Morgunblaðið - 23.10.1973, Side 2

Morgunblaðið - 23.10.1973, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. OKTÓBER 1973 Samið um 20 þús- und lesta ísfisksölu SAMKOMULAG fulltrúa v-þýzkra togaraeigenda, fiskkaupenda og fiskiðnaSaraðila og fulltrúa íslenzkra fiskseljenda, sem skýrt var frá í Mbl. fyrir helgi, felur í sér, a5 íslendingar stuðli að sölu á um 20 þús. lestum af ísfiski árin 1974 og 1975 í V-Þýzkalandi, svo fremi að aflabrögð og markaðsað- stæður leyfi. Þýzku fulltrúarnir munu beita sér fyrir lækkun löndunarkostnaðar íslenzkra skipa í V-Þýzkalandi, og Islendingum gefst kostur á aðild að stofnun þeirri, sem skipu- leggur ísfisksölur þýzkra skipa í V-Þýzkalandi. Fréttatilkynning frá Landssam- bandi ísl. útvegsmanna um við- ræðurnar og samkomulagið fer hér á eftir: Dagana 17. og 18. október s.l. fóru fram hér í Reykjavík við- ræður milli fulltrúa þýzkra togaraeigenda svo og fisk- kaupenda og annarra fiskiðnaðar- aðila annars vegar og hins vegar Landssambands ísl. útvegsmanna, Félags ísl. botnvörpuskipa- eigenda, Sölumiðstöðvar hrað- frystihúsanna, Sjávarafurða- deildar S.t.S. og Sölusambands ísl. fiskframleiðenda hins vegar. Viðræður þessar fóru fram að ósk íslenzku og þýzku viðræðu- nefndanna, sem sátu fundi í Bonn 6. og 7. sept. s.l. um lausn fisk- veiðideilunnar milli landanna. Efni viðræðnanna var að fjalla um söiur á isfiski til V-Þýzka- lands, svo og viðskipti með freð- fisk og saltfisk, í ljósi reynslu af þessum viðskiptum undanfarna áratugi og framtíðarmöguleika. Á fundinum náðist samkomulag um, að íslendingar stuðluðu að sölu á u.þ.b. 20 þús. tonnurr. af fiski 1974 og 1975, þó með því skilyrði að aflabrögð og markaðs- Framhald á bls. 18 Göngudeild fyrir sykursjúka 1 NÆSTA mánuði verður væntanlega opnuð í Landspftal- anum göngudeild fyrir sykur- sjúka. Verkefni deildarinnar verður að greina sjúkdóminn eftir ábendingu lækna og veita hinum sykursjúku alhliða og ævilanga fræðslu um sjúkdóm- inn og meðferð hans. Hefur Þórir Helgason verið ráðinn til að veita deildinni forstöðu. Þessari göngudeild hefur verið komið á fót að frumkvæði Samtaka sykursjúkra, sem hafa frá stofnun, fyrir tveimur árum, haft þetta forgangsmál. 1 samtökunum nú eru um 300 manns, en það er þó aðeins brot af þeim fjölda, sem á við sykur- sýki að stríða, þvi að áætluð tala þeirra á Reykjavíkursvæð- inu er milli 2500—3000. Til- gangur Samtaka sykursjúkra er m.a. að halda uppi fræðslu um sykursýki, bæta félagslega að- stöðu sykursjúkra og vinna að þvi, að komið verði á fót sér- hæfðri lækningastöð fyrir sykursjúka með sérmenntað starfslið, en fyrsti áfangi þessa er nú að sjá dagsins ljós með göngudeildinni í Landspítal- anum. Stjórn samtakanna hefur frá upphafi átt ítarlegar viðræður við forráðamenn heilbrigðis- mála um göngudeildarmálið, og varaformaður samtakanna, Þórir Helgason læknir, samdi á sínum tíma greinargerð um málið. Telja samtökin, að með þessu átaki rofi til varðandi vandamál sykursjúkra og líta rnegi bjartari augum til fram- tíðarinnar. Það kom fram á blaðamanna- fundi með stjórn samtakanna og fjárhagsnefnd, að ýmislegt Sleggjudómar um Sverri Haralds- son í sjónvarpinu „Kynningarþættir, en ekki gagnrýni” — segir Björn Th. MORGUNBLAÐIÐ hefur orðið vart við óánægju fjölda fólks vegna órökstuddra sleggjudóma um Sverri Haraldsson listmálara f sjónvarpsþættinum Vöku sl. laugardag. Af þeim sökum sneri blaðið sér til Björns Th. Bjöms- sonar listfræðings, sem sér um myndlistarþátt Vöku ásamt Ölafi Kvaran, og spurði hann, hvort hann bæri ábyrgð á þættinum um Sverri. „Ölafur Kvaran ber ábyrgð á þættinum um Sverri," svaraði Sverrir Haraldsson Björn, „því ég hafði hvorki séð hann né heyrt fyrr en í sjónvarps- Framhald á bls. 18 Framkvæmd samkomulags MARGIR HAFA spurt, hvernig framkvæmd hugsanlegs sam- komulags við Breta f Landhelgis- deilunni yrði háttað. Ólafur Jó- hannesson lagði fram ákveðna til- lög um það á fundunum í London, og tókHeathhana nánast óbreytta upp f gagntillögu sinni. Á blaðamannafundi sl. föstudag gerði forsætisráðherra grein fyrir því, hvernig skilja bæri þetta ákvæði samkomulagsgrund- vallarins. Hann sagði, að íslenzkt varðskip, sem stæði brezka togara að broti á samkomulagi, mundi setja út bauju, þar sem togarinn var að veiðum. Brezkt aðstoðar- skip kæmi á vettvang til þess að sannreyna staðarákvörðun varð- skipsins. íslenzk yfirvöid mundu fara eftir úrskurði varðskipsins og svipta viðkomandi togara veiði- leyfi með því að strika hann út af skrá yfir þau skip, sem leyfi fengju til veiða á Islandsm. Ef Bretar draga staðarákvörðun varðskips í efa, verða þeir að sækja það mál eftir venjulegum diplómatískum leiðum. Á blaða- mannafundinum sagði Ólafur Jó- hannesson, að ef íslenzkir út- gerðarmenn ættu að velja um þá skipan, sem venjulega gildir, að togari er færður til hafnar, skip- stjóri sektaður og afli og veiðar- færi gerð upptæk eða það fyrir- komulag, sem gert er ráð fyrir 1 samkomulagi við Breta, að í raun er kveðinn upp dauðadómur yfir því skipi, sem brýtur samkomu- lagið, væri hann ekki í vafa um, hvora leiðina þeir mundu heldur velja, því að ævarandi bann við veiðum á fslandsmiðum væri mun strangari refsing en sektir._ Fámennir fund- ir „herstöðvar’,- andstæðinga UM HELGINA var efnt til funda á þremur stöðum á landinu um varnarmálin, og stóðu fyrir fundinum Alþýðu- bandalag, SFV, SUF og SUJ. Þessir fundir hinna svonefndu „herstöðvarandstæðinga" voru mjög fámennir og benda ekki til þess, að málstaður þeirra eigi hljómgrunn meðal almennings. Fundarboðendur höfðu pantað stóra salinn f Sel- fossbíói, en þegar til kom, var fundurinn færður f litla salinn, og munu hafa sótt hann um 40 manns. A Sauðárkróki mættu um 30 manns, og urðu litlar sem engar umræður á fundinum. 1 Búðardal mættu um 20 manns á fundinum. Athyglisvert er, að þessir fundir eru svo fámennir, enda þótt fjórir stjórnmálaflokkar eða samtök úr þeim standi fyrir fundunum sameiginlega og þeir hafi verið auglýstir mjög rækilega bæði f blöðum og útvarpi. Stjórn og fjárhagsnefnd Samtaka sykursjúkra, Reykjavík: Helgi Hannesson, Hjalti Pálsson, Þórir Olafsson, Magnús L. Sveinsson, Marfa Ammendrup, Anna Snorradóttir og Jón Guðhjartsson. fleira er á döfinni hjá samtök- unum. Þannig hefur stjórnin nú samþykkt í tilefni af þeim merka áfanga, sem náðst hefur með stofnun göngudeildar- innar, að efna til fjársöfnunar til kaupa á blóðrannsóknar- tækjum, sem eru það full- komin, að þau mæla á stundar- fjórðungi insúlín i blóði fólks, og þarf þá ekki að bíða f marga daga eftir niðurstöðu rann- sóknarinnar, en slíkt veitir sjúklingum meira öryggi. Tæki þetta mun kosta um 1,5 millj- ónir króna, og segja forráða- Framhald á bls. 18 „Margt öðru vísi í Reykjavík ef Bæjarútgerðin væri ekki” B.U.R. byggir nýtt frystihús við vesturhöfn m.a., að eins og öllum væri kunnugt, þá hefðu átt sér stað mikil mistök í byggingu skut- togarans Bjarna Benediktsson- ar, og hefðu þau flest verið i olíukerfi skipsins. En menn hefðu lært af reynslunni, og komið hefði verið í veg fyrir slík mistök, á meðan byggingu Snorra Sturlusonar stóð. Þessu næst tók borgarstjór- Framhald á bls. 18 „BÆJARÚTGERÐ Reykja víkur hefur skapað mikinn grundvöll að atvinnulffi i Reykjavík, og það væri margt öðruvfsi í Reykjavík, ef Ba'jar- útgerðin væri ekki til,“ sagði Birgir Isleifur GunnarssOn borgarstjóri í ræðu, sem hann flutti um borð í hinum nýja skuttogara B.U.R., Snorra Sturlusyni í gær, þegar starfs- menn B.Ú.R. og gestir fögnuðu komu skipsins. — I ræðu borg- arstjóra kom fram, að ákveðið er, að Bæjarútgerðin byggi nýtt frystihús við vesturhöfnina á Grandanum. Fjöldi fólks var saman kom- inn um borð í skuttogaranum Snorra Sturlusyni í gær til að fagna skipinu. Voru þar flestir fastir starfsmenn B.U.R. og áhöfn skipsins, ásamt gestum. Hófið um borð í Snorra hófst með því, að Sveinn Benedikts- son, formaður bygginganefndar skipsins, hélt ræðu. Sagði hann Hér eru Birgir Isleifur Gunnarsson borgarstjóri, Guðbjörn Jensson skipstjóri og Þorsteinn Arnalds framkvæmdastjóri B.Ú.R. f brú Snorra Sturlusonar í gær. A efri myndinni flytur borgarstjóri ræðu sfna. — Ljósm. Mbl.: Sv. Þ.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.