Morgunblaðið - 19.06.1973, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 19.06.1973, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. JUNl 1973 SAl BAI N Anne Piper: I Snemma í háttrinn 7 minni voru og fínni. Ég mátaði þrisvar brúðarkjól, sem átti að afgreiðast fljótt og vera rjóma- gulur, afskaplega dýr. Ég sneri mér undan meðan talað var um verðið. Edward fór með okkur í hádegisverð á hverjum degi. — Góðan daginn, e'skan sagði móðir hans. — Okkur hefur orð ið vel ágengt í morgun. Jennifer á að fá sex sett af nærfötum og hitabeltishjálminn hef ég pantað frá verzlun hersins. Hann verð ur sendur beint ti:l Chipworth. Edward setti upp áhyggjusvip — Ég læt hana Jenny nú ekki vera úti í sólinni með þetta við- kvæma hörund sitt. Við þurfum engan hjálm. — Auðvitað verður hún að fá hann, þó hún svo setji hann aidrei upp. 1 fyrsta sinn fór ég nú að hugsa um Indland eins og ein- hvem fjarlægan möguleiika. Ég reyndi að hugsa mér hvíta og rjóða andlitið á Edward undir hitabeltishjálmi. — Og svo verður Jennifer með liljur og brúðarmeyjamar með rósir. Betsy og Delia, ógiftu dætumar áttu að elta mig upp að altarinu í gyllfum kjólum. Sem betur fór voru krakkamir hennar Rosemary ekki orðnir ncgu stórir tii þess að flækja sig í kjólslóðanum minum. En ég hafði nú mikla ánægju aí öllum þessum undirbúningi og nýju föt in voru alveg dásamleg. Þarna voru blágrá ferðaföt, sem ég dáð ist mikið að, og svo átti ég að vera í minkapelsinum mínum ut- an yfir til að halda á mér hita. Og á hverjum degi keypti Ed- ward einhvem skartgrip handa mér. Það var alveg furðulegt. Aldrei fann hann nú uppá ein- hverju fallegu orði til að láta fylgja skartgripunum, heldur ýtti þeim bara að mér og sagði. — Héma er smáhlutur, sem ég vona, að þér líki, og svo roðnaðd hann meðan ég opnaði umbúðlrn ar. Jaek hafði aldrei gefið mér neitt nema teikningarnar og svo eina leirkrukku frá Biarritz. En hann gat talað! Betsy vildi láta klippa á sér hárið eins og ég hafði gert, og var að nauða á móður sinni í sífellu. Hún var ekki eins hrædd við gömlu gribbuna og ég var. Betsy var eins konar eftir- málslamb og það hafði verið dekrað mikið við hana. Samt var hún nú enn með hárið, þegar við héldum heimleiðis til Chipworth og i nýrri blóðrauðri treyju, sem henni fannst falleg en móður hennar hreinasti hryllingur. Edward fylgdi okkur á Padd- ingtonstöðina, með klyfjar af Tatler og sælgætispokum. Hann sagði, að nú þegar ég hefði kynnzt fjölskyldu hans í tíu daga, væri allt í lagi þótt ég færi ein með henni. En hann lofaði að koma um hverja helgi. — Hafðu engar áhyggjur, Ed- ward, kallaði Betsy út um vagn- gluggann. — Ég skal ekki láta þau stóru kúska hana. — Farðu strax inn úr glugg- anum, Betsy og vertu ekki að bulla svona vitleysu. Rautt nefið á móður hennar skalf af hneyksl un. Chipworth var alveg jafn frá- hrindandi nú og það var fyrir tiu dögum. Aðeins voru gráu steinarniir með gráasta móti, þar sem garðurinn var nú alþakinn hvítum snjó. Ég fékk fyrir hjart að. Ég hafði reyndar steingleymt að kaupa mér náttsokkana. Ég vonaði bara, að ég gæti breitt nýja minkapelsinn mlnn yfir rúmið, án þess að nokkur tæki eftir því. Clark kom á móti okkur við dyrnar og stiUti í sér tanna- skjálftann eftir föngum (eða kannski eru brytar alitaf í sér- lega þykkum nærfötum) í þýóingu Páls Skúlasonar. Enn var öll fjölskyldan að éta smurt ristað brauð. George eftir lét mér sætið sitt við arininn. Þetta var nú göfugmannlegt af honum, en þetta var viðareldur og aðeins þeir, sem næst honum sátu, gátu nokkum veginn hald ið á sér hita. Móðir harns kom striksandi inn og tók tekönnuna af Rosemary, og sagði þeim síð- an alla ferðasöguna, svo að ég þurfti ekki annað að gera en lega þykkum nærfötum). George sagði: — Er Edward hress? við mig og virtist þá vera búinn að gera skyldu sina. Faðir Edwards kom inn, seint og síðar meir og tinaði með augunum tii þess að sjá, hverjir þarna væru. Það virtist gleðja hann, að ég skyldi vera komin aftur, enda þótt hann hefði alveg gleymt til hvers ég hafði farið og þyrfti að fá útskýringar á þvl öllu hjá konu sinni. Annars var hann elskulegasti kall, og mér fór strax að þykja vænt um hann. Hann var hægfara og meinlaus, virtist vera lærður og gleyminn var hann og svaraði á engan hátt til hugmynda minna um lá- varð — og öll fjöiskyldan virt- ist líta meira eða minna niður á hann, nema Betsy, og gerði sér aidrei það ómak að tala við hann nema í nauðsyn. Hann var Svifflugkennsla Svifflugkennsla er byrjuð á Sandskeiði. Kennt verður öll kvöld og um helgar, þegar veður leyfir. Upplýsingar á staðnum og í símum 10278 á daginn og 36590 á kvöldin. SVIFFLUGFÉLAG (SLANDS. velvakandi Velvakandi svarar í síma 10100 frá mánudegi til föstudags kl. 14—15. 0 Þakkir til Breta Brezka stjómin hefur af miklum höfðiingsskap sent á annan tug skipa okkur til vemd ar, og stöðugt er verið að fjölga skipum og endurbæta þennan vamarflota, með því að senda stærri og fulkomnari skip. Þessi floti er að því leyti starfshæfari en önnur vamar- skip, að þau leita aldrei hafnar, og eru þvi stöðugt á verði. Eng in hvítasurmufrí eins og Danir tóku sér við gæzlu Færeyja- miða eru leyfð, og þess vegna eru engin vandræði samfara landlegum sjóliða, sem jafnan eru i fréttum. Bretar hafa þar að auki lagt á siig að senda hinar ful'lkomn- ustu leitarflugvélar, sem fyigj- ast nákvæmlega með okkar skipum, og þar er ekki slegið slöku við eða verið að valsa á jörðu niðri. Eitt vantar Breta þó enn, en það er fullkomið sjúkraskip, svo að ekki þurfi daglega að skjóta á land sjúkl- ingum. Þegar þetta skip kemur geta Islendingar væntanlega fengið þar skjóta og góða að- •hlynningu, en öllum er kunn- ugt um læknaskort á útkjálkun um. Brezka flotaverndin heldur togurum hennár hátignar á mjög afmörkuðum svæðum, sem er aðeins hluti af einu veiði hól'fi. Þeir, sem vfflja brjótast út úr herkvfnni er hótað öliu ifflu, sbr. Everton. Enginn brezk ur togari fær að veiða á frið- aða svæðinu, þar sem 40 togar- ar voru áður að drepa smáfisk, og Islendingar gátu þegar í stað leyst eitt varðskip frá gæzlu og —nt Ægi í iskönnun. Bretar hlupu undir bagga og sendu Ægi tvö herskip tffl að- stoðar við iskönnunina. Þegar isinn þrengdi að tók herskipið á sig höggið tffl þess að bjarga Ægi. Ásiglingin á Árvakur gæti m.a. stafað af þvi, að Bretar eru ekki búnir að aðlaga sig að almennum umferðairreglum, t.d. aka afflir Evrópubúar á hægri kanti en Bretar á þeim vinstri og þar sem Bretar eru miklir málamiðluna'rmenn ef þeir fá að ráða öllu einir, þá hefur skipstjórinn á Iriishman valdð bffl beggja. Tveir nærstadd ir brezkir togarar komu óðara og studdu við bakið á Árvakri og tóku á sig töluverða áhættu, þar sem Árvakur er svo lítill að varla er nægfflegt svigrúm fyrir tvo togara að hiltta i aðra hlið Árvakurs samitimis. Á timum 15% niðurskurðar á öllum sviðum m.a. á land- græðslu (eftir vfflcu notkun nýju landgræðsluflugvélarinnar er verið að svipast eftir geymsiu fyrir hana í næstu 50 vikur), þá verður Bretum seint fullþökkuð öll fyrirhöfn, sem þeir láta af hendi, án þess að telja eftir eitt einasta pund. Hér er um einstætt göfuglyndi að ræða, sem hinir sínöldrandi skattborgarar í Bretlandi greiða af fúsum vfflja í okkar þágu og brezku útgerðarhring- anna. Aldrei hafa jafn margir gredtt jafnmikið fyrir jafnfáa og Bretar gera nú. Skiili Ólafsson, Klapparstig 10.“ 0 Umhverfi V esturbæ jarlaugarinnar H. Th. B., sem er íbúi á Mel- unum, skrifar: ,,Kæri VeHvakandi! Nú á þessum björtu en svölu vordögum, þegar gróðurinn á enn í höggi við óblitt veðurfar- ið, er fólik tekið að líta í kring um sig í borginni og reyna að hressa upp á gróðurinn í húsa- görðum sínum, þannig að hann geti orðið í samræmi við gróð- ur á útivistarsvæðum og al- menningsgörðum Reykjavíkur- borgar. Þar er mér tjáð, að löngum hafi verið myndarlega á málum haldið. En útivisitar- svæðin eru bara allt of fá í borgarlandinu og hér i Vestur- bænum alls engin, þegar frá eru taldir gæzluvellir bama og dagheimili með mjög takmörk- uðu leikrými. Sundlaug Vesturbæjar er hið mesta þarfaþing og þar hafa nýlega verið gerðar endurbæt- ur. Hinn mikli og látlausi straumur sundgesta, innlendra sem erlendra, sannar áþreifan- lega gildi laugarinnar og vin- sældir. — Eirm er þó Ijóður á þessu máli, og hann hreint ekki svo Mtffll. Affltaf á mesta annatímanum reynast bíla- stæði laugarinnar of fá, svo að sundlaugargestir neyðast tffl að leggja bílum sínium í nærliggjandi götur og valda þar með íbúum þeirra veruleg- uim óþægindium, auik þess sem eðlileg umferð raskast. 0 Opið útivistarsvæði Nú viffl svo vei tffl, að úr þessu mætti bæta með Mtilli fyrirhöfn. Þarna milli sund- laugarinnar og Hagamels er autt svæði, sem að hluta mætti nýta fyrir bílastæði. Vestan af þessu svæði er dagheimfflið Vesturborg með lítinn leik- vang. Mætti auðveldlega stækka hann með því að færa girðinguna inn á þetta auða svæði, sem þannig gæti komið báðum þessum landlitlu þjón- ustufyrirtækjum borgarinnar að góðu gagni. Nú þyrfti ekki á öfflu þessu landi að halda til framanskráðra hluta og er þá sjálfsagt að nýta afganginn fyrir opið útivistarsvæði. Sá mœtti í fokmoldina, sem nú er þama öfflum til ama, brjóta nið ur braggabotnana, sem þama blasa við augum sundlaugar- gesta og annarra, og eru til lítifflar prýði. Þar mætti rækta runna og tré tffl skjóls og augnayndis, og koma fyrir gangstigum og bekkjum til þæginda fyrir þreytta vegfar- endur. Ég hef rætt þetta við marga, sem búa á þessu svæði og ljúka afflir upp einum munni um brýna nauðsyn á skjótum úrbótum. Þar sem þessar lagfæringar þyrftu ekki að verða kostnað- arsamar, en hefðu þó ótvíræða fegrun og gagnlega hagræð- ingu í för með sér, viljum við mega vænta þess, að garð- yrkjustjóri og önnur þau stjóm völd, sem þessi má! heyra und- ir, bregðisit fljótt og vel við, svo að sundlaugin og hennar næsta nágrenni, geti verið stolt okkar Vesturbæinga og skipi verðugan og veglegan sess meðal hinna ágætu mann- virkja í borgarlandinu. H. Th. B.“ Fyrst blessuð Vesturbæjar- arsundlaugin er enn gerð að umræðuefni í dálkum þessum, vffll Velvakandi nota tæki- færið og bæta dáliitlu við frá eigin brjósti. Hann hefur nefni lega sérstakt dálœti á þessari stofnun og er þess vegna annt um velferð hennar og gesta, sem þangað venja komur sín- ar. Þvi hefur verið haldið fram af dómbæru fólki, eins og tffl daemis sálfræðingum, að litir í umhverfi mannsins Skipti miklu máli fyrir andlega vel'- líðan hans. I húsakynnum margnefindr- ar heilsubótarstofnunar eru allir veggir málaðir með kulda- legum og hlutlausum litum. — Væri nú ekki góð hugmynd að velja hlýlega og örvandi liti næst þegar málað verður? Hafnarfjörður Til sölu 3ja herb. íbúð á neðri hæð í tvíbýlishúsi á góðum stað við Hringbraut ofan við Hamarinnj skammt frá Flensborgarskóla. Útb. um kr. 1 milljón og verð kr. 2,2 — 2,3 milljónir. Sérinngangur. ÁRNI GUNNLAUGSSON HRL„ Austurgötu 10, Hafnarfirði, s. 50764. Spor í rétta átt KÓPAL í IWJUM CDG, MARGFALT BETRI TONAUTUM málnjng/j MÁUUINO HC

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.