Morgunblaðið - 23.10.1973, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. OKTÖBER 1973
3
Sæmilegar
sölur í
Þýzkalandi
ÞRJtJ togveiðiskip seldu I
Bremerhaven og Cuxhaven I gær-
morgun. Voru þau með frekar lft-
inn afla, en gott verð fékkst fyrir
hann, en þetta var blandaður fisk-
ur.
Gullberg NS seidi 60.3 lestir
fyrir 74.543 mörk, eða 2.5 milljón-
ir. Meðalverðið er 43 krónur.
Cranus RE seldi 79 lestir fyrir
96.694 mörk, eða 3.3 milljónir.
Meðalverðið er 42.60. Heimaey
VE seldi 75.5 lestir fyrir 99.800
mörk, eða 3.4 milljónir. Meðal-
verðið er 46.10 krónur.
Vaka hlaut
48,5% atkvæða
stúdenta
B-LISTI, listi Verðandi, vinstri
stúdenta, sigraði I kosningum
stúdenta Hl um 1. des.-nefndina,
sem sjá á um 1. des.-hátiðahöld
stúdenta, og hlaut þvf alla menn
kjörna. Fékk listinn 461 atkvæði,
en A-listi, listi Vöku, lýðræðis-
sinnaðra stúdenta, hlaut 439 at-
kvæði, eða 48,5%. Auðir seðlar og
ógildir voru fimm talsins. Þetta
er hæsta atkvæðahlutfall Vöku f
kosningum í H.t. undanfarin
þrjú ár.
Kjörorð vinstri stúdenta var
„Island úr Nato — herinn burt“
og aðalræðumaður 1. des.
Vésteinn Lúðvfksson rithöfund-
ur. Kjörorð A-listans var „Maður-
inn og báknið“ og aðalræðumaður
Þorsteinn Thorarensen rithöf-
undur. Kosningarnar fóru fram í
Háskólabíói i tengslum við sér-
stakan kynningarfund frambjóð-
enda og stóð kjörið i tvær klukku-
stundir. Um 350 manns sóttu
fundinn, en liðlega 900 greiddu
atkvæði.
„Við teljum, að þessi úrslit séu
engin sönnun fyrir því, að meiri-
hluti stúdenta sé fylgjandi þess-
um málstað vinstri manna," sagði
Sigurður Ragnarsson, formaður
Vöku, í viðtali við Mbl. í gær.
„Það var fyrst og fremst fyrir-
komulag kosninganna, sem kom f
veg fyrir, að við næðum sigri.
Okkur vantaði núna aðeins rúmt
eitt prósent atkvæða til að ná sigri
og við teljum okkur njóta fylgis
það margra stúdenta og vel það,
eins og ástandið er í háskólanum
núna. Atkvæðaaukning okkar frá
kosningum í vor er 3% og við
erum mjög bjartsýnir á framtíð-
ina.“
Sinfónían
á Akranesi
Sínfóníuhljómsveit Islands hélt
aðra tónleika sína í Háskólabíói
fimmtudaginn 2. október. Stjórn-
andi var aðalhljómsveitarstjóri
hljómsveitarinnar Karsten
Anderssen og einleikari Kjell
Bækkelund. Flutt voru verk eftir
Pál Isólfsson, Haydn, Gerzhwin
og Ravel.
Að morgni föstudagsins 19.
október hélt hljómsveitin fyrstu
skólatónleikana á þessu ári, fyrir
menntaskólana. Húsið var troð-
fullt og á þessum hljómleikum
var endurtekinn hluti af .efnis-
skrá þeirri, sem var kvöldið áður.
Næstu tónleikar hljómsveitar-
innar utan Reykjavíkur verða á
Akranesi á vegum Tónlistarfélags
Akraness, fimmtudaginn 25. októ-
ber. Verða þeir haldnir í Bíóhöll-
inni og hefjast kl. 21. Stjórnandi
verður Páll. S. Pálsson og ein-
söngvari John Speight. Flutt
verða verk eftir Bizet, Smetana,
Tsjaikovsky, Mozart, Gounod og
Beethoven.
