Morgunblaðið - 08.06.1973, Side 16

Morgunblaðið - 08.06.1973, Side 16
16 MQRGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. JÚNÍ 1973 Otgefandi hf. Árvakur, Reykjavlk. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Eyjólfur Kor.ráð Jónsson. Styrmir Gunnarsson. Ritstjómarfulltrúl Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórl og afgreiðsla Aðalstræti 6, sími 10-100. Auglýsingar Aðalstræti 6, slmi 22-4-80. Askriftargjald 300,00 kr. á mánuði innanlands. I lausasðlu 18,00 kr. eintakíð. i ð undanförnu hafa orðið talsverðar umræður um þátttöku íslendinga í Atlants- hafsbandalaginu vegna flota- íhlutunar Breta í fiskveiði- landhelgina. Innan ríkis- stjórnarinnar varð samkomu- lag um að óska eftir því við ráð Atlantshafsbandalagsins, að það beitti áhrifum sínum til þess að Bretar kölluðu herskip sín af miðunum um- hverfis landið. Báðir flokkar stjórnarandstöðunnar hafa lýst yfir fyllsta stuðningi við þessa ákvörðun. Þessi ósk um aðstoð Atlantshafsbandalags- ins vii? að knýja Breta til þess að verða á brott með herskip sín, sýnir einkar skýrt, að stjórnmálaflokkarn- ir í landinu, alli-r sem einn, treysta bandalaginu til þess að veita okkur liðsinni í þess- um efnum. í þessu sambandi er þó rétt að leggja áherzlu á, að aðild íslands að Atlantshafsbanda- laginu og barátta okkar fyr- ir alþjóðlegri viðurkenningu á rétti okkar til fiskveiðilög- veiðitakmörkin. Um þetta atriði eru allir stjórnmála- flokkamir sammála. Þannig segir t.d. dagblaðið Tíminn í forystugrein í gær: „,Það er rétt, sem Lúðvík Jósepsson tók greinilega fram í ræðu sinni á sjómannadaginn, að landhelgismálið og þátttaka okkar í Nato em aðskilin mál, og að ekki má blanda þeim of mikið saman.“ Einstaka raddir í röðum kommúnista hafa reynt að nota hina erfiðu stöðu í land- helgismálinu til þess að blása að glæðum andúðar gegn aðild íslands að Atlants- hafsbandalaginu. Ummæli Lúðvíks Jósepssonar og mál- gagns Ólafs Jóhannessonar fangi greitt úr þessari deilu tveggja aðildarþjóða. Einar Ágústsson, utanríkisráðherra, sagði í viðtali við Morgun- blaðið í gær, að hann hefði ekki viljað halda uppi gagn- rýni á NATO-ráðið ennþá, vegna þess að hann vissi, að þeir myndu vera að reyna að fá Breta til þess að fara út fyrir landhelgismörkin. í forystugrein dagblaðsins Tímans í gær er tekið í sama streng; þar segir: „Gangur mála hjá alþjóðastofnunum er yfirleitt þannig, að með- ferð þeirra tekur sinn tíma, jafnvel þótt um aðkallandi mál sé að ræða. Glögg dæmi um þetta em vinnubrögðin hjá Öryggisráði Sameinuðu TVÖ AÐSKILIN MÁLEFNI sögunnar em tvö aðskilin málefni. Engin rök liggja til þess að flétta þessi mál sam- an. Þau eru í eðli sínu óskyld, þó að við treystum nú á að- stoð Atlantshafsráðsins til þess að knýja brezku her- skipin út fyrir nýju fisk- eru hin athyglisverðustu og í sjálfu sér er það fagnaðar- efni, að ráðherrar Alþýðu- bandalagsins skuli taka þessa afstöðu. Að sjálfsögðu er þess tæp- ast að vænta, að Atlantshafs- bandalagið geti í einu vet- þjóðanna. Þess vegna er ekki ósarmgjamt, þótt Nato sé ætlaður einhver tími til að koma fram þeirri kröfu ís- lendinga að fjarlægja brezku herskipin úr íslenzku fisk- veiðilögsögunni, en fyrr geta íslendingar ekki tekið þátt í neinum viðræðum um bráðsb- birgðasamning við Breta. En þótt sanngjamt sé að reikna með nokkmm biðtíma í þess- um efnum, geta íslendingar ekki beðið lengi.“ Þanmig virðast menn vera á einu máli um að gefa At- lantshafsráðinu nokkum tíma til þess að fjalla um málið og beita áhrifum sínurn til lausnar á þeim vanda, sera nú blasir við. Þess er fast- lega að vænta að tilraunir A tl ant shafsbandala gs i ns beri einhvem árangur á næstunni. í næstu viku hefst fundur ut- anríkisráðherra Atlantshafs- bandalagsríkjanna. Á þeirn fundi ættu línurnar í málinu að hafa skýrzt. Á sama tíma og við setjum traust okkar á Atlantshafs- bandalagið ber okkur jafn- framt að óska eftir aðstoð Sameinuðu þjóðanna. Ríkis- stjórnin hefur enn ekki kært flotainnrás Breta fyrir Ör- yggisráðinu. Öryggisráðið er þó eini alþjóðlegi aðilinn, sem mælt getur fyrir um frið- samlega lausn á deilum af því tagi, sem við eigum nú í við Breta. Auk þess er ráðið einhver áhrifamesti vettvang-; urinn til þess að kynna mál- stað okkar fyrir þjóðum> heimsins. Ákvörðun um málskot til Örýggisráðsins hefur dregizt um of á langinn. Ríkisstjóm- in verður að gera þjóðinni grein fyrir hverju þetta sætir. Móttaka Eyjabarna undirbúin: Að vera glöð og ánægð er barnanna — segir Ólafur Friðfinnsson í móttökunefndinni í Osló Ólafur Friðfinnsson á tröppum hússins. EFTIR SIGRÚNU STEFÁNSDÓTTUR Osló, 3. júni. FVRSTI barnahópurinn frá Vestmannaeyjum kemur tii Noregs 12. júní. f þeirri ferð koma 35 böm. Án efa er kom- inn ferðahugrur í þau og biðin eftir að leggja af stað orðin löng. — En hins vegar flýgur timinn áfram hjá móttöku- nefndinni hér í Noregi. Það var ekki fyrr en um páska að vitað var að hvorki meira né minna en 900 börn óskuðu eft ir að konta og síðan þá hefur verið unnið linnulaiist að því að uppfylla ósk þessa stóra hóps um að heimsækja Noreg. Nú hefur það tekizt. Búið er að fá samastað fyrir öll börn- in og kostnaðarhlið málsins er að mestu borgið. Vestmannaeyjaböm verða send á 11 staði víðs vegar um Noreg, en flest börnin fara þó á tvo staði, þ. e. a. s. Huseby- vangen í Hurdal og i svokall- að íslendingahús við Norefjell í Ringerike. Islendingahúsið er gamall sveitaskóli, sem Is- lendingafélagið hér i Osló keypti fyrir nokkrum árum. 1 vor hefur verið gerð gagnger breyting á húsinu til þess að hægt veirði að nota það sem dvalarstað fyrir börnin. Mest af vinnunni hafa íslendingar í Osló lagt af mörkum í sjálf boðastarfi, en auk þess hefur smiður unnið í húsinu í þrjár vikur og m. a. sett upp nýja eldhúsinnréttingu. Um helgina (2.—3. júní) var ötull hópur að gera húsið hreint að inman og siðan átti að hefjast handa við að mála það að utan, þair eð 30 lítrar af málningu höfðu borizt að gjöf nokkrum dögum áður. Meðal þeirra, sem voru að vinna um helgina, var Ólafur Friðfinnsson, skrifstofustjóri Loftleiða í Osló og formaður Islendingafélagsins. Sem með- limur móttökunefndarinnar hefur hann lagt mjög mikla vinnu á sig til þess að gera það mögulegt að taka á móti öilum bömunum. Ólafur sagði, að enn væri margt eftir ógert í húsinu, en vonandi yrði öllu lokið i tæka tíð. Sagði hann, að íslendinga- félaginu hefðu borr/.t fjölmarg ar gjafir, sem hjálpuðu til þess að gera húsið vistlegt fyrir bömin. M. a. hefur verið gefinn isskápur, eldavél, raf- magnslagnir, gardlnur, hús- gögn og matarstell fyrir 40 manms. En fyrir utan gjafir og sjálfboðavinnu hafa endur- bæt urnar á húsinu kostað 33 —34 þúsund norskar krónur, eða um það bil 600 þúsund ísl. krónur. Tuttugu börn af hópnum, sem kemjur út 12. júiní, eiga að dveljast í Islendingahús- inu. Hin 15 fara til Huseby- vangen, sem er sumarbúðir Blindraskólans. Eftir komuna til Osló verður móttökuathöfn í Ráðhúsinu og síðan skiljast leiðir i tvær vikur. Sagði Ólaf- ur að búið væri að umdirbúa nákveoma dagskrá fyrir börn- in eftir fyrimynd frá norsk- um sumarbúðum. Verður hún notuð fyrir fyrstu hópana og einnig þá sem á eftir koma. — Við munum reyna að fræða bömin um staðina, sem þau dveljast á, faira með þau í ferðir o. s. frv.. og með að- stoð starfsfólksuTS á hverjum stað ætti að fara mjög vel um börnin þann tíma, sem þau dvelja hér í Noregi. Það eina, sem þau sjálf þurfa að gera, er að vena glöð ®g ánægð og búa um rúmln sín, sagði Ólafur Friðfinnsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.