Morgunblaðið - 23.10.1973, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 23.10.1973, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. OKTÖBER 1973 5 Dr. Guðmundur Sigvaldason. Millivegg- ir hér eins og sá sem nærri grandaði mér, segir Guðmundur Sigvaldason, forstöðumaður Eldfjallastöðvar- innar, sem kominn er frá Managua Norræna jarðeldastöðin er um það bil að taka til starfa. Dr. Guð- mundur Sigvaldason jarðefna- fræðingur, sem ráðin var for- stöðumaður hennar frá 1. októ- ber, er nýkominn heim frá Nigar- agua, þar sem hann hefur starfað I ár við jarðhitarannsóknir á veg- um Sameinuðu þjóðanna. Og 25. þessa mánaðar mun stjórn Norr- ænu jarðeldastöðvarinnar halda sinn fyrsta fund. Fréttamaður náði tali af Guð- mundi I gamla Atvinnudeildar- húsinu á háskólalóðinni, sem nú er farið að kalla jarðfræðahúsið, en þar verður Norræna eldfjalla- stöðin til húsa í sambýli við jarð- fræðirannsóknir Raunvísinda- stofnunar og jarðfræðikennslu við verkfræði- og raunvísinda- deild. — Norræna jarðeldastofn- unin, er sjálfstæð stofnun I tengslum við Háskólann og þær stofnanir, sem hér eru. Þau tæki, sem Jarðeldastöðin fær og útveg- ar eru til sameiginlegra nota og sama gildir um tæki, sem Há- skólinn fær til jarðfræðikennslu og rannsókna, útskýrði Guðmund- ur. Hann sagði, að Norræna jarð- eldastöðin væri varla tekin til starfa enn, og hann vildi lítið um viðfangsefnin segja fyrr en stjórnin hefði komið saman. Ákvarðanir um rannsóknir eru teknar af henni. Stjórnina skipa f jórir Islendingar, þeir dr. Sigurð- ur Þórarinsson, Þorbjörn Sigur- geirsson, Sveinn Jakobsson og dr. Guðmundur Pálmason, svo og einn fulltrúi frá hverju Norður- landanna. — Norræna eldfjallastöðin er þannig til komin, að áhugi vakn- aði á þvf, að stúdentar á Norður- löndum gætu fengið að kynnast ferskum eldfjallafyrirbrigðum hér, sem þeir eiga ekki kost á heima, sagði Guðmundur. Þessi stofnun á að taka að sér kennslu- hlutverk, sem fullnægir þeirri þörf og jafnframt að stunda rann- sóknir á þessu sviði. Til að byrja með er í fjárveitingum gert ráð I fyrir að 5 styrkþegar frá Norður- löndum komi hingað og stundi hér nám og rannsóknir, en ekki er búið að auglýsa þá styrki. Sfðar er gert ráð fyrir að þessi starfsemi verði aukin á þann hátt, að vfs- indamönnum frá öðrum löndum verði veitt rannsóknaraðstaða við þessa stofnun. En á uppbygginga- stiginu verða hér einungis styrk- þegar frá Norðurlöndum. — Mér lízt ágætlega á þetta, sagði Guðmundur. Eg held ein- mitt, að slíkt samstarf milli Jarð- eldastöðvarinnar og Háskólans geti verið frjósamt. Guðmundur Sigvaldason var að koma frá Managua í Nigaragua, þar sem hann m.a. lenti f jarð- skjálftunum miklu aðfaranótt Þorláksmessu í fyrra, svo sem kunnugt er af ’samtali, sem Mbl. átti við hann þá. En hann slapp naumlega, er veggur í húsi hans hrundi. — Þegar ég geri samanburð á byggingum í Managua og Reykja- vfk, þá er hér allt annað bygg- ingarlag, sagði Guðmundur. Þar eru húsin bæði úr veikara efni og lftið járnbundin. Hér eru reglu- gerðir um mikla járnbindingu í Utveggi. En þegar svo búið er að byggja þessa sterku útveggi, er farið að gera milliveggi úr vikur- plötum eða múrsteinum, einmitt sams konar og nærri hafði grand- að mér ijarðskjálftanum í Mana- gua. I Managua var t.d. 16—20 hæða bankabygging, þar sem Ut- veggirnir stóðu heilir, en allt var hrunið innan úr henni. Slíkir skil- veggir eru stórhættulegir, ef meiri háttar jarðskjálfti verður hér, sem maður vonar, að ekki verði. Þetta