Þeir hverfa frá
störfum:
Richardson,
Cox og
Ruckelshaus
„SÉRHVER blettur, sem
fellur á dómsmálaráðu-
neytið skaðar sjálfa
ríkisstjórnina,“ sagði
Elliott Richardson,
skömmu eftir að hann
tók við embætti dóms-
málaráðherra Bandaríkj-
anna. Og hann bætti við:
„Traust er eins við-
kvæmt og það er dýr-
mætt, það er eins erfitt
að endurvekja það og
auðvelt er að glata þvf.“
Skipan Richardsons í emb-
ættið sl. vor mæltist vel fyrir,
því að honum var treyst til að
endurvekja það traust og þá
virðingu, sem glatazt hafði við
fall Johns Mitchells í Water-
gate-gryfjuna. Hann hafði getið
sér orð sem einstaklega heiðar-
legur og sanngjarn maður í
embætti landvarnaráðh., sem
hann hafði tekið við fyrir tæpu
ári, án nokkurrar sérstakrar
reynslu á því sviði. Hins vegar
hafði hann áður verið aðstoðar-
utanríkisráðherra, svo og heil-
brigðis-, menntamála og vel-
ferðarmálaráðherra og hvar-
vetna hlotið þá einkunn, að
hann væri afburða stjórnandi,
sem léti mannúðleg sjónarmið
jafnan sitja f fyrirrúmi.
Staðfesting þingsins á skipun
Richardsons i embættið var þó
háð því, að hann veitti Archi-
bald Cox, rannsóknardómara í
Watergatemálinu, fullkomlega
frjálsar hendur og fyrirheit
hans þar að lútandi hefur nú
orðið til þess, að hann neyddist
til að segja af sér.
Richardson hóf þegar, er
hann tók við, að byggja upp
starfshætti og reglur ráðu-
neytisins og hafði um það nána
samvinnu við lögfræðinga sína
og annað starfsfólk, en enga við
Hvíta húsið. Af þess hálfu var
hins vegar haft náið eftirlit
með honum, þó ekki kæmi til
beinna afskipta af störfum
hans. Kom ekki til átaka þar í
milli fyrr en Agnew, fyrr-
verandi varaforseti, réðst á
Richardsons og sakaði hann og
starfsmenn hans um að hafa
lekið til fjölmiðla fréttum um
sakargiftir, er hann væri
borinn. Þá stóð Nixon forseti
með Richardson.
Richardson er ættaður frá
Boston, fæddur árið 1920. Laga-
nám stundaði hann í Harvard
og hafði þar fyrir kennara
Archibald Cox. Tókst einlæg
vinátta með þeim, sem haldizt
hefur æ síðan. Árið 1953 varð
Richardson aðstoðarmaður
Leveretts Saltonstalls,
öldungardeildarþingmanns í
Massachusettes, og þremur
árum síðar gekk hann í
þjónustu stjórnar Eisenhowers.
Arið 1959 varð hann ríkissak-
sóknari i Massachusettes og
þótti ganga þar skörulega fram
gegn skipulögðum glæpasam-
tökum. Arið 1966 var hann
kjörinn dómsmálaráðherra þar,
en með tilkomu Nixons I for-
setaembættið hófst ferill hans í
Washington.
Archibald Cox
Archibald Cox er lýst sem
óvenju samvizkusömum manni
og heiðarlegum, er láti einkar
vel að greina kjarna hvers máls
frá hismi þess. Þekkingu hans á
lögum og virðingu fyrír þeim er
viðbrugðið, og óhagganleg
ákvörðun hans um að komasttil
botns i Watergatemálinu og
meintu fjármálamisferli í sam-
bandi við endurkjör Nixons for-
seta byggðist á þeirri skoðun
hans, að málið yrði prófsteinn á
það, hvort í Bandaríkjunum
ætti að ríkja stjórnarfar laga og
réttar eða einstakra manna.
Hann itrekaði þá skoðun sína
um helgina, eftir að Nixon for-
seti hafði látið víkja honum frá,
og bætti þvi við, að hér eftir
yrði það í höndum þingsins og
að lokum þjóðarinnar sjálfrar
að ákveða, hversu stjórnarfari
hennarskyldi háttað.
Archibald Cox er 61 árs að
aldri, hávaxinn maður, tekinn
að grána í vöngum. Hann er að
kunnugrá sögn hæverskur
mjög I framkomu og lítt fyrir
það gefinn að bera skoðanir
sinar á torgi. Hann er af efnuðú
fólki kominn, stundaði nám við
Harvard og var þar síðar
prófessor. Hann kom til
Washington fyrst árið 1941,
áður en hann gerðist prófessor
og hafði störf á hendi bæði
fyrir Truman og John F.
