Morgunblaðið - 27.06.1973, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 27.06.1973, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, MÍÐVÍKUDAGU'R 27. JÚNÍ 1973 Höfnin á, Stokkseyri: Vilji og áræði fólksins en höfnin er vandamálið Garður A-B var byggður 1970. Svarta breiða línan sýnir bryg’grjuna eins og hún er, en annað eru framtíðarhiigmyndir um gerð garða og innri htifnar. — Húsin sem sjást skýrast á myndinni út frá dökklitu götunni eru Viðlagasjóðshúsin. Hafnarskiiyrði á Stokks- eyri eru afar erfið frá nátt- úrunnar hendi og þv: kostn- aðarsöm þegar miðað er við að hreppsfélagið sjálft þarf að standa undir kostn- aði framkvæmda að ein- um fjúrða hluta. Lagfæring innsiglingarinnar er ef til vill ekki svo ýkja mikið verk, en gerð innri hafnar er mik- ið verk vegna þess að þar þarf að sprengja feikilega tii að fá nóg dýpi og skortur er á tækjum til slikra fram- kvæmda. Ég rabbaði við Steingrím Jónsson hreppstjóra á Stokkseyri um þetta mái. „Þrátt fyrir þá vankanta, sem hér eru á,“ sagði haran, „tel ég að fyriir álika upp- hæðiir og nefndar eru til hafnarskilyrða í dag, væri hægt að gera ágætis höfn á Stokkseyri, þar sem hvorki er um sandburð eða isrek að ræða eins og t.d. hjá Þor- lákshöfn og Eyrarbakka. Hér eru nú 7 bátar og viðlegu- pláss fyrir þá í ölluin veðr- um eftir að brimvarnargarð- urinn var byggður 1970, en hann er 310 m langur. Haran hefur þó aðeins gefið sig og teljum við að það þurfi að bæta 1,5—2 m grjóthleðslu of an á hann til að vel sé. Þó er hann búinn að bjarga geysimiklum verðmætum og i hafróti þar sem sjórinn gekk upp á götur hreyfðust bát- arnir ekki við bryggjuna. Það er fyrirsjáanlegt að Stokkseyringar ráða ekki við hafnargerð, sem þarf til þess að mæta aukinni stærð báta. Það er greimilegt að það verða að koma stærri bátar hér. Hins vegar er allt þetta mál mjög ókannað og laust í reipunum, en ef ekki verður ráðizt i að gera stóra og örugga höfn hér á hraun- ströndinni frá öifusá að Þjórsá, þá þurfum við að fá brú á Óseyrarnes við ölfusá innan tveggja ára og þá um leið stækkun Þorlákshafn ar.“ íbúar Stokkseyrar eru nú 500 talsins og mikil gróska er í þorpslífimu. 18 lóðum hefur verið úthlutað þar á þessu ári fyrir utan 12 lóðir fyrir Viðlagasjöðshúsin. Frystiihús- ið á staðnum hefur fram- kvæmt mikla uppbyggingu s.l. þrjú ár og er nú með þeirn framkvæmdum, sem gerðar verða í sumar að komast í hóp stærstu frystihúsa lands ins. Afkoma hússins hef- ur verið mjög góð undanfar- in ár og í vétur voru t.d. fryst þar 650 tonn af loðnu og á land bárust 4500 tonn af bolFiski, eða 1000 tonnum meira, en í fyrra. En höfnin er vandamálið, vandamál, sem ekki verður leyst nerna með miklu fjár- magni. Kostnaðaráætlun við gerð innri hafnar með görð- um og gerð 3m djúprar rennu á meðalstórstraumsfjöru um 20 metra breiðrar út úr inn- siglingunni er milli 350—400 milllj. kr. Þá er jafnframt mið að við að hreinsa upp innan garða þannig að viðlegupláss yrði fyrir 20 báta. Miðað við að brú sé gerð yfir Ölfusá við ósinn og veg- ur með ströndinni milli Þor- lákshafnar og Stokkseyr- ar um Eyrarbakka verður vegalengdiin þar á milli 16 km, en kostnaður við brúar- gerð er áætlaður 160 millj. kr. og I vegagerð 60 miUj. kr. Inn í Stokkseyrarhöfn eru hins vegar tvær innsiglinga- leiðir. Sú eystri er um Hlaupós, en i henni miðri er sker, sem hleypir ölduföld- unum þarna saman á stóru svæði. Hins vegar er aðeins 2,5 m niður á skerið, sem er eins og tveggja hæða hús að rúmmáli. Ef þetta sker yrðd sprengt telja menn að imnsigl ingin myndi gjörbreytast til hins betra. Vestari leiðin til hafnar er um svokailaðar Skælur. Far- ið er um Stokkseyrarsundið, sem er auðfarið, en Skædurn- ar inn af því eru grunmar og það er mikið fyrirtæki að dýpka og hreinsa þær. Það er ljóst að Stokkseyri þarf að fá fullnaðarlausm í þess- um málum eims og nágrann- arnir. Stokkseyrirugar eiga frábæra sjómenn, enda ekkd nerna frábærir sjómenm sem geta notað inmsiglinguna eims og hún er, en hvar sem höfn in kemur kvaðst Steingrímur bjartsýnn á framtið Stokks- eyrar, „Jafnvel þótt við þyrftum að sækja fiskinn okk ar til Þorláksihaínar yfir brú á Óseyramesið." á.j. Þessl Joftmynd sýnlr vel byggðina og höfnina á Stokksey ri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.