hefur verið mér ofar- lega i huga eftir þá reynslu, sem ég varð fyrir i Managua. Jarð- skjálftinn þar var ekki mjög mik- ill, ef mælt er á Richterkvarða, en það sem gerði hann svo áhrifarik- an, var að hann var aðeins á 5 km. dýpi undir borginni. Guðmundur sagði, að það hefði verið geysileg reynsla að upplifa svo mikinn jarðskjálfta, bæði á meðan á honum stóð og á eftir. En ekki þó sfður að koma til baka til borgarinnar, sem var algerlega lömuð. Miðborgin var alveg í rúst og þau fyrirtæki, sem þar höfðu verið, svo sem lyfjabúðir, voru að opna einhvers staðar annars stað- ar f bílskúrum. Það var mikil lexía að læra, hvar hvern hlut væri að finna, og þurfti að aka til næstu borgar eftir matföngum. Sjúkra- húsin voru öll horfin, en Banda- ríkjamenn og Kúbumenn settu upp bráðabirgðasjúkrahús í tjöld- um. Fljótl. komu svo læknar. En það var þó bót í máli að þetta gerðist á þurrkatfmanum, en þá er húsnæðisvandinn allt annar. Hiti fer aldrei niður fyrir 25 stig og ekki kemur dropi úr lofti. Fólk getur því hafst við úti og sofið undir berum himni. A þeim tima er líka mun minni hætta af völd- um skordýra. Managua er mjög illa farin og geysileg húsnæðisvandræði þar, eftir að 300 þúsund manns urðu heimilislausir. Byggð voru bráða- birgðahverfi með timburskúrum, sem fólk vill helzt ekki flytja inn í. Þar sem ekki var tekin nein ákvörðun um, hvort byggja ætti borgina á sama stað, var þró- unin látin ráða og byrjað skipu- lagslaust. Komin eru mikil verzl- unarhverfi utan við borgina, sem er í rúst. Og s. nnilega verður aldrei byggt i miðoorginni aftur. Islendingarnir, sem voru í Managua, eru þar enn. Jón Jóns- son, jarðfræðingur er að ljúka jarðfræðirannsóknum sínum, en fjölskylda hans er í Costa Rica. Sveinn Einarsson stjórnar enn verkefni Sameinuðu þjóðanna, og hann og Aðalheiður kona hans búa í Managua ennþá. Einar son- ur þeirra rekur gistihús á staðn- um, byrjaði á því strax eftir jarð- skjálftann. Hann setti fyrst upp greiðasölu fyrir starfsfólk Sam- einuðu þjóðanna í húsi sinu og húsi Sveins, sem bæði voru heil, og útvegaði mat frá öðrum borg- um. Þessi starfsemi þróaðist svo áfram, og nú rekur hann gistihús i leiguhúsnæði. En Sigríður kona hans hefur tekið við og rekur hárgreiðslustofuna i Hótel Inter Continental, glæsilegasta hótel- inu í borginni, sem gert var við og hefur aftur hafið starfsemi sína. Eftir jarðskjálftana var ákveðið að ljúka jarðfræðiverkefni þvf, sem íslenzku jarðvísindamennirn- ir unnu að á vegum Sameinuðu þjóðanna f Managua, en fé er ekki fyrir hendi til að halda áfram lengra að sinni. Er búið að vinna frumrann- sóknir til að hægt sé að velja borstæði til virkjunar á gufu fyrir gufuaflstöð. En framhaldið verð- ur að bíða. Stjórnin hefur þó mik- inn áhuga á þessu, en hefur ekki getað útvegað fé enn, sagði Guð- mundur Sigvaldason, sem nú hef- ur snúið heim og setzt að hér. — EJ»á. JÓN MÚLI ÁRNASON OG STÓRHLJÓMSVEIT FÍH KYNNA ÚRSLITALÖGIN jr I TRIMMKEPPNI ÍSÍ/FÍH * I SÚLNASALNUM * I KVÖLD GLÆSILEG VERÐLAUN HÖFUNDAR ÞRIGGJA VINSÆLUSTU LAG- ANNA HLJÓTA GLÆSILEG VERÐLAUN. 1. VERÐLAUN: RADIONETT ÚTVARPS OG HLJÓMBURÐARTÆKI FRÁ E. FARESTVEIT & CO. 2. VERÐLAUN: PIONEER-HLJÓMBURÐAR- TÆKI FRÁ KARNABÆ. 3. VERÐLAUN: PHILIPS-HLJÓMBURÐAR- TÆKI FRÁ HEIMILISTÆKI, HF. AUKAVERÐLAUN FYRIR ALMENNING. DREGIÐ VERÐUR ÚR NÖFNUM ÞEIRRA, SEM GETA RÉTT UM VINNINGSLAGIÐ, 10 ÞEIRRA HLJÓTA TVÆR S G.HLJÓMPLÖT- UR, EFTIR EIGIN VALI. FÉLAG ÍSL. HLJÓMLISTARMANNA

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.