Morgunblaðið - 19.06.1973, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 19.06.1973, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚNÍ 19TÖ M j! níi.iLin,i \ Jtalur;' ® 22-0-22- RAUDARÁRSTÍG 31 BILALEIGA CAR RENTAL n 21190 21188 1 iá 25555 mfíiFim BILALEIGA CAR RENTAL BORGARTÚN 29 AV/S _____SIMI 24460 LAUGAVEGI 66 BÍLALEIGAN ^51 51EYSIR \>.--- CAR RENTAL HÚPFERÐIR Til leigu í lengri og skemmri ferðir 8—50 farþega bílar. KJARTAN INGIMARSSON, sími 86155 og 32716. FERÐABÍLAR HF. Bílaleiga. - Sími 81260. Tveggja manna Citroen Mehari. F.mm manna Citroen G.S. 8—22 manna Mercedes Benz hópferðabílar (m. bílstjórum). nucLVsmcRR ^S*-»22480 Enn hrina í sameiningarátt! Sameiningarmál svonefndra vinstri flokka hafa verið döfinni í nokkur ár. Mikið hef ur verið skrifað og- oft f.jálg- iega um nýja sameinaða og samhenta vinstri fylkingu. Allt þetta tal um vinstri sam- einingu hefur þó reynzt vera orðin tóm. Engin merki eru þess sjáanleg, er benda til þess að orðagjálfrið hafi bor- ið nokkurn árangui- Miklu fremur hefur sundurþykkjan dafnað og flokkar og flokks- brot virðast heldur fjarlægj- ast hvert annað en hitt. Samtök frjálslyndra og vinstri manna voru stofnuð á sínum tima í því skyni að sam eina vinstri öfiin í landinu; það var hin háleitasta hug- sjón. Nú liefur þessi stjórn- málaflokkur verið klofinn i a.m.k. tvær stjáðandi fylking- ar til þess að sýna landslýðn- um, hversu mikla áherzlu for- ystumennirnir leggja á sam- einingarhugs jónina! Alþýðuflokkurinn átti frumkvæði að svonefndum sameiningarviðræðum þriggja flokka fyrir nokkrum árum. Fulltrúar þessara flokka gátu þó aldrei komið allir sam an á sameiningarfund. Kær- leikurinn var ekki meiri en svo, að aðeins tveir flokkar gátu ræðzt við í senn. Vara- formaður Aiþýðuflokksins hefur nú gefið í skyn, að lít- ill áhugi sé nú fyrir samein- irigu meðal Alþýðufiokks- manna. Og Framsóknarflokk- urinn sem lét iíklega í fyrstu hefur eftir tveggja ára vinstra samstarf í ríkis- stjórn, vísað þessum hug- myndum til hliðar með öllu að því er virðist. Allt frá síðasta hausti hef- ur þó sérstök sameiningar- nefnd setið á rökstólunum og undirbúið sameiningu Alþýðu flokksins og Samtaka frjáls- lyndra og vinstri manna. En það er til marks um, hversu sterk tök sameiningarhugsjón in hefur haft á sameiningar- nefndinni, að hluti hennar gekk yfir í Framsóknarflokk- inn fyrir skömmu. Málum er nú svo komið, að aðeins eitt flokksbrot heldur enn opinberlega uppi há- stemmdu orðagjáifri um vinstri sameiningu, Samband ungra framsóknarmanna. Ýms ir þykjast þó sjá örla fyrir því, að hugtakið sameining sé smám saman að fá nýja merk- ingu í röðum ungra fram- sóknarmanna. Fannig er ekki ólíklegt, að sumir forvígis- menn þeirra samtaka telji frama sínum nú orðið bezt borgið með þvi að sameinast hreiniega gamla afturhalds- sama Framsóknarflokknum á nýjan leik. I»að virðist þvi ekki vera víðs fjarri, að innan tíðar hafi öll vinstri flokksbrotin farið a.m.k. einn hring í sam- einingarátt. Og e.t.v. rekuur Hannibal aftur á fjörur AI- þýðuflokksins. Svo geta hug- sjónamennirnir miklu dundað við það næsta áratuginn að kenna hver öðrum um enda lokin. Það sýnir einkar glöggt, hversu sundurleit fylking vinstri öfiin eru, að um leið og þau ná valdaaðstöðu, renna allar hugmyndir og hug sjónir um sameiningu og sam starf út í sandinn. Fyrir kosn ingar þykir henta að gefa kjósendum til kynna, að sund urlyndinu sé lokið, en eftir kosningar gilda vélráðin. AHRIF ÞÁ ER nú myndlistarhúsið komið í gagnið og allt í topp- lagi nema veitíngarnar. Þar vantar semsagt barinn. — Að sjálfsögðu verða margir gest- anna fyrir áhrifum af list þeirri, sem blasa mun jafnan við augum í þvísa húsi. En sumum er, einsog allir vita og Þíngeyingar manna bezt, ekki gefinn sá streingur í sál ina að geta hrifizt af list. Og auðvitað heimta þeir sín áhrif og eingar refjar. Hvað er þá eilega handhægara en verða sér úti um þær efna- blöndur, sem hafa áhrif jafn- vel á hinar sljóustu sálir, sem öll listhrifníng er vlðs fjarri? Ef mönnum verður leyft að sturta í sig sosum einum nafna sínum, áður en listin er leidd augum, er ekki að efa, að lángt er náð í jafn- réttisbaráttu mannkynsins: Allir verða fyrir áhrifum, sumir að visu kemískum, en aðrir listrænum, og finnst manni einkvurnveginn, að þá megi allir vel við una. Og ekki má gleyma því, að áfengisdrykkja í myndlist arhúsinu gæti rutt ýmsar nýjar og frumlegar brautir í lista- og menníngarmálum Mörlandans. Það væri tilað mynda ekki ónýtt að fá ný- tízku bar i Þjóðminjasafnið, og svo duggunarlítið öldur- hús uppí Árbæ, svo menn njóti nú sumarblíðu og sögu stemmníngar á fullkominn hátt. Ekki væri heldur ama- legt, ef menn gætu reikað um mátulega puntaðir i Hnit- björgum og Ásgrímssafni. — Svo gæti Mímisbar haft útibú í Landsbókasafninu til að sjá við ofvexti í heilaseli- onum. Og auðvitað feingi Nátt- úrugripasafnið beina leiðslu frá Hábæ og Klúbbnum til að sýna svart á hvítu, að hér existerar sosum gróandi þjóðlíf, hvað sem kvur segir. Popp-skýrslan TRAFFIC FORTÍÐ: Stofnuð . af „undrabarninu“ Steve Win- wood, eftir að hann hætti í hljómsveit Spencer Davis 1967. Hann fékk í lið með sér trommuleikarann Jim Cap aidi og blásarann Ciiris Wood og hafa þessir þrír verið kjarni hljómsveitarinnar síð- an — þótt Dave Mason, sem upphaflega var rótari hljóm- sveitarinnar, hafi byrjað og hætt þrisvar sinnum sem gít arleikari. NÚTÍÐ: Síðasta útgáfa hljómsveitarinnar var líklega algjört lágmark á ferli henn- ar, en núverandi útgáfa henn ar — með þremur bandarísk- um stúdíóhljóðfæraleikurum og conga-Ieikaranum Rebop — er hámarkið á ferli henn- ar. Því miður kemur hljóm- sveitin aðeins örsjaldan fram opinberlega, sérstaklega í Bretlandi. FRAMTÍÐ: Það er ekki ætlun Winwoods að halda stöðugt úti hljómsveit, svo að núverandi hljómsveit mun væntanlega Ieggja upp laup- ana að loknum þeim hljóm- leikum, sem hún hefur þegar gert samninga um. Varkárni og hlédrægni umboðsmanns hljómsveitarinnar, sem hefur alltaf forðast augljósa „rán- yrkju“ á hæfiieikum og per- sónutöfrum Winwoods, er það, sem mun halda hljóm- sveitinni rólegri — en þetta viðhorf leyfir hljómsveitinni iíka að verja of miklum tima í plötuupptökur og ókomnar plötur hljómsveitarinnar ná kannski aldrei aftur hinum brennandi loforðum um stór- kostlega framtíð, sem ein- kenndu fyrstu ár hljómsveit- arinnar. Kjarnahópurinn: Win wood, Capaldi og Wood, mun sennilega haldast saman að eilífu. Stjórnar Mafían popplistamönnum? Fyrir nokkru var hafin rannsókn á tilraunum plötu- fyrirtækja og iistamanna til að múta plötusnúðum BBC tll að kynna verk þeirra um- fram önnur — og áttu plötu- snúðarnir að hafa þegið að launum peninga, gjafir, sól- arstrandaferðir og þjónustu vændiskvenna. Um nokkurra mánaða skeið hefur staðið yfir í Bandaríkjunum rannsókn á sams konar málum — nema hvað þar er talið, að Mafían standi á bak við múturnar. Leikur grunur á, að Mafían hafi náð tökum á hljómplötu- fyrirtækjum — einkanlega þeim, sem sérhæfa sig í negratónlist — og einnig hafi Mafían heljartak á ýmsum listamönnum og taki skatt af öllum þeirra tekjrnn. Ef þess- ir listamenn hafa sýnt til- burði til að hefja deilur við plötufyrirtæki sín, t.d. til að heimta meira kaup, hefur Maf ían gjarnan pínt þá til að halda sig á mottunni — því að það er þó betra að lialda við gildandi samningi en að eiga kannski á hættu að missa gjörsamlega tekjurnar vegna samningsrofa. Þá hef- ur Mafían gert talsvert af því að múta plötusnúðum til að leika réttar plötur — og hefur borgað þeim á svipað- an hátt og þeir í Bretlandi hafa gert — en þó einnig með fíkniefnum. Mun kókaín vera vinsælast meðal plötu- snúða þessar vikurnar. ★ Sarstedt- bræðurnir stofna tríó Sarstedt-bræöurnir, Peter Rick og Clive, hafa nú stofn- að trió, en allir hafa þeir áður skapað sér nafn einir sér' — Peter naut vinsælda hér um árið fyrir lag sitt „Where do you go to my Iovely“; Rick var einn af vinsælustu söngv urum Bretlands fyrir 10 árum eða svo, en gekk þá undir nafninu Eden Kane og Ciive var liðsmaður sænskrar rokk hljómsveitar. Þeir bræður hafa sent á markað litla plötu, „Chinese Restaurant", og innan tiðar kemur á markað stór piata undir nafninu „Wörlds apart together" og hefur að geyma lög frá fyrri velgengnisskeiði bræðranna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.