Kennedy. Þegar hann tók við
embætti rannsóknardómara i
Mynd þessi var tekin I Washington sl. föstudag, þegar Archibald
Cox lýsti þvf yfir, að hann gæti ekki fellt sig við málamiðlunartil-
lögu Nixons, forseta og, að hann muni áfram leita til dómstólanna
til að koma þvf til leiðar, að forsetinn léti af hendi segulbands-
spólurnar. Litla myndin er af Elliott Richardson.
maí sl„ réð hann sér til aðstoðar
fjölda lögfræðinga, þar á meðal
marga, sem starfað höfðu fyrir
Robert Kennedy, þegar hann
var dómsmálaráðherra.
Sagt er, að starf slið Cox, þar á
ineðal um 50 lögfræðingar, sem
unnu að Watergatemálinu með
honum, hafi hrifizt mjög með af
einbeitni hans og nákvæmni og
hann hafi haft gott lag á að fá
liðsmenn sína til að leggja sig
alla fram. Þegar lið þetta kem-
ur saman til starfa í dag verður
það ekki lengur sjálfstæð
rannsóknarsveit, heldur hluti
af dómsmálaráðuneytinu, og er
eftir að vita, hverja starfshætti
nýr yfirmaður þess innleiðir.
Þegar William D. Ruckels-
haus aðstoðardómsmálaráð-
herra sór embættiseið 26.
september sl., lét hann þau orð
falla í gamni, að þetta væri
fyrsta fasta starfið, sem hann
hefði tekið að sér um langa
hrið, og bætti við: „Ég er svona
hálfvegis að gera mér vonir um
að halda því til jóla.“ Honum
varð ekki að þeirri von, því að
hann flaug úr starfi ásamt þeim
Richardson og Cox, af þvi að
hann gat ekki f ellt sig við fram-
komu og aðferðir Nixons for-
seta i Watergatemálinu. Hann
neitaði að hlýða fyrirskipun
forsetans um að reka Cox, kaus
heldur að láta sjálfur af emb-
ætti en breyta gegn eigin
sannfæringu.
Þetta er ekki í fyrsta sinn,
sem Ruckelshaus sýnir sjálf-
stæði sitt gagnvart Nixon for-
seta. Hann starfaði f tvö ár sem
fyrsti framkvæmdastjóri unv
hverfisverndunarstofnunar
rikisins og tók við því gegn
loforði Nixons um að skipta sér
ekki af starfi stofnunarinnar.
Ilann sagði, að yrði nokkru
sinni reynt að beita hann
þvingunum ofan frá, mundi
hann frekar segja af sér en
vinna gegn lögum og eigin emb
ættiseiði.
Þegar Patrick Gray sökk í
Watergate-fenið og varð að fara
úr starfi yfirmanns alríkislög-
reglunnar — FBI — sem hann
hafði verið settur i til bráða-
birgða, leitaði Nixon til
Ruckelshaus og bað hann að
taka við starfinu og endurvekja
æru FBI. Ruckelshaus lét það
verða eitt sitt fyrsta verk að
labba sig sjálfur inn í Hvíta
húsið til að sækja þangað skjöl,
sem horfið höfðu af skrifstofu
FBI. Jafnframt lýsti hann þvi
yfir, að starfslið hans skyldi
ekki loka augunum fyrir nein-
um vísbendingum varðandi
Watergatemálið, hver sem í
hlut ætti.
Ruckelshaus viðurkenndi
opinberlega, að ýmsir atburðir
og starfshættir i stjórn Nixons
hefðu komið sér óþægilega á
óvart og valdið sér vonbrigðum.
Engu að siður féllst hann á að
gerast aðstoðarmaður
Richardsons, einkum, að talið
var, vegna þess að honum þykir
mikið til hans koma og fýsti
mjög að eiga við hann sam-
vinnu. Ruckelshaus sagði um
Richardson, að hann væri
maður, sem reyndi að gera allt,
sem i hans valdi stæði tií þess
að vinna að framgangi rétt-
lætis. Og Richardson sagði um
Ruckelshaus, að hann væri
„stór maður og sterkur", — og
það ætti ekki einasta við um
líkamsburði hans, heldur og
skapgerð og hugrekki. Ruckels-
haus var faéddur í Indianapolis
1932, stundaði nám við
Princetonháskóla og Harvard
og var árið 1967 kjörinn á þing
Indiana. Ari síðar fór hann í
framboð til öldungadeildar
Bandaríkjaþings, en tapaði
fyrir demókratanum Birch
Bayh. Talið hefur verið, að
hann hyggðist reyna aftur við
framboð 1976.