Morgunblaðið - 19.06.1973, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 19.06.1973, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚNÍ 1973 lltoiflpuitfrfafrifr Otgefandl hf. Árvakur, Reykjavfk. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Eyjólfur Kor.ráð Jónsson. Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúl Þorbjörn.Guðmundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson. Ritstjóri og afgreiðsla Aðalstræti 6, slmi 10-100. Augtýsingar Aðalstræti 6, slmi 22-4-80. Askriftargjald 300,00 kr. á mánuði innanlands. I lausasðlu 18,00 kr. eintakið. er nýlokið. í yfirlýsingu ráð- herranna kemur fram, að bandalagsþjóðirnar eru reiðu- búnar til þess að endurmeta samstarfsgrundvöll banda- lagsins í ljósi þeirra breyt- inga, sem átt hafa sér stað að undanfömu. í þessu sam- bandi gera menn sér vonir um, að innan tíðar geti þess- ar þjóðir komið sér saman um nýjar meginreglur í sam- starfi sínu í líkingu við þær hugmyndir, er Kissinger, ör- yggismálaráðgjafi Nixons, setti fram fyrir skömmu. BÆTT SAMBÚÐ að eiga sér stað á grundvelli gagnkvæmra samninga. Ein- hliða aðgerðir einstakra þjóða í þeim efnum eru fyrst og fremst til þess fallnar að kippa stoðum undan því jafn- vægisástandi, sem nú ríkir á þessu sviði. Slíkar aðgerðir stefna því aðeins hinni já- kvæðu þróun, sem átt hefur sér stað að undanförnu, í hættu. Þess er vænzt, að fundur Nixons og Brezhnevs leiði til aukins samstarfs og meiri þíðu í samstarfi risaveldanna tveggja. Talið er, að viðræð- ur þeirra muni nú m.a. snú- ast um öryggismálaráðstefn- una og störf hennar. Banda- ríkin og Sovétríkin ráða að sjálfsögðu miklu um það, hvemig þessi mál öll þróast á næstunni. En hitt er um leið vert að leggja áherzlu á, að frumkvæði að batoandi samstarfi Evrópuþjóðanma hefur ekki hvað sízt komið frá ríkisstjórn Brandts í Vest- ur-Þýzkalandi. Það er því engan veginn svo, að stór- veldin séu einráð um þróun og skipan þessara mála. íslendingar hljóta að fylgj- ast af gaumgæfni með þeim breytingum, sem nú eru um það bil að hefjast, þó að alls- endis sé óvíst, hvert þær munu leiða. En einmitt með hliðsjón af þessum aðstæðum er það óskynsamlegt af okk- ar hálfu að segja upp varnar- samningnum við Bandaríkin meðan ný sjónarmið eru enn í mótun. Það er ótímabært eins og á stendur. LÍTILSVIRÐING j gær hófst opinber heim- * sókn Leonids Brezhnevs, aðalritara Kommúnistaflokks Sovétríkjanna, til Bandaríkj- anna, þar sem hann ræðir nú við Nixon forseta. Óhætt er að fullyrða, að heimsókn Nixons til Sovétríkjanna áð- ur og Brezhnevs nú til Banda- ríkjanna er enn einn vottur- inn um þá vaxandi þíðu, er fram hefur komið áð undan- förnu í samskiptum þjóða austurs og vesturs. í stað hins kalda stríðs og stöðugrar tor- tryggni virðast nú vera fram- undan tímar viðræðna og aukins trausts þjóða í milli. Segja má, að í nær tvo ára- tugi hafi ríkt nær algjör stöðnun í samskiptum lýð- ræðisríkja Vestur-Evrópu og Norður-Ameríku annars veg- ar og sósíalistaríkja Austur- Evrópu hins vegar. Það er fyrst nú, allra seinustu árin, sem þetta ríkjandi ástand hefur tekið nokkrum breyt- ingum og ný viðhorf og við- fangsefni koma upp á tening- inn. Griðasáttmálar Vestur- Þjóðverja við Sovétríkin og Pólland og fjórveldasam- komulagið um Berlín hafa þegar markað djúp spor í þessum efnum. Samskipti, sem fyrir fáum árum þóttu útilokuð, eru nú smám saman að verða að raunveruleika, og framundan eru mörg óleyst verkefni. En mestu máli skiptir, að nú virðast þær að- stæður vera að skapast, sem gera það kleift að greiða úr deiluefnum, sem áður þóttu nær óleysanleg. Utanríkisráðherrafundi At- lantshafsbandalagsríkjanna Ráðherrar Atlantshafs- bandalagsríkjanna lýstu einn- ig yfir því, að ríki bandalags- ins væru reiðubúin til þess að hefjá fyrsta áfanga ráð- stefnunnar um öryggi og sam- starf Evrópuþjóða, sem hefj- ast á í Helsingfors í byrjun næsta mánaðar. Þó að þess sé hæpast að vænta, að ör- yggismálaráðstefnan eigi eft- ir að valda straumhvörfum í samstarfi þjóðanna í Evrópu, ætti hún að færa þær nær lausn sumra þeirra vanda- mála, sem lengi hafa beðið úrlausnar. Framundan eru í haust frekari undirbúningsviðræð- ur fyrir ráðstefnu um gagn- kvæman samdrátt í herafla Evrópu. Öllum þessum þjóð- um er það ljóst, að samdrátt- ur í herafla í álfunni verður TyTokkra athygli vakti, þegar tilkynnt var, að Leonid Brezhnev myndi hafa nokk- urra stunda viðdvöl á Kefla- víkurflugvelli á leið sinni vestur um haf til þess að ræða við Ólaf Jóhannesson, forsætisráðherra. Hitt hefur þó vakið enn meiri furðu, að aðalritari Kommúnistaflokks- ins skyldi hafa hætt við við- dvöl sína hér og samræður við íslenzk stjórnvöld. Forseti Íslands og forsætis- ráðherra voru komnir til Keflavíkurflugvallar í þeim tilgangi að taka á móti Brezhnev. Framkoma Brezh- nevs í garð þjóðhöfðingja íslands og forsætisráðherra er niðurlægjandi fyrir þá og er því í raun réttri móðgun við íslenzku þjóðina. Veður hamlaði ekki, að flugvél aðal- ritarans gæti lent og haran hefur ekki gefið neinar skýr- ingar á framkomu sinni. / < v* Á0> iforum v ' world features Línudans Ceausescus Eftir George Schöpflin LONDON. — Sjálfstæð utanríkis- stefna Rúmena er orðin því sem næst tíu ára gömul, og kunnugir menn á Vesturlöndum hafa gen-gið nokkum veginn að því sem vísu að stefna þeirra miði að því að varðveita eins mikið af sjálfstæði sínu og frekast er kiostur gagnvart Moskvustjóm- iinni. Þó hafa ýmsir furðað sig á nokkrum nýlegum ráðstöfunum Rúm ena, sem virðast hafa gefið til kynna að ef til vill séu þeir að færast aftur inn á áhrifasvæði Rússa. Rúmenar hafá til dæmis ákveðið að taka upp nánari samvinnu en þeir höfðu á síðasta áratug við viðskipta- bandalag kommúnistarikjanna, Comecon. Ceausescu forseti hefur tii dæmis ekki verið næstum því eins harðorður í gagnrýni sinni á afskipti Rússa af málefnum Rúmeníu og þrýst ing þeirra gagmvart landiniu og á óróa tímanuim í kjölfar innrásarinnar í Tékkóslóvakiu 1968, sem hann for- dæmdi eins harkalega og hann frek- ast gat. En ekki alls fyrir löngu leyfði hann æfingu herráðs Varsj’ár- bandalagsins á rúmenskri grund i fyrsta skipti síðan á árunum eftir 1960, og síðan hefur hann átt vinsam lega fundi með Yakubovsky mar- skálki yfirmanni alis herafla Varsjár bandalagsins. Ceausescu hef.ur sótt heim Rússa- hoila vaidiamenn Tékkóslóvakíu og með því bumdið enda á töluverðan kala, sem hefur einkemnt samskipti landanna sáðan innrásim var gerð 1968. Þessar sáttaumleitanír hafa táknræna þýðingu, þær fela í sér þegj andi samþykki Ceaiusescua við afleið- inigum innrásarinnar. Þær fréttir hafa jafnvel borizt, að Rúmenar hug leiði kaup á sovézkri olíu, Mfsnauð- syntogu og hemaðariega mikilvægu hráefni, sem þeir hafa ekki þurft að flytja inn tiil þessa þar eð þeir hafa verið sjálfum sér nógir með olíu, sem þeir hafa framleitt í miklum mæli. í ljósi þessa mætti leiða aMsannfær andi rök að því, að va'ldhafarnir í Búkarest láti ekki sjálfstæði Rúm- eníu hafa eins algeran forgang og á síðasta áratug þegar því var sem ákafast haldið á lofti. En þetta er sennilega of mikil einföldun. Stefna Rúmena hefur vafalítið orðið sveiigj- anlegri en hún var allt fram á síðustu ár, og Ceausescu hefur orðið þess ásikynja að það er til Mtrls að styggja Moskvustjómina að óþörfu og án þess að tilefni gefist tii. Tvennt hefur átt þátt í þessari ákvörðun, sem hann hefur tekið. 1 fyrsta lagi viðurkenning á þeirri stað reynd, að blíðuhót Rúmena við Kín- verja, margrægða hugmyndafræði- lega og póUtíska andstæðinga Rússa, geta aldrei veitt landinu vöm gegn Rauða hemium. Eins og Chou En-lai, kínverski forsætisráðherrann, komst að orði sumarið 1971, þegar valdhaf- arnir í Kreml fóru að hafa alvariegar áhyggjur af auknum áhrifum Kín- verja á Balkanskaga, ,,kæfa fjarlæg vötn ekki eldinn“. í öðru lagi virðast vaMhafamir í Búkarest hafa ályktað, að Sovétrikin taki sérlega óstinnt upp um þessar mimdir, að eitthvert banda lagsríki þeirra skerist úr leik í ljósi viðræðnanna um öryggi Evrópu í Helisinki, þar sem vestræn ríki hafa gert ti’llögur um frjáls skipti á hug- myndum og skoðunum og aðrar hættulegar breytingar. Þess vegna virðist Ceausesou reiðubúinn til til- siakana eins og sakir standa ef þær skipta ekki alltof miklu máli. Á hinn bóginn hefur stefna Rúm- ena verið jafnóhagganleg og jafnan áður í málum, sem Ceausescu telur snerta grundvaMarhagsmuni lands- ins. Ný landvarnarlög, sem tóku gildi í marzlok, voru greinilega sett m.eð möguleika á irrnrás í huga. Þau voru sniðin eftir svipuðum júgósdavnesk- um lögum, og þar er uppgjöf fyrir árásaraðila útilokuð skýrt og ótví- rætt og greinilega að því stefnt að Ceausescu afstýra að leppstjórn verði sett á lagigirnar. Þetta hafa varia þótt góð- ar fréttir í Kreml. Rússum hefur fundizt framkoma Rúmena í viðræðunum í Helsinki jafn þreytandi. Þar hafa samninga- menn landsins staðið fast á jafnrétti aUra þátttökurikja. Stjóminni í Búka rest hefur verið mikið kappsmál að afstýra að samkomulag takist miilM NATO og Varsjárbandalagsins á kostnað minni og veikari ríkja. Ce'aus escu hefur si og æ talað um þörfina á að ,,koma til leiðar nýrri mynd samskipti, sem gæti orðið fyrirmynd framtíðarsamskipta ríkja heimsins." GrundvöHur þessara samskipta ættu að vera ví.gorð rúmenskrar utanríkls- stefnu, sem eru orðin heifðbundin: „fullveldi, jafnrétti og afskiptaleysi um innanríkismál.“ Ceau.se.scu hefur verið stoð og st.ytta þessarar stefnu. Hann hefur gert sig að óumdeiianleguim valdsherra Rúm- Framhald á bls. 25.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.