessium lið
með öðrum rekstrargjöldum
stofnunar. Heildarútgjöld
vegna þessa þáttar koma þess
vegna ekki fram sérstaklega
á fjárlögum. Hins vegar má
gera ráð fyrir, að áðurinefnd
tala hafi hækkað a.m.k. sam-
svarandi almennu verðlagi.
2) Hjá suimum rikisstofnun-
um hefur það tíðkazt lengi, að
starfsmenn e!gi þess kost að
kaupa mat á vinnustað. Á
spitölum hefur þetta tíðkazt
frá þvi fyrir eða um 1930.
Fyrsta skrifstofumötuneytið
af þessu tagi hóf starfsemi
árið 1956. Síðari hefur þeim
fjöl'gað og eru nú samtals 27.
Eru þá mötumeyti ríkisspítal-
anna meðtalin, en mötuneyti
ríkisbankanna ekki.
3. Aðeins hluti rikisstarfis-
manna hefur aðgang að mötiu
neytum. Árið 1971 lét nærri,
að 2400 starfsmenn notuðu
mötuneyti ríkisstofnana.
4. Rekstur og fyrirkomulag
þessara mötuneyta er nú tii
athugunar. Er gert ráð fyrir,
að tillögur um framtíðartiL-
högun Mggi fyrir i haust, oig
verður þá væntanlega tekim
afstaða til þess, sem urn er
spurt.
WHO
FORTÍÐ: Who skutust fram
á brezka sjónarsviðið 1965
með fylgi sterks iiðs tízku-
giaðra ungmenna, eyðilegging
arsjónarspil á sviði og litlu
plötuna „I Can’t Explain".
Mikii vinna og vaxandi skuld-
ir fylgdu fram til ársins
1968, að Townshend samdi
„Tommy". Hljómsveitin ferð-
aðist um heiminn og öðlaðist
frægð í rikum mæli. Auglýst-
ir sem „mest æsandi hljóm-
leikahljómsveit í heimi" sigr-
uðu Who Randaríkin, borg-
uðu skuldir sínar og urðu rik-
ir.
NÚTlÐ: Hljómsveitin er kom-
in á erfitt stig á ferli sinum.
Að skapa arftaka „Tommý'
hefur reynzt Townshend erf-
itt, en hann neitar að láta
hljómsveitina hef ja hijómieika
ferðir að nýju fyrr en nýtt
stórverk er fulibúið. Who
hafa ekki leikið í Englandi síð
an í nóvember 1971.
FRAMTlÐ: Veitur mest á
næsta verki Townshends, en
með hverjum mánuðinum sem
líður án nokkurrar hreyfing-
ar á hljómsveitinni, minnka
vinsæidir hennar augijóslega.
Það er óhugsandi að hljóm-
sveitin sundrist eftir að sömu
liðsmenn hafa haldið svo
lengi saman. SenniIegTa er, að
þeir fjórir fari inn á önnur
svið, en Who lifi áfram að
eilífu með iausari tengslum.
Sorgarsaga þeirra er sú, að
þeir sögðu allt með þriðju
plötnnni sinni, „My Generatí-
on“, fyrir átta árum.
Umdeild
garðsamkvæmi
Ýmsir hafa hneykslazt á
hinum svonefndu „Garðsböll-
um“ stúdenta við H. 1., en
ekki minnumst við þess þó,
að blaðaskrif og ritdeilur hafi
orðið um hvort leggja ætti
þau niður eða ei. En í Bret-
landi eru menn duglegri við
slíkt og rní er farin af stað
herferð Jbúa í nágrenni Cryst
al Palace garðsins í London.
Þar hafa undanfarin sumur
verið haldnir sérdeiiis vel-
heppnaðir útihljómleikar,
tvisvar — þrisvar sinnum á
sumri, og jafnan hafa stjörnu
hljómsveitir og listamenn leik
ið þar (við hvern sinn fingur).
1 sumar hafa verið ráðgerðir
tvennir slíkir útihljómleikar í
garðinum og tiafa verið
manna í meðal kallaðir garð-
samkvæmi. Herferð íbúanna
í nágrenninu beinist að því að
koma í veg fyrir allt slíkt
hljóndeikahald og eru mót-
bárurnar helztar þær, að há-
vaðinn sé svo mikill og sömu-
leiðis ruslið í garðinum að
hljómleikum loknum — og
þetta rusl særi fætur gælu-
dýranna, sem þar eru viðruð!
Engar kvartanir hafa verið
bornar fram um hegðun popp
áhugafólksins, sem hljómleik
ana hefur sótt. Ýmsir hafa
snúizt gegn þessari herferð
íbúanna og m. a. bendir Mel-
ody Maker á, að hávaðinn af
hljómleikunum sé engu meirt
en liávaðinn frá Crystai Pal-
ace-íþróttaleikvanginum, þeg-
ar æsingur sé í áhorfendum
að knattspyrnuleikjum.