Morgunblaðið - 19.06.1973, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, I>RIÐJUDAGUR 19. JÚNÍ 1973
íbúarnir eru sál borgarinnar
Ræða Birgis ísl. Gunnarssonar
borgarstjóra 17. júní
Um ísland allt er nú haldin
þjóðhátíð. Við minnumst
stofinunar lýðveldis og þess
áfanga, sem þá náðist í sjálf-
stæðisbaráttu þjóðarinnar,
baráttu, sem áfram heldur
meðan hér vild búa sjálfstæð
þjóð. Á þjóðhátíð eigum við
að samstilla hugi okkar, óháð
deilumálum hins daglega lífs,
m'nnast sögu okkar og upp-
ruma, meta stöðu okkar sem
þjóðar í lífsbaráttunni ag
huga að þeim verkefnum, sem
framundan eru á ýmsum svið
um þjóðlifsins.
Island er að mörgu leyti
harðbýlt land. Þótt nú sé kom
in 9. vika sumars, þá snjóaði
á láglendi um síðustu helgi
og gróður hér í Reykjaivík hef
ur ekki enn færzt í fullan sum
arskrúða vegma kuida í lofti.
Þetta er okkur áminning um
það, hve náttúruöflin geta ver
ið óblíð hér á landi, og að sum
arið er svo stutt, að oft getur
litlu munað um það, hvort
jörðin gefur af sér þær nytjar
sem þarf tiil að hér verði lif
að eðlilegu lifi.
Við Islendingar erum háð-
ari náttúruöflunum en marg
ar aðrar þjóðir. Grundvöllur
okkar efnahagslifs hvilir á
fiskveiðum og fiskvinnslu og
afkoma okkar um óíyrirsjáan
lega framtíð er háð því, hvern
ig við fáum nýtt þær náttúru
auðlindir, sem hafið umhverf
is okkur fielur í sér. Þessum
náttúruauðlindum er nú alvar
lega ógnað, og einmitt þess
vegna höfum við íslendingar
st'gið það mikilvæga skref að
færa út fiskveiðilandhelgi okk
ar til að vernda fiskimiðin fyr
ir þeirri rányrkju, sem þar
hefur tiðkazt, og til að við á
skipulagsbundinn hátt getum
nýtt í okkar þágu þessar
mestu auðlindir landsins. Um
þessar aðgerðir hefur þjóðin
staðið einhuga.
En vegna þessa máls —
landheligismálsins — höldum
við þjóðhátíð í dag við óvenju
legar aðstæður. Gömul stríðs
þjóð hefur farið gegn okkur
með ofbeldi og með vopn/i-
valdi hindrað eðlilega lög-
gæzlu innan hinnar nýju fisk-
veiðilögsögu okkar og stuði
að þannig að lögbrotum er-
lendra manna, sem á ólögleg
an hátt fara ránshendi um okk
ar dýrmætustu náttúruauð-
lindir. Þessi mál eru öllum Is-
lendingum svo öíarlega í huga
nú, að um þau þarf ekki mörg
orð hér. Það mega hinir er-
lendu ofbeldismenn vita, að í
þessu lífshagsmunamál; stönd
úm við Islendingar saman sem
eiinin maðiur. Ofbeidið fær
aldrei bugað okkur.
Þótt verndun fiskimiða okk
ar sé okkur lífshagsmunamál
vegna þess, hve háð við erum
fiskveiðum, er þessi verndun
liður í miklu umfangsmeira
máli, sem fólk um allan heim
er nú að vakna til meðvitumd-
ar um i mjög ríkum mæli. —
Verndun og skynsamleig hag-
nýting fiskimiðanna er liður
í alþjóðaviðleitni til verndunar
náttúru og umhverfi manns-
ins. Menn gera sér nú stöðugt
betri grein fyrir því, að mað
urinn má ekki lengur fara
þeim ránshöndum um náttúr
Birgir Isl. Gunnarsson
flytur ræðu sína
una, sem hann hefur gert og
ekki umgangast umhverfi sitt
af því tillitsleysi, sem ein-
kennt hefur ýmsar okkar að-
gerðir undanfarin ár og ára-
tugi.
Það eru borgarsamfélögin,
sem hér eiga öðrum fremur
hlut að máli — og sama gildir
að sjálfsögðu hér á íslandi. Sá
mikli áhugi, sem nú er á um-
hverfis- og náttúruvernd hér
á landi ,þarf ekki sizt að bein
ast að umhverfi Reykjavíkur,
bæði innan borgar og utan.
Við þurfum að gera umhverf
is- og náttúruvemd að sér-
stöku takmarki hér i Reykja
vík. Þessu starfi má skipta i
þrjá meginþætti. í fyrsta iafi
þarf að koma i veg fyrir frek
ari mengun sjávarins og
strandanna umhverfis höfuð
borgarsvæðið. Til þess þarf
samstillt átak bæði Reykja-
vikurborgar og arnnarra sveiit-
arfélaga hér á höfuðborgar-
svæðinu. 1 öðru lagi er það
mjög mikilvægt að íbúar höf
uðborgarsvæðisins eigi greið-
an aðgamg að útivistarsvæð-
um i næsta nágrenni borgar-
innar. Fátt er borgarbúanum
nauðsynlegra en að geta vitj
að í frístundum sínum ósnort
iinnar náttúru sér tíl hressing-
ar og endumæringar. Við
njótum þess, sem fáar stærri
borgir geta státað af, að eiga
slík svæði í næsta nágrennl
borgarinnar. En þau eru fljót
að spillast, ef ekki er að gáð.
Þeim hugmyndum, sem uppi
eru um fóikvanga og skipu-
lögð útivistarsvæði, i ná-
grenni Reykjavikur, þarf því
að fylgja fast eftir, svo að
bæði við og eftirkomendur
okkar fái notið þess að geta á
skömmum tíma horfið úr ys
og þys borgarlifsins og geng
ið á vit ósnortinnar náttúru.
Þriðja mikilvæga atriðið í
umhverfis- og náttúruvemd
borgarbúans er borgin sjátf,
skipulag hennar, nýting borg
arlandsins og umgenignishætt
ir. Það er stundum gagnrýnt,
að Reykjavik hafi verið þainin
of mikið út og byggðin sé of
dreifð. Sjálfur tel ég það eitt
mesta happaverk í skipulagi
Reykjavíkur, að þannig skuli
hafa verið að málum staJRð.
Hin mörgu auðu svæði milli
borgarhverfa i Reykjavík
gefa svo óteljandi möguleika
til að skapa borgarbúum auðfc
17
ugra og betra líf, ef þau eru
nýtt á réttan hátt. Fegrun og
snyrting hinna auðu svæða er
að sjálfsögðu mikidvæg, en
hitt er ekki síður nauðsynlegt
að skapa borgarbúum ýmis
konar aðstöðu til tómstunda-
starfs i tengslum við þessi
svæði, þar sem börn, ungling
ar og fullorðnir geti fundið
sér verkefni við hæfi.
Eitt af þvi, sem aðailega
hefur verið gagnrýnt við borg
arskipulag víða u.m heim að
undanförnu, er að allt kapp
hafi verið lagt á malbik, stein
steypu og reglubundnar um-
ferðaræðar. Borgimar séu
kaldar og ómanneskjulegar.
Þessi gagnrýni á við rök að
styðjast ,og þessi gagnrýni á
að verða okkur hér í Reykja-
vík til varnaðar, þegar borgin
nú stækkar óðum og fær á
sig stórborgarsvip. Að byggja
manneskjulegri borg á að
vera markmið alira borgat*/f
irvalda og til að ná þvi mark-
miði má margt gera.
Ég heí áður minnzt á úti-
vi'starsvæðin, en til viðbótar
má nefna verndun gamalla
borgarhverfa, sem hafa sitt
sérstæða andrúmsloft, upp-
setningu listverka, takmörkun
bifreiðaumferðar á vissum
göturn eða hverfum og jafn
vel að gera sumar götur að al
gjörum gönguigötum með
þeirri aðstöðu, sem gerir slik
ar götur að aðlaðandi sam-
komustað borgarbúa, sem
menn freistast ti'l að leggja
leið um, ýmist í ákveðnum er
indum eðá eingöngu til að
sýna sig og sjá aðra, án mark
miðs.
Þessi atriði, sem ég hef hér
nefnt, stuðla öll að því að gera
Reykjavík hlýrri og mann-
eskjulegri borg. En eitt
grundvallaratriði er þó hér ó-
nefnt. Þótt borgaryfirvöld á
hverjum tíma geti með marg
vislegum aðgerðum reynt að
Framhald á bls. 25.
1 BÓKMENNTIR
m
Dægurmál — ljóðmál
Njörður P. Njarðvík:
LESTIN TIL LUNDAR.
Iðunn 1973.
KÁPAN á Lestinni ti'l Luindar —
býsna skemmtileg að minum
dómi — minnir á auglýsinga- eða
áróðursspjald, og er það í sam-
ræmi við efni bókarinnar, þvi
talsverður hluti ljóðanna er
sprottinn upp úr þeim vanda,
sem v ð var að glima í heiminum,
þegar þau munu hafa verið ort,
sivo sem Barn í Bíafra, Jan Pal-
ach og Bangladesh. Ég sagði
„talsverður hluti“. Það var nú
kannski fuHmikið sagt, sé við
efnismagn miðað. Hins vegar
virðast mér fyrrtöld Ijóð og önn-
ur slík minnisstæðust að lestri
loknum, enda eru atburðir þeir,
sem þau fjalla um, siður en svo
gleymdir. Þetta er fremiur út-
hverfur skáldskapur. Orðavailið
minnir hvorki á draum né vé-
frétt, eins og algengt hefiur verið
í ljóðlist undanfarinna ára, held-
ur er þetta mest samþjöppuð
frásögn ásamt skoðunum skálds-
iims á hlutaðeigandi málefniu.m.
Því er það, að skáldið notar allt
eiriis hlufilæg orð og gerir ekki
mikið að þvi að umskrifa hluti,
sem eru í sjáLfu sér einfaldir, Ég
nefini sem dæmi Jan Palach:
Éír i-r kyndill frelsis
ég kveikí í sjálfum mér
«>í loKundi likami minn
á að lýsa ykkur þjóð min
þennan das: sem er nótt
öllum mönnum
öllum konum
öllum börnum þessa lands
Orðið „líkami" hefur yfir sér
fræðiiegan blæ fremur en ljóð-
rænan og ásamt „kyndli frelsis",
mjög svo hef'ðbundinni líkingu,
sem meðtaka má huigsunarlaust,
setur það ljóði þessu þröng tak-
mörk: skáldið verður ekki sakað
um rómantískt hugarflug skýj-
um ofar.
Yfirhöfuð má segja, að Njörð-
ur sé varfærinn í orðum, fullyrði
ógjarnan miikið. Lýsingarorð
þau, sem hainn notar, eru gjarn-
an venjubundin, allt að stjóm-
málateg, samanber þetta erindi
úr Marcelino dos Santos:
Svört hönd þin
hlý og: þur
auKU þfn ful!
af friði þess manns
sem á í harðri baráttu
fyrir suiinftjörnum málstað
Hvorki er neitt stórkostlegt né
óvemjuilegt við það, þótt sagt sé
um mann, að hann berjist „fyrir
sanngjömum máilstað“, eim og
hér er tekið til orða, heldur verð-
ur það að teljast sjálifsagður hlut-
ur. Einhver hefiði hér annað
tveggja: hert á meiningunni
með sterkar.a orði eða haft
þarna alls ekkert lýsingarorð, en
hvort heldur, sem var, befiði það
gefið erindinu annan blæ. Engu
að síður hefur skáldið kosið að
stiilQa orðum sínum í hóf, og
verður því sizt af öllu sagt, að
málskrúð flæki yrkisefnið að
baki ljóði þessu né spilli fyrir
hinum „sanngjarna málstað",
sem talað er um.
Um fullhugann, bróður Grett-
is, hafa skáld ort á umdan Nirði
P. Njarðvík. Eitt ljóðið í bókinnd
fjallar eiinmltt um hann og heitir
stutt og lag'gott — lllugi. Þar
sem það er einar tuttugu og sex
Ijóðlinur, langar mig að tilfæra
hér niðurlag þess eimmtgis, sem
gefur þó nokkra hugmynd um
það sem heild:
Hverfist nkap
hatur í aiiRuni
hrákalt bros
harðnar á vörum
svo jffuijíur hann út
undir liÖRK'ió
Nóttln liður
lýnir af degl
Hér er ekkert falið. Allt ligg-
ur í aug'um uppi. Stuttar ljóðlin-
Njörður P. Njarðvík
ur hæfa efnimu, og orðalagið að
ganga „undir hög,gið“ ber vott
um ákjósanlega sparsemi. Hins
vegar orkar tvímælis að tala um
„hrákalt bros“, þar sem „hrá-
kaldur" er eindregið meikvætt
hugtak, en „bros“ í sama mæli
jákvætt. „Hrákalt bros“ — ef ég
skil orðasambandið rétt — heifði
ég kosið að nefna einu nafni:
glott, og svo gizka ég líka á, að
flestir hefðu nefnt það á ritunar-
tima Grettis sögu. Dæmi þau,
sem ég hef tilfært hér, eru tekin
upp úr öðrum og þriðja kafla
bókarininar, Svipstundum og
Guðað á glugga sjónvarpsins.
Fyrsti kaflin heitir aftur á móti
Fjörður milli fjaila, tólf Jjóð töiui-
sett, og síðasti kaflirm, Imv
hverfa, sex ljóð, sömuteiðis tölu-
sett og nafnlaus.
Lóðaflokkar þessir eru miklu
aimennara eðlis en stöku ljóðin,
leikur með forim: ímynd, líking
og svo framveg s. Sumt er þar
betur, en annað miður kveðið,
eins og gengur. Allt um það virð-
ist kjami bókarinnar liggja I
l'jóðum þeim, sem hér hafa verið
nefnd, og fáeinum öðrum slíkum
úr m ðhluta bókarinnar. Þau eru
líka — á sinin hátt — mum sam-
stæðari en ljóðin í ljóðaiflokkun-
um og 'gefa þvi heilllegri mynd
af viðhorfum og tjáningarmáta
skáldsins.
Líkingar og persónugervingar
í Firði milli fjalla eru að sönnu
hnyttilega saman settar, margar
hverjar, og gætu því hæft sem
skart á góðum skáldskap, en
duga tæpast til að lyfta viðkonv
andi ljóðflokki í verulega hæð.
Innhverfiu má virða sem tfflraiun;
annars er að minni hyggju afar
Litið um þann ljóðaflokkinn að
